Alþýðublaðið - 28.08.1986, Side 1

Alþýðublaðið - 28.08.1986, Side 1
alþýöu- blaöiö ® Fimmtudagur 28. ágúst 1986 163. tbl. 67. árg. Bylgjan hefur útsendingar Samningarnir milli ríkisins og lífeyrissjóðanna: Marklaust plagg? Klukkan sex að morgni 28. ágúst mun fyrsta útvarpsstöðin hefja út- sendingar samkvæmt lögum um frjálsa fjölmiðlun á íslandi. Út- sendingar eru fyrirlnigaðar frá því klukkan sex á morgnana til klukk- an 12 á miðnætti. Boðið verður upp á létta músik, fréttir og skemmti- efni af ýmsu tagi. Einar Sigurðsson útvarpsstjóri sagði að reynt yrði að hafa dag- skránna á sem breiðasta grundvelli. Að vísu yrðu menn að þreifa sig áfram fyrstu vikurnar. Islenska út- varpsfélagið hyggst fjármagna reksturinn með auglýsingatekjum og því ræðst fjölbreytni eitthvað af því hverjar tekjurnar verða. Stuttar fréttir verða á klukkutíma fresti og tveir langir fréttatímar klukkan tólf og klukkan átján. Síðan er áforntað að vera með format með fréttaskýr- ingum, viðtölum og fréttatengdu efni klukkan 23. Einnig verður lögð áhersla á að vera með skemmtiþætti t.d. verða leikrit flutt vikulega strax frá byrjun. Fram til 1. september eiga lífeyr- issjóðirnir kost á að kaupa spari- skírteini ríkissjóðs, en þau bera 1— 1,5% hærri ársvexti en þau skulda- bréf sein satnið hefur verið um að þeir kaupi af Húsnæðisstofnun. Ljóst er að þeir lífeyrissjóðir sem eiga eitthvað handbært fé munu nýta sér þefta. Þetta getur orðið til þess að samningurinn sem gerður var um skuldabréfakaup lífeyris- sjóðanna á þessu ári verði meira og niinna marklaust plagg. Ríkið og lífeyrissjóðirnir hafa komist að samkomulagi um ávöxt- unarkjör á skuldabréfum sem líf- eyrissjóðirnir kaupa af Húsnæðis- stofnun næstu fjóra mánuði. Fyrir 1. október verða að liggja fyrir samningar á kaupum lífeyrissjóð- annavegna áranna 1987—88. F“ram til 1. september eiga lífeyrissjóðirn- ir kost á að kaupa spariskírteini rík- issjóðs, en ársvextir þeirra eru á bil- inu 7—8%. Ljóst er aö lífeyrissjóð- irnir geta þannig fengið hærri árs- vexti fyrir hluta al' því ráðstöfunar- fé sem þeir eiga að kaupa af ríkis- sjóði. Alþýðublaðið hafði samband við Arndísi Steinþórsdóttur, fulltrúa fjármálaráðuneytisins og innti hana eftir því hvort það væri ótak- markað ntagn skírteina sem til sölu væri þessa daga frant til mánaða- móta. Arndís sagði svo vera, enda engin ástæða til annars. Lífeyrissjóður Verslunarmanna er einn öflugasti lífeyrissjóðurinn. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri lífeyr- issjóðs Verslunarmanna sagði aö þeir lífeyrissjóðir sem lægju með ráðstöfunarfé myndu að sjálfsögðu nota tækifærið og kaupa skírteini meö hagstæðari ávöxtun. Hitt b;eri svo á að líta að þessi staða kænti flatt upp á menn og því væri inis- jafnt el'tir sjóðum hvernig staðan væri. Að öllu jöfnu lægju lífeyris- sjóðirnir ekki með mikiö fé, því myndi þetta aldrei verða umtalsvert fjármagn sem til væri fram til mán- aðamóta til að kaupa þessi skír- tcini. Sigurður E. Guðmundsson sagði að samkvæmt lögum væri það hlut- verk Húsnæðisstofnunar að semja við lífeyrissjóðina um þessi kaup á skuldabréfum, en jafnframt ætti að taka inið af þeim kjörum sem rikis- sjóður byði hverju sinni. Hann sagði að lífeyrissjóðirnir mættu una vel við sinn hag, því að þessir vextir miðuðust við það að þetta eru langtíma viöskipti á þeim ör- uggasta grundvelli sem til er. Nú er því spurningin hve miklu fé lifeyrissjóðirnir hafi yfir að ráða til að kaupa spariskírteini á 7—8°7o ársvöxtum áður en sala þeirra stöðvast. Ákœran á hendur útvarpsmönnum: Norrœna verkalýðsmálaráðstefnan: Frj álshyggj unni hefur mistekist Rykið dustað af hegningarlögunum? Sem kunnugt er af fréttum hefur Jónatan Sveinsson saksóknari kraf- ist þyngstu refsingar yfir tíu starfs- mönnum útvarpsins, þeirra starfs- manna útvarps og sjónvarps sem lögðu niður vinnu í BSRB-verkfall- inu 1984. Ákæran er komin til vegna kæru frá DV-útvarpinu og frjálshyggjumönnum sem ráku út- varpsstöðvar meðan á verkfallinu stóð. Með því vildu þeir undirstrika neyðarréttarástæðu sem þeir töldu sig hafa til reksturs stöðvanna. En sem kunnugt er, er búið að dæma í máli þeirra og neyðarréttarástæður ekki taldar gildar. Páll Arnór Páls- son verjandi sakborninga hefur krafist sýknu. Saksóknari segir í kröfu sinni að starfsmennirnir hafi brotið 176. grein hegningarlaganna sem kveður á um truflun með ólögmætum hætti á rekstri almennra samgöngu- tækja, opinberum póst-; síma- eða útvarpsrekstri, stöðva og virkjana. Refsiákvæði greinarinnar hljóðar upp á allt að þriggja ára fangelsi. Einnig vísar saksóknari til 138. greinar sömu laga sem kveður á um enn þyngri refsingu ef opinber starfsmaður á i hlut. Páll Arnór Pálson lögmaður starfsmannanna telur hins vegar að það hafi verið lögntæt aðgerð sem átti sér stað 1. október 1984. Starfs- menn hafi ekki fengið laun sín greidd sént segir i samningum, á fyrsta degi mánaðar. Því hafi verið Framh. á bls. 3 Frá Árna Gunnarssytii, rilsljora, á vcrkalýds- málarádslct'nunni í Gautabor^: Ingvar Carlsson, forsætisráð- lierra Svía fór hörðum orðum um frjálshyggjuna, þegar liann ávarp- aði ráðstefnufulltrúa á Norrænu verkalýðsmálaráðstefnunni í Gautaborg eftir hádegið i gær. Carlsson sagði m. a. að í þeini lönd- um þar sem þessi stefna liefði feng- ið að ráða, hefði að vísu tekist að setja verðbólgu nokkuö niður en i staðinn hcfðu komiö ægileg áhrif á atvinnuástandið og atvinnulífið al- mennt í þessum löndum. l'rjáls- hyggjan liefði fengiö sitt tækifæri, sagði hann, og mistekist. Hennar tími væri því liðinn. Ingvar Carlsson ræddi nokkuð um mengun og mengunarvarnir og fór við það tækifæri hörðum orð- um um nýtingu kjarnorkunnar til raforkuframleiðslu, en að undan- förnu hafa verið uppi getgátur um að sænska stjórnin stefni að því að leggja niður kjarnorkuverin fyrr en áður var ætlað. Carlsson ræddi að sjálfsögðu einnig unt málefni verkalýðshreyf- ingarinnar og sagði þá nt. a. að verkalýðshreyfingin væri í eðli sínu frelsishreyfing sem ætti í stöðugri baráttu fyrir frelsi frá fátækt og ntisrétti. Á ráðstefnunni í Gautaborg er þess sérstaklega minnst að 100 ár eru nú liðin l'rá þvi að skipuleg verkalýðshreyfing tók til starfa á Norðurlöndum. í tilefni af því hef- ur verið gefin út bók um sögu verkalýðshreyfingar og jafnaðar- mannaflokka á Norðurlöndum. ís- lenski kaflinn í bókinni er eftir Helga Skúla Kjartansson. Sýklalyfjaávísanir íslenskra lœkna: Bruðl upp á tugi milljóna árlega íslendingar gætu minnkað sýkla- lyfjanotkun sína niður í þriðjung af því sem hún er án skaða fyrir sjúklinginn. Þetta sjónarmið kemur fram í grein sem Pétur Pét- ursson héraðslæknir í Bolungar- vík skrifaði í Læknablaðið í febrúar síðastiiðnum. Pétur segir í greininni að telja megi að óþarfa kostnaður vegna sýklalyfjaávís- ana íslenskra lækna nemi árlega tugum milljóna króna. „Okkur er því mikill vandi á höndum, sem heilbrigðisyfirvöldum og læknum ber skylda til að snúast gegn á við- eigandi hátt“, segir Pétur í grein sinni. Hjá landlæknisembættinu hef- ur þetta mál nokkuð verið til um- fjöllunar síðustu misseri og í des- ember síðastliðnum var haldinn sérstakur sýklalyfjafundur á veg- um embættisins. Voru þar saman- kontnir um 20 sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu, að ræða þessi mál. „Það er nú svo, að þó íslenskir læknar ávísi ekki meira lyfja- magni en gengur og gerist á hin- um Norðurlöndunum, þá er gefið meira magn sýklalyfja hér en gengur og gerist“, sagði Ólafur Ólafsson landlæknir í samtali við Alþýðublaðið í gær. Ólafur sagði hins vegar að notkunin hér væri ekki mjög fjarri því sem væri í Frakklandi og Þýskalandi. Sem hugsanlega ástæðu þessa sagði Ólafur að Friðrik J. Frið- riksson læknir á Sauðárkróki hefði bent á að íslenskir læknar gæfu minna af hóstalyfjum en læknar nágrannaþjóðanna. En ef við legðum saman magn sýkla- lyfja og hóstalyfja þá værum við svona í miðjum hópi. Því virtist vera að læknar hér gæfu frekar sýklalyf en hóstalyf. Ólafur nefndi Iíka senr hugsan- lega ástæðu að langur vinnutími hér á landi og mikið vinnuálag, gerði það að verkum að krökkum væri gefið eitthvað við hita. For- eldrarnir vildu ekki missa af vinnu, eða teldu sig ekki mega við • því. Annars sagði Ólafur að ekki væru öll kurl komin til grafar og málin væru í athugun. Þessi mikla notkun sýklalyfja skjóti nokkuð skökku við þar sem lyfjagjafir ís- lenskra lækna eru i neðsta flokki í samanburði sem gerður var milli 12 Evrópulanda. Sagði landlækn- ir að m.a. væri verið að kanna hvort sýklalyf væru notuð við fiskeldi. Hefði því verið neitað hingað til. í grein sinni í Læknablaðinu fer Pétur Pétursson nokkrum orðum um hugsanlegar orsakir. Nefnir hann að hér á landi eigi menn greiðan aðgang að læknum og venjist fljótlega á að Ieita til lækn- is með alls konar smákvilla. sem að öllu jöfnu lagist að sjálfu sér. Séu sýkingar mjög algeng orsök á veikindavottorðum til vinnuveit- enda. „ . . . Þar sem lífsstíll ís- lendinga er nokkuð hóflaus kem- ur tekjumissir vegna veikinda sér ákaflega illa fyrir þá sem teflt hafa djarft vegna fjárskuldbind- inga. Ódýr sýklalyf þykja því hinn ágætasti valkostur fyrir þá, sem dregið hafa þann lærdóm af ávis- anavenjum lækna sinna, að hægt sé að Iækna kvef og aðrar unt- gangspestir með lyfjaáti“. Pétur víkur líka að þeirri gömlu siðvenju eða rítúali að ljúka Iækn- isviðtali með því að afhenda sjúklingi lyfseðil, rannsóknar- beiðni eða tilvísun. Þarna sé ýmsu áfátt varðandi starfsþjálfun lækna. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir raunverulegu erindi skjólstæðingsins og koma honum til að fjalla um kjarna málsins fremur en hengja sig í þau atriði, sem hann tilgreinir sem erindi sitt. Telur Pétur að kennsla í heimilis- lækningum sé mest í skötulíki, og markvisst sé verið að þurrka hana út af kennsluskrá við læknadeild Háskóla íslands. „Það er ekki nóg að fræða læknanema um tak- markanir og aukaverkanir sýkla- lyfja, ef þeim er ekki kennt neitt annað til að láta sjúklingnum sín- um í té í staðinn“, segir Pétur. Telur Pétur því að skortur á sér- menntuðum heimilislæknum geti verið mikilvæg orsök hinnar miklu sýklalyfjanotkunar íslend- inga og að enginn breyting verði á þeim skorti fyrr en búið er að koma allri frumheilsugæslu I landinu undir þak heilsugæslu- stöðvanna auk þess sem ýinissa skipulagsbreytinga sé þörf. Pétur telur að það sé í verka- hring heilbrigðisyfirvalda að hafa vakandi auga með starfsemi heil- brigðisþjónustunnar. „Ekki hef ég orðið var við neinar aðgerðir af þeirra hálfu varðandi sýklalyfja- vandamálið. „ . . . Sakna ég í því sambandi meðferðaáætlana og lyfjameðmæla, sem tíðkast með öðrum þjóðum. Þetta afskipta- leysi gerir það að verkum, að ís- lenskir læknar finna aldrei fyrir aga eða aðhaldi, sem er þó full þörf á, þegar sérgeinar eru farnar að keppa um sjúklingana". Mikil- vægt sé að landlæknir og stétta- systkini sýni ekki óþarfa lang- lundargeð þeim læknum, sem leggja sig ekki fram eða breyta gegn vitund í starfi sínu, t.d. í ábataskyni s.s. við lyfjagjafir, til- vísanir og rannsóknir. „Vafalítið hefur ekki verið hugað nægilega að réttarstöðu sjúklinganna, þeg- ar fyrir koma læknisfræðileg mis- tök og slys svo og óþarfa fjárút- lát“, segir Pétur Pétursson í grein sinni. Að lokum nefnir Pétur það sem hann kallar þróttleysi lækna og gloppótta fræðikunnáttu. Að telja verði það bera vott um vissan skort á þrótti og siðferðisþreki, ef læknar láta sjúklinga sína segja fyrir um læknisfræðilega ákvarð- anatöku, svo sem hvort gefa skuli sýklalyf eður ei. Á áðurnefndum fundi á vegum landlæknisembættisins kom frant að aukningu á sölu sýklalyfja má rekja aftur til ársins 1981 en fram til þess tíma hafi sala hér á Iandi að vísu verið hærri en á hinum Norðurlöndunum en engu að síð- ur sé um verulega aukningu að ræða. Þá var upplýst að aukning- in stafar öll af sölu pencillínlyfja og tetracyklínlyfja. Sé áberandi hvað salan hér er meiri á dýrari sýklalyfjum samanborið við hin Norðurlöndin. Um ástæður þess telja menn erfitt að svara. En í grein sinni kemur Pétur Pétursson inn á að þekking lækna á ýmsum kostnaðarliðum heilbrigðisþjón- ustunnar sé af skornum skammti. Einkum og sér í lagi láti læknar undir höfuð leggjast að ávísa hin- um ódýrari tegundum lyfja, þegar sama lyf er framleitt af mörgum aðilum. Það sé umtalað meðal lyfsala, hve áróður lyfjafyrir- tækja og útsendara þeirra eigi greiðan aðgang að hlustum ís- lenskra lækna. Það beri kunnáttu eða siðferðisþreki þeirra ekki fag- urt vitni, ef þeir eigi sér ekki aðrar leiðir skárri til endurmenntunar en hlusta á fánýtan áróður farand- sala, sem síðan sé skolað niður með mútum í formi ljúfra veiga.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.