Alþýðublaðið - 31.12.1986, Side 3

Alþýðublaðið - 31.12.1986, Side 3
Miðvikudagur 31. desember 1986 3 Aramótahugleiðing Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýöuflokksins: Frelsi, jafnrétti og bræðralag Jafnaðarstefnan er þriðja aflið í heimsmynd samtímans Það sem sameinar jafnaðarmenn til at- hafna í stjórnmálum er sameiginlegt lífs- viðhorf. Þetta sam- eiginlega viðhorf til einstaklingsins og samskipta einstakl- inga í þjóðfélaginu köllum við LÝÐ- RÆÐISLEGA JAFN- AÐARSTEFNU. Á þessu ári hélt ALÞÝÐU- FLOKKURINN hátíðlegt 70 ára af- mæli sitt sem boðberi þessarar lífs- skoðunar í íslenzkum stjórnmál- um. Þess sér víða merki í íslenzku þjóðfélagi að á seinasta hálfum öðrum áratug hefur áhrifa jafnað- arstefnunnar lítið gætt á stjórn landsins. Þessu viljum við breyta í næstu kosningum, á árinu 1987. Við eygjum nú tækifæri til að marka tímamót í stjórnmálasögu lýðveldisins. Við bíðum þess óþreyjufull að geta hafizt handa við að hrinda í framkvæmd róttækum umbótum á hagstjórn og félags- málastefnu — í anda jafnaðarstefn- unnar. • Friðarpólitík Vandamál mannkyns á okkar tímum virðast við fyrstu sýn vera risavaxin og illviðráðanleg. Þau snúast um stríð eða frið, hungur eða hagsæld, alræði eða lýðræði. Þessi vandamál birtast okkur með ólíkum hætti í hinum ýmsu heims- hlutum. Þau eru hins vegar sameig- inlegt úrlausnarefni alls mannkyns. Stjórnmálahreyfing, sem skírskotar til alls mannkyns, á því aðeins brýnt erindi, að hún geti í verki fært mönnum frið og hagsæld. Á okkar öld hafa menn einkum reynt þrenns konar aðferðir við að leysa þessi vandamál. Framan af öldinni vildu margir trúa því, að Sovétkommúnisminn gæti leyst vandamál ójafnaðar og ófriðar. En dómur reynslunnar er annar. Sovétkommúnisminn ibyggði á hugmyndum um ríkisein- okun efnahagsstarfseminnar og þar með alls efnahagslegs og póli- tísks valds. Reynslan sýnir að þjóð- félög af þessu tagi eru ósamrýman- leg lýðræði og frelsi. Þeim er haldið saman með valdbeitingunni einni saman. Þeim hefur líka mistekizt að leysa efnahagsvandann. Þjóðfé- lög af þessu tagi eru því ekki lengur fyrirmynd fátækum þjóðum, sem vilja brjótast til bjargálna. Þessi þjóðfélög eru hættuleg heimsfriðn- um, einfaldlega vegna þess að þau byggja á ofbeldi og fótumtroða mannréttindi. Sagan sýnir einnig að kapítalism- inn — óheftur markaðsbúskapur — hefur einatt skelfilegar félagsleg- ar afleiðingar í för með sér. Fjár- magnseigendur Ieita jafnan einok- unar- og forréttindaaðstöðu, á kostnað fjöldans. Markaðskerfið felur í sér innbyggt jafnvægisleysi, sem lýsir sér í ójöfnum vexti lands- hluta og þjóðfélagshópa. Óheftur markaðsbúskapur virðist ekki ráða við það vandamál, að skapa at- vinnu handa öllum. Hann hefur í sér tilhneigingar til ofþenslu og samdráttar. Aðalatriðið er að kapítalisminn leiðir til eigna- og tekjuskiptingar, sem er í engu samræmi við vinnu- framlag og atorku einstaklinganna. Sú tvískipting þjóðfélagsins milli allsnægta og forréttinda annars vegar og örbirgðar og réttleysis hins vegar, sem hlýzt af óheftum mark- aðsbúskap, útilokar að lokum að lýðræðislegt stjórnarfar geti þrif- izt. Dæmi þessa sjáum við vítt og breitt um heimsbyggðina, í löndum þriðja heimsins. Mörg þessara þjóðfélaga eru á barmi sprengingar. Getuleysi kapítalismans til þess að leysa þjóð- félagsleg vandamál er höfuðein- kenni þess byltingarástands, sem ríkjandi er í löndum þriðja heims- ins. Kapítalisminn er þess vegna, út frá okkar lífsskoðun, siðferðilega fordæmanlegur. Einu takmörkin fyrir arðráni og kúgun verkafólks í slíku kerfi eru fólgin í skipulegu andófi og styrk fjöldahreyfinga, verkalýðshreyfingar og stjórnmála- flokka. • Örbirgð fjöldans í þessum þjóð- félögum leiðir til örvæntingar. Örvænting leiðir ævinlega til of- beldis. Hvorki kommúnismi né kapítalismi geta því boðið mann- kyni upp á frið og hagsæld. • Sérstaða jafnaðarmanna Jafnaðarmenn hafna hvoru tveggja, kommúnisma og kapítal- isma, sem þjóðfélagsfyrirmynd. Hvorugt kerfið er líklegt til að færa mannkyni frið, frelsi og hagsæld. Hver eru ágreiningsmál jafnað- armanna annars vegar og boðbera markaðshyggjunnar hins vegar? Ágreiningurinn er ekki um ágæti einkaframtaks — að virkja atorku, hugkvæmni, sköpunarkraft og vinnusemi einstaklinga. Það verða engar framfarir ef dugnaður ein- staklinga fær ekki að njóta sín. Ágreiningurinn er ekki heldur um samkeppni á markaði. Ekkert getur komið í stað persónulegs frumkvæðis einstaklinga í fram- leiðslustarfi. Ekkert þjóðfélag er til án markaðar. Og samkeppni ein- staklinga á markaði, öfugt við ein- okun, skilar heildinni lægra vöru- verði og bættri þjónustu. Ef persónulegt frumkvæði og sam- keppni er afnumið með valdbeit- ingu lamast þjóðfélagið. Samkeppni á markaði getur því stuðlað að bættri nýtingu fram- leiðsluþátta og þar með auknum hagvexti og betri lífskjörum al- mennings en ella. En fjármagnseig- endur styðja sjaldnast samkeppni í verki. Fjármagnið leitar ævinlega eftir einokunaraðstöðu og reyndar forréttindum, í skjóli ríkisvaldsins. Helzti munurinn á hugmyndum jafnaðarmanna og boðberum markaðshyggjunnar, sá sem skilur á milli, er þessi: • Jafnaðarmenn vilja beita sam- takamætti fólksins, lýðræðislegu löggjafarvaldi, valdi ríkisstjórna og sveitarfélaga og afli skipu- lagðrar verkalýðshreyfingar til þess að koma í veg fyrir þá mis- skiptingu auðs og tekna, sem hlýzt af óheftum markaðsbú- skap, fái hann að hafa sinn gang. • Takmörk ríkisvaldsins Við vitum hins vegar að vexti og valdi ríkisins eru takmörk sett. Samkvæmt hagstjórnarhugmynd- um lýðræðisjafnaðarmanna eru hlutverk ríkisvaldsins mikilvægt en takmarkað. Hlutverk þess er m.a.: Að neyða fjármagnið, með öllum sínum einokunartilhneigingum til samkeppni í þágu almenn- ings. Að setja aðilum atvinnulífsins al- mennar leikreglur til þess að leiðrétta innbyggt jafnvægis- leysi markaðskerfisins. Það lýs- ir sér m.a. í ójöfnum vexti landshluta, samdráttartil- hneigingum og atvinnuleysi. Að breyta þeirri eigna- og tekju- skiptingu, sem hlýzt af óheft- um markaðsbúskap, í átt til aukins jafnaðar — en það er sjálf forsenda þes að lýðræðis- legt stjórnarfar geti þrifizt. Jafnaðarmenn boða þess vegna fyrirbyggjandi þjóðfélagslegar umbætur. Ef þeirra nýtur ekki við leysist þjóðfélagið upp i harðvítugum stéttaátökum og ófriði. Eitt meginviðfangsefni jafnaðar- manna á okkar tímum í efnahags- málum er einmitt stjórnun markað- arins, í hverju þjóðfélagi fyrir sig og í alþjóðaviðskiptum. Vegna þess að hin mannlega og siðferðilega krafa um félagslegt réttlæti er markaðs- kerfinu framandi. Þess vegna er hugsjónin um frelsi, jafnrétti og bræðralag enn í fullu gildi. • Valddreifing — Embœttismannavald Þjóðfélagsskipan á Norðurlönd- um er enn sem komið er bezta dæm- ið um þróttmikið og réttlátt þjóðfé- Iag í anda jafnaðarstefnu. Þetta eru sterk þjóðfélög, lýðræðisleg þjóð- félög. Þjóðfélög, sem einkennast af jöfnuði og mannúð og möguleikum hins almenna manns. Hlutverk rík- isvaldsins hefur verið veigamikið í þessum þjóðfélögum við að jafna tekjuskiptinguna og draga úr fé- lagslegu misrétti. Það sem lýðræðisjafnaðarmenn þurfa einkum að endurskoða í hug- myndaarfi sínum, í Ijósi reynslunn- ar, er hvert skuli vera hlutverk ríkis- valdsins. Reynslan sýnir að ríkis- valdið getur ekki, nema að tak- mörkuðu leyti, verið uppspretta framfara í fátækum þjóðfélögum. Það er sögulegur misskilningur, að fjármagnið eitt sé uppspretta efna- legrar misskiptingar og valdbeiting- ar. Ríkisvaldið sjálft getur einnig verið uppspretta efnalegs og félags- legs misréttis og enn meiri valdbeit- ingar. Sérstaklega er þetta augljóst í hinum fátæku löndum þriðja heimsins, þar sem miðstýring er ein helzta hindrun sjálfvakinna fram- fara. Sem lýðræðissinnar hljóta lýðræðisjafnaðarmenn að vara við slíkri misbeitingu valds. Þess vegna eru lýðræðisjafnaðarmenn í vax- andi mæli talsmenn víötækrar vald- dreifingar. Hvert sem litið er um heims- byggðina blasa við sjúkdómsein- kenni þeirra þjóðfélaga, sem hafna lýðræði og grundvallarmannrétt- indum, en byggja þess í stað á mið- stýringu, fámennisvaldi og vald- beitingu. Þessi þjóðfélög einkenn- ast af fjármálaspillingu, fjárfest- ingarmistökum og forréttindum nýrrar stéttar, sem þiggur vald sitt frá „ríkinu“; af ójafnri þróun borga og landsbyggöar, vegna þess að öryggis og forréttindi ríkisvalds- ins laðar til sin hina skólagengnu og skriftlærðu; af lífsstil forréttinda- og þjónustustétta, sem oft er í engu samræmi við sögulegar hefðir og efnalega getu framleiðslukerfisins; af síþenslu skrifræðis, sem vex at- vinnulífinu yfir höfuð, og torveldar þannig uppbyggingu félagslegrar þjónustu almennings. Þessi sjúkdómseinkenni ójafnrar þróunar í skjóli misbeitingar ríkis- valdsins eru eitt höfuðeinkenni á þjóðfélagsvandamálum þriðja heimsins. Þeim mun meiri miðstýr- ing, þeim mun minna frumkvæði til framfara frá einstaklingum og sam- tökum fólks. Þetta á við um fram- leiðsluna, ekki hvað sízt í sjávarút- vegi og landbúnaði, sem kallar á dreiföar byggðar. Þetta á við um fé- lagslegt framtak fólks í minni byggðarlögum. Kannast íslendingar ekki vel við þessa sjúkdómsgreiningu? Kannist þið ekki við fjármálaspillingu og flottræfilshátt hinnar nýríku for- réttindastéttar? Höfum við ekki fengið nóg af þunglamalegum og ábyrgðarlausu skriffinnskubákni kommissarakerfisins? Eru hrikaleg fjárfestingarmistök þessa kerfis- bákns ekki orðin okkur nægilega dýrkeypt? Ætli fólkið í hinum dreifðu byggðum okkar stóra og strjálbýla lands þekki ekki vel af eigin lífsreynslu tvískiptingu þjóð- félagsins milli frumframleiðslunn- ar á landsbyggðinni og ofvaxins rík- is- og þjónustubákns á höfuðborg- arsvæðinu? Er ekki kominn timi til að við lærum af reynslunni? Að forsenda sjálfvakinnar þróunar og framfara er dreifing valdsins — lýðræðislegri stjórnarhættir. Það er einmitt þess vegnasem lýðræðisjafnaðarstefnan er líklegri en kommúnismi eða kapítalismi til þess að færa mann- kyninu á okkar tímum frið, frelsi og hagsæld. • Gildismat jafnaðarmanns Hugmyndir lýðræðisjafnaðar- manna eiga jafnt við í ríkum þjóð- félögum og snauðum. Þær hafa al- mennt gildi. Fyrsta gildið er frelsið. Maðurinn fær ekki notið sín nema i þjóðfélagi þar sem hann er frjáls til orðs og athafna. Framtak ein- staklingsins í samkeppniskerfi hef- ur því þýðingarmikla hlutverki að gegna. En það verður hins vegar að lúta félagslegri stjórn. Samkeppni á efnahagssviðinu og í þjóðféíaginu veldur oft árekstrum, fái hún ekki pólitíska útrás í farvegi lýðræðisins. Ein merkasta uppgötvun s.l. tveggja áratuga er að lýðræði er praktísk nauðsyn fyrir efnahagsleg- ar framfarir. En maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Félagsleg samstaða er forsenda fyrir árangursríku starfi fjöldahreyfinga eins og verkalýðr- hreyfingar og samvinnuhreyfingar í lýðræðisþjóðfélagi. Félagsleg sam- staða þarf að birtast i mörgum smærri einingum: Á vinnustöðum, í sveitarfélögum og í samtökum áhugamanna um sérstök málefni samfélagsins. Sá er enn meginmun- ur á viðhorfum lýðræðisjafnaðar- manna og markaðshyggjupostula, að fyrir utan kröfuna um félagslega samstöðu takmörkum við jafnað- armenn ekki gildi löggjafarvalds og réttarríkis við löggæzlu og réttarfar einvörðungu. Löggjafarvaldið hef- ur líka þýðingarmiídu hlutverki að gegna varðandi stjórnun efnahags- starfseminnar. Það verður að stýra samkeppninni, m.a.s. neyða einka- aðila til samkeppni. Það verður að setja skýrar reglur um réttindi verkafólks; lög um takmörkun á einokunaraðstöðu; reglur um stjórnun markaða, bæði heima fyr- ir og í alþjóðaviðskiptum. Þess vegna er inntak frelsishug- taksins allt annað í hugmyndum lýðræðisjafnaðarmanna en mál- svara markaðshyggjunnar. Við leggjum ekki aðeins áherzlu á frelsi til athafna og almennt tjáningar- frelsi. Við leggjum ekki síður áherzlu á samtakafrelsi, þar með talið samningafrelsi launþega um kaup og kjör — stutt verkfallsrétti. En aðalmunurinn er þessi: Við vilj- um að frelsi einstaklingsins sé tryggt líka með löggjöf, þegar kem- ur að efnahagsstarfseminni og sam- skiptum manna á því sviði. Eigi all- ir að vera frjálsir að gera það sem þeir vilja á efnahagssviðinu er það um leið orðið að frelsi til að ganga á rétt annarra. Óteljandi dæmi um misbeitingu auðhringa á efnahags- legu valdi sínu, á kostnað almenn- ings og neytenda, sanna hið tvö- falda siðferði markaðshyggjunnar, á þessu sviði. • Friðarhreyfing í krafti þessara lífsviðhorfa, þessara siðferðilegu sjónarmiða, er lýðræðisjafnaðarstefnan bezt fallin til þess að vísa veginn til jafnrar þróunar og þar með réttlátara þjóð- félags. Jöfnun hinna efnahagslegu gæða, jafnrétti gagnvart þeim tæki- færum, sem lífið hefur að bjóða, greiður aðgangur að áhrifum og valdi í næsta umhverfi: Allt eru þetta gildi, sem stuðla að friði og sáttum í hverju þjóðfélagi. Og um leið að heimsfriði. Þess vegna er það, að hin alþjóð- lega hreyfing lýðræðisjafnaðar- manna er mesta friðarhreyfing okk- ar tíma. Sovétkerfið byggir tilveru sína á ofbeldi. Hið óhefta markaðs- kerfi leiðir til umskautunar þjóðfé- lagsins milli allsnægta og örbirgðar. Örbirgðin leiðir til örvæntingar. Örvæntingin leiðir til ofbeldis. • Þessar þjóðfélagsgerðir leiða því báðar cðli sinu samkvæmt til ófriðar. Hagstjórnarhugmyndir okkar jafnaðarmanna eru hins vegar for- senda þess að lýðræðislegt stjórnar- far fái þrifizt. Lýðræðið er aðferð til að leysa ágreiningsmál, — án of beldis. Þess eru engin dæmi að lýð- ræðisjafnaðarmenn hafi tekið völd i nokkru riki með ofbeldi. Vöxtur og viðgangur alþjóðahreyfingar lýðræðisjafnaðarmanna er þess vegna þýðingarmesta framlag til friðar í heimi, sem er að drukkna í vopnum og ofbeldi. Sem lýðræðisjafnaðarmenn þurfum við að heyja pólitíska baráttu gegn alræðis- og ofbeldis- öflum, sem ýmist kenna sig til hægri eða vinstri. Friðarpólitík jafnaðarmanna hlýtur því að byggj- ast á forsendunni um samstöðu og samstarf lýðræðisaflanna. Lýðræð- ið má ekki vera veikt. Lýðræðið á að verja sig. Lýðræðisöflin eiga því að auka samstöðu sína og efla sameig- inlegt öryggiskerfi sitt. Út frá þeim forsendum um styrk lýðræðisins eiga lýðræðisríkin sameiginlega að ganga til gagnkvæmra samninga um afvopnun: Samdrátt herja, út- rýmingu gereyðingarvopna, tak- markanir á tilraunum með ný vopnakerfi og öruggt eftirlit með vígbúnaði. í trausti þess að íslenzkir jafnað- armenn reynist þessum hugmynd- um trúir í verki læt ég í ljós þá ósk, að við reynumst sigursælir í kom- andi kosningum, í baráttu fyrir góðum og göfugum málstað. Ég þakka ánægjulegt og árangursríkt samstarf á liðnu ári. íslendingum öllum óska ég hamingju og hag- sældar á nýju ári. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.