Alþýðublaðið - 08.10.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.10.1986, Blaðsíða 4
aSþýöu- Miðvikudagur 8. október 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavik Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Framkvæmaastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 43. flokksþing Alþýöuflokksins 70 ára afmælisþing ÍSLAND FYRIR ALLA Kæru félagar. Frá þvi aö viö komum seinast saman til flokks- þings fyrir tveimur árum er mikið vatn til sjávar runnið. Þau um- skipti, sem orðið hafa á högum Al- þýðuflokksins eru ótrúleg, á svo skömmum tíma. Alþýðuflokkurinn var ótvíræður sigurvegari seinustu sveitarstjórn- arkosninga. Reyndar er þar um að ræða mesta kosningasigur í sveitar- Síðari hluti stjórnarkosningum sem flokkurinn hefur unnið á lýðveldistímanum. Miðað við þau kosningaúrslit, og skoðanakannanir síðan, má ætla fylgi flokksins á bilinu frá 17— 20%. Það er riflega þreföldun á fylgi flokksins frá því sem það var minnst fyrir seinasta flokksþing. Nú telst Alþýðuflokkurinn vera næststærsti flokkur þjóðarinnar. Þá er það ekki síður ánægjulegt að enginn kallar hann framar Faxa- flóaflokk; í núverandi þingflokki okkar er enginn þingmaður fyrir allt svæðið frá Holtavörðuheiði til . Hellisheiðar. En í sveitarstjórnar- kosningunum reyndist Alþýðu- flokkurinn vera næststærsti flokk- urinn á landsbyggðinni með 22,5% atkvæða. E.t.v. er samt stærsta breytingin sú, sem ekki verður í tölum talin.- Vanmetakenndin gagnvart and- stæðingum, sem setti mark sitt á margan manninn hér áður fyrr, er strokin burt úr ásýnd íslenskra jafnaðarmanna. Hennar sér hvergi stað lengur. Nú eru menn slollir af því að vera jafnaðarmenn. Kæru félagar. Fyrir formanns- kjör á seinasta flokksþingi birti ég ykkur stefnuyfirlýsingu, sem fróð- legt er að rifja upp nú, í Ijósi þess sem gerst hefur sl. 2 ár. Þar segir m.a.: 1. Alþýðuflokkurinn á að hasla sér völl afdráttarlaust vinstra megin við miðju í hinu íslenska flokka- kerfi. 2. Undir minni forystu mun Al- þýðuflokkurinn taka af tvímæli um, að við erum ekki gamaldags kerfisflokkur heldur róttækur umbótaflokkur, sem vill breyta þjóðfélaginu í átt til valddreif- ingar og virkara lýðræðis — gegn miðstjórnarvaldi og rikis- forsjá. Alþýðuflokkurinn mun lýsa sig reiðubúinn til samstarfs um stjórn landsins með þeim öflum, sem vilja leggja þeirri stefnu lið. 3. Við eigum að vera íhaldssamir á farsæla og ábyrga stefnu í örygg- is- og varnarmálum, stefnu, sem forystumenn flokksins frá fyrri tíð áttu drjúgan hlut í að móta og nýtur stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. 4. Undir minni forystu mun Al- þýðuflokkurinn vísa á bug öll- um kenningum um Alþýðu- bandalagið sem sameiningar- eða forystuafl vinstrimanna, þó ekki væri nema vegna klofnings- iðju forvera þeirra í fortíðinni og hörmulegrar reynslu þjóðarinn- ar af ríkisstjórnarþátttöku AB árum saman. 5. Undir minni forystu mun Al- þýðuflokkurinn leita samstarfs um að mynda forystuafl jafnað- armanna og frjálslyndra afla, vinstra megin við miðju í ís- lenskum stjórnmálum. Mark- miðið er að auka áhrif jafnaðar- stefnunnar og jafnaðarmanna á stjórn landsinsþ Á seinasta flokksþingi sam- þykktum við líka róttækustu um- bótaáætlun, sem Alþýðuflokkur- inn hefur sett sér, allt frá því hann setti fram hina frægu 4ra ára áætl- un á kreppuárunum, sem þá leiddi til hinnar einu sönnu vinstri stjórn- ar, sem verið hefur á íslandi 1934—37. Stefnuyfirlýsing okkar ’84 er nú öllum kunn, því að hún bar hið fræga heiti: „Hverjir eiga ísland? — Stefnuyfirlýsing Alþýðuflokks- ins um leiðir til að jafna eigna- og tekjuskiptingu og stuðla að þjóðfé- lagslegu réttlæti“. Þennan boðskap kynntum við þjóðinni milliliðalaust á 100 fund- um á átta mánaða timabili 1984— 85. Þar með sönnuðum við að ekk- ert fær hindrað hugsjónahreyfingu fólksins í að koma fram málum sín- um, ekki einu sinni ofurvald fjöl- miðla og fjármagns í annarra hönd- um. í framhaidi af þessu leggjum við nú fyrir þetta flokksþing til um- ræðu og afgreiðslu tillögur Alþýðu- flokksins um róttæka „kerfisbreyt- ingu“ á íslensku stjórnarfari. Þess- ar tillögur okkar snúast um: • Nýtt og réttlátt skattakerfi og út- rýmingu skattsvika • Nýtt húsnæðislánakerfi • Einn lífeyrissjóð fyrir alla iands- menn • Valddreifingu frá ríkis- og em- bættismannavaldi til sveitar- stjórna og landsbyggðar • Nýja atvinnustefnu í landbúnaði og sjávarútvegi/fiskiðnaði, sem stefnir að nýju vaxtarskeiði á landsbyggðinni • Samræmda launastefnu, sem snýst um að draga úr óhæfilegum launamun og tryggja aukinn kaupmátt — án verðbólgu. Þetta verða stóru málin í kom- andi kosningabaráttu. Þannig verða kjósendur jafnt sem and- stæðingar krafnir svara við tillögu- flutningi Alþýðuflokksins: Eru menn með — eða á móti? Þannig hefur Alþýðuflokkurinn ekki ein- asta styrkt stöðu sína, hvað fylgi varðar. Hann hefur líka náð mál- efnalegu frumkvæði í stjórnmála- umræðunni. Nú velkist enginn í vafa um það,' hvert Alþýðuflokkurinn stefnir. Við heyjum baráttuna undir merkj- um sígildrar jafnaðarstefnu, sem snýst um virkara lýðræði, frelsi ein- staklingsins til orða og athafna og aukinn jöfnuð og réttlæti í þjóðfé- laginu. I ávarpi mínu til ykkar fyrir for- mannskjör á seinasta flokksþingi stóðu þessi orð: „Gleymum því aldrei, að frá og með þeim degi sem sjómaðurinn við færið, verkamað- urinn með byggingarkranann og uppfræðari æskunnar finna það ekki í hjarta sínu lengur, að okkar flokkur sé þeirra flokkur, þá hefur okkur mistekist. Þá höfum við hreinlega brugðist skyldum okkar og ætlunarverki!* Við þurfum ekki að kvarta und- an því lengur, að málflutningur okkar nái ekki eyrum fólks. And- stæðingar okkar ræða fátt annað fremur sín í milli en það, hvort þeir geti starfað með Alþýðuflokknum eða hvort Alþýðuflokkurinn sé lík- legur til að vilja starfa með þeim. Það er gott. Þannig á það að vera. Þetta staðfestir betur en flest ann- SETNINGARRÆÐA Jóns Baldvins Hannibalssonar formanns Alþýðuflokksins manninn. Þeir sem haldið hafa uppi merki jafnaðarstefnunnar og Alþýðuflokksins á liðnum áratug- um hafa vissulega fengið að kenna á því. Á þessu þingi liggur frammi bók, þar sem við minnumst látinna félaga nokkrum eftirminnilegum orðum. Ég bið ykkur, hvert og eitt, að færa inn í þessa minningabók nöfn þeirra, sem ykkur stóðu næst og þið kunnið best að minnast. Hér mun ég aðeins nefna nöfn þriggja manna. Hver og einn þeirra mark- aði spor í sögu þessarar hreyfingar, sem seint mun fenna í. Þeir eru: Jóhann Þorleifsson, einn stofn- enda Alþýðuflokksins, sem lést þann 15. des. 1985, 97 ára gamall. Guðmundur Gíslason Hagalín, rithöfundur, sem lést 24. febrúar, 1985. Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, sem lést 26. apríl 1985. Þótt önnur nöfn séu ekki nefnd að þessu sinni, geymum við minn- ingu þeirra allra þakklátum huga. Ég bið alla þingfulltrúa að rísa úr sætum og heiðra minningu hinna látnu. Félagar. Þegar ég nú lít yfir far- inn veg þessi sl. tvö ár get ég ekki að þvi gert, að mér finnst sæmilega hafa til tekist. Þess vegna er þetta flokksþing okkar núna ekki aðeins afmælishátíð — það er líka sigur- hátíð. • Við höfum náð SÖGULEGUM SÁTTUM í Alþýðuflokknum. • Það ríkir nú meiri eining um stefnu og starf flokksins en löng- um áður. • Mér er það sérstakt fagnaðarefni að við höfum náð heilum sáttum og sameiningu við félaga okkar og skoðanabræður í Bandalagi jafnaðarmanna. Þegar sögulegir atburðir gerast, gera þeir gjarnan boð á undan sér með jarteiknum eða fyrirboðum. Það hefur ekki farið fram hjá nein- Framh. á bls. 3 að, að við höfum ekki aðeins náð auknum styrk, heldur líka málefna- legu frumkvæði. Á slíkri stundu er gott að minnast' fallinna félaga. Þann 16. ágúst sl. minntumst við þess að 100 ár voru liðin frá fæð- ingu Ólafs Friðrikssonar. Hver eru eftirmæli Ólafs Friðrikssonar í 70 ára baráttusögu íslenskra jafnaðar- manna? Hann var brautryðjand- inn, sem reisti merkið þegar fáir aðrir höfðu kjark og einurð til að hasla því völl. Hann var eldhuginn, sem vakti menn til dáða, blés mönnum í brjósti kjarki og baráttu- anda. Hann var prédikarinn, sem sáði — en uppskar ekki. Boðun hans og málflutningur var neistinn, sem kveikti bálið. Líf hans allt stað- festir skáldlegt innsæi norðlenska skáldsins sem sagði: Fáir njóta eld- anna sem fyrstir kveikja þá. Á langri ævi skiptast á skin og skúrir. Við skulum minnast þess að það er í mótlætinu sem reynir á Molar Sumargleðin Þetta er sextánda árið sem Sumar- gleðin skemmtir landsmönnum og er það öruggt að enginn leik- hópur skemmtikrafta og hljóm- listarmanna hefur starfað svo lengi og við jafnmiklar vinsældir. Sumargleðin endar nú landsreisu sína í Veitingahúsinu Broadway, og er það í þriðja skiptið sem hún kemur fram þar. Að þessu sinni voru gerðar miklar breytingar á Sumargleð- inni og hún yngd upp þrátt fyrir aldurinn. Aðalbreytingin er sú að ein af okkar bestu söngkonum gekk til liðs við hópinn, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú). Einnig komu til liðs við þá gleðimenn fjórar fallegar dansmeyjar frá Dansnýjung Kollu og eru þrjár af þeim þekktar sem „Svörtu ekkj- urnar“. Það var ekki eingöngu bætt fólki inní skemmtidagskrána því góður liðsauki bættist inní hljómsveitina, ungur og efnilegu hljómlistarmaður að nafni, Einar Bragi. Þeir eru auðvitað á sínum stað hinir síungu og eldhressu Bessi Bjarnason, Magnús Ólafsson, Diddu Einar Bragi Hermann Gunnarsson, og svo náttúrlega Ragnar Bjarnason ásamthljómsveit sinni Ragnar á veg og vanda að halda saman þessum hressa fjórtán manna hópi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.