Alþýðublaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 23. október 1986 'RITSTJORNARGREIN' Vörn hins vonda málstaðar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, er sérkennilegur stjórnmálamaður. Hann hefur að undanförnu þrástagast á sömu ósannindunum, dag eftir dag, hvenær sem tækifæri hefur gefist. Sjálfsagt gerir hann þetta í trausti þess, að ef sömu ósannindin eru endurtekin nægilegaoft, að þáfari fólk að trúa. Þetta eru ekki heiðarleg eða drengileg vinnu- brögð f stjórnmálum. Þetta er satt best að segja vinnubrögð, sem nútímastjórnmála- menn beita ekki. í þessu tilviki er formaður Sjálfstæðisflokksins greinilega af gamla skól- anum. Auðvitað duga þessi vinnubrögð ekki í upp- lýstu þjóðfélagi og í viðræðum i áheyrn upp- lýstrar þjóðar. Engu að sfður, þegar einhverri gagnrýni er beint að Þorsteini Pálssyni vegna ummæla hans um sölu Rásar 2, eða vegna fyr- irætlana hans um að veikja stöðu Rikisútvarps- ins, þá svarar hann ævinlega með þvf, að Al- þýðuflokkurinn sé á móti frjálsum útvarps- rekstri. Þetta eru auðvitað ósannindi. Það veit fjármálaráðherra vel. En lygin hefur löngum verið vörn hins vonda málstaðar. Porsteinn Pálsson fjármálaráðherra getur leitað í öllum umræðunum á Alþingi um út- varpslögin með logandi Ijósi, og hann mun hvergi finna að Alþýðuflokkurinn hafi barist gegn þvf að einokun Ríkisútvarpsins yrði af- létt, og öðrum aðilum veitt leyfi til að útvarpa. Slík ummæli er hvergi að finna. I útvarpslaganefnd, þar sem Benedikt Grön- dal, núverandi sendiherra, var fulltrúi Alþýðu- flokksins, studdi hann þetta sjónarmið og flutti reyndar ásamt fleirum frumvarp til laga á Alþingi, er gerði ráð fyrir að fleiri aðilar en Rfk- isútvarpið gætu fengist við útvarpsrekstur. í ölium umræðum á Alþingi um þessi mál kom það skýrt fram að alþýðuflokksmenn töldu ein- okun Ríkisútvarpsins úr sögunni og rétt væri að fleiri fengju að útvarpa. Þess vegna eru það ómerkileg ósannindi Þorsteins Pálssonar, að Alþýðuflokkurinn hafi barist gegn þessu. Þeim ósannindum er kröftuglega mótmælt. Þegar útvarpslagafrumvarpið var lagt fram á Alþingi ásínum tímaætlaði Ragnhildur Helga- dóttir, menntamálaráðherra Sjálfsstæðis- flokksins, Alþingi tvær vikur til þess að af- greiða málið. Það var móðgun við Alþingi, sem tók sér allan veturinn til þess að fjalla um mál- ið. Utvarpslögin eins og þau voru samþykkt frá Alþingi eru gölluð á margan veg, og væru betri og skynsamlegri ef breytingartillögur Alþýðu- flokksins hefðu verið samþykktar. Alþýðu- flokksmenn gerðu á Alþingi athugasemdir við ýmis atriði frumvarpsins. Ekki við það að ein- okun Rfkisútvarpsins skyldi aflétt, heldur til þess að tryggjaað ekki tæki við af einokun Rík- isútvarpsins einokun auðhyggju- og gróðaafla. Þjóðinni er Ijóst af umræðum undanfarinna daga, að nýfrjálshyggjuöflin í Sjálfstæðis- flokknum undir forystu Þorsteins Pálssonar geranú aðförað Rfkisútvarpinu. Rfkisútvarpið er eign allra landsmanna. Það er mesta menn- ingar-og öryggistæki þjóðarinnar. Stefnan áað vera sú að efla og styrkja Rfkisútvarpið, jafn- framt því sem aðrir aðilar fái að spreyta sig við útvarpsrekstur. dr. Matthías Jónasson afhendir fulltrúum Kvennaathvarfsins sjóð Barnavemdarfélags Reykjavíkur. Barnaverndarfélagið hættir störfum dr. Matthías Jónasson stofnandi félagsins af- henti Kvennaathvarfinu 55.000.- krónur sem voru í sjóði félagsins Á fundi í stjórn Barnaverndarfé- Jags Reykjavíkur, þann 18. septcm- ber sl. var ákveðið að félagið hætti störfum. Jafnframt var samþykkt að afhenda dr. Matthíasi Jónas- syni, stofnanda félagsins og for- manni þess í 25 ár, þá peninga sem eru í 'sjóði — kr. 55.000,— og megi hann verja þeim til þeirra mannúð- armála sem hann óskar. Matthías Slysaskráning Umferðarráðs fyr- ir septembermánuð, sem unnin eru eftir lögregiuskýrslum, leiðir í ljós að slysum með meiðslum fer fækk- andi. Þetta á bæði við um saman- burð á milli ára og einstakra mán- aða. í september urðu 57 slys með meiðslum, en á sama tíma í fyrra 68. Það sem af er þessu ári hafa orðið 384 slys með meiðslum en ár- ið 1985 var sambærileg tala komin í 465. í fréttatilkynningu frá Umferðar- ráði segir: „Það er hins vegar at- hygli vert að umferðaróhöppum með eignatjóni einungis fjölgaði til bað um að þetta fé yrði afhent Sam- tökum um kvennaathvarf og að fénu yrði sérstaklega varið í þágu barna sem dvelja í athvafinu. Fyrir hönd Samtaka um kvennaathvarf tóku við gjöfinni þær Oddbjörg Jónsdóttir, barnastarfsmaður í at- hvarfinu, og Hólmfríður Aradóttir, fyrrverandi barnastarfsmaður í at- hvarfinu. Peningunum verður varið muna í september. í 646 tilfellum varð einungis eignatjón á ökutækj- um, en í sama mánuði í fyrra urðu 554 slík óhöpp. í ágústmánuðu 1986 voru þau 555. Hér munar mest um þá slysaöldu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið fyrri hluta septembermánaðar, en þá varð gífurlegur fjöldi ökumanna fyrir verulegu eignatjóni. Ökumenn ættu því að hafa þessi atriði hugföst nú þegar skammdeg- ið færist yfir. í því sambandi hvetur Umferðarráð ökumenn sérstaklega til þess að aka bílum sínum með ljósum og gangandi vegfarendur til þess að nota endurskinsmerki" til að bæta aðstöðu eldri barnanna í athvarfinu. í fréttatilkynningu frá Samtök- um um kvennaathvarf segir að þau vilji þakka þessa gjöf og nota tæki- færið til að þakka dr. Matthíasi fyr- ir áður sýndan velvilja og hlýhug, en fljótlega eftir að athvarfið var opnað færði hann samtökunum að gjöf krónur 50.000, — sem varið var til kaupa á útileiktækjum fyrir börnin í athvarfinu. Getraunir Lelkir 25. október 1986 E 1 Arsenal - Chelsea 2 Aston Villa - Newcastle VÁ T 4 Leloester- Southampton jL 5 Luton - Llverpool R Man. Oity - Man. Unlted L I L 7 Oxford - Nott’m Forest 7 8 Q.P.R. -Tottenham J 9 Sheffleld Wed. - Coventrv 7 10 West Ham - Charlton f 11 Wimbledon - Norwlch X 12 Sunderland - Blrmlngham 2 © The Football League Staðan í getraunaleik Alþýðu- blaðsins og Helgarpóstsins er nú 20—19 Alþýðublaðinu í vil. HP lék af sér í síðustu umferð og missti niður forystuna. — Að mati tippara Alþýðublaðsins liggja úrsiit næstu umferðar nokkuð Ijós fyrir og seð- illinn þvi svona: 70 ára Einar Ögmundsson fyrrverandi formaður Landssambands vörubifreiðastjóra 70 ára er í dag Einar Ögmunds- son, fyrrverandi formaður Þróttar og Landssambands vörubifreiða- stjóra. Einar er fæddur og uppalinn í Reykjavík, sonur Ingibjargar Þor- steinsdóttur og Ögmundar Hans- sonar. Þau systkin eru mörg þjóð- kunn, svo sem Þorsteinn Ö. Steph- ensen leikari og Stefán Ögmunds- son, sem lengi var í forystu íslenskra prentara. Einar á að baki mikið starf innan verkalýðshreyfingarinnar. Hann var um langt skeið formaður Þrótt- ar, félags vörubifreiðastjóra og síð- an fyrsti forseti Landssambands vörubifreiðastjóra. Einar lét mikið til sín taka í harðvítugum stétta- Haustkaupstefna Haustkaupstefna Frístunda- hópsins Hana-nú verður í Félags- heimilinu Fannborg 2, 2. hæð, sunnudaginn 26. október kl. 15.00. Á boðstólum verða „Hnallþórur“ af öllum stærðum og gerðum, gul- rætur, kleinuhringir, vettlingar, lukkupokar o. fl., o. fl. Skemmtiatriði kl. 15.30 og 16.00 — óvæntar uppákomur. átökum allt frá kreppuárunum. Hann var á sínum tíma félagi i Kommúnistaflokki og Sósíalista- flokki, en hefur jafnan verið mikill áhugamaður um samstarf verka- lýðsflokkanna. Kona Einars er Margrét Bjarna- dóttir frá Skeiðum og eiga þau fjög- ur uppkomin börn. Þau hjón hafa seinni árin búið að Grímshaga 3 í Reykjavík. Álþýðublaðið óskar Einari og fjölskyldu hans til hamingju með 70 ára afmælið. Frá fjárveitinganefnd Alþingis Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viðtölum vegna afgreiðslu fjárlaga1987 frá27. okt.—14. nóv. nk. Beiðn- um um viðtöl við nefndina þarf að koma á framfæri við starfsmann nefndarinnar, Runólf Birgi Leifsson, i slma 1—15—60 eftir hádegi eða skriflega eigi slðar en 7. nóvember nk. Skrifleg erindi um fjárveitingabeiðnir á fjárlögum 1987 þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir 14. nóvember nk. ella er óvist að hægt verði að sinna þeim. Fjárveitinganefnd Alþingis. Landvari Almennur félagsfundur verður haldinn að Hótel Esju Reykjavík fimmtudaginn 30. okt. nk. og hefst kl. 20. Á dagskrá eru almenn félagsmál. Stjórn Landvara. Umferðarráð: Slysum fækkar en eignatjón eykst

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.