Alþýðublaðið - 31.12.1986, Page 10

Alþýðublaðið - 31.12.1986, Page 10
10 Miðvikudagur 31. desember 1986 „Kaupmáttur haldi áfram að aukast“ — segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ m.a. um markmið og horfur á árinu 1987. „Á árinu urðu mikil umskipti sem gerðust þannig að verkalýðs- hreyfingin hefur með tvennum samningum náð að koma verðbólg- unni niður úr 30—50% í 10—20% og jaf nf ramt hef ur kaupmáttur far- ið vaxandi. Auk þess hafa áunnist ýmsar félagslegar umbætur og þar vegur nýja húsnæðiskerfið þyngst fyrir þá sem eru að kaupa í fyrsta sinn,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. „Það er stefnt að því að halda þessum árangri á næsta ári og færa verðbólguna jafnvel enn niður og að kaupmáttur haldi áfram að auk- ast á næsta ári og aukningin komi sérstaklega til góða þeim sem eru tekjulægstir. Þó lægsta kaupið sé ennþá náttúrlega allt of Iágt þá er þar mjög marktækur áfangiþ sagði Ásmundur, „en sá árangur sem við stefnum að ætti að nást ef stjórn- völd standa við sinn hlut. Það ríður á í mörgum atriðum. í fyrsta lagi að staðið verði við að halda gengi stöð- ugu. Haldið verði aftur af verð- hækkunum hjá fyrirtækjum og op- inberum stofnunum. I þriðja lagi að almennu efnahagsstjórninni verði þannig hagað að það verði veitt það aðhald að líklegt sé að markmiðin náist. Þau fjárlög sem nú hafa verið afgreidd eru því mið- ur með hættulega miklum halia og því skiptir miklu máli á árinu ’87, að haldið verði vel um aðra þætti í efnahagsstjórninni eins og pen- ingamálin. Þannig að það er nokk- ur óvissa um hvernig þessum hlut- um öllum reiðir af á árinu. — Ef vel er á haldið eiga forsendur að geta staðist. Og við búum að góðæri sem eðlilegt er að reyna að færa til þeirra sem minnst mega sín í þessu þjóðfé- lagi, en það vorum við einmitt að reyna að gera í samningunum í des- emberþ sagði Ásmundur Stefáns- son forseti ASÍ. Sterkir markaðir okkar sólskinsblettur“ — segir Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins í samtali við Alþýðublaðið „Ég hef áhyggjur af þessa stund- ina ef stefnir í verkfall sjómanna og farmanna. Ég hef áhyggjur af fisk- mörkuðum okkar og viðkvæmni þeirra. Það vill þannig til að allar birgðir eru í algjöru lágmarki, markaðirnir eru svo að segja tómir. Við erum með dýrmæta kaupendur sem treysta á að fá reglulega send- ingar frá okkur af fiski. Við höfum í áratugi byggt upp þessa markaði og varið ótöldum milljónum til þess. Ef við bregðumst þeim núna tel ég að það verði stór hætta sam- fara því í nútíð og framtið," sagði Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sam- bandsins í samtali við Alþýðublað- ið i gær, þegar hann var spurður hvað honum væri efst í huga um áramót þegar hann liti til velferðar fyrirtækisins og annarra aðstæðna í þjóðfélaginu. Guðjón sagði að mörg frystihús Sambandsins ættu nú í verulegum fjárhagsvanda sem væri á margan hátt uppsafnaður frá fyrri árum. „Þau eru í mjög viðkvæmri stöðu og eru nánast að berjast fyrir tilveru sinni daglegaþ sagði Guðjón, „ef þau þurfa að stöðvast í einhverjar vikur verður þetta mjög erfitt. Það er einnig mjög erfitt fyrir þeirra stjórnendur að vita ekkert um af- komu útlit. Það er hvorki búið að semja um fiskverð, né við sjómenn. Ég tel því að þetta séu mestu áhyggjuefnin í næstu framtíð. Guðjón sagði að með tilliti til stærri myndar hefðu öll ytri skilyrði fyrir islenskt þjóðarbú verið óvenju hagstæð á seinustu mánuðum og raunar á árinu. Útflutningstekjur vaxið mikið og sá vöxtur fyrst og fremst komið úr sjávarútvegsgeir- anum, með verðhækkunum og tæmingu á öllum birgðum. „Þann- ig að þetta hagstæða ytra útlit ætti Framh. á bls. 2 Búmannsbók er annað tveggja „geymslllbÓk“ eða „söfnunarbók“. Vextir eru reiknaðir mánaðarlega. Þeir leggjast við höfuðstólinn 1. hvers mánaðar og bera vexti frá þeim degi. „Geymslubók" er stof nuð með einu innleggi, sem laust er til útborgunar með jöfnum mánaðarlegum úttektum á næstu 12 mánuð- um auk áfallinna vaxta hverju sinni Vextir 12 sinnum á ári „Söfnunarbók“ er samningur um ákveðið innlegg mánaðarlega í 12 mánuði. Hún er bundin allan söfnunartímann, en einum mánuði eftir tólfta innlegg er öll innistæðan laus til útborgunar. Búmannsbók heldur „búmannskjörum" eftir að samningstíma lýkur þar til innistæða er hreyfð. Vextir eru háðir ákvörðun Alþýðubankans hf. hverju sinni. Frá 1. jan. 1987. Nafnvextir 16,0% Ársávöxtun 17,25% við gerum vel við okkar fólk Alþýóubankinn hf Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1987. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfe sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúru- verndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Aðöðru leyti úthlutarstjórn sjóðsins ráðstöfunar- fé hverju sinni ( samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði við- bótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 1987. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka ís- lands, Hafnarstræti 10, Reykjavik. Nánari upplýs- ingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Haf- liðason, í síma (91) 20500. Reykjavík, 29. desember 1986 ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR Jil vióskiptamanna banka og sparisjóða Lokun 2. janúar og eindagi víxia Vegna áramótavinnu veröa afgreiöslur banka og sparisjóða lokaðar föstudaginn 2.janúar 1987. Leiðbeiningar um eindaga víxla um áramót liggjaframmi í afgreiðslum. Reykjavík, 12. desember 1986 Samvinnunefnd banka og sparisjóóa Styrktarfélag vangefinna Vinningsnúmer: 1. vinningur: Volvo 740 GLE nr. 85727 2. vinningur: bifreiö aö eigin vali fyrir kr. 450 þús. nr. 69513. 3. -10. vinningur: bifreið aö eigin vali, hver aö upphæð 250 þús. krónur: nr. 3712, 25525, 26456, 61770, 63789, 72661, 81722, 90208. Styrktarfélag vangefinna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.