Alþýðublaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 1
alþýðus
ílFt.rrM haf ði
_«Æ~.—Rs, .-^^BBðSiffíirrBÍ Islendingar neyöast til aö hli
Bandaríki ast j órn
' sitt fram!
Föstudagur 8.ágúst1986
Fyrirfram selt lýsi:
149 tbl. 67. árg.
hlíta
þeirri túlkun Bandaríkjastjórnar á
„Keyptum frekar lýsi
annars staðar frá“
„Hefðum ekki upp í kostnað miðað við núver-
andi loðnuverð“, segir Jón Reynir Magnússon
forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins.
„Búnir að selja lýsi? — Það er
spurning hvort borgar sig að selja
nokkurt lýsi. Við verðum að hafa
eitthvað fyrir kostnaði og eins og
dæmið lítur út núna mundi borga
sig fyrir okkur að kaupa lýsi annars
staðar frá ef við þyrftum að vera að
standa við gerða samninga“, sagði
Jón Reynir Magnússon hjá Síldar-
verksmiðju ríkisins í samtali við Al-
þýðublaðið í gær þegar hann var
spurður að því hvort fyrirtækið
þyrfti ekki að fara að taka á móti
loðnu svo afgreiða mætti lýsi upp í
fyrirfram gerða samninga. En sam-
kvæmt heimildum Alþýðublaðsins
hafa verksmiðjurnar þegar selt um
13 til 14 þúsund tonn af lýsi sem
svarar til um 70 þúsund tonna af
bræddri loönu.
Jón Reynir vildi engu svara um,
hve mikið magn verksmiðjurnar
hafi þegar selt, þegar blaðamaður
bar þetta undir hann. „Ég sé ekki
að þetta komi neinum við“. Um
hvort loðnuverðið væri ekki í raun
nokkurn veginn hliðstætt verðinu í
fyrra, þegar öllu væri á botninn
hvolft og tillit tekið til yfirgreiðslna,
sagði hann að Síldarverksmiðjur
ríkisins hefðu jú greitt yfir lág-
marksverð eins og aðrir og hefði
það allt komið til skipta. Benti
hann á að einnig hefðu breytingar
átt sér stað á sjóðakerfinu. í fyrra
hafi þurft að greiða 5,5 prósent fob.
I útflutningsgjöld ofan á loðnu-
verðið, sem var er leið á vertíð í
fyrra, um 1633 krónur á tonnið.
Síðan hafi útgerðin fengið um 14
prósent út á skiptaverðmæti. Þrátt
fyrir það væri verðið þá, lægra en
núna.
Eins og kunnugt er var uppi
ágreiningur í yfirnefnd verðlags-
ráðs um ákvörðun loðnuverðs. Var
verðið ákveðið gegn atkvæðum
kaupenda og skal það vera 1900
krónur á tonnið þar til 1. september
nk., að nýtt verð verður ákveðið.
Áður en verðið var ákveðið, höfðu
tvær verksmiðjur þegar tekið á
móti loðnu á síðar umsömdu verði,
Krossanesverksmiðjan og Síldar-
verksmiðja ríkisins á Raufarhöfn.
En ein fullkomnasta verksmiðja í
Evrópu, Síldarverksmiðja ríkisins á
Siglufirði hefur enn ekki tekið við
loðnu.
Framh. á bls. 2
orðalagi samþykktar Alþjóðahval-
veiðiráðsins frá í vor að meira en
helmingur allra afurða hvala sem
veiddir eru i vísindaskyni, skuli fara
til neyslu innanlands. Þetta kom í
ljós á blaðamannafundi sem Hall-
dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra hélt í gær, þar sem hann
skýrði frá niðurstöðum samninga-
viðræðna sinna fyrir vestan haf og
ákvörðunum ríkisstjórnarinnar i
kjölfar þeirra viðræðna.
í samþykkt ríkisstjórnarinnar,
segir m.a. að ljóst.sé að þjóðirnar
geti ekki komið sér saman um túlk-
un á orðalagi samþykktar Alþjóða-
hvalveiðiráðsins. Síðan segir í sam-
þykkt ríkisstjórnarinnar, að til þess
að tryggja að því verði ekki haldið
fram að ályktun Alþjóðahvalveiði-
ráðsins sé ekki fullnægt hafi verið
ákveðið að aðeins verði fluttur út
tæpur helmingur af hvalkjötinu og
einnig tæpur helmingur af öðrum
afurðum hvalanna, enda muni
þetta tryggja framgang nauðsyn-
Iegra rannsókna og veiðar á 120
hvölum í því skyni.
Halldór Ásgrímsson dró enga dul
á vonbrigði sín með þessi úrslit
mála, enda virðist augljóst að
Bandaríkjamenn hafa ekki gefið
eftir um þumlung í viðræðum þeim
sem Halldór átti við þá fyrr í vik-
unni. Það virðist einnig fullkom-
lega ljóst af yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar, að hún hafi á fundi sínum
í fyrradag haft einfaldlega um tvo
kosti að velja; annars vegar að lúta
skilningi Bandaríkjamanna á orða-
— Sjávarútvegsráð-
herra fékk ekki hnikað
bandarískum stjórn-
völdum um þumlung.
Útflutningi hvala-
afurða hagað í einu og
öllu samkvæmt fyrir-
mœlum Bandaríkja-
manna.
laginu í ályktun Alþjóðahvalveiði-
ráðsins og hætta við fyrirhugaðan
útflutning hvalafurða að hluta, eða
hleypa málinu í hart, en það hefði
augljóslega haft í för með sér að
viðskiptaráðuneytið bandariska
hefði staðið við þá hótun sína að
gefa út yfirlýsingu um að hvalveiðar
Islendinga brytu í bága við sam-
þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Slík yfirlýsing hefði svo aftur leitt
til þess að Japanir hefðu ekki þorað
að kaupa hvalkjöt af íslendingum
vegna ótta við efnahagsþvinganir
Bandaríkjamanna. Ennfremur
hefðu þá opnast möguleikar fyrir
efnahagsþvingunum af einhverju
tagi gagnvart íslendingum.
Að sá kosturinn skyldi valinn
sem nú hefur orðið raun á, er í fullu
samræmi við fyrri yfirlýsingar
Framh. á bls. 2
Þjóðerniskenndin beinist
gegn Bandaríkjamönnum
Það er engu logið þótt sagt sé
að þjóðerniskenndin hafi blossað
upp meðal íslendinga síðustu
daga og vikur. Að þessu sinni
beinist hún gegn Bandaríkja-
mönnum, sem þessa dagana virð-
ast ekki vera allt of vel séðir á fs-
landi. Andstaða gegn Bandaríkja-
mönnum og herliði þeirra hér-
lendis hefur reyndar alltaf verið
þó nokkur og lengst af skipulögð.
Það vekur hins vegar athygli að
það eru ekki hinir hefðbundnu
andstæðingar hersetunnar og
Nato sem mest hefur borið á í
þessu sambandi að undanförnu,
heldur hefur gagnrýnin á Banda-
ríkjamenn komið úr alveg nýrri —
og óvæntri átt.
Sú kynduga staða er nú komin
upp að úr herbúðum þeirra, sem
jafnan hafa staðið fastast við bak-
ið á veru íslendinga í Nato og dvöl
bandarísks herliðs á íslandi, eru
nú allt í einu farnar að heyrast
óánægjuraddir sem telja ekki
alveg sjálfgefið að Bandaríkja-
menn séu best til þess fallnir að
annast hervarnir íslands.
Annað afbrigði óánægjunnar
með Bandaríkjamenn birtist í því
að hin svokallaða „Aronska"
skýtur upp kollinum eina ferðina
enn, en talsmenn hennar hafa
löngum gengið út frá því að
Bandaríkjamenn séu hér öllu
fremur til að verja sjálfa sig en ís-
lendinga og þess vegna þótt rök-
rétt að Bandaríkjamenn yrðu
látnir greiða fyrir aðstöðu sína
hér.
Harka Bandaríkjamanna gagn-
vart hvalveiðum íslendinga — „í
vísindaskyni" — hefur orðið til
þess að fjöldi íslendinga fylltust
svipaðri þjóðernistilfinningu og
hér var lengi landlæg gagnvart
Dönum, og er kannski enn. Þetta
hefur óhjákvæmilega í för með
sér aukinn vilja meðal lands-
manna til að spila út þeim tromp-
um sem við kunnum að hafa á
hendi í „hvalaspilinu“ — og er þá
nema von að mönnum verði fyrst
og fremst hugsað til herstöðvar-
innar í því sambandi.
Ótal dæmi má nefna um það
hvernig hvalamálið hefur vakið
upp þá þjóðerniskennd sem að
jafnaði blundar með íslending-
um. í því sambandi er kannski
skemmst að minnast mótmælaað-
gerðanna í Hvalfirði fyrir fáein-
um dögum, þar sem heimamenn
notuðu tækifærið og mótmæltu
afskiptum Bandaríkjamanna af
hvalaveiðum íslendinga, þegar
nokkrir Nató-höfðingjar voru
þar á ferð að skoða fasteignir sín-
ar.
Það má líka í þessu sambandi
minnast á harðorða ályktun
hreppsnefndar Hvalfjarðar-
strandarhrepps, fyrir skömmu.
Hreppsnefndarmennirnir skófu
ekki utan af þeirri skoðun sinni að
hér væri um gersamlega óþolandi
ofríki að ræða og virtust telja at-
hugandi að segja upp hervörnum
landsins. Allavega þótti þeim ekki
koma til greina að Nató fengi
lengur að njóta þeirra fríðinda að
þurfa ekki að greiða fasteigna-
gjöld í Hvalfirði.
Framh. á bls. 2
UTSALA
Gœdavörur á góðu verði
—VErhlÍ5tinn_
Laugalæk - Sími 33755