Alþýðublaðið - 06.12.1986, Page 3

Alþýðublaðið - 06.12.1986, Page 3
Laugardagur 6. desember 1986 3 Nýtt félag um rekstur spunaverksmiðj u Þann 1. des. s.l. var stofnað nýtt hlutafélag, sem Álafoss hf. og kanínubændur með aðstoð Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins, Byggðasjóður og Kanínumiðstöðin standa að. Tilgangur félagsins er meðal annars að vinna úr fiðu (angórahárum). Keypt var verksmiðja frá Þýska- landi, sem fyrirtækið Teufel átti. Er hér um að ræða spunaverksmiðju og prjóna- og saumastofu ásamt þekkingu og markaði og ábyrgð á gæðum framleiðslunnar. í spuna- vélunum er einnig hægt að vinna margs konar bómullarband og blöndur úr bómull og ull, sem á að henta í sumarfatnað fyrir íslenska fataiðnaðinn. Verksmiðjan verður flutt til ís- lands í janúar mánuði og á að geta byrjað framleiðslu í mars á næsta ári. Fínull h.f. fær leigt húsnæði á Álafossi fyrstu árin. Kaupverð er um 36,9 milljónir og greiðist á næstu fimm árum. Gert er ráð fyrir að hjá fyrirtæk- inu vinni 10—12 manns, þegar verð- ur farið að vinna með fullum af- köstum. Það voru Benedikt Bogason hjá Byggðastofnun og Guðjón Hjartar- son, Álafossi, sem gengu endanlega frá kaupunum þann 28. nóv. sl. Fín- ull hf. hefur gert samning við Landssamtök kaninubænda um að kaupa alla fiðu (angórahár), sem bændur framleiða, annað hvort til vinnslu eða endursölu. Gert er ráð fyrir, að hægt verði að hefja mót- töku fljótlega eftir áramót. Fiða er íslenskt nýyrði, sem kem- ur í stað angórahárs, og er vonast til, að takist að útbreiða Fiðunafnið hérlendis. Hlutafé er 22 millj., sem skiptist þannig: Álafoss 8 Kanínubændur 8 Byggðastofnun 4 Kanínumiðstöð 2 Stjórnina skipa: Formaður: Bjarni Einarsson, Byggðastofnun Varaform.: Guðjón Hjartarson, Álafossi Ritari: Jón Eiríksson, Vorsabæ. Gunnlaugur Þráinsson, Álafossi og Ingvar Jóhannsson, Kanínumið- stöðin. Kristján Valdimarsson textil- tæknifræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri. Hann er nú í Þýskalandi ásamt Ellert Sigurðs- syni að kynna sér rekstur verk- smiðjunnar. Kvosin 4 Áherslu verður þó að leggja á það að í Kvosinni verði, sem og öðrum hlutum borgarinnar, í hvívetna stuðlað að því að ný hús falli sem best að eldri byggð í kring og hvetja verður til viðhalds og endurbóta á þeim húsum sem geyma mikilvæga þætti í sögu borgarinnar og lands- ins. Til þess að slíku marki verði náð verður að tryggja að ekki sé síð- ur hagkvæmt að ráðast í endurbæt- ur en niðurrif og byggingu nýrra húsa. Jafnframt er lögð rík áhersla á að sú umferð, sem aukin starfsemi í Kvosinni kann að kalla á, fari eftir þar til gerðum umferðaræðum en valdi ekki hættu og skaða í grónum íbúðarhverfum sem liggja að Kvos- inni eða á þeim náttúruverðmætum sem að henni liggja. í ljósi breyttra aðstæðna við gömlu höfnina er því nauðsynlegt að kanna vel hvernig þar megi að verki standa. Meðfylgjandi ályktun var sam- þykkt á fundi stjórnar íbúasam- taka Vesturbæjar hinn í. desember 1986 og er send borgarfulltrúum Reykjavíkur og fjölmiðlum. Reykjavík 2. desember 1986 í stjórn íbúasamtaka Vesturbæjar: Anna Kristjánsdóttir Brynhildur Andersen Guðrún Magnúsdóttir Heimir Sigurðsson Valgarður Egilsson Þú hefur 4 um margra ára skeið verið notuð i félagsmálakennslu í Noregi. Bókin er þýdd og staðfærð, en auk þess eru í henni kaflar skrifaðir sérstaklega fyrir íslensku útgáfuna s.s. um mál og stíl. Þá er kaflarnir um framsögn sérstaklega aðlagaðir íslensku. Bókin ÞÚ HEFUR ORÐIÐ er fá- anleg hjá MFA, Grensásvegi 16,108 Reykjavík. Verðið er kr. 865.- Hún er einnig til sölu hjá bókaverslun- um. Frekari upplýsingar um bókina gefur Þráinn Hallgrímsson, starfs- maður MFA s: 84233 Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Innritun nýnema ( öldungadeild fer fram ( skólanum miövikudaginn 10. og fimmtudaginn 11. desember kl. 18—20. Við innritun skal greiða staðfestingargjald, kr. 500, en 3.600 króna skólagjald verður innheimt ( upp- hafi vorannar. í öldungadeild fer fram fræðsla fullorðinna til stúdentsprófs. Námið býðst öllum sem náð hafa20 ára aldri. Kennt er frá kl. 17.20. Vorönn hefst 12. janúaf ög lýkur með prófum ( maímánuði. Við skólann eru þessar námsbrautir: Nýmálabraut Fornmálabraut Félagsfræðabraut Eðlisfræðibraut Náttúrufræðabraut Tónlistarbraut (i samvinnu við tónlistarskóla). Á hverri önn eru I boði ýmsir valáfangar skv. skrá sem liggurframmi I skólanum. Námsráðgjafi öldungaertil viðtals ( skólanum mánudaga kl. 15—17, þriðjudaga kl. 17.30—20, miðvikudaga kl. 16—17 og fimmtudaga kl. 17—19. Rektor. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Stundakennara vantar í sálarfræði ávorönn 1987. Upplýsingar í skólanum.j Rektor. Tilboð Óskast (eftirfarandi tæki o.fl. sem verðatil sýnis næstu daga ( áhaldahúsi Hafnarmálastofnunar ( Fossvogi og vtðar. BELTABOR ATLAS COPCO ROC 601 3 stk. Steypuhrærivélar (eins til tveggja poka) 5 stk. Loftpressur 250—350 cuft. Fleygar og skotholuborar. Til sýnis á vinnusvæði Hafnarmálastofnunar í Sand- gerði: Grindarbómukrani MANITOWOC 60 tonna. Til sýnis í Kringlunni Reykjavík: 2 stk. Ibúðarskálar TELESCOPE 50 m2. Allar nánari uppiýsingar veitir Gústaf Jónsson for- stöðumaður áhaldahúss Hafnarmálastofnunar, Foss- vogi. Tilboðseyðublöð liggja þar frammi svo og á skrif- stofu vorri. Tilboðin verða opnuð á fimmtudaginn 11. des. nk. kl. 11:00 f.h. (skrifstofu vorri, Borgartúni 7, að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna þeim tilboð- um sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartuni 7, simi 25844 fLAUSAR STÖÐURHJÁ J REYKJAVIKURBORG Laus er til umsóknar staða ritara hjá Félagsmálastofn- un Reykjavlkurborgar, Vonarstræti 4. Um er að ræða ritara félagsmálastjóra. Þetta er full staða, vinnuttmi er frá 8.20—16.15. Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstrardeild- ar I slma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- vlkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. ] LAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Fólk með uppeldismenntun, þó ekki skilyrði, óskast til starfa á skóladagheimili Breiðagerðisskóla. Bæði heils- og hálfsdagsvinna kemur til greina. Einnig vantar fólk til starfa f forföllum. Upplýsingar í síma 84558 frá 8—17 alla virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- vlkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Aðalfundur Alþýðubrauðgerðarinnar hf. verður haldinn 18. des. 1986. kl. 17 ( Iðnó uppi. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. IFJÓRÐUNGSS JÚKR AHÚSIÐ [isa |á akureyri Staöa sérfræöings í almennum lyflækningum og hjartalækningum á Lyflækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, er laus tii umsóknar. Upplýsingar um stöðuna veitir Þorkell Guð- brandsson yfirlæknir deildarinnar í síma 96— 22100. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni, fyrir 31. janúar 1987. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri | LAUSAR STÖDUR HJÁ j REYKJAVÍKURBORG Fóstrustöðurog stöðurófaglærðs starfsfólks nú þegar eða um áramót á þessi heimili. Brákarborg v/Brákarsund Foldaborg Grafarvogi Rofaborg v/Skólabæ Lækjaborg v/Leirulæk Leikfell v/Æsufell Suöurborg v/Suðurhóla Hamraborg v/Grænuhl. Vesturborg v/Hagamel Dyngjuborg v/Dyngjuveg Langholt (skóldagh.) v/Dyngjuv. Staðarborg v/Háageröi Fálkaborg v/Fálkabakka Hálsakot (skóladagh.) v/Hálsasel Grandaborg v/Boðagranda Tjarnarborg v/Tjarnargötu Upplýsingar veita umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvista I slmum 27277og 22360 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Að gefnu tilefni skal bent á, að allmargir heimilis- læknar geta nú bætt við sig nýjum samlagsmönn- um í Reykjavík. Sjúkrasamlagið vill hvetja fólk til að velja sér og hafa skráðan heimilislækni, svo það eigi sem greiðastan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. Þeir, sem viljaskipa um heimilislækni er bent áað gera það nú í desember. Vinsamlegast komið í afgreiðslu Sjúkrasamlags Reykjavíkur, Tryggvagötu 28, og hafið samlags- skírteinin meðferðis. Ráðstefna um flugmál Samgönguráðuneytið boðarhér með til ráðstefnu um flugmál föstudaginn 12. desember 1986, kl. 13.30, i Borgartúni 6. Á ráðstefnunni verður fjallað um tillögur flug- málanefndar um framkvæmdir í flugmálum á næstu árum. Ráðstefnan er ætluð þeim sem starfa við stjórn- un og stefnumörkun flugmála, svo og fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem byggja samgöngur sinar á greiðum flugferðum til og frá byggðarlaginu. Skráning og upplýsingar i sfma 91—621700. Samgönguráðuneytið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.