Alþýðublaðið - 28.05.1986, Page 14
14
Miðvikudagur 28. maí 1986
Bolungarvíkursamningarnir:
30 þúsund á mánuði
Flokkar mannsins og konunnar
segjast ætla að hækka kaup borg-
arstarfsmanna í 30 þús. kr. á mán.
— nái þeir meirihlutavaldi í borgar-
stjórn.
• Þeir segja að maðurinn hennar
Bryndísar hafi hins vegar sam-
þykkt 19 þús. kr. lágmarkslaun á
mánuði.
• Það er að vísu misskilningur.
Þingmenn Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags gerðu hvorki að
samþykkja né fella kjarasamn-
inga. Kjarasamningarnir voru
milli atvinnurekenda og laun-
þega.
• Hins vegar samþykktu þing-
flokkar Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags efnahagsráðstaf-
anir í kjölfar kjarasamninganna
m. a. til þess að tryggja lækkun
skatta og tolla, miðað við breytt-
ar verðalagsforsendur. Og nýtt
húsnæðislánakerfi, sem tekur
gildi 1. sept. í haust, og felur í sér
tvöföldun á lánum til húsnæðis-
mála og verulega lækkun á
greiðslubyrði skulda.
• Flokkar mannsins og konunnar
virðast hins vegar ekki vita, hverj-
ir gerðu Bolungarvíkursam-
komulagið um 30 þús. kr. lág-
Hvað er
það
ódýrasta á boðstólum í dag ef ekki það ódýrasta.
KJÚLLETTUR eru fitulitlar og því tilvaldar fyrir
þá sem þurfa að hugsa um línurnar.
Og síðast en ekki síst eru KJÚLLETTURNAR
fljótleg máltíð, þú tekur þær úr frystinum og
steikir frostnar í ca. 5 - 10 mín. og þá er herra-
mannsmáltíð tilbúin.
ísfugl
Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit
Sími: 666103
Fáðu þér KJÚLLETTUR þú hefur þrjárgóðarástæður
markslaun bæjarstarfsmanna
þar.
• Formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Bolungarvíkur heit-
ir Karvel Pálmason. Hann er
þingmaður Alþýðufiokksins.
• Formaður bæjarráðs Bolungar-
víkur heitir Valdimar Lúðvík
Gíslason. Hann er bæjarfulltrúi
Alþýðuflokksins og efsti maður á
lista flokksins þar, fyrir þessar
kosningar.
• Þetta fræga Bolungarvíkursam-
komulag var því gert á milli
verkalýðsfélags, sem þingmaður
Alþýðuflokksins leiðir, og bæjar-
stjórnarmeirihluta, þar sem al-
þýðuflokksmenn og sjálfstæðis-
menn ráða.
• Flokkar mannsins og konunnar
komu þar hvergi nærri.
Húsnœðismál á Vestfjörðum:
Stöðvum nauð-
ungaruppboðin
Á fjölmennum fundum á vegum
Áhugamanna um úrbætur i hús-
næðismálum bæði á Flateyri og
Suðureyri var samþykkt eftirfar-
andi ályktun. Tekið skal fram að
öllum þingmönnum Vestfjarða og
einnig fulltrúum frá stjórnmála-
flokkum sem ekki hafa þingmenn á
Vestfjörðum var boðið til fundar-
ins.
1. Að nauðungaruppboð verði
stöðvuð þegar í stað.
Það er vítavert að bjóða upp
eignir fólks, meðan það ástand ríkir
tímabundið, að eignir eru nánast
verðlausar. í stað þess veitist fólki
kostur á að endurfjármagna hús-
næðið með láni úr Byggingarsjóði
verkamanna.
2. Lán sem fólk hefur tekið til
öflunar húsnæðis, verði leiðrétt í
gegnum skattakerfið með veruleg-
um skattaafslætti eða beinum end-
urgreiðslum.
Vegna hávaxtastefnu og misgeng-
is lána pg launa, hafa lán hækkað
mun meira en eðlilegt getur talist.
Þetta hafa ráðamenn margoft við-
urkennt og heitið úrbótum og leið-
réttingum en þau loforð jafnan ver-
ið svikin.
3. Komið verði á fót sérstökum
viðlagasjóði.
Ríkisstjórnin komi þegar í stað á
fót viðlagasjóði til þess að aðstoða
sveitarfélög, þar sem fólk á í mikl-
um erfiðleikum vegna húsnæðis-
skulda og sveitarfélög þurfa óhjá-
kvæmilega að taka á sig skuldbind-
ingar til þess að rétta við fasteigna-
markaðinn. í þessu sambandi skal
vakin athygli á því, að eins og nú
stefnir munu lífeyrissjóðir Vestfirð-
inga verða lagðir í almenna sjóði
landsmanna, á meðan fólk fjárfest-
ir ekki í húsnæði í þessum lands-
hluta.
4. Fólk sem hefur aflað húsnæð-
is á síðustu árum, eigi rétt á að
ganga inn í nýtt húsnæðislánakerfi.
Laus staða
Laus er til umsóknar staða lyfjafræðings í Rannsókna-
stofu lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands.
Æskilegt er aö umsækjandi hafi einhverja þjálfun i
lyfjagreiningu.
Laun samkvæmt samningi Lyfjafræðingafélags ís-
lands og Apótekarafélags Islands.
Umsóknir ásamt skýrslu um námsferil og störf skulu
sendar menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 105
Reykjavlk, fyrir 18. júní 1986.
Menntamálaráðuneytið,
21. maí 1986.
Aðalfundur S.Í.F.
Aðalfundur Sölusambands íslenskra fiskfram-
leiðenda fyrir árið 1985 verður haldinn að Hótel
Sögu 12. júní nk. og hefst kl. 10.00 f. h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda.
Auglýsing
um skoöun léttra bifhjóla
í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
26. mai R- 1 til R- 500
27. ma( R- 501 til R- 800
28. maí R-801 tii R-' 1100
29. maí R-1101 til R-1300
30. mai R-1301 og yfir.
Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga við bif-
reiðaeftirlitið að Blldshöföa 8, kl. 08:00 til 16:00.
Sýna ber við skoðun að lögboðin vátrygging sé I gildi.
Tryggingargjald ökumanns og skoðunargjald ber að
greiða við skoðun.
Skoðun hjóla sem eru í notkun í borginni er skrásett
eru I öðrum umdæmum fer fram fyrrnefnda daga.
Vanræki einhver að koma hjóli slnu til skoðunar um-
rædda daga, verður hann látinn sæta sektum sam-
kvæmt umferðarlögum og hjólið tekið úr umferð hvar
sem til þess næst.
Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli.
22. maí 1986.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.