Alþýðublaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.07.1986, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 26. júlí 1986 RITSTJÓRNARGREIN' ■ ■ ■ . —. Lærum af mistökunum n vað getum viö lært af sögu vinstri hreyfing- arinnar á íslandi? Hvað getum við lært af mis- tökum sögunnar sem að gagni má koma í dag og á morgun? Þannig spyr formaður Alþýðu- flokksins Jón Baldvin Hannibalsson í síðasta hefti tímaritsins Þjóðlífi. í umfjöllun sinni um þessar spurningar segir Jón Baldvin m. a.: Vitur maður hefur sagt: Stjórnmálaflokkur þarf ekki að verða gamall þótt henn eldist I ár- um talið, m. a. vegna þess að hann getur geng- ið í endurnýjun lífdaganna. Þetta getur gerst með nýjum hugmyndum og nýju fólki. En það gerirenginn sem hætturerað hugsa. Það gerir enginn sem staðnar í kreddu. Tii þess eru vlti kommúnistaflokkanna að varast þau. Þess vegna skulum við vera ósmeyk við nýjar hugmyndir, við að gagnrýna hið liðna, læra af mistökum fortíðarinnar. Ef við ekki gerum það, erum viö ófær um að veita öðrum leiðsögn á ó- vissum tímum. í upphafi voru Alþýðuflokkur- inn og Alþýðusambandið ein og sama hreyf- ingin. Á samatímaog hægri öflin náðu að sam- einast á íslandi, öfugt við það sem gerðist ann- ars staðar á Norðurlöndum, urðu skammsýnir menn þess valdandi hér, að eining Alþýðu- flokksins og verkalýðshreyfingarinnar rofnaði. Þetta hafði fyrirsjáanlegar illar afleiðingar. Öli var þessi klofningsiðja byggð á sögulegum misskilningi. Hver er þá þýðingarmesti lær- dómurinn sem við getum dregið af þessari sögu? Hann ertvímælalaust sá, að ágreiningur í röð- um vinstri manna um stundarfyrirbæri, eða um ólíkar leiðir að sameiginlegu marki, má aldrei verða til þess að þeir sem eiga sér sameigin- legar hugsjónir og sameiginleg markmið láti minniháttar ágreiningsmál glepja sér sýn og veiki þannig styrk hreyfingarinnar með óvina- fagnaði. Bandalag jafnaðarmanna er dæmi um slíkt stundarfyrirbæri. Kvennalistinn mun heldur ekki festa rætur í íslenskri pólitík til frambúðar. Hugmyndir þessara hópa og áhersluatriða í málflutningi rúmast vel innan hugmyndafræði I ýð ræð i sj af n aðarm an n a. Lýð ræði sj af n aðar- menn hafa ávallt og ævinlega verið baráttu- menn fyrir kvenfrelsi. Hin alþjóðlega hreyfing jafnaðarmanna leggur nú sívaxandi áherslu á aukna valddreifingu til smærri einingasamfé- lags í stað miðstjórnarvalds og ríkisforsjár. Báðir þessir hópar eiga því sitthvað ólært af sögunni. Starfsemi þeirra er óvinafagnaður — til þess fallinn að dreifa kröftum íhaldsand- stæðingaog beinlínis færa Sjálfstæðisflokkn- um völdin. A síðastliðnum vetri gerðist ýmislegt innan verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda og í kjölfar kjarasamninga, sem staðfestir hug- myndalega samstöðu okkar og áhrifamikilla forystumanna verkalýðshreyfingarinnar, sem hingað til hafaekki átt flokkslegasamleið með okkur jafnaðarmönnum." Og formaður Alþýðuflokksins spyr: „ímyndið ykkur hvernig umhorfs væri í okkar þjóðfélagi, ef Alþýðuflokkurinn hefði aldrei verið til. ímyndum okkur hvernig umhorfs væri í þessu þjóðfélagi, ef við ættum nú jafnaðarmanna- flokk sem hefði að baki sér styrk verkalýðs- hreyfingarinnar eins og forðum daga og eins og víðast hvar annars staðar, í Norður— Evrópu." Sjálfurer Jón Baldvin ekki I vafa um svarið. Þá hefði hreyfing jafnaðarmanna nægan styrk til þess að taka forystuhlutverkið af Sjálfstæðis- flokknum. Þáyrðu næstu kosningarsigurhátíð þeirra sígildu hugmynda að sameina jafnaðar- menn til pólitískrar baráttu. í anda frelsis, jafn- réttis og bræðralags. Reynum því að læra af mistökunum og látum ekki minniháttarágrein- ingsmál glepja okkur sýn. B. P. D A L V I K Lausar stöður á Dalvík Eftirtaldar stöður hjá Dalvíkurbæ, eru lausar til um- sóknar: Bæjarritari, ( starfinu felst dagleg stjórn bæjarskrif- stofu, umsjón með fjárreiðum bæjarsjóðs og rekstri. Góð bókhaldsþekking auk þekkingar á sviði tölvunotk- unarnauðsynleg, launakjörsamkv. launakjörum Starfs- mannafélags Dalvíkurbæjar. Aðalbókari: i starfinu felst umsjón með bókhaldi bæj- arsjóðs og bæjarfyrirtækja auk færslu bókhalds, launakjör samkv. launakjörum Starfsmannafélags Dal- víkurbæjar. Æskilegt erað umsækjendurgeti hafið starf sem fyrst. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist til bæjarstjórans á Dalvík fyrir 12. ágúst, allar frekari upp- lýsingar gefa bæjarritari og bæjarstjóri. Dalvíkurbær Ráðhúsinu, 620 Dalvik. ^ Garðabær Skipulagsnefnd Garðabæjar boðar til almenns borgarafundar um aðalskipulag Garðabæjar þriöjudaginn 29. júli 1986, kl. 20.30 f Garða- lundi. Frummælendur verða Árni Ólafur Lárusson og Pálmar Ólason, skipulagsarkitekt. Á eftir framsöguræðum verða frjálsar umræður. Bæjarstjóri Fóstur Fóstrur og eða annað uppeldismenntað starfsfólk vantar I heilar og hálfar stöður á dagvistarheimili Hafnarfjarðar. Upplýsingar um störfin gefur dagvistarfulltrúi i sima 53444 á félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Ef etnhver heldurþvífram að Arni Johnsen séeinigítaristinn íhópistjórnmálamanna, þá erþað stór misskilning- ur. Gro Hariem Brundtland forsœtisráðherra Noregs þykir einnig liðtœkur gítarspilari. Á myndinni er hún íhópi ungs fólks og það er ekki annað að sjá en hún haldi uppi stuðinu. Kjúklingar 1 um, að neytendur gerðu sér ekki grein fyrir að kjúklingakjöt væri ennþá ódýrara, hlypu bara út í búð og keyptu kindakjöt sem allsstaðar væri hamrað á að væri nú 20% ó- dýrara. Sagði hann að það væri ó- neitanlega rétt að þetta hefði að mörgu leyti villandi áhrif á val manna fyrir framan kæliborðið, en gera yrði ráð fyrir því að neytendur treystu sinni eigin dómgrein og hag- sýni í innkaupunum. Alþýðublaðið hafði í gær sam- bandi við Jónas Halldórsson frá Sveinbjarnargerði, formann Félags kjúklingabænda og vildi hann ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Sagði hann að ætlunin væri að halda fund í félaginu þá um kvöldið og ekki vildi hann neitt segja fyrr en að honum afloknum, ennþá væri held- ur ekki allt komið á hreint með framkvæmd niðurgreiðslanna. — Ætlunin hafði verið að halda fund í félaginu á fimmtudagskvöld, en þar var ekki hægt vegna samgðngu- örðugleika. Niðurstöður fundarins lágu ekki fyrir, Alþýðublaðið fór í prentun í gærkvöldi. If) Útboð Innkaupastofnun Reykjavikurborgar f. h. byggingar- deildar óskar eftir tilboðum I frágang lóöar við dag- heimiliö Nóaborg við Strangarholt. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 10 þúsund skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað fimmtudaginn 7. ágúst n. k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.