Alþýðublaðið - 15.07.1986, Page 3

Alþýðublaðið - 15.07.1986, Page 3
Þriðjudagur 15. júlí 1986 3 Samnorrœnt verkefni um fjölbreyttari atvinnuþátt- töku kvenna — íslenski hlutinn unninn á Akureyri Brjótum múrana—BRYT Brjótum múrana — BRYT er samnorrænt verkefni um að auka fjölbreytni í atvinnuþátttöku kvenna. Gefinn hefur verið út sér- stakur norrænn upplýsingabækl- ingur, þar sem gerð er grein fyrir grundvelli og tilgangi verkefnisins. Islensk verkefnislýsing fylgir með. Tilgangur þessa verkefnis er að þróa og prófa leiðir til að brjóta niður þá múra, sem aðskilja vinnu- markaði karla og kvenna. Þetta er jafnréttisverkefni og markmið þess er að auka fjölbreytni í náms- og starfsvali kvenna og tryggja at- vinnuöryggi þeirra með aðgerðum, sem beinast bæði að menntakerfinu og atvinnulífinu. Komið verður af stað tilrauna- verkefnum á afmörkuðum svæðum í hverju hinna fimm Norðurlanda. Auk þess er ætlunin að rannsaka og greina þá þætti, sem orsaka og við- halda skiptingu vinnumarkaðarins eftir kynjum. Síðast en ekki síst er það hlutverk „Brjótum múrana“ að miðla upplýsingum um þær niður- stöður sem fást, og taka þannig virkan þátt í umræðunni um hinn kynskipta vinnumarkað. Að sögn Valgerðar H. Bjarna- dóttur, verkefnisstjóra, voru það félagsmálaráðuneytið og Jafnréttis- ráð, sem völdu Akureyri fyrir þetta verkefni. Stærð bæjarfélagsins var talin heppileg. Valgerður hefur skrifstofu í Kaupangi. Þar er hægt að hafa sambandi við hana og einnig heima. í greinargerð, sem hún hefur rit- að um íslenska hluta verkefnisins, segir á þessa leið: Grundvöllur Stóraukin atvinnuþáttaka kvenna hefur lítið aukið fjölbreytni í störfum þeirra. Kvennastarfs- greinar eru fáar, 25—30, og eru flestar framhald þeirra starfa sem konur hafa unnið og vinna enn inn- an veggja heimilisins. Auk þess er meirihluti íslenskra kvenna ófag- lærðar og flest störf þeirra eru verr launuð en störf karla. Karlar vinna í um það bil 200—300 starfsgrein- um og hafa mun oftar mannaforráð en konur. Menntun kvenna hefur aukist mjög en er á þröngu sviði og það hefur sýnt sig að launamunur kynjanna eykst pieð aukinni menntun. Breyttar aðstæður í at- vinnulífinu, t. d. tæknibyltingin hafa ekki styrkt stöðu kvenna. Á nýjum sviðum myndast einnig , kvenna og karlagreinar. Markmið „Brjótum Múrana“ er að styrkja stöðu kvenna á vinnu- markaði framtíðarinnar og að tryggja áhrif þeirra á allt samfélag- ið. Hlutverk þess er að kanna stöðu þessara mála á Norðurlöndum, rannsaka orsakir og afleiðingar, prófa leiðir til úrbóta og meta árangurinn. Sérstök athygli mun beinast að ungum stúlkum í námi og fullorðnum konum sem standa frammi fyrir breyttum vinnuað- stæðum. Skipulag verkefnisins Brjóta Múrana er 4ra ára verk- efni og hófst hér á landi 1. desem- ber 1985. Félagsmálaráðuneytið fer með yfirumsjón verkefnisins hér- lendis. Innlend ráðgjafarnefnd starfar með verkefnisstjóra, skipuð fulltrúum frá Jafnréttisráði íslands (Ólöf Pétursdóttir), Norrænu Jafn- réttisnefndinni (Elín Pálsdóttir Flygenring), félagsmálaráðuneyt- inu (Gylfi Kristinsson), mennta- málaráðuneytinu (Bergljót Rafn- - ar), Akureyrarbæ (formaður-jafn--. réttisnefndar Akureyrar), ASÍ (Kristín Hjálmarsdóttir) og VSÍ (Gunnar Skarphéðinsson). Fram- kvæmd íslenska hluta verkefnisins er á Akureyri. Verkefnisstjórinn Kvennagreinar eru 25—30 en karlar vinna í 200 til 300 starfsgreinum Valgerður H. Bjarnadóttir, verk- efnisstjóri. starfar m. a. með bæjaryfirvöldum, jafnréttisnefnd, skólum, launþega- samtökum og atvinnurekendum. Aðgerðir Kynning á verkefninu er þegar hafin og mun verða stöðug allan tímann. Þetta er einn mikilvægasti þáttur verkefnisins, þ. e. að halda vakandi umræðu, sem er forsenda þess að breyting verði á hugarfari í jafnréttisátt. Kynningin beinist bæði að almenningi gegnum fjöl- miðla og að einstökum aðilum, s. s. nemendum, kennurum, foreldrum, vinnuveitendum og launþegum, opinberum aðilum t. d. bæjaryfir- völdum og ráðuneytum, svo og fé- lagasamtökum og stjórnmála- flokkum. Náms- og starfsfræðsla í Grunnskólum Samkvæmt grunnskólalögunum og lögum um jafnrétti karla og kvenna er gert ráð fyrir að starfs- kynning og ráðgjör varðandi náms- og starfsval sé hluti námsefnis í grunnskólanum. Þessi þáttur hefur víða verið vanræktur. Brjótum ■Múrana og jafnréttisnefnd Akur- eyrar hafa unnið að því í samvinnu við fræðslustjóra, skólastjóra og yfirkennara að þessi fræðsla verði tekin upp í öllum grunnskólunum á Akureyri næsta skólaár og er þegar hafinn undirbúningur að því. í ágúst n. k. verður haldið námskeið á Akureyri fyrir þá kennara sem annast kennsluna, a. m. k. tvo frá hverjum skóla. Starfskynningin verður fyrst og fremst fyrir nem- endur í 9. bekk. Ætlunin er að halda námskeið fyrir þá starfsmenn á vinnustöðum sem taka að sér að leiðbeina þessum nemendum. Brjótum Múrana mun skipuleggja og fylgjast með þessari fræðslu, í samvinnu við jafnréttisnefnd Akureyrar og fræðsluyfirvöld, og meta árangurinn. Stúlkur í hefðbundnum karlagreinum Mikil áhersla verður lögð á að hvetja stúlkur til að takast á við ný starfssvið og afla sér fagmenntunar á þeim sviðum iðnaðar og tækni þar sem þær eru meiri hluti ófag- lærðs starfsfólks nú, s. s. í fisk- og fataiðnaði. ---í Verkmenntaskólanum verður komið á stuðningshópum fyrir þær stúlkur sem stunda nám í hefð- bundnum karlagreinum. Einnig er fyrirhugað að hafa sérstök kynn- ingarnémskeið fyrir stúlkur, e. k. fornám þar sem þær geta unnið upp það forskot sem strákarnir hafa í flestum tilfellum á þessum sviðum, svo sem í tæknigreinum, tölvufræð- um ög ýmiss konar vélavinnu. Leið- beinendur munu fá sérstaka þjálfun til þessa starfs. Brjótum Múrana mun annast skipulagningu þessara námskeiða í samvinnu við skóla- stjórn VMA. Stúlkur í bóknámi Bóknám fer fram að mestu leyti í Menntaskólanum á Akureyri en þar eru stúlkur í meirihluta. Fram- haldsnám hefur í för með sér flutn- ing úr bænum. Gert er ráð fyrir að nám á háskólastigi hefjist haustið 1987. Miklu máli skiptir fyrir þær stúlkur sem nú stunda nám í MA hvers konar námsbrautir verður þar um að ræða og að þær fái ráðgjöf og stuðning til að leita inn á óhefð- bundnar brautir á sama hátt og nemendur VMA. Hugsanlegt er að nemendur félagsfræðibrautar MA taki þátt í starfi Brjótum Múrana sem hluta af námi sínu, á þann hátt að aðstoða við upplýsingaöflun undir leiðsögn kennara. Sú vinna getur orðið mikilvægur grundvöll- ur fyrir alla nemendur Menntaskól- ans í umræðunni um jafnrétti kynj- anna og tvískipta vinnumarkaðinn sem bíður þeirra. Konur í karlastörfum Fyrirhugað er að koma á stuðn- ingshópum fyrir konur með tækni- og iðnmenntun og konur í stjórn- unarstörfum, hugsanlega í sam- vinnu við stéttarfélög og kvenna- samtök Verkstjórnarnámskeið fyrir konur Fyrirhugað er að halda sértök verkstjórnarnámskeið fyrir konur. Annars vegar fyrir þær sem áhuga hafa á að reyna slíkt. Verkstjórnar- fræðslan, sem er deild hjá Iðntækn- istofnun, hefur þegar haldið eitt slíkt námskeið í Reykjavík og lýst vilja sínum til að taka þátt í sam- starfi um annað hér norðan lands. Námskeið fyrir ófaglærðar konur Mjög mörg þeirra starfa sem konur vinna krefjast ekki fag- menntunar, en eru þó sérhæfð. Með aukinni tæknivæðingu eykst þörf starfsþjálfunar og fagþekk- ingar. Um þessar mundir eru unnið að hugmyndum um nám fyrir fólk . í verksmiðjuiðnaði. Menntamála- ráðherra skipaði nefnd til að vinna að slíkum hugmyndum, og skilaði hún áfangaskýrslu í apríl sl. Brjót- um Múrana mun vinna að því að boðið verði upp á námskeið fyrir ófaglært iðnverkafólk á Akureyri, og hvetja og styðja konur til að sækja námskeiðin. Einstæðar mæður á íslandi eru fjölmennur hópur og aðstæður þeirra eru oft slæmar. Margar eru án starfsmenntunar, laun þeirra lág og þær vinna 10—12 tíma vinnu- dag. Eins árs fornám gæti bætt möguleika þeirra til að fá betur Iaunaða vinnu eða fara í framhalds- nám. Hugsanlegt er að tengja þetta fornám starfsemi framhaldsskól- anna og ofangreindum námskeið- um en þessi starfsemi er enn á und- irbúningsstigi. Námskeið fyrir konur í nýjum atvinnurekstri Hafið er samstarf Brjótum Múr- ana og „samstarfshóps áhuga- manna um þróunarverkefni um stofnun nýrra fyrirtækja fyrir kon- ur“ í Reykjavík. Ráðgert er að halda námskeið á Akureyri á fyrri hluta næsta árs og mun það ná yfir nokkurra mánaða tímabil, ,2—3 dagar í senn. Fylgst verður með gengi kvennanna einnig eftir að þær stofna fyrirtæki. Unnið verður að þessu verkefni í samvinnu við at- vinnumálanefnd Akureyrar, Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar, Iðn- tæknistofnun íslands og Iðnaðar- ráðuneytið, Framkvæmdanefnd um launamál kvenna, Jafnreftisráð o. n. Samnorræna starfið Verkefnisstjórar BRYT á Norð- urlöndunum fimm, hittast reglu- lega á fundum þar sem lagðar eru sameiginlegar áætlanir, skipst á upplýsingum og reynslu. Starfið er skipulagt þannig að sérhver aðgerð er unnin a. m. k. í tveim löndum. T. d. er finnski verkefnisstjórinn að vinna að uppbyggingu náms- og starfsfræðslu í Vammala í Finn- landi á svipaðan hátt og verið er að gera hér á Akureyri. Einnig er fyrir- hugað að vinna sérstök verkefni t öllum löndunum samtimis. Ráðstefnur verða haldnar á veg- um BRYT bæði innlendar og sam- norrænar. Ráðstefna um rannsókn- ir á hinum kynskipta vinnumarkaði verður haldin í vetur, líklega í Dan- mörku. Tilgangurinn er sá að reyna að ná til þeirra sem slíkar rannsókn- ir hafa stundað á Norðurlöndun- um, safna upplýsingum, gera til- raun til að skilgreina orsakir kyn- greiningarinnar og sameiginlega að Ieita leiða til úrbóta. Ráðstefna jafnréttisráðgjafa af vinnumiðlunarskrifstofum verður- líklega haldin 1987. Tilgangurinner að gefa þessum ráðgjöfum, sem reyndar eru enn ekki til á íslandi, tækifæri til að hittast og miðla af reynslu sinni. Ráðstefna um kennsluhætti í iðnnámi stúlkna er fyrirhuguð vor- ið 1987. Þangað verður boðið áhugafólki úr kennarastétt til að ræða uppbyggingu iðnnáms, inni- hald námsefnisins og hvaða leiðir eru til að gera þetta nánt aðgengi- legra fyrir stúlkur. Ætlunin er að nýta ráðstefnuna til að leggja grunn að námsefni til framhaldsmenntun- ar kennara á þessu sviði. /vTð eigum ySAMLEIÐ Laus staða Laus er til umsóknar staða fulltrúa við rannsókn- ardeild ríkisskattstjóra. Umsækjendur þurfaaö hafa lokiö prófi í lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði, eða búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði bókhalds- og skatta- mála. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar rannsóknardeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 105 Reykjavfk fyrir 1. ágúst 1986. Ritari Rannsóknardeild ríkisskattstjóra óskar að ráða ritara frá og með 1. ágúst 1986. Umsækjendur þurfa helst að hafa lokið stúdents- próf i eða aflað sér sambærilegrar menntunar. Góð vélritunar- og íslenskukunnátta nauðsynleg auk grunnþekkingar á sviði tölvuvinnslu. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar rannsóknardeild rfkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 105 Reykjavfk.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.