Alþýðublaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 4
alþýóu- ■ H FTT'Tm Fimmtudagur 31. júlí 1986 Alþýðublaöiö, Ármúla 38, 108 Reykjavík Simi: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Margrét Haraldsdóttir. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 ‘A—1 milljarður martna í Asíu og Afríku þjáist af langvarandi hungri. Þriðjungur allra Dana sem komnir eru yfir fertugt, þjáist af offitu. Þriöjungur allra Dana sem komnir eru yfir fertugt, þjáist af of- fitu. í öörum vestrænum ríkjum er svipað ástand. Viö troðum í okkur alltof miklu af óhollum mat á með- an a. m. k. 1 milljarður manna í' þróunarlöndunum lifir við stöðuga vannæringu. Á Vesturlöndum valda hjarta- og æðasjúkdómar, sem oft eru afleiðing offitu og rangs mataræðis, flestum dauðsföllum. í þróunarlöndunum leiðir sultur og sjúkdómar til dauða 15 milljóna barna á ári hverju — 28. hverja mínútu. Hvað eftir annað er vakin athygli á þessum hrópandi andstæðum, án Iðnaðarráðherra: Á ríkisstjórnarfundi á fimmtu- dag, lagði iðnaðarráðherra fyrir ríkisstjórnina frumvarp til laga um breytingar á iðnaðarlögum, nr. 42/1978, sem áður var lagt fyrir rík- isstjórnina í nóvember 1985 og varðar í aðalatriðum samkvæmt fréttatilkynningu frá iðnaðarráðu- neytinu, eftirfarandi breytingar á þeim lögum: „Að iðnaðarráðherra geti við útgáfu iðnaðarleyfis til hlutafé- þess nokkuð sé að gert. Á Vestur- löndum er „baráttan um brauðið" barátta við aukakílóin; í þrjónuar- löndunum er það barátta um að fá einhverja fituögn á kroppinn. Þessar andstæður eru skýrt dregnar fram í tveimur bókum frá Munksgaard í ritröð um Iíffræði. Önnur bókin nefnist „Matur — blákaldur veruleiki", hin nefnist „Falið hungur“. Sú síðarnefnda fjallar einnig um rangt mataræði, þó ekki í þeirri merkingu sem þekkt er á Vesturlöndum. Hungrið af völdum þurrka og annarra náttúruhamfara er ekki mesta hungurvandamál heimsins skv. niðurstöðum höfundar. Það er sá stöðugi, en lítt sjáanlegi sultur sem hrjáir 'A — 1 milljarð manna, aðallega í Asíu og Afríku. í mörg- um tilvikum gerir fólkið sjálft sér ekki grein fyrir því hver hætta er á ferðum. Vannærð börn geta þrifist eðli- lega, að því er virðist, en verða smám saman slöpp og sljó og með tímanum dregur úr eðlilegum vexti og þroska. Þau hafa Iangtum minna mótstöðuafl gegn sjúkdóm- um en önnur börn. Nýleg könnun á heilsufari þriggja ára barna í Mið—Ameríku sýndi að börnin veikjast að meðaltali einu sinni á hverjum þremur vikum. í bókinni má fræðast um víta- mín, steinefni og annað sem er líkamanum nauðsynlegt til að halda heilsu. Einnig er rætt um „grænu byltinguna“ og möguleikana á að nýta betur það Iand sem nú þegar lags veitt undanþágu frá því skilyrði að meirihluti hlutafjár skuli vera eign manna búsettra hér á landi. Að erlendu hlutafélagi, sem veittur hefur verið réttur til að starfa hér á landi skv. reglum hlutafélaga um útibú, geti feng- ið leyfi til að reka iðnað hér á landi. Að iðnaðarráðherra veiti iðnað- hefur verið brotið til ræktunar. í Danmörku borðar hver maður, að meðaltali 1 tonn af mat á ári. arleyfi í stað lögreglustjóra svo sem nú er. Að erlendur aðili sem fengið hefur leyfi til iðnrekstrar öðlist sjálfkrafa rétt til að eiga eða nota fasteign hér á landi í þágu iðnrekstrarins. Þess ber að geta að skv. eldri iðn- aðarlögum var iðnaðarráðherra heimiit að veita undanþágu frá því skilyrði að meirihluti hlutafjár í hlutafélagi skuli vera eign manna Næstum helmingur allra dauðsfalla er vegna hjarta- og æðasjúkdóma. U. þ. b. fjórðungur dauðsfalla er af búsettra hér á landi. Var ákvæði þar um í 7. gr. laga nr. 79/1971, um iðju og iðnað. Hafði sambærilegt ákvæði verið í gildi allt frá árinu 1927“ Vegna vinnu Iðnaðarráðuneytis- ins að því að greiða fyrir þátttöku erlendra aðila í iðnrekstri hér á landi kynnti iðnaðarráðherra á rík- isstjórnarfundinum nokkur grund- vallarskjöl frá OECD, Efnahags- og samvinnustofnuninni. völdum krabbameins, sem í sumum tilvikum er rakið til fæðunnar og þeirra efna sem bætt er í matvæli til að bæta bragð og útlit. Tíundi hver maður sem deyr hefur haft of háan bljóðþrýsting. En sá reginmunur er á aðstöðu Vesturlandabúa og íbúa þróunar- landanna að þeir fyrrnefndu geta hvenær sem þeir vilja breytt um mataræði, öðlast fullkomið heil- brigði og losað sig við aukakílóin. Hinn beiski veruleiki sem bókin greinir frá um velferðar- og of- neyslusjúkdóma er ekki óviðráðan- legt vandamál eins og sá veruleiki sem blasir við íbúum þróunarland- anna. Og þegar á allt er litið er sá veruleiki beiskastur að til er gnægð matar í heiminum, sem veldur sum- um íbúum hans sjúkdómum og erfiðleikum á meðan aðrir svelta. Erlent auðvald inn í landið Molar Sápa Geysisnefnd hefur ákveðið að setja sápu í Geysi á næsta laugar- dag, 2. ágúst kl. 15 ef veðurskil- yrði verða hagstæð. Gera menn svo ráð fyrir gosi nokkru síðar. Þjóðhátíð Flugleiðir ráðgera margar auka- ferðir milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja í tengslum við þjóð- hátíðina í Eyjum. í dag og á morgun verða farnar samtals 26 ferðir milli lands og Eyja og geta Flugleiðir flutt lið- lega 1.300 farþega á þjóðhátíð þessa tvo daga. Fjöldi aukaferða verða síðan frá Vestmannaeyjum á mánudag. Sendiráð Ákveðið hefur verið að opna nýja skrifstofu við sendiráð Islands I Brussel. Framvegis mun því sendi- ráðið skiptast í tvær skrifstofur. Verður önnur fyrir fastanefndina hjá Atlantshafsbandalaginu, NATO, en hin fyrir sendiráðið í Belgíu og Luxembourg og annast samskiptin við Evrópubandalag- ið, EB. Jafnframt verður skipaður sérstakur varafastafulltrúi hjá EB og ráðnir aðrir starfsmenn á nýju skrifstofuna, sem verður opnuð í nóvember. Þá verður umdæmi sendiráðsins í Brussel breytt þannig að Grikkland verður í um- dæmi sendiráðsins í Bonn. Panik Ennþá virðist Pan póstverslunin geta minnt á sig með miður viður- kenndum kynningaraðferðum. Alþýðublaðinu barst eftirfarandi bréf frá Benedikt Ólafssyni hdl.: „Með úrskurði fógetaréttar Reykjavíkur hinn 18. apríl sl. var ákveðið að lagt skyldi lögbann við því að Guðmundur Rúnar Ás- mundsson, nnr. 3044—1621, Holtsgötu 17, Reykjavík, og Sæmundur Haukur Haraldsson, nnr. 8814—5755, Austurbergi 34, Reykjavík, notuðu firmanafnið Pan í atvinnurekstri, með við- skeytinu póstverslun, eða eitt sér. Lögbannið var siðan lagt á hinn 6. maí sl. Gerð þessi fór fram að beiðni umbj. m. Pan hf. á Akureyri, sem þótti notkun greindra aðila á firmanafninu brjóta gegn lög- vörðum hagsmunum sínum. Umbj. m. höfðuðu mál til stað- festingar lögbanninu fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur með stefnu út- gefinni af borgardómaranum í Reykjavík hinn 13. maí sl. og er málið nú í rekstri þar. Greindir lögbannsþolar reka firma í Reykjavík, sem skráð er í firmaskrá Reykjavíkur undir nafninu „Pan póstverslun sf“ Firma þetta verslar einkum með varning sem umbj. m. telja að særi blygðunarsemi og velsæmis- kennd manna og geti rýrt orðstír firmanafns og fyrirtækis þeirra. Þar sem nokkuð hefur borið á því að undanförnu að lögbannsþol- arnir virði lögbannið að vettugi, þá leyfi ég mér að fara þess hér á leit að þér birtið ekki frá þeim auglýsingar, sem brjóta gegn ákvæðum lögbannsins. Bréf þetta er sent öllum dagblöð- um á íslandi. Heimssýning í gær lenti á Reykjavíkurflugvelli DC3 flugvél í eigu kanadíska flug- félagsins Odyssey 86. Vélin, sem er smíðuð árið 1942 í Oklahoma City í Bandríkjunum, hóf þetta flug í Vancouver, Kanada 10. júní sl. og mun, þegar hnattferðinni er lokið 9. ágúst n. k., hafa haft viðkomu í 47 borg- um í 28 löndum. Tilgangur hnattferðarinnar er að kynna Heimssýninguna ’86 í Vancouver, Kanada, sem stendur yfir frá 2. maí sl. til 13. október n. k., og að minnast 50 ára afmælis Douglas DC3 flugvélarinnar. Áhöfnin er 10 manns, 8 karlar og 2 konur, og flugstjóri er Ken Olson, kanadískur ríkisborgari af íslenzku bergi brotinn. Canada Place verður eitt aðal húsnœði sýningarinnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.