Alþýðublaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 4
 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) alþýðu- Áskriftarsíminn er 681866 í 1 ftHELIIiM Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Margrét Haraldsdóttir. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Föstudagur 1. ágúst 1986 Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Orlofsár einu sinni á ævinni Þrýstihópar Allir eru sammála um að krefjast styttingar vinnutímans og flestir eru sammála um að sextíma-vinnu- dagurinn sé besta lausnin. Anne Hedborg telur að einungis þeir hóp- ar sem hafa sterkasta aðstöðu muni ná því fram, hinir verði skildir eftir. Hún tekur hins vegar undir þá hug- mynd að foreldrar smábarna fái ívilanir, sem gætu t. d. verið sex tíma vinnudagur á fullum launum fyrir annað foreldranna þar til barnið er sjö ára og fjölskyldubæt- ur. Frjálst val Eftir það ætti takmarkið að vera eitt orlofsár fyrir þá sem eru á aldr- inum 40—55 ára og hafa verið á vinnumarkaðnum a. m. k. 10 ár. Ekki er nauðsynlegt að taka út orlofsárið allt í einu, en þó ekki minna en hálft ár í senn. Að öðru leyti hafa menn frjálsar hendur. Þeir sem vilja geta farið á endur- menntunarnámskeið og bætt kunn- áttu sína, menn geta hafið eigin at- vinnurekstur, ferðast, eða gert ann- að það sem hugurinn girnist. Meira að segja geta menn farið i aðra vinnu til reynslu, án þess að missa Fram hefur komið athyglisverð til- laga um styttingu vinnutímans og aukna hagræðingu á vinnumark- aðnum, sem gerir ráð fyrir að allt vinnandi fólk fái eins árs orlof einu sinni á ævinni, sem það getur varið til hvers sem það óskar. Það eru Rudolf Meidner prófes- sor og Anna Hedborg hagfræðing- ur hjá sænska Alþýðusambandinu sem hafa unnið að gerð þessara áætlana og gefið út bók til að kynna þær. Skiptar skoðanir Þótt það séu hagfræðingar hjá Alþýðusambandinu sem leggja þessar hugmyndir fram, hafa þær ekki stuðning allra innan raða þess og Alþýðusambandið stendur ekki að baki tillögunni. Á þingi Alþýðusambandsins voru lagðar fram a. m. k. 40 félaga- samþykktir, sem allar krefjast stytt- ingar vinnutímans í sex tíma á dag, eða lengri leyfa. Landsnefndin upp- lýsir að stytting hálfsdagsvinnu og þar sem vinnutími er óreglulegur sé í athugun og að unnið sé að því að fá styttan vinnutíma hjá foreldrum smábarna. Rudolf Meidner og Anna Hedborg sjá ýmislegt athuga- vert við þessar fyrirætlanir. Hvað myndir þú gera á heilu orlofsári. Flatmaga á sólarströnd, stunda nám, skipta um vinnu. sitt gamla starf. Og þeir sem ekki kæra sig um neitt af þessu geta tekið út orlofsárið þegar þeir eru um það bil að komast á eftirlaun. Aukið jafnrétti Um fertugt er viss hætta á stöðn- un hjá flestu fólki. Menn taka síður áhættu af ótta við að missa eigur sínar, ef teflt er á tvær hættur. Fái menn orlof í heilt ár á launum, geta menn gert tilraunir með ýmislegt, sem annars yrði aldrei að veruleika. Það skiptir líka miklu máli fyrir einstaklinginn, segir Anna Hed- borg, að geta látið eftir sér að prófa eitthvað nýtt og þótt tilraunin mis- takist, hefur örygginu ekki verið stefnt í voða. Orlofsárið stuðlar einnig að Framh. á bls. 2 Hertoginn og hertogafrúin Andrew Albert Christian Edward og Sara Ferguson gengu í hjóna- band þann 23. júlí sl. Þremur tím- um fyrir athöfnina sló Elísabet Englandsdrottning son sinn til her- toga af York og þar með er Sara orðin hertogafrú. Þessi nafnbót var fyrst veitt fyrir 601 ári af Ríkharði konungi II. Sumir af fyrirrennurum Andrews, sem hafa boriö þennan tiltil, hafa mátt þola grimm örlög. IVeir þeirra voru teknir af lífi í „Tower of London“ á 16. öld, sem sögufrægt er orðið. Öðrum hefur gengið betur, t. d. síöasta hertoga af York, föður drottningarinnar, sem varð konungur þegar bróðir hans afsalaði sér völdum árið 1936. Athöfnin fór hið besta fram og þeir 3.600 hermenn og lögreglu- menn sem stóðu vörð höfðu það náðugt. Brúðurinn var íklædd fíla- beinslitum satínkjól með hand- saumuðum skreytingum, táknræn- um fyrir konungsfjölskylduna, með demantsskraut í hári og fimm metra langan silkislóða. Brúðgum- inn í viðhafnarbúningi sjóhersins. ◄ , Sara og Andres innsigla hjónabandssáttmálann Þegar brúðhjónin höfðu tekið við hamingjuóskum áhorfendaskar- ans, að athöfn lokinni héldu þau í brúðkaupsferð til Azoreyja. Fjölmiðlar hafa sem vænta má gert mikið veður út af brúðkaupinu og sumir hafa haft í frammi lang: tímaspár um líf hertogahjónanna. I Vestur—Þýska blaðinu BILD hefur stjörnufræðingur nokkur upplýst að þeim fæðist sonur vorið 1988 og dóttir í desember 1989. Þá vita menn það. Einnig hefur nokkuð verið skrif- að um meinta misklíð drottningar- innar og Thatcher forsætisráðherra vegna stefnu Thatcher varðandi málefni Suður—Afríku. Þegar hún mætti til kirkjunnar heyrðust niðr- andi köll og hróp frá ýmsum við- staddra. Blað kommúnistaflokks- ins, Morning Star, birti skopteikn- ingu af Thatcher og P. W. Botha. Þau voru sýnd sem brúðhjón á leið til kirkju og leiðin stráð Iíkum svartra manna. Brúðguminn bar sverð sem á var letrað „apartheid". En skensinu er ekki beint að brúðhjónunum ungu. Bretar sýna konungsfjölskyldunni mikla holl- ustu og eru ánægðir með Söru. Hún er sögð sterkari aðilinn í hjóna- bandinu, ákveðin glaðvær og hefur þegar öðlast vinsældir almennings.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.