Alþýðublaðið - 21.06.1986, Page 4
alþýöu-
iíieet™
Laugardagur 21. júnf 1986
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 81976
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
*
Askriftarsíminn
er 681866
Vinstri
meirihluti
á ísafirði
Rætt við Ingibjörgu
Ágústsdóttur,
þriðja mann á lista
Alþýðuflokksins
ísafjörður er einn af þeitn stöð-
um, þarsem Alþýðuflokkurinn jók
fylgi sitt verulega í bæjarstjórnar-
kosningunum. Hann jók fylgi sitt
úr 26% greiddra atkvæða í síðustu
kosningum í 31,3% greiddra at-
kvæða nú og fékk þrjá menn kjörna
í stað tveggja áður.
Alþýöuflokkurinn heíur myndað
meirihlutastjórn, ásamt Framsókn-
arflokki og Alþýðubandalagi og
fyrsti bæjarstjórnarfundur var
haldinn á fimmtudag. Fundinum
stýrði aldursforseti bæjarstjórnar,
sem er Geirþrúður Charlesdóttir.
Það mun vera í fyrsta skipti sem
kona gegnir því starfi í ísafjarðar-
kaupstað.
Alþýðublaðið hafði tal af Ingi-
björgu Ágústsdóttur, þriðja manni
á lista Alþýðuflokksins og spurði
hvað hefði valdið velgengni þeirra í
kosningunum.
Ingibjörg kvaðst ekki hafa neitt
afdráttarlaust svar við því. Kjós-
endur hefðu að líkindum kunnað
vel að meta framlag Alþýðuflokks-
ins til bæjarstjórnarmála á síðasta
kjörtímabili og ennfremur taldi
hún að unga fólkið hefði gengið til
liðs við þau í kosningunum. Skoð-
anakönnun hefði verið gerð í
Menntaskólanum, sem benti til
þess að jafnaðarstefnan ætti fylgi
að fagna þar.
Sjálf kvaðst hún hafa orðið mjög
undrandi þegar ljóst var að hún
væri komin í bæjarstjórn, en þætti
það spennandi viðfangsefni að tak-
ast á við.
Brýnustu verkefni í bæjarmálum
ísafjarðar telur Ingibjörg vera
framkvæmdir við Sundahöfn, því
að mikil þörf er á bættri aðstöðu
við höfnina. Mörg önnur verkefni
biða nýju bæjarstjórnarinnar, sér-
staklega þarf að auka fjölbreytni í
atvinnulífinu og einnig þarf að
huga að umhverfismálum bæjarins,
að sögn Ingibjargar.
Ingibjörg hefur ekki áður fengist
við stjórnmál, en telur af fenginni
reynslu að virk þátttaka í slíku
starfi opni augu manna fyrir ýmsu
sem gera þarf til hagsbóta fyrir bæ-
inn og íbúa hans. „Málefni bæjar-
ins eru mikilvægust í þessu sam-
bandij* segir hún, „en ekki endilega
á pólitískum grundvelli. Við mun-
um vinna að því af alefli að bæta
aðstöðuna hér og laða fólk til bæj-
arins og það vona ég að okkur tak-
ist“ sagði Ingibjörg að lokum.
FERÐAHAPPDRÆTTI
Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík
Jfc 08501
Dregið 5. júlí 1986
Vinningar:
1—12 ferðavinningar að verðmæti kr. 30.000 hver.
Heildarverðmæti vinninga kr. 360.000.00
Fjöldi miða: 10.000
Upplýsingar um vlnninga f sfma 29244.
Miðaverð kr. 200.00 Vinninga skal vitja innan eins árs.
Dregið verður íferðahappdrœtti Alþýðuflokksins hinn 5. júlínk. Að sögn Ámunda Ámundasonar, sem annast
um framkvœmd happdrœttisins, hafaþegar verið seldir 7.300 miðaraf þeim tíu þúsund sem gefnir voru út. Ekki
hefur verið gripið til þess ráðs að senda fólki miða ípósti og sagði Ámundi að nokkuð hefði verið um kvartanir
þess vegna. Hann sagði hins vegar að þeir sem enn hefðu ekki komist yfir miða, mœttu hafa sambandi við sig
í síma 32873 í Reykjavík, og yrðu þeim þá sendir miðar, meðan upplagið endist.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin:
Ráðstefna um forvarnir
Þessa dagana stendur yfir ráð-
stefna Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar WHO, um „For-
varnir gegn langvinnum sjúkdóm-
um“, en hana sitja 35 fulltrúar 10
Evrópuríkja, auk Kanada. Forvarn-
arverkefnið er liður í áætlun WHO
um „Heilbrigði allra árið 2000“.
„Forvarnir gegn langvinnum
sjúkdómum“ er umfangsmikið
samstarfsverkefni WHO í Evrópu,
en undirbúningur þess hófst árið
1978, en ísland varð formlegur aðili
1984. Alls hafa átta Evrópuríki
undirritað samstarfssamninginn,
en þau eru auk íslands: Austurríki,
Finnland, Sovétríkin, V-Þýskaland,
Búlgaría, Malta og Júgóslavía.
Mörg önnur ríki hafa sýnt verkefn-
inu mikinn áhuga og tekið þátt í
því. Þrjú þeirra senda fulltrúa á
fundinn í Reykjavík, en þau eru
England, Tékkóslóvakía og
Kanada.
í samningnum um þetta mikil-
væga heilsuverndarverkefni segir
meðal annars um „Forvarnir gegn
langvinnum sjúkdómum":
„Frumheilsugæslan ásamt
stoðgreinum hennar gegnir lyk-
ilhlutverki ef ná á markmiðinu
Framh. á bls. 2
Frá ráðstefnunni. Heilbrigðisráðherra og landlœknir á tali.
Molar
Gúrka eða tómatsósa
Stundum tala menn um gúrkutíð
á blöðunum. En þeir sem gleggst
þekkja til á Þjóðviljanum þessa
dagana, tala hinsvegar nú um
tómatsósu . . .
Listahátíð mótmælir
Á fundi framkvæmdastjórnar
Listahátíðar 19. júní var eftirfar-
andi ályktun samþykkt einróma:
Vegna fyrirhugaðrar byggingar
tónlistarhúss í Reykjavík lýsir
framkvæmdastjórn Listahátíðar í
Reykjavík 1986 yfir því að hún tel-
ur þær tillögur sem fram hafa
komið allsendis ófullnægjandi.
Bendir framkvæmdastjórnin á að
þetta hús leysir engan veginn þann
vanda sem skapast hefur þegar
fjölsóttir tónleikar eru haldnir í
borginni, til að mynda á Listahá-
tíð.
Framkvæmdastjórn lýsir og yfir
furðu sinni á því að ekki skuli vera
gert ráð fyrir óperuflutningi í fyr-
irhuguðu tónlistarhúsi nema þá í
skötulíki. Leggur framkvæmda-
stjórnin áherslu á að svo skamm-
sýn sjónarmið sem fram koma í
fyrirhugaðri byggingu tónlistar-
húss verði ekki látin ráða enda er
nauðsynlegt að svona dýr bygging
leysi þann vanda sem hér hefur
verið í tónlistar- óperuflutningi.
Verði af byggingu þessa tónlistar-
húss í því formi sem það nú er
hugsað er sá vandi að mestu leyti.
óleystur eftir sem áður. Og til
hvers er þá verið að byggja?
Alþjóðleg hjólakeppni
Eins og kunnugt er af fréttum þá
var ísland meðal þátttakenda í al-
þjóðlegri keppni vél- og reiðhjóla-
manna. Þessi keppni er haldinn á
vegum PRI sem eru alþjóðasam-
tök umferðarráða. Að þessu sinni
sendu 14 þjóðir þátttakendur í
keppnina sem fór fram í Éspo í
Finnlandi 1. — 6. júní.
ísland sendi tvo keppendur í
hvorn flokk. í vélhjólaflokknum
kepptu Magnús Garðarsson úr
Reykjavík og Hlynur Hreinsson
frá ísafirði. í reiðhjólaflokknum
kepptu Dorfi Örn Guðlaugsson
úr Njarðvíkurskóla og Auðunn R.
Ingvarsson Árbæjarskóla Reykja-
vík.
íslensku keppendurnir stóðu sig
vel og urðu vélhjólamenn í 6. sæti
í sveitakeppni og reiðhjólastrák-
arnir í 8. sæti. Sigurvegari í báð-
um flokkum voru gestgjafarnir
Finnar.
Keppnin fer þannig fram að fyrst
svara keppendur skriflega spurn-
ingum síðan er keppt í þrauta-
akstri og loks er keppt í góðakstri
í umferð.
Framkvæmd keppninnar var
mjög til fyrirmyndar og Finnum
til sóma.
Umferðarráð þakkar öllum sem
undirbjuggu þessa keppni þ. e.
skólastjórum í grunnskólum
landsins, Bindindisfélagi öku-
manna og lögreglumönnum víðs
vegar um landið.
Skólameistarar
Aðalfundur félagsins var haldinn
mánudaginn 9. júní í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð. í stjórn fé-
lagsins voru kosnir:
Formaður, Ingvar Asmundsson,
skólastjóri Iðnskólans í Reykja-
vík. Ritari, Þórir Ólafsson, skóla-
meistari Fjölbrautaskólans á
Akranesi Gjaldkeri, Karl Krist-
jánsson, aðstoðarskólam. Fjöl-
brautaskólans v/Ármúla. Vara-
menn: Björn Teitsson, skóla-
meistari Menntaskólans á ísa-
firði. Kristinn Kristmundsson,
skólameistari Menntask. á Laug-
arvatni.
Á fundinum fluttu skólameistar-
arnir Kristján Bersi Ólafsson,
Flensborgarskóla og Þórir Ólafs-
son erindi um innra starf fram-
haldsskólanna. Um þetta efni
urðu mjög líflegar umræður á
fundinum. Stjórninni var falið að
taka upp viðræður við mennta-
málaráðuneytið um þetta efni og
um samskipti skólanna við ráðu-
neytið.
•
Gistivinnustofa
í Hafnarfirði
Að undanförnu hefur stjórn
Hafnarborgar, menningar- og
listastofnunar Hafnarfjarðar,
unnið að innréttingu gistivinnu-
stofu i samvinnu við Norrænu
listamiðstöðina í Sveaborg. Nor-
ræni menningarsjóðurinn hefur
styrkt þessar framkvæmdir. Gisti-
vinnustofan er til húsa á III. hæð
í húsi Hafnarborgar að Strand-
götu 34, Hafnarfirði.
Aðstaðan er nú tilbúin og fyrsti
gesturinn, sem er finnskur list-
málari, hefur flutt inn í íbúðina.
•
Djúpivogur, Djúpuvík
Djúpavík og Djúpivogur er ekki al-
veg það sama, það vita þeir sepi búa
á þessum tveim ólíku stöðum.
Breiðdalsheiði og Breiðadalsheiði
er heldur ekki alveg það sama, eins
er töluverður munur á Fáskrúðs-
firði og Patreksfirði. Slikur mis-
skilningur er nokkuð algengur og
getur að valdið miklum sárindum.
Við rákumst á dæmi um þetta í
Eystrahorni nýlega:
„Sem frægt er tilkynnti ríkisút-
varpið hljóðvarp það á mánudag-
inn í aðalfréttatíma að 10 cm jafn-
fallinn snjór væri á Djúpavogi. Brá
mörgum í brún því enginn var þar
snjórinn. Héldu menn að hrekkur
hefði þeim verið gjörður og bárust
böndin að sóknarpresti, Sigurði
Ægissyni, sem er frægur hrekkja-
sveinn og töldu menn að hann væri
manna líklegastur til þess að hafa
hringt inn þessa hrekkjafrétt. En
áður en prestur var settur í poka
kom leiðrétting. Ríkisútvarpið
hafði meint Djúpavík á Ströndum,
en ekki hinn eðla Djúpavog.i fram-
haldi af þessu blómstruöu umræð-
ur um stofnun hrekkjasveinafélags
á Djúpavogi, en þar er margt efni-
legra hrekkjasveina, ekki síður en á
skerjunum fyrir sunnan Island.
Djúpivogur er annars kauptún
við austurströnd landsins, um
klukkutíma akstur austur af Hval-
nesi í Lónií*