Alþýðublaðið - 28.08.1986, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 28.08.1986, Qupperneq 2
2 Fimmtudagur 28. ágúst 1986 'RITSTJORNARGREIN' Verðasumir jafnarien aðrir? Umhyggjan fyrirvelferð þjóðfélagsþegnanna er eitt af því sem dregur skörpust skil milli þeirrasem skipasértil vinstri og hægri í stjórn- málum. Þeir sem skipa sér vinstra megin við miðju stjórnmálanna, gera þá ótvíræðu kröfu til samfélagsgerðarinnar að hún tryggi sem jafnasta velferð allra meðlima samfélagsins. í þessari kröfu felst meðal annars jafn réttur allratil náms og sömuleiðis jafn og sami réttur allra til þess að njóta hjúkrunar og lækninga . Það er líka skýlaus krafa þeirra sem aðhyllast þessi sjónarmið að öllum meðlimum samfé- lagsins sé tryggð full atvinna og að samfélagió taki á sínar herðar að sjá fyrir þeim sem af ein- hverjum ástæðum eru illa færir til þess sjálfir. Hægri menn eru nú að vísu hættir að berjast gegn jafn sjálfsögðum réttlætismálum og því að öllum sé tryggð nokkur lífsbjörg eða að til séu almannatryggingar svo að dæmi séu nefnd. Aö minnsta kosti gildir þetta um hægri menn hérlendis, þótt ýmsir skoðanabræður þeirra í öðrum löndum aðhyllist enn hið óbrenglaða lögmál frumskógarins. Engu að síðurer Ijóst að umhyggja hægri afl- anna í íslandi fyrir sem jafnastri velferð allra meðlima samfélagsins ristir afar grunnt. Þetta sést vel þegar skoðaðar eu ýmsar aðgerðir nú- verandi ríkisstjórnar, einkum á þetta við um sumar aðgerðir ráðherra Sjálfstæóisflokksins, þar sem hin svokallaða „frjálshyggja" virðist nú skjóta æ dýpri rótum. Vmis dæmi mætti nefna, en hér skal þó eink- um staldrað við áform Sverris Hermannssonar um að skera niður framlög ríkisins til skóla- aksturs, gæslu og mötuneytaum því sem næst 90%. Röksemdir ráðherrans fyrir þessum áformum virðast vera álíka fáránlegar og áformin sjálf. Það liggur auðvitað í augum uppi, að niður- skurður af þessu tagi bitnar ekki jafnt á skóla- börnum þessa lands. Skólaakstur er einkum stundaðurí sveitum landsinsog hann varásín- um tíma tekinn upp til að skólabörn þar gætu átt þess kost að sækja skóla frá heimilum sín- um á sama hátt og skólabörn í kaupstöðum og öðru þéttbýli. Þetta sjálfsagða jafnrétti virðist menntamálaráðherra nú vilja afnema, því ekki verður séð að sveitarfélög í hinum dreifðu byggðum muni vera þess umkomin að taka skólaaksturinn að fullu á sinar herðar til við- bótar þeim hrikalega kostnaði sem mörg þeirra verða nú þegar að bera til að geta haldið uppi skólum. Rök ráðherrans fyrir þessum grimmilega nið- urskurði virðast einkum fólgin í því að spilling og misnotkun þrífist innan þessa kerfis. Jafn- vel þótt vera megi að eitthvað sé hæft í þessari fullyrðingu ráðherrans, virðist augljóst að ráð- ast beri að rótum vandans og uppræta spilling- una og misnotkunina, í stað þess að svipta skólabörn á landsbyggðinni þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta sótt skóla frá heimil- um sínum. Þessi árás menntamálaráðherrans áskólamál dreifbýlisins, kemur i beinu framhaldi af niður- skurði hans á framlögum til sérkennslu, alls staðar nema í Reykjavík, þar sem aðstaða til slíkrar kennslu mun þó vera einna best fyrir. Þau börn sem sérkennslu þurfa, eru ekki bein- línis í þeim hópi þjóðfélagsþegna sem auð- veldast ámeð að standaóstuddurog því trauð- lega unnt að halda því fram að menntamálaráð- herrann sé þarna að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. M enn kunna að undrast hvað veldur því að menntamálaráðherra skuli þannig ítrekað ráð- ast að velferð þeirra sem minnst mega sín og þeirra sem þegar eru misrétti beittir. Því fer nefnilega víðs fjarri að fólk í dreifðari byggðum landsins sitji við sama borð hvað varðar mennt- unarmöguleika og kaupstaðarbúar. Skýringin á þessum árásum ráðherrans er þó fremur ein- föld. Hann tilheyrir einfaldlega þeim hópi stjórnmálamanna sem hefur sterkari trú á afli peninga en samhjálpar. Hann er hægri maður og ber þess vegna ekki þá umhyggju fyrir vel- ferð allra meðlima samfélagsins sem er svo sjálfsögð í augum okkar flestra. Verði stefnu Sverris Hermannssonar fylgt lengi enn í islenskum menntamálum, er hætt við að það fari fyrirokkur líkt og þegnum félaga Napóleons í frægri sögu, — að sumir verði jafnari en aðrir. J.D. Hlj ómfegurð máls og söngs Þegar liingaif til landsins ber Vestur-íslendinga, einkum af eldri kynslódinni, vekur þaó ióulega furóu, hversu vel þeir tala íslensku, því jafnvel þótt þar vestra sé enn á lífi fólk sem alist hcfur upp vió ís- lensku á heintilum sinum, þarf meira en litla rækt aö leggja viö móðurmál sitt ef því á ekki aö hraka til muna á langri ævi. En þaö er ekki nóg með aö fólk af íslensku bergi brotiö tali enn og skrifi ágæta íslensku vestan hafs, heldur fer þar einnig fram nokkur umræða um tunguna og þess eru dæmi að menn setji á blað hugsanir sínar um þau efni. Alþýðublaðinu barst fyrir skömmu sýnishorn af slíkum ritsmíðum, eftir Martín G.J. Magnússon og þótt sumurn kunni að þykja umrccðuefnið nokkuð gamaldags, verða hér birtar tvær stuttar ritsmiðar, þar sem hann fjallar um íslenska tungu og beinir nokkrum skeytum að meðferð okk- ar íbúa gamla landsins á henni. Við gefum nú Marlín G. J. Magnússyni orðið; fyrirsögnin er frá honum komin: íslenzka meginmálið er svo hljómfagurt og fullnuma að við hljótum öll að leggja stund á að varðveita það. Til eru þeir á íslandi er vita af þrætunum, sem voru fyrir og um aldamótin síðustu, varðandi réttrit- un á íslenzku máli, en þar rituðu þeir er færastir voru í málinu og gerðust þeir strangir. Ein afleiðingin af þeim ritstyrm- ingum var sú, að stafurinn z var tek- inn inn í íslenzka stafrofið, þótt margir væru á móti því. Samt reyndist svo að of lítið var gert af því að kenna það á skólum eða rit- um og blöðum, hvar stafurinn z ætti að ritast. Nú orðið munu vera fáir, sem eiga vissu sína í því hvar stafurinn z er réttilega ritaður. Til þess að átta okkur betur á þessu, þá skal athuga að við nefn- um stafinn seddu (sedda), en það er rangt. Sumir hafa talið að stafurinn sé enskur, og rétt er það að z er 26ti og síðasti stafurinn i enska stafrof- inu. Samterþaðekkienskurstafur. Aðrir hafa þá skoðun að hann sé úr latinunni, og vilja hann ekki fyrir það. Sannleikurinn er að stafurinn z er grískur, og grískir nefna hann scta, (ekki sedda). Stafurinn gegnir einfaldari starfi í íslenzku máli, og kemur í staðinn fyrir ts framburð- inn. Athugum þetta: gott, betur, betst, eins og það var ritað fyrir aldamótin, en nýritunin varð bezt með stafinum z fyrir ts. En svo var farið að rita z fyrir ds hljóðið einnig, til dæmis í orðinu ís- lenzka, í staðinn fyrir íslendska. Þá þjónar z fyrir hvort tveggja ts og ds framburðunum í íslenzku máli. Skal þá furða sig á því að sé óvissa um notkun setunnar grísku í ís- lenzku máli, þar sem kennslan hefir verið vanrækt síðan fyrir aldamót- in. Eins illa fer með málið íslenzka, ef felld eru úr því stafir og staf- broddar, eins og færi fyrir músik ef felldar eru úr því nótur og merki, þar sem hvort tveggja er sams-eðlis og er háð hljómburði, sem ræður algjörlega hljómfegurð máls og söngs. Vitanlega er óhugsandi að nokkrum stafi sé sleppt úr íslenzka stafrofinu, án þess að annað komi í staðinn, og í þessu tilfelli getur ekk- ert komið í staðinn fyrir z annað en tveir samsettu stafirnir ts og ds, eins og áður var ritað. Slík breyting út- heimtir betst aftur i staðinn fyrir bezt sem nú er. Hætt er við því, að þeir sem ekki hafa fengið að læra vel og átta sig á því hvar eigi að rita z munu ekki átta sig betur á því hvar eigi að rita ts, eins og áður var ritað, og líkur eru til þess, eins og áhrif enska málsins eru orðin mikil á íslandi, að farið verði að rita best, eins og enska orð- ið best, en það meinar það sama. Þaðan af munu fleiri íslenzk orð þræða geitarslóðina af hæðum uppi ofan i alheims flag enska máls- ins, en enska málið er þrútið af orð- um og stöfum úr mörgum málum. Verulega enska málið sjálft er fá- tækt, en í þvi lifir latínan glöðu lífi, ásamt grísku, gamal-norsku, gotnesku, frönsku og fleiri mál. Það er svo þægilegt að sleppa því, sem manni gengur ekki vel að fara með, og alveg fyrirhafnarlaust er það, að „láta slarka“. En ekki ntun fara vel með ís- lenzkt mál, söng, sálmunum fögru og Ijóðmælunum, ef að þeir, sent ekki læra vel, eiga að ná ráðum yfir þessu öllu. Nú er árið 1112 á tíðartöflu ís- lands frá landnámi Ingólfs Arnar- sonar árið 874 á rómversku töfl- unni, og er íslenzka málið þá jafn gamalt. Vel hefði mátt halda upp á þetta ár meðat allra íslendinga i heimi, sem Ár Málsins, þar sem að menntamálaráðherra ísiands hcfir gert það að lögboði að allir eigi samtök í því að hreinsa, auka, fegra og vernda íslenzkt mál. Sál laus lifir enginn maður, og mál laus lifir engin þjóð. Raunhyggja leiðir öllum til skiln- ings á því hversu nauðsynlegt það er að hver einn stuðli vandað íslenzkt mál eftir getu, eins og málið er orð- ið fullnuma og fagurt. Skáldamálið sjálft. Framfarir á íslandi hafa ver- ið afar miklar á öllum sviðum mannfélagsins, og vitanlega út- heimtist það, að nýyrði aukist við málið. Sum nýyrði, sem ég hefi séð á prenti, eru mjög heppileg, en sum ekki, og eins eru mörg orð sem slæðst hafa inn í daglegt meginmál- ið svo slæm, að það þarf að útrýma þeim sem allra fyrst. Ég hefi trú á því, að yngra fólkið verði helst til þess að hreinsa málið gamla og góða, svo að það megi endast önnur ellefu hundruð ár! Það verður gert með því að athuga það, sem er rangt, og fara rétt með. Eftirfarandi orð hefi ég veitt eft- irtekt að séu orðin dagleg mál-lýti, er ófegrar íslenzkt mál: Kanuski. Upphaflega var þetta ritað kann aó skje, og þaðan af ské, og þá ske, en er nú orðið ski, sem er mál-leysa. Rita mætti nú kannské á nútíðar máli, þar sem stafurinn é er kominn í staðinn fyrir je, sem áður var. Ort. Þetta er dagleg málvilla blaðamanna, rithöfunda og fleiri, og er í Orðabók Menningarsjóðs bl. 491. Þetta á víst að vera beyging á orðinu að yrkja, og á að vera orkt, en ekki beyging á orðinu að yrða, sem kemur þó aldrei fram sem ort, heldur yrt. Horfiö. Á víst að tákna eitthvað, sem ekki er lengur sjáanlegt, en þetta á að vera hvorfið — nefnilega það, sem er komið í hvarf. Annars má rita horfið á þetta, ef eitthvað er til að horfa á. Sótt. Þetta óhræsis orð er um of misnotað í prentmáli, ritmáli og tal- máli. Að sönnu er til sótt, og er stundum smitandi, en þeir, sem misnota þetta orð, eru ekki að tala um sjúkdóm, heldur um það að sækja, og á þá að vera sókt en ekki sótt. Hefur. Þetta orð, sem meinar það að hefja, er illilega misnotað fyrir orðið hefir, sem meinar það að hafa. Þarna eru tvö full-gild al-ís- lenzk orð, sem hafa þó algjörlega ólíka meiningu, og má ekki misnota þau orð, enda engin þörf á því. Tvískinning. Lesið hefi ég í Morg- unblaðinu þar sem þingmaður er ávarpaður þannig að hann svarar því, að þarna sé verið með tvískinn- ing. Sjálfsagt hefir meiningin verið sú, að hinn væri með tvískynjung, en það er tal sem má skynja á tvo vegu. Sagt er að forn-orðið at sé hvorf- ið úr íslenzku máli, en svo er ekki þar sem eru forskeytin að orðunum atkvæði og athygli, og eins fleiri orðum. í raun mætti rita í nútíðar máli aðkvæði og aóhygli, fyrst að talið er réttritun að sleppa at fyrir að. Veik. Nú les maður í íslenzkum blöðum . . . hann veik sér . . . í staðinn fyrir að hann vék sér. Þetta mistak er af kæruleysi. Kvóta. Þetta er eitt leiðinlegasta og klaufalegasta nýyrðið í íslenzku máli, og hefir enga meiningu. Þarna er verið að herma eftir fram- burði á orðinu quota, en það er eitt af latínu orðunum, sem enska mál- ið er með. Orðið quota meinar þó ekki annað en tilhlutun á íslenzku máli, og má sleppa latínunni. Eilítió. Upphaflega var þetta rit- að tveimur orðum ei litið, og eins eigi lítið, sem meinar ekki lítið. Ævi. Þetta er ekki íslenzkt orð heldur uppgerð, þar sem ekki er vit- að af æ-vi. Við vitum ekki hvað ævarandi vi gæti verið. Þarna á að rita æfi, dregið af æfð — lífsþróttur — æfiskeið. Til er viðurkennd réttritun í reiknings tölum, en bankar, verzl- anir, og eiginlega allir á íslandi fara algjörlega öfugt með það, og hafa brotapúnkta alls staðar þar sem kommur eiga að vera, og kommur þar sem brotapúnktur á að vera. Ég var spurður að því hér vestra í bank- anum, sem ég verzla við, hvað allir þessir brotapúnktar ættu að tákna, og mátti ég útlista það fyrir þeim, að þetta væri öfugt notað á íslandi. Kommur eiga að gera greinarskil milli milljóna, þúsunda, og svo hundruða, en ef um brot úr einum er að ræða þá kemur brotapúnktur- inn og táknar hvað marga hluti úr einum er. Til dæmis: 1000,168.25, sem meinar 25/100 af einum í tí- unda reikningi. Þetta er orðin al- heims réttritun. Þó tekur fram úr öllum skilningi á reiknings réttritun þar sent maður les í blaði frá íslandi: 1,64% fjár- framlag til vegamála. Þarna á að vera brotapúnktur og ritast 1.64%. Komman þarna villir öðrum skiln- ingi á þessu, þar sem ekki er um greinarskil mjlli þúsunda og hundr- uða að ræða. íslenzka stílsetjunar- félagið ætti að taka upp þetta rétt- ritunar form á reiknings tölum, og eiginlega standa þeir sig betur en aðrir með hreinsun á málinu að öllu leyti. Með virðingu og vinsemd Marlín J. G. Magnússon rithöfundur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.