Alþýðublaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 1. ágúst 1986 ‘RITSTJORNARGREIN' Aö fara til fólksins Alþýðuflokkurinn var ótvíræður sigurvegari byggðakosningannanú í vor. Málflutningurfor- manns flokksinsáyfir 100fundum nm land allt ásíðastaári hefur borið árangur. Andstæðingar Alþýðuflokksins hæddust að fundaríerðum formannsins töluðu um loddaraskap og loft- bólur sem spryngju fyrr en varði. Ástæðan er ofureinföld. Stjórnmálamönnum hugnast ekki ný vinnubrögð. Þeirviljahalda í gamlavenju að hittast á framboðsfundum á fjögurra ára fresti, veraþarsperrtirog mælskir, snúa útúrhverfyr- ir öörum og ausa út kosningaloforðum, sem allir vita að verða svikin, og þeir manna best sjálfir. Gott dæmi um slikt kosningamál er það for- gangsverkefni Sjálfstæðisflokksins að fella niðurtekjuskatt af almennum launatekjum. Því máli hefur nefnilega aldrei fylgt nein skýring á því, hvað koma ætti í staðinn. Einhverjar óljós- ar hugmyndir um sparnað í ríkiskerfinu og ráð- deild. Ráðdeildin hefur hins vegar ekki verið sterkasta hlið ríkisvaldsins. Það hlakkaði í andstæðingum Alþýðuflokks- ins þegarlíðatókáþing síðastliðinn vetur. For- maður Alþýðuflokksins hafði sig lítt í frammi í ræðustólum þingsins. Við getum andað léttar, úthaldið er búið. En breyttir tímar bjóða upp á ný vinnubrögð. Alþingi erekki lengurmálstofa. Það er liðin tíð, að menn geti unnið málum sínum fylgi á Alþingi með snjöllum málfluningi og rökum. Þingið er orðið afgreiðslustofnun. Ákvarðanir um öll meiriháttar mál eru teknar á lokuðum þingflokksfundum, ríkisstjónarfund- um, i ráðuneytum eða nefndum. Þegar allt er klappað og klárt er farið með málið í þingið og sagt: „Gerið þið svo vel, samþykkið." Það er því algjörlega út í hött að fjölga þingmönnum við þessaraðstæður. Þaðerþví algjörlega út í hött að þingmaður sé að eyða tíma sínum og kröft- um í langt mál úr ræðustóli á Alþingi. Hinir sitja annaðhvort í kaffi eða að tafli. það er eng- inn að hlusta. Þetta hefur formaður Alþýðuflokksins skynj- að. Til þess að hafa áhrif í þessu þjóðfélagi, koma fram stefnumiðum og fá völd til þess að framkvæma þá stefnu, verður að fara til fólks- ins. Það þarf að vekja það til umhugsunar um rétt þess, skyldur og mátt. Það er af þessum sökum, sem formaður Alþýðuflokksins fylgir nú eftir sigrinum frá því í vor með áframhald- andi ferðum sínum um landið. Að undanförnu hefur hann og Karvel Pálma- son, alþingismaður farið um byggðir Vest- fjarða, allt frá Patreksfirði til Hólmavikur. Þeir ræðaviðsamherjaum nauðsyn þess aðeflafé- lagsstarf jafnaðarmanna á hverjum stað, en aðaltilgangurinn er að hafa tal af fólkinu. Þeir félagar reifa hugmyndir sínar um betra, þjóðfé- lag, um réttlátt skattakerfi, um minni ríkisaf- skipti og miðstýringu, um aukna valddreifingu og svo mætti lengi telja. Það fer ekkert á milli mála, að undirtektir við mál þeirra félaga hafa verið frábærar. Stefna jafnaðarmanna á hljómgrunn. Sigurinn í vor er því ekki stundarfyrirbæri, heldur vonandi upp- haf á langri vegferð. Nestið í þá ferð verður að veratrúnaðurog traust milli almennings í land- inu og forystu jafnaðarmanna, B. P. Sýslunefnd Vestur—ísafjarðarsýslu: w Akvæði um héraðs- nefndir óljós Aðalfundur sýslunefndar Vest- ur—ísafjarðarsýslu var haldinn á ísafirði dagana 17,—18. júlí 1986. Á fundinum voru auk sýslumanns, Péturs Kr. Hafstein, sýsiunefndar- mennirnir Hallgrímur Sveinsson fyrir Auðkúluhrepp, Gunnar JÓ- hannesson fyrir Þingeyrarhrepp, Orlofsár 4 auknu jafnrétti. Fjöldi fólks getur aflað sér aukinnar menntunar, en til að svo megi verða, þarf að veita mun meiri fjármunum til fullorð- insfræðslu en nú er. Fleiri störf Hagfræðingarnir eru á einu máli um að orlofsárið sé ódýr kostur. Það samsvarar tólf minútna stytt- ingu vinnutímans á dag, eða einum klukkutíma á viku, eða einni viku í sumarleyfi. Kostnaðurinn nemur aðeins 2,5% fyrir atvinnurekendur. Ef þessar tillögur yrðu að veru- leika myndi sextíma-vinnudagurinn að vísu verða úr sögunni fyrst um sinn. En á móti kemur að fáir munu láta sig muna um að vinna tólf mínútum lengur dag hvern, ef þeir gætu með því móti safnað sér heilu orlofsári, sem nýtist mun betur en fáeinar mínútur á dag eða fáeinir dagar á ári. Loks myndi þessi tilhögun verða til þess að störfum myndi fjölga og atvinnuleysi minnka að sama skapi. Auðvelt er að vinna upp tólf mínút- ur á dag, en ef starfsmaður er fjar- verandi hálft ár eða heilt þarf að fá annan í hans stað, segja höfundar þessarar nýstárlegur tillögu. Valdimar Gíslason fyrir Mýra- hrepp, Guðmundur Ingi Kristjáns- son fyrir Mosvallahrepp, Kristján Jóhannesson fyrir Flatreyrarhrepp og Gestur Kristinsson fyrir Suður- eyrarhrepp. Á fundinum var fjallað um hin margvíslegustu málefni. Farið var yfir reikninga sýslusjóðs, sýslu- vegasjóðs, ársreikninga hreppa sýslunnar og sjóða í umsjá sýslu- nefndar auk skýrslna um eyðingu AIDS__________________l að möguleika á að finna bóluefni. Sem frumstig af því er verið að kanna bindistað þann sem vírus- inn notar til að fara inn í eitil- frumurnar. Ýmislegt athyglisvert var þar í gangi svo og athuganir á þeim stað vírusins sem bindst við eitilfrumurnar. Það var von sumra að þarna væri e. t. v. um stað að ræða þar sem finna mætti bóluefni gegn. Greinilegt er þó að hér eru mörg ljón í veginum, m. a. fjölbreytileiki vírusins og sú stað- reynd, að hann sækir í miðtauga- kerfið. Þá voru einnig uppium- ræður um áhrif annarra sýkinga og virðist Ijóst, að aðrar sýkingar samfara HIV sýkingu flýtir mjög og auðveldi veirunni, að ná sér • niður á einstaklingnum.Þá virðist einnig áberandi, að þeir sem hafi merki um fyrri kynsjúkdóma eða fái aðra kynsjúkdóma samhliða, eru veikari fyrir veirunni. Þá kom einnig fram að veira virðist hafa yfir að ráða ákveðnum eggja- hvítuefnum sem bæla ónæmis- kerfið beint, auk hinna vel þekktu ónæmisdrepandi áhrifa. refa og minka. Til skoðunar komu ýmis erindi og fjárbeiðnir, og gerð- ar voru fjárhags- og framkvæmda- áætlanir fyrir sýslusjóð og sýslu- vegasjóð. Sýslunefndin fjallaði um at- vinnumál og bendir í ályktun sinni á þá uggvænlegu staðreynd, að verði ekki nú þegar leystur sá vandi, sem aðalatvinnugreinar Vestfirð- inga eiga við að etja, verði brátt ókleift að snúa vörn í sókn til efl- ingar blómlegu mannlifi á Vest- fjörðum. Bent er á að það eru hinar hefðbundnu íslensku atvinnugrein- ar, sjávarútvegur og landbúnaður, sem að stærstum hluta standa undir mannlífi á Vestfjörðum. Sýslu- nefnd telur, að vandamál þessara atvinnugreina hafi nú þegar verið krufin svo til mergjar, að leiðir til lausnar liggi fyrir. Stjórnvöld verði því fyrir lok hundadaga að ákveða, hvort stefnt skuli að frekari byggða- röskun en orðin er með ófyrirsjáan- legum afleiðingum, eða hvort hrint skuli í framkvæmd markvissum áætlunum um trygga og blómlega byggð á Vestfjörðum. Sýslunefnd telur, að það yrði óbætanlegur skaði fyrir íslenskt þjóðfélag, ef vestfirska stóriðjan, fiskframleiðsl- an, legðist af og blómlegur land- búnaður væri nauðsynlegt bakland þeirra, er búa á mölinni. I ferðamál- um, fiskrækt og lífefnaiðnaði tengdum fiskveiðum eru fyrir hendi lítt og ekki nýttir möguleikar. Vest- firskt hugvit hefur nú þegar sannað gildi sitt á iðnaðarsviðinu og ekki að vita, hvað frá Vestfjörðum gæti komið, ef öll orka, sem nú er Iögð í að framfleyta atvinnurekstri frá degi til dags, fengi útrás á annan hátt. Vestfirðingar hafa aldrei Iegið á liði sínu við uppbyggingu íslensks þjóðfélags, en sífelld barátta við fólks- og fjárstreymi úr héraðinu er vandi, sem við fáum vart rönd við reist. Sýslunefndin hvetur þó til áframhaldandi baráttu og heitir á góða menn til liðsinnis, svo að vest- firskar byggðir haldi velli. Rætt var um samgöngumál og bendir sýslunefndin enn á þá stað- reynd, að um er að ræða forgangs- málaflokk á Vestfjörðum. Nefndin fagnar þeim áföngum, sem náðst hafa í samgöngumálum innan sýsl- unnar undanfarin ár, en mörg verk- efni bíða þó úrlausnar á þessu sviði, svo að viðunandi megi teljast. Sýslunefndin leyfir sér að benda ráðamönnum á, að nú þegar þarf að semja langtímaáætlun um gerð jarðgangna þeirra í sýslunni, sem rætt hefur verið um undanfarið. Nefndin telur einsýnt, að sækja þurfi verkkunnáttu í þessum efnum til frænda vorra í Færeyjum. Jafn- framt skorar sýslunefndin á íbúa sýslunnar að standa fast saman í þvi mikla hagsmunamáli, sem hér er um að ræða. Þá hvetur sýslunefnd stjórnvöld til að nýta þá lækkun, sem orðið hefur á olíuvörum til aukningar tekna vegasjóðs, þannig að unnt sé að flýta gerð varanlegra vega um landið. Sýslunefndin ræddi um mennta- og skólamál á Vestfjörðum og harmar sérstaklega þá þróun i mál- efnum Núpsskóla, sem nú er orðin. Nefndin minnir á það menningar- og menntahlutverk, sem skólinn hefur gegnt á Vestfjörðum og víðar allt frá stofnun hans. Sýslunefnd skorar á stjórnvöld að standa við loforð, sem gefin hafa verið um lag- færingar á húsakynnum skólans. Jafnframt verði innra starf skólans byggt upp að nýju í samráði við fræðslustjóra Vestfjarða, skóla- nefnd Núpsskóla og nýjan skóla- stjóra, sem ráðinn verði eigi síðar en um næstu áramót. Sýslunefndin skorar á þingmenn Vestfjarða að leggja þessum málum lið m. a. með útvegun fjármagns til endurreisnar skólans. Aðalfundurinn fjallaði um sam- starf sveitarfélaga, og lýsir sýslu- nefndin áhyggjum sínum yfir þróun þeirra mála eftir lögfestingu hinna nýju sveitarstjórnarlaga. Bent er á, að ákvæði um stofnun héraðs- nefnda, valdsvið þeirra og starfs- vettvang eru afar óljós og til þess fallin að valda vafa og ágreiningi, er skaðað getur eðlilegt og árangurs- ríkt samstarf sveitarfélaga í hinum dreifðu byggðum Iandsins. Sýslu- nefndin skorar á Alþingi að gera hér hið fyrsta á bragarbót, svo að sú nýskipan sveitarstjórnarmála, er lögin gera ráð fyrir, hafi í för með sér þá endurbót og eflingu byggðar um landið, sem ætla verður að hafi vakað fyrir löggjafanum. Þá beinir sýslunefndin því til hreppsnefnda í Vestur—ísafjarðarsýslu að taka hið fyrsta til gagngerrar skoðunar, með hvaða hætti skuli stofnað til sam- starfs sveitarfélaga í sýlsunni á grundvelli þeirrar stefnumörkunar, er fram kemur í nýjum sveitar- stjórnarlögum. Sýslunefndin bend- ir hreppsnefndum á nauðsyn þess að hefjast nú þegar handa í þessu efni, svo að héraðsnefndir geti með raunhæfum og heillavænlegum hætti tekið við hlutverki sýslu- nefnda í lok árs 1988 eða fyrr, ef kostur er. Þá var einnig rætt um uppbygg- ingu Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og sérstaka þýðingu þess fyrir Vestfirðingafjórðung. Sýslu- nefndin hefur hug á, að kanna verði, hvort og þá með hvaða hætti rétt væri að standa að flutningi persónulegra muna Jóns Sigurðs- sonar frá öðrum söfnum til Hrafns- eyrar. Síldin 1 mikið gert af því að víxla kvóta á milli báta þannig að auka mætti heildarkvóta og minnka kostnað við að sækja aflann, kom þetta þannig út að kvóti báta var jafnvel um 500 tonn. En þar sem nú hafa 30 bátar skilað inn síldveiðikvóta má reikna með að hver bátur verði með allt að 1100 til 1200 tonna kvóta. Eins sagði hann að vonast væri til að verðlagsforsendur verði teknar verulega til endurskoðunar, „nátt- úrlegar forsendur verði teknar með í reikninginn“. í fyrra hafi verið bú- ist við 24% hækkun á hráefni á milli ára, en þegar öllu var á botn- inn hvolft hafi hækkunin verið um 58%. Menn hafi gert ráð fyrir svo stórri síld, þannig að stóran hluta stórsíldar þurfti að salta upp í samninga um millisíld. Slysahœtta 1 varp í bíl sínum er hvatt til þess að hlusta á þessa útvarpspistla því i stefnt er að því að þar verði komið á framfæri ýmsum fróðleik og leið- beiningum til vegfarenda. Um verslunarmannahelgina má búast við mikilli umferð um allt land og eru því vegfarendur hvattir til sérstakrar árvekni, tillitssemi og varkárni um þessa mestu ferðahelgi ársins. Rétt er að minna á að gott skap og gagnkvæm tillitssemi gerir góða ferð betri — notkun bílbelta og ökuljósa getur haft örlagarík áhrif á ánægju ferðalags, og ferða- hraði sem miðast við aðstæður er líklegastur til að skila okkur heilum heim. Kjartan 1 vegna hvalveiða í vísindaskyni,“ sagði Kjartan, „en við höfum á takteinum haldbær rök um að við höfum farið eftir samþykktum ráðsins og það er mikilvægt að hvert tækifæri sé notað til að kynna okkar mál ekki síst í erlendum fjöl- miðlum. Sagði hann auðvitað að við ramman reip væri að draga þar sem ýmsir umhverfisverndarhópar hefðu náð að halda uppi miklum þrýstingi á bandarísk stjórnvöld. Því væri ef til vill til góðs að málin skyldu opinberast, það gæti orðið til þess að sjónarmið íslendinga kæmu víðar fram. „Menn hafa kannski veigrað sér of mikið við að vinna að almenningsáliti í málinu, það hefði þurft að leggja mun meiri áherslu á það en gert hefur verið hingað til“ sagði Kjartan Jóhanns- son að lokum. Húseigendur athugið: Athygli er vakin á því að auk samþykkis meðeig- enda þarf leyfi byggingarnefndar fyrir því að setja upp sjónvarpsskerma. Þeir sem sett hafa slíka skerma upp án leyfis mega búast við þvi að þeim verði gert að fjarlægja þá að viðlögðum dagsektum. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu bygg- ingarfulltrúa, Skúlatúni 2, 2. hæð. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.