Alþýðublaðið - 28.05.1986, Síða 15

Alþýðublaðið - 28.05.1986, Síða 15
Miðvikudagur 28. ma( 1986 15 Lánskjara- vísitalan Með tilvísun til 39. gr. laga nr. 13/1979, hefur Seðlabankinn reikn- að út lánskjaravísitölu fyrir júní 1986. Lánskjaravísitala 1448 gildir fyr- ir júní 1986. Hækkun lánskjaravísitölu frá mánuðinum á undan varð 1.12%. Umreiknað til árshækkunar hefur breytingin verið sem hér segir: Síðasta mánuð 14.3% Síðustu 3 mánuði 5.7% Síðustu 6 mánuði 17.3% Síðustu 12 mánuði 26.6% 6 seld 2 keypt Frdmsoknar fý/k/nc/, forJar okkurdfáerafrð, þo kratdr og kommar oss raðist a, -n Sýnurn nu hug, djorfung og dug, )if grof/m, gr'o'fum, uaskirmenn, ý gongm sku/um k/ara, ogkomum utá hérðdi /nnan 4ra éra. • ’ '• /•>/; Kosninga- baráttan á Seyðis- firði Þorkell Helgason á Seyðisfirði sem teiknaði þessa mynd, skopast hér að kosningaloforðum framsóknar- manna á Seyðisfirði fyrir síðustu bœjarstjórnarkosningar, en þá lögðu þeir áherslu á jarðgangna- gerð til að bœta samgöngurnar. Heldur mun Seyðfirðingum þykja sem mannvirkjagerð þessi hafi dregist á langinn. Lítilsvirðing Eftirfarandi ályktanir hafa Al- þýðublaðinu borist frá Stýri- mannaféíagi íslands. Aðalfundur Stýrimannafélags íslandshaldinn 13. maí 1986 skor- ar á stjórnvöld að þau hætti að sýna sjómannastéttinni þá lítils- virðingu að blanda sér í kjarabar- áttu sjómanna og mótmælir harð- lega bráðabirgðalögum sem sett voru til að binda endi á verkfall Skipstjórafélags íslands og Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Að mati fundarins er þessi lagasetn- ing enn ein sönnun þess að at- vinnurekendur geti í vaxandi mæli treyst á stjórnvöld sér til fulltingis í ákvörðunum um kaup og kjör og ennfremur að launþeg- ar búi nú við stórlega skertan samningsrétt. Ennfremur mótmælir fundur- inn harðlega sem rangri staðhæf- ingu samninganefndar útgerð- anna sem kom fram í yfirlýsingu sem þeir lögðu fram á sáttafundi þann 8. maí sl. og birt hefur verið í fjölmiðlum þess efnis að það samrýmist ekki lögum um Land- helgisgæslu íslands að starfs- menn Landhelgisgæslunnar starfi og geri sig gildandi í starfi stéttar- félaga. Þessa fullyrðingu útgerðanna telur fundurinn út í hött og að engu hafandi enda jafngildir hún því að starfsmenn Landhelgis- gæslunnar megi ekki taka þátt í starfi stéttarfélaga eins og aðrir þjóðfélagsþegnar og veljast þar til forustu ef svo vill verkast. 6 seld — 2 keypt Aðalfundur Stýrimannafélags ís- lands haldinn 13. maí 1986 sam- þykkir eftirfarandi ályktun um at- vinnumál farmannastéttarinnar: Fundurinn lætur í ljós áhyggjur yfir þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað í siglingum til og frá landinu. Fundurinn vill koma því á framfæri að á árinu 1985 voru 6 íslensk farskip seld úr landi en 2 keypt til landsins. Frá því um síð- ustu áramót hafa 2 skip verið seld úr landi og önnur 2 tekin úr rekstri til frambúðar (og fleiri skip á söluskrá). Þeir flutningar sem þessi skip önnuðust fara að stærstum hluta fram með erlend- um leiguskipum mönnuðum er- lendum áhöfnum. Fundurinn krefst þess að þess- ari óheillaþróun verði snúið við og að stjórnvöld og útgerðaraðil- ar beiti sér fyrir því að hafa ávallt að leiðarljósi að skip sem stunda reglubundnar siglingar til og frá íslandi séu i eigu íslendinga og mönnuð íslenskum sjómönnum. Einnig fer fundurinn fram á, að stjórnvöld setji siglingar á hærri stall en verið hefur og líti á þær sem sjálfstæðan atvinnuveg nauðsynlegan sjálfstæði eyþjóð- ar. Atvinnuveg sem geti skilað miklum arði í þjóðarbúið og séð hundruðum manna fyrir atvinnu. HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATEKKUM g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiðlum. Við minnum líka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað. Góða ferð. o uS'i í LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLÓRÍNUR, ESCUDOS OG LÍRUR % |fc

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.