Alþýðublaðið - 26.07.1986, Page 4

Alþýðublaðið - 26.07.1986, Page 4
alþýðu- 1 n RT.Tf.J Laugardagur 26. júlí 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Danielsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Margrét Haraldsdóttir. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Hjálparstarfsmenn í hættu Starfsfólk það sem vinnur að hjálparstarfi i þróunarlöndum Afríku er nú taliö vera i aukinni hættu, hvaö varöar aö smitast af ónæmistæringu. Sjúkdómurinn breiðist nú meö ógnvekjandi hraða í Miö-Afríku og meðal annarra sem hafa smitast af sjúkdómnum ný- lega eru bæöi finnskir og sænskir starfsmenn hjálparstofnana. Norska Arbeiderbladet fjallaði um þetta mál nýlega og segir m. a. að nú fái allir Norðmenn sem fara til starfa í Afríku á vegum norskra hjálparstofnana ítarlegar upplýs- ingar um ónæmistæringu og slíkar upplýsingar hafi einnig verið send- ar til allra þeirra sem áður voru komnir þangað til starfa. Mesta hættan á því að fá þennan sjúkdóm, stafar að sjálfsögðu af kynmökum, en hættan er einnig veruleg við blóðgjöf og í Afríku er ekki viðhöfð sama aðgát í sam- bandi við blóðgjafir og nú hefur verið tekin upp víðast á Vesturlönd- um þegar blóð er gefið. Til að koma i veg fyrir að norskir starfsmenn í Afríku smitist við blóðgjöf, er norskt blóðvatn nú sent til Afríku auk þess sem algengt er að starfs- fólk sem þarf að gangast undir að- gerðir, sem gætu haft blóðgjöf í för með sér, sé sent heim til Noregs til aðgerðarinnar. Þótt vitað sé að Ónæmistæring breiðist ört út í Afríku, eru ekki neinar tölfræðilegar upplýsingar um útbreiðslu sýkinnar þar og því veit enginn með vissu hversu út- breidd hún raunverulega er. í Mið-Afríku er þó veikin mjög útbreidd og er orðin að alvarlegu vandamáli, einkum í stærri stöðum. Það vekur sérstaklega athygli í þessu sambandi að í Afríku er sjúk- dómurinn talinn jafn útbreiddur meðal kvenna og karlmanna. Talið er að á þessum slóðum séu það fyrst og fremst vændiskonur sem breiði út sjúkdóminn. Það verður heldur ekki séð, sam- kvæmt upplýsingum Arbeider- blaðsins, að sjúkdómurinn sé út- breiddari meðal samkynhneigðra. Almennt mun nú álitið að þessi sjúkdómur sem náð hefur ótrúlegri útbreiðslu á tiltölulega sárafáum árum sé upprunninn frá Afríku og hafi breiðst þaðan út. Útbreiðsla sjúkdómsins virðist líka vera a. m. k. jafnhröð þar og í Banda- ríkjunum, en enn sem komið er hef- ur sjúkdómurinn herjað harðast á Bandaríkin af Vesturlödum. Nú þegar hafa bæði finnskir og sœnskir hjálparstarfsmenn í A fríku smitast af Onœmistœringu. Danmörk: Herferð gegn asbesti í byrjun árs 1987 verður ekki lengur neitt asbest að finna í bremsuboröum danskra járnbraut- arlesta, samkvæmt nýlegri ákvörö- un stjórnar dönsku ríkisjárnbraut- anna. Að undanförnu hefur mikið veriö fjallað um asbest í Danmörku og þá hættu sem af því getur leilt, Sex milljónum œtlar danska ríkisjárnbrautafélagið að verja til að útrýma asbesteinangrun úrjárn- brautarvögnum. en örsmáar asbestflísar sem berast út í andrúmsloftið setjist í lungu fólks og geta valdið krabbameini, því asbestið eyöist ekki. Það hefur verið vitað um nokk- urt skeið að asbest er krabbameins- valdandi og notkun þess í bremsu- borða getur því verið hættuleg, þar sem asbestið flísast úr borðunum við notkun og örsmáar trefjarnar berast út í andrúmsloftið. Þegar Danir hafa nú ákveðið að hætta algerlega notkun asbests í bremsuborða lestanna, fylgja þeir í kjölfar Svía sem einmitt hafa ný- lega lokið við að endurnýja bremsuborða járnbrautarlesta í Sví- þjoð og útrýma asbestinu úr þeim. Samhliða útrýmingu asbestsins úr bremsuborðum, verður einnig skipt um einangrun í þeim lestar- vögnum sem nú eru einangraði með asbesti. Nú er talið að um annar hver vagn í Kaupmannahöfn sé einangraður með asbesti og um sjötti hver vagn sem gengur á lengri vegalengdum. Samkvæmt upplýs- ingum Ríkisjárbrautanna hefur asbest ekki verið notað til einangr- unar í þá vagna sem byggðir hafa verið eftir 1972 og þeir vagnar sem enn hafa slíka einangrun eru þvi eldri en það. Talið er að það muni kosta danska ríkisjárnbrautafélagið um sex milljónir danskar krónur að skipta um asbesteinangrunina í vögnunum og sjálfsagt einhverja milljónir til viðbótar að skipta um bremsuborðana. Molar Árbók Árbók Slysavarnafélags íslands er komin út. í bókinni er að vanda fjöldi greina um málefni Slysa- varnafélagsins og björgunar- sveita, auk þess sem hún inniheld- ur ársskýrslu félagsins og yfirlit um starf þess á síðasta ári, Meðal greina í bókinni má nefna samsafn blaðaviðtala og frásagna af slysum á síðasta ári, fjölda skýrslna um mannskaða, mann- björg, eldsvoða í skipum og skip- strönd, svo dæmi séu tekinn. „Sveitavargur“ Hann getur stundum verið argur þessi „sveitavargur“ og oft ekki að ástæðu lausu. Það þurftu húmoristarnir í Stuðmönnum að reyna á Austfjörðum á dögunum. Hljómsveitin var þar á ferð og hélt tónleika og dansleik í ónefndu félagsheimili. Héldu þeir uppi glaum og gleði með sinni alkunnu snilld, þar til sá heimsfrægi íslendingur, hljóm- borðsleikari sveitarinnar Jakob Magnússon eða Jack Magnet eins og hann heitir í Ameríku, kvað upp rausn sína og fór fram á að dansgestir þökkuðu hljómsveit- inni fyrir að vilja heimsækja þá og skemmta þeim. — Var ekki gerður góður rómur af þessari bón Jakobs og lái nú hver „sveita- varginum" . . . Faraldur / En það eru fleiri en Stuðmenn semhafareynt aðskemmtaland- anum upp á síðkastið. Nýlega fór um landið hópur nokkur sem kallaði sig Faraldur. Fyrir brottför var gefin út lítil hljómplata sem að sjálfsögðu hefur átt að inni- halda sumar smellinn. En ekki eru allar ferðir til fjár það fékk þetta fólk að reyna, því aðsókn að dans- leikjum og skemmtidagskrám hópsins var ekki sem skyldi og hefur nú framhaldinu verið aflýst. Eins hefur hljómplatan ekki feng- Bi, bí og blaka, álftirnar kvaka þeir láta sem þeir sofi, sjá ekki Gvend Jaka. (Kveðið eftir „fund aldarinnar“) ið náð fyrir eyrum hlustenda. Furða margir sig á móttökunum sem þessi hópur fékk því þarna voru samankomnir nokkrir af vinsælustu söngvörum landsins Icyflokkurinn og leikarinn Eggert Þorleifsson svo dæmi sé tekið. Það á ekki af lcy að ganga . . . • Ársskýrslur Fyrirtæki ieggja orðið ríka áherslu á að hafa ársreikninga sína sem smekklegast útlítandi. Hugsunin að baki er eflaust sú að flestum finnist tölur og línurit frekar leiðinleg lesning því sé vert að reyna að lífga upp á það með skemmtilegu myndefni og graf- ískum frágangi. Ekki má heldur gleyma því að þetta er vinnuskap- andi og gefur auglýsingastofum og hönnuðum aura í aðra hönd. Veitt eru verðlaun á hverju ári fyr- ir „bestu“ ársskýrsluna. Alþýðu- blaðinu berst fjöldi skýrslna á hverju ári, síðast fengum við þennan ársreikning frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og sjáum við okkur ekki annað fært en að birta forsíðu hans hér, þó það segi okkur ef til vill lítið um inntak skýrslunnar, heldur meira um baðstofustemmningu á öldum fyrr. 1985 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.