Alþýðublaðið - 06.12.1986, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.12.1986, Qupperneq 4
alþýðu- ■ n hTtHiM Laugardagur 6. desember 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján ÞorvaldssonJ Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Landsamband íslenskra útvegsmanna: Gefur SVFÍ fé til kaupa á neðansjávarmyndavél Á aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sem haldinn var í Vestmannaeyjum 5.—7. nóv- ember s.l. var samþykkt að afhenda Slysavarnafélagi íslands að gjöf kr. 1.200.000,- til kaupa á neðansjávar- myndavél ásamt tilheyrandi bún- aði. í gjafabréfi LÍÚ til SVFÍ segir, að á síðustu 10 árum hafi 50 manns drukknað í höfnum landsins, þar af 24 sjómenn. Leit að hinum látnu hafi að langmestu leyti hvílt á björgunarsveitum SVFÍ, sem oft og iðulega hafi lagt nótt við dag við Ieitarstörf. Skilyrði til leitar í höfn- um hafi í flestum tilvikum verið mjög erfið og líkin ekki fundist þrátt fyrir að nokkurn veginn hafi verið vitað hvar leita ætti. Það hafi verið ástvinum hinna látnu óbæri- leg kvöl meðan ekki hafi tekist að finna lík þeirra og búa þeim legstað í vígðri mold. Reynslan hafi sýnt að neðansjávarmyndavélar hafi gjör- breytt öllum aðstæðum við slíkar leitir og því hafi aðalfundurinn ákveðið að færa SVFÍ þessa gjöf sem þakklætisvott fyrir fórnfús og óeigingjörn störf björgunarsveita félagsins við leitir. Meðfylgjandi mynd var tekin er Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ afhenti Haraldi Henrýssyni, forseta SVFÍ, gjöfina hinn 17. nóv- ember s.l. um borð í skólaskipinu Sæbjörgu. Menningar- og frœðslusamband alþýðu: Þú hefur orðið Finnst þér erfitt að tjá þig á fundum? Foröast þú aó taka þátt í umræðum, flytja ávörp og raeður, þegar þér er gefinn kostur á þvi? Viltu æfa þig í ræðumennsku og framkomu á fundum? Til þess þarft þú að kunna til verka. Þá er á þig hlustað og mark á þér tekið. Með þetta í huga hefu r MFA gefiö út bókina ÞU HEFUR ORÐIÐ, þar sem farið er yfir alla þætti ræðu- mennsku. Bókin er alhliða kennslu- bók, sem hentar jafnt í skólum, á námskeiðum eða í sjálfsnámi. Nefna má nokkur kaflaheiti til að gefa hugmynd um efni bókar- innar. Tjáningarfrelsi- ræðulist, framkoma ræðumanns, framsögn, uppbygging ræðunnar, að taka þátt í umræðum, erindiftækifærisræða, létt spjall og áróðursræðan. Lengi hefur verið þörf fyrir sér- staka bók um ræðumennsku á ís- lensku. Áhugi á ræðulistinni hefur farið stöðugt vaxandi á síðustu ár- um, sérstaklega meðal ungs fólks. ÞÚ HEFUR ORÐIÐ bætir því úr brýnni þörf í skólastarfi og félags- málakennslu hér á landi. ÞÚ HEFUR ORÐIÐ er að stofni til þýðing úr norsku, en bókin hefur Framh. á bls. 3 Verkalýðsmálanefnd A Iþýðuflokksins: Kappsmál að verðlag sé sem stöðugast Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins kom saman til fundar fyr- ir nokkru. Formaður nefndarinnar, Gylfi Ingvarsson, setti fundinn, en á dagskrá var kosning stjórnar, um- ræður um starfið framundan og Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ ræddi um kjaramálin. Stjórnarkjör í stjórn Verkalýðsmálanefndar voru kjörin: Ragna Bergmann, Þrá- inn Hallgrímsson, Guðrún Ólafs- dóttir og Haukur Helgason. Til vara: Kristin Arnalds, Jökull Guð- mundsson, Kjartan Guömundsson, Hreinn Erlendsson, Sigurbjörn Björnsson og Guðrún Guðmunds- dóttir. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir: Ályktun um atvinnu- ástand í málm- og skipa- smíðaiðnaði Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins varar við þeirri þróun að flytja úr landi viðgerðir og breyt- ingar á íslenskum fiskiskipum með- an verkefnaskortur er í íslenskum skipasmíðastöðvum. Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins tekur heilshugar undir með Málm- og skipasmíða- sambandi íslands sem margoft hef- ur varað við þessari alvarlegu þró- un. Stjórnvöld verða að taka á þessu þýðingarmikla máli hið bráðasta og leysa það í nánu samstarfi við hags- munaaðila. Eflum íslenskan iðnað. Ályktun um kjaramál Hagtölur benda til þess að árið 1986 sé þegar á heildina er litið eitt besta hagsældarár í sögu þjóðar- innar. Þessar tölur breiða kyrfilega yfir ýmis þau vandamál sem ein- stakir þjóðfélagshópar og ein- staklingar eiga við að etja. Sam- hliða góðæri hefur ójöfnuður vaxið ár frá ári. í kjarasamningunum í febrúar var um sinn frestað endurskoðun launakerfa sem löngu var tímabær. Markmið þessarar endurskoðunar voru staðfest í samningi. Nauðsyn- legt er að launakerfin verði gagn- gert endurskoðuð, hluti kaupauka- greiðslna færður yfir í föst laun og yfirborganir færðar inn í kaup- taxta. Þetta eitt og sér er mikilvægt skref til aukins jöfnuðar. Það er ljóst að þeir sem minnst bera úr bít- um eru þeir sem búa við almenna launataxta. í þessu sambandi hlýt- ur fyrst og fremst að koma til ein- stakra landssambanda og félaga. Það hlýtur að vera verkefni allrar hreyfingarinnar og stjórnvalda að tryggja kaupmátt og þann árangur sem náðst hefur í kjölfar febrúar- samninganna í viðureign við verð- bólguna. Verkafólk hefur bitra reynslu um miklar kauphækkanir sem horfið hafa á skömmum tíma í dýrtíðarhít. Engum er það fremur kappsmál en almennu launafólki að verðlag sé sem stöðugast — — Verkalýðsmálanefnd Al- þýðuflokksins átelur harðlega fyrirhugaðar hækkanir á vöxt- um, dagvistargjöldum og verði á opinberri þjónustu. — Þá lítur verkalýðsmálanefnd á það sem eitt brýnasta hags- munamál launafólks að draga úr skattaálögum á launafólk og afnema tekjuskattinn af öllum launatekjum. — Kjarasamningar verða að tryggja að lifað verði af dag- vinnulaunum. Með skírskotun til þess sem að framan segir ályktar verkalýðs- málanefnd Alþýðuflokksins: — Nú þegar verði gengið til nýrra kjarasamninga. — Heildasamtökin fari með samn- inga um lægstu laun, kaupmátt- artryggingu, skattamál og önn- ur samskipti við stjórnvöld. — Landssambönd og einstök félög hafi með höndum samninga um skipan starfa í launaflokka og önnur sérmál. Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins heitir fullum stuðningi við verkalýðshreyfinguna í barátt- unni til bættra kjara. Húsráða- handbókin Frjálst framtak hefur sent frá sér Húsráðahandbókina eftir Mary Ellen’s í íslenskri þýðingu Sigurðar Björgvinssonar og Þórdísar Móses- dóttur. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna er í henni að finna ýmis húsráð og er bókin mjög að- gengilega uppsett og henni fylgir ítarleg atriðaskrá, þannig að auð- velt er að fletta upp í henni þegar þörf krefur. í inngangi bókarinnar segir m.a.: „Ef þú hefur heyrt eða lesið „hollráð" en manst ekki eftir þeim þegar þú ert nýbúinn að hella rauð- víni í besta dúkinn eða setja blett í nýja teppið er Húsráðahandbókin hrein himnasending fyrir þig. Við höfum lesið (og reynt) hundruð hollráða úr ýmsum áttum, en að- eins haldið þeim allra bestu eftir. Við höfum raðað þeim í ákveðna flokka svo fljótlegt er að fletta þeim upp þegar þörf er á“ Húsráðahandbókin skiptist í eft- irtalda kafla: Bestu ráðin fyrir — eldhúsið — baðherbergið — fegrun — bilinn — teppin — börnin — hreinsun á hinu og þessu — fatnað, skartgripi og skó — gólfið — hús- gögn — þann laghenta — þvotta- húsið — málarann — gæludýr, skordýr — plöntur, blóm, garða — saumaskapinn — geymslu, söfnun, sendingar — veggfóður, tréverk — glugga. Húsráðahandbókin er prentunn- in í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Bókfelli. Kápuhönn- un annaðist Auglýsingastofa Ernst Backmann. Slysavarnarfélag Islands: Slysavarnarskóli sjómanna og hættuleg efni í heimahúsum Fréttablað Slysavarnarfélags ís- lands, SVFÍ-fréttar, nóvemberhefti er komið út. Blaðið er fjölbreytt að efni til og fræðandi um starf Slysa- varnarfélagsins. Sem dæmi um það má nefna málaflokka eins og „Efl- um slysavarnir", „Tökum þátt í baráttunni gegn vímuefnum“ og einnig eru fréttir frá landsþingi SVFI 1986. Slysavarnarskóli sjó- manna er til umræðu, starf og skipulag SVFÍ og margt fleira. Hér á eftir er birt ritstjórnargrein blaðsins, en hún er um margt fræðandi um þau málefni sem SVFÍ setur á oddinn um þessar mundir. Annar meginþátturinn í starfi Slysavarnafélags íslands er fyrir- byggjandi starf, svo sem reyndar felst í nafni félagsins. Þessum þætti verður helst sinnt með fræðslu- og upplýsingastarfi, því þekkingin er besta slysavörnin. Því miður hefur ekki verið unnt að rækja þennan hátt sem skyldi, en það er stjórn SVFÍ mikið áhugaefni að geta sinnt honum frekar í náinni framtíð. Til þess þurfa þó að koma auknar tekj- ur því núverandi tekjustofnar fé- lagsins gera ekki mikið meira en að fullnægja margvíslegum þörfum á sviði björgunar mála, þ.e. uppbygg- ingu og þjálfun björgunarsveita, rekstri björgunarmiðstöðvar og rekstri skipbrotsmanna- og fjalla- skýla, svo nokkuð sé nefnt. Stjórn- in hugar nú hins vegar mjög að möguleikum til aukinnar fjáröflun- ar til að geta m.a. sinnt brýnum verkefnum á sviði slysavarna. Tvennt er þó ástæða til að nefna, sem unnið hefur verið að undanfar- ið á sviði forvarna. Annað er upp- bygging slysavarnaskóla sjómanna, sem nánar er sagt frá hér í SVFÍ- fréttum. Með þessu starfi er leitast við að kenna sjómönnum annars vegar að forðast hættur og koma í veg fyrir slys og hins vegar að bjarga sér og öðrum úr hættu, ef hana ber að höndum. Þetta starf hefur þegar stuðlað að því að sjómenn hugsa meira um þessi mál en fyrr og sinna þeim betur um borð í skipum sínum og bátum. Á því leikur enginn vafi, að þetta starf mun skila árangri, sem kemur fram í færri slysum og minna tjóni. Brýnt er að það verði eflt enn frekar. Annað átak, sem SVFÍ hefur staðið að á þessu sviði er dreifing bókarinnar um hættuleg efni í heimahúsum, sem hefur að geyma margvíslegar leiðbeiningar um þessi efni og hvernig við skuli bregðast ef slys verður af þeirra völdum. Bók þessi var gefin út af SVFÍ í samvinnu við landlækni og var henni dreift inn á öll eða flest heimili landsins fyrr á þessu ári endurgjaldslaust. Var kostnaður af útgáfunni og dreifingunni að lang- mestu leyti borinn uppi af SVFÍ. Of snemmt er að fullyrða um áhrif þessarar útgáfu, en það er von fé- lagsins, að hún hafi a.m.k. vakið fólk til umhugsunar um þær hætt- ur, sem víða leynast á heimilum, sérstaklega fyrir lítil börn. Mikil- vægt er hins vegar, að fólk láti sér ekki nægja það eitt að fletta bók- inni einu sinni eða svo heldur hag- nýti sér stöðugt þá fræðslu, sem þar er að finna og hafi hana handbæra á áberandi stað á heimilinu. Slysavarnarfélagið hefur hug á að halda áfram útgáfustarfsemi sem þessari, þar sem einkum verði hafðar í huga slysahættur á heimil- um. Heimaslysin eru allt of tíð og allt of oft verða þau hreinlega rakin til vanþekkingar og kæruleysis. Á því sviði er þess vegna mikið verka að vinna. Því miður höfum við íslendingar til þessa ekki gert okkur nægilega grein fyrir gildi forvarnastarfs. Þó höfum við séð það áþreifanlega, t.d. í umferðarmálunum, að slysum fækkar verulega ef myndarlega er staðið að slíku starfi. Samt eru framlög til Umferðarráðs og um- ferðarslys lág ár eftir ár. Hér þurf- um við að breyta um hugsunarhátt og móta stefnu til frambúðar um öflugt slysavarnastarf á mörgum sviðum. Innan fárra ára mun það leiða til verulega lægri útgjalda til heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsa, að ekki sé minnst á önnur mikil- vægari verðmæti.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.