Alþýðublaðið - 06.12.1986, Side 2

Alþýðublaðið - 06.12.1986, Side 2
2 Laugardagur 6. desember 1986 RITSTJQRNARGREIN . . ■ —......... Valddreifing embættismannavalds Þjóðfélagsskipan á Norðurlöndum er enn sem komið er besta dæmið um þróttmikið og réttlátt þjóðfélag í anda jafnaðarstefnu. Þetta eru sterk þjóðfélög, lýðræðisleg þjóðfélög. Þjóðfélög, semeinkennast af jöfnuði og mann- úð og möguleikum hins almenna manns. Hlut- verk rlkisvaldsins hefur verið veigamikið í þessum þjóðfélögum við að jafna tekjuskipt- inguna og draga úr félagslegu misrétti. En það sem lýðræðisjafnaðarmenn þurfa einkum að endurskoða ( hugmyndaarfi sínum, I Ijósi reynslunnar, er einmitt hlutverk ríkis- valdsins. Reynslan sýnir að ríkisvaldið getur ekki nema að takmörkuöu leyti verið upp- spretta framfara I fátækum þjóðfélögum. Það er sögulegur misskilningur að fjármagnið eitt sé uppspretta efnalegrar misskiptingar og valdbeitingar. Rlkisvaldið sjálft getur einnig verið uppspretta efnalegs og félagslegs mis- réttis og ennþá meiri valdbeitingar. Sérstak- lega er þetta augljóst I hinum fátæku löndum — útþensla skrifræðis vex oft atvinnulífinu yfir höfuð og torveldar þannig uppbygg- ingu félagslegrar þjónustu almennings. Þessi sjúkdómseinkenni ójafnrar þróunar I skjóli misbeitingar rlkisvaldsins eru eitt höfuð- einkenni á þjóðfélagsvandamálum Þriðja heimsins. Þeim mun meiri miðstýring þeim mun minna frumkvæði til framfara frá einstaklingum og samtökum fólks. Þetta á við um framleiðsluna, ekki hvað síst I sjávarútvegi og landbúnaði, sem kallarádreifðarbyggðir. Þettaávið um fé- lagslegt framtak fólks I minni byggðarlögum. Af þessu má leiða að forsenda sjálfvakinnar þróunar I fátækum þjóðfélögum er dreifing valdsins, með öðrum orðum lýðræðislegir stjórnarhættir. Það er einmitt þess vegna sem lýðræðisjafnaðarstefnan er líklegri en komm- únismi eða kapitalismi til þess að færa mann- kyninu á okkar tímum frið, frelsi og hagsæld. Þriðja heimsins, þar sem miðstýring er ein helsta hindrun sjálfvakinnar og eðlilegrar þró- unar. Sem lýðræðissinnar hljóta lýðræðisjafn- aðarmenn að vara við sllkri misbeitingu valds. Þess vegna eru lýðræðisjafnaðarmenn I vax- andi mæli talsmenn víðtækrar valddreifingar. Við bendum á að einokun valds I höndum for- réttindastéttar embættismanna og stjórn- málamanna leiðir til — sjúks þjóðfélags sem einkennist af sí- þenslu skrifræðis, sem hindrar alla ákvarð- anatöku. — víðtækrar fjármálaspillingar, fjárfestingar- mistaka og forréttinda nýrrar stéttar, sem beitir ríkisvaldinu til að kúga aðra. — til ójafnrar þróunar borga og landsbyggðar, vegna þess að öryggi og forréttindi ríkis- valdsins laðar til sln vinnuaflið I stórum stll. — lífsstíil þjónustustéttanna er oft I engu samræmi við sögulegar hefðir og efnalega getu framleiðslukerfis viðkomandi lands. Menn og málefni Skortur leiguíbúða er rót húsnæðisvandans Enn hamast íhaldsmenn móti leiguíbúðum. Einn þingmanna þeirra, sem skrifar í Morgunblaðið 27.—29. nóv., gengur þó lengra en aðrir í ákafa og þvermóðsku. Er helzt á honum að skilja, að bú- setu- og kaupleiguíbúðir séu ætlaðar Alþýðuflokksfólki eingöngu, „þeim, sem eru í flokknum", eins og hann kemst að orði. Það er kunn staðreynd, að sparnaður er tiltölulega lítill fyrstu 20 ár ævinnar og miðast þá helzt við augnabliksþarfir, t.d. bíl og ferða- lag. Á 3ja áratugnum hneigist hugur ungs fólks að íbúðakaupum, en tekjur eru enn lágar og útgjöld mikil, m.a. vegna námskostnaðar. Úr því vaxa tekjur með aukinni þjálfun og starfsaldri. Þetta sýna hagtölur margra landa. Á þessu byrjunarskeiði er ungu fólki því um megn að fjármagna íbúð. Þeir sem hefja byggingarframkvæmd, taka gjarnan óhag- kvæm skammtímalán, neyðast út í yfirvinnu, sem eykur álagið og streituna, leiðir jafnvel til hjónaskilnaðar. Eigið verkframlag hús- byggjandans eykst, en það veldur lakari frágangi og göllum, þegar ekki er fé til að greiða fagmönnum. Bráðnauðsynlegt er þess vegna að gefa ungu fólki tíma til að spara. Það verður ekki gert með öðrum hætti en þeim að auka fram- boð leiguíbúða. Sú stefna hefir verið við lýði í Bandaríkjunum. Ár- angurinn er sá, að 4/5 fjölskyldna undir 25 ára aldri býr í leiguhús- næði, og Vj fjölskyldna eru í leiguhúsnæði 25—30 ára að aldri. Loks á fertugsaldrinum er meirihlutinn kominn í eiginhúsnæði. Þannig þarf fólk þar vestra yfirleitt ekki að leita á lánamarkaðinn, fyr en það sjálft hefir talsverð fjárráð. Hagk væmnina, sem þessu fylgir fyrir einstaklingana og samfélag- ið, skilja ihaldsmenn ekki eða vilja ekki skilja. Þeirra áhugamál er að lána ungu fólki nægilegt fé til að eignast ibúð, en þeir skeyta minna um hitt, hvort fjölskyldan getur haldið íbúð sinni. Þegar vaxtaókjörin þjarma að heimilunum, bjóða þeir meira lán og lengri lán, meðan enn er unnt að mjólka ibúðareigandann. Það er ámælisvert af félagsvísindadeild að leggja fyrir ungt fólk í könnun spurningu, sem aðeins eitt svar er við: „Hversu þýðingar- mikið telur þú það almennt vera að fjölskyldan eigi sjálf íbúð þá sem hún býr í?“ Hver vill ekki eiga þak yfir höfuðið? En vill fólk eiga íbúð, ef veðskuldin á henni hækkar við hverja afborgun? Vill það ciga slíka íbúð, ef nægilegt frambð er leiguhúsnæðis á viðunandi kjörum? Bæði búsetu- og kaupleiguíbúðir geta gegnt veigamiklu hlutverki félagslega og efnahagslega. Þeim er veittur allur mögulegur opinber stuðningur bæði í Skandinavíu og vestan hafs. Það er undarlegt, að íhaldsmenn hérlendis sem heimta samkeppni og frjálsræði á öllum sviðum, vilja þvinga fólk til aö velja eitt og aðeins eitt íbúðarform. Frá menntamálaráðuneytinu Réttindanám vélavarða Vakin skal athygli þeirra er hyggjaá vélavarðanám á vor- önn 1987 að hafa samband við einhvern eftirtalinna skóla hið fyrsta þvl reynt verður að gefa kost á náminu þar sem þátttaka verður næg. Vélskóla íslands, Reykjavík. Fjölbrautaskójann á Akranesi. Iðnskólann á ísafirði. Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Verkmenntaskóla Austurlands, Neskaupstað. Fjöibrautaskóla Suðurlands, Selfossi. Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, og Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keflavík. Menntamálaráðuneytiö. Tœkniskóla Islands færð gjöf: Upplýsingakerfið ÁLVÍS — gefandinn er Kerfi hf Hugbúnaðarfyrirtækið KERFI hf. hefur ákveðið að færa Tækni- skóla íslands að gjöf upplýsinga- kerfið ALVÍS, sem sett verður upp á tölvu skólans, sem er af gerðinni IBM System/36. Fyrirhugað er að nota kerfið við kennslu nemenda á iðnrekstrarbraut, sem stofnuð var fyrir ári, og í útgerðardeild skólans. Auk þess munu aðrir nemendur fá með þessu aðgang að öflugu tölvu- vinnslukerfi. Með gjöfinni vill Kerfi hf. styðja þá viðleitni skólans að efla tengsl skólanáms og at- vinnulífs. Upplýsingakerfið ALVÍS er yfir- gripsmikið bókhalds- og vörukerfi. Það er nú í notkun á yfir 80 tölvum í landinu, og nota það nú talsvert á annað hundrað fyrirtæki úr öllum atvinnugreinum. Kerfið mætir flestum upplýsingaþörfum fyrir- tækja í dag, og gerir allar upplýs- ingar, sem fyrirtæki þurfa að nota, mjög aðgengilegar. Eitt af sérkenn- um kerfanna er, að endurnýjun og efling þeirra er stöðluð, þannig að notendur geta gerst áskrifendur að nýjungum og endurbótum. Kerfin verða þannig aldrei úrelt. Tækni- skólinn mun í framtíðinni fá allar nýjungar, og munu nemendur því hafa aðgang að tölvuvinnslu eins og hún er í fyrirtækjum á hverjum tíma. KERFI hf. hóf núverandi starf- semi sína fyrir þremur árum, og höfðu stofnendur þá margra ára reynslu af hugbúnaðargerð fyrir fyrirtæki úr ólíkum atvinnugrein- um. Eitt af fyrstu verkefnum fyrir- tækisins var þróun ALVÍS kerfis- ins. Við gerð þess var haft að aðal- markmiði að þróa alíslenskan hug- Fulbright- stofnunin Á næsta ári verða liðin 30 ár síð- an Fulbrightstofnunin varð til á ís- landi, en síðan 1957 hafa yfir 350 ís- lendingar og yfir 75 Bandaríkja- menn fengið styrki frá íslensku Ful- brightstofnuninni, til framhalds- náms, rannsókna, starfsfræðslu og kennslustarfa. í tilefni af 30 ára starfsafmælinu á næsta ári hefur verið ákveðið að bjóða upp á náms- styrki til æðri háskólanáms í beinni samvinnu við einstaklinga og einkafyrirtæki. Þeim fyrirtækjum sem leggja þannig fram fé tií sérstakra náms- styrkja, sem bæru nafn gefenda, munu einnig eiga þess kost að til- greina sérstaklega námssvið, sem þeir vilja styrkja. búnað fyrir íslenskar aðstæður og nýta nýjustu tækni til þess. Sérþörf- um einstakra atvinnugreina og fyr- irtækja hefur verið mætt með hlið- sjón af heildarsamræmi í kerfinu. Þetta samræmi milli allra þátta kerfisins hefur stuðlað að vinnu- sparnaði hjá mörgum fyrirtækjum. Með ALVÍS munu nemendur Tækniskólans fá tækifæri til að kynnast tölvunotkun í mismunandi atvinnugreinum á íslandi. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík Jólafundur miðvikudaginn 10. des. kl. 20 að Hallveigar- stöðum v/Túngötu. Konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 8. des. n. k. kl. 20.30 í Dvergshúsinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundastörf. 2. Stjórnmálsviðhorfið í upphafi kosningabaráttu, framsögumaður, Kjartan Jóhannsson. 3. Önnur mál. Stjómin. Rafmagnsiðnfræðingur Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir aö ráða raf- magnsiðnfræðing til eftirlitsstarfa (veitueftirlit) I innlagnadeild fyrirtækisins. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri I sfma 686222. Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k. RAFMAGNS VEITA REYK,JAVÍKUR t Útför föður okkar, tengdaföður og afa Emils Jónssonar fyrrum ráðherra fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 13.30. Ragnar Emilsson, Vilborg Emilsdóttir, Frederick John Bonyai Jón Emilsson, Arnþrúður Jóhannsdóttir Sigurður G. Emilsson, Guðfinna Björgvinsdóttir Sighvatur Birgir Emilsson, Anna Einarsdóttir Guðrún Emilsdóttir, Sigurður I. Sigurðsson. Barnabörn og barnabarnabörn

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.