Alþýðublaðið - 10.01.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1987, Blaðsíða 1
alþýöu- Laugardagur 10. janúar 1987 6. tbl. 68. árg. Lœkkun útsvara: „Þýddi víða greiðsluþrot“ — segir Björn Friðfinnsson formaður Sambands islenskra sveitarfélaga. „Það er Ijóst að lækkun útsvars- álagningar hefði i för með sér greiðsluþrot hjá mörgum sveitarfé- lögum. Það getur vel verið að menn njóti einhverra skammvinnra vin- sælda með lækkun útsvara, en því mun meiri fordæmingar njóta menn ef þeir missa niður um sig í fjármálunum“, sagði Björn Frið- finnsson formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í samtali við Alþýðublaðið í gær. Forsvarsmenn sveitarfélaga hafa andmælt tillög- um um að sveitarfélögin lækki út- svarsálagningu sína, vegna spár Þjóðhagsstofnunar um að raun- tekjur þeirra hækki um 1,5 milljarð umfram gjöld á árinu. „Allur kostnaður sveitarfélag- anna hefur aukist miklu meira en þessi opinbera vísitala vegna þess að hún mælir ekki útgjöld sveitarfé- laganna. Kostnaður þeirra er fyrst og fremst laun og þessar tölur um verðlagsþróun passa ekki við tölur sveitarfélaganna“, sagði Björn. Björn sagði að auðvitað væri erfitt að alhæfa fyrir hönd 221 sveitarstjórna, en hans tilfinning sé sú að greiðslustaða sveitarfélag- anna væri yfirleitt slæm. „Menn lækkuðu margir fjárhagsáætlanir á síðasta ári vegna febrúarsamning- anna og hafa farið víða illa út úr því. Ef lækkun gjalda héldi áfram varðandi kostnaðarþróun upp á óvissa tíma gætu mörg sveitarfélög hreinlega lent í greiðsluþrotum. Ein af ástæðum fyrir, að við getum ekki orðið við þessum tilmælum, er nið- urskurður ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Það munar um 600 milljónir króna, bæði nú og frá ár- inu ’84. Mörg stærri sveitarfélag- anna þurfa líka að taka á sig auknar byrðar, vegna þess að þau hækka ekki dagvistargjöld og fleiri þjón- ustugjöld í samræmi við kostnaðar- þróun“, sagði Björn Friðfinnsson. Fundaherferð í Norðurlandi-eystra Fundaherferð Alþýðuflokks- ins, Brjótum múrinn, verður á Norðurlandi-eystra um helgina. Þingmennirnir Jóhanna Sig- urðardóttir og Kjartan Jó- hannsson verða með fyrsta fundinn í Tjarnarborg Ólafs- firði í dag klukkan 13, og kl. 17 verða þau með fund í Kiwanis- húsinu Dalvík. Á morgun, sunnudag hefst fundur kl. 13 í félagsheimilinu Húsavík og sama dag kl. 17 hefst fundur í Alþýðuhúsi Ak- ureyrar við Skipagötu. Sjómannadeilan: „Ekki sest niður með boltann öðrum megin“ „Við bíóum eftir yfirlýsingu frá fulltrúum útgerðarinnar um að hér sé um hreint samningsbrot að ræða. Að þeirri viðurkenningu fenginni látum við ekki þessa menn koma í veg fyrir að samningagerð verði haldið áfram. — Meðan boltinn er svona öðrum megin verður ekki sest niður“, sagði Óskar Vigfússon for- maður Sjómannasambands íslands í samtali við Alþýðublaðið í gær þegar hann varð spurður hvort sjó- menn héldu fast við sitt um að ganga ekki að samningaborði fyrr en rækjutogarinn Hafþór kæmi í land. — Sjómannadeilan var í gær í algjörum hnút og yfirlýsingar- gengu á báða bóga um skollaleik og viljaleysi til samninga. „Nei, við höfum ekki fengið að tala við okkar stéttarbræður þarna um borð, hins vegar virðist einhver hluti félaga okkar þarna um borð hafa tekið að sér túlkun samninga og samningsumboð viðkomandi stéttarfélags um borð í þessu skipi. Eg veit ekki til að hvorki skipstjóra né vélstjóra hafi verið gefið umboð til samningagerðar við skipshöfn þessa skips né annarra skipa“, sagði Óskar. Óskar sagði að það væri ekki nokkur vafi á því hvernig túlka ætti þeirra samninga, og túlkun þeirra um að ekki væri verið að brjóta neitt, væri alröng. Hann sagði að það væri skýlaust í samningum þeirra að heimilt væri að safna samningsbundnum hafnarfríum saman hjá skipum sem frysta afla um borð, og skulu þau ávallt tekin í lok veiðiferðar. Jóla og áramótafrí skuli þó ávallt taka á réttum tíma. „Við vitum ekki til að jól eða ára- mót hafi færst til“, sagði Óskar. Forsvarsmenn útgerðar og fisk- vinnslu hafa haldið því óspart fram í Morgunblaðinu að hér sé um skollaleik að ræða um óskyld mál. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna", sagði Óskar. „Morgunblaðið er gef- ið út af peningavaldinu í landinu. Peningavaldið er m.a. hjá útgerð og þeim sem standa að útgerð. Þá á ég við fiskvinnsluna, en 80% af flot- anum er í eigu fiskvinnslunnar. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er þar innsti koppur í búri og í sama húsi og Morgunblaðið. Ef um skollaleik er að ræða, þá hafa þeir fyrir löngu getað komið í veg fyrir allan skollaleik. Við erum þolendur í málinu“, sagði Óskar. Friðrik Pálsson hefur m.a. sagt að þegar ákvörðun um fiskverð var tekin á gamlársdag hafi fulltrúar kaupenda tekið verulega mið af kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna. Þessi deila komi því fisk- verkendum mjög á óvart. „Alþýðu- Freðfiskmarkaðirnir: „Ég hef ekki miklu að bæta við það sem ég hef áður sagt. Ég hef sagt að við gætum afboriö þetta sjómannaverkfall í eina viku eða svo. Tengsl okkar við markaðinn hanga á meiri bláþræði núna en nokkru sinni áöur,“ sagði Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurðardeildar Sambandsins. „Menn verða að hafa í huga að ferill framleiðslunnar yfir á mark- aðinn er nokkurra vikna langur, blaðið innti Óskar álits á þessum ummælum: „Ég held hann ætti að hafa sem fæst orð um það“, sagði Óskar Vigfússon formaður Sjó- , mannasambands íslands. Síðustu fréttir Hafþór í land Skömmu áður en Alþýðublaðið fór í prentun í gær bárust þær fregnir að rækjutogarinn Hafþór hefði tekið upp veiðarfæri og væri á leið í land. Samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðið fékk á skrifstofu Sjómannasambandsins ætluðu for- svarsmenn sjómanna að snúa aftur að samningaborðinu strax seinni- partinn i gær. þannig að ef þetta slitnar gæti hreinlega vantað fisk í lok janúar eða byrjun febrúarþ sagði Sigurður. „Það er ekkert launungarmál að þessi staða getur komið upp!‘ Heildarframleiðsla frystra sjáv- arafurða hefur verið um 2500— 3000 tonn á viku. „Menn sjá náttúr- lega að þessa gætir fljótt þegar framleiðslan stöðvast, og það getur skapast mjög alvarlegt ástand," sagði Sigurður Markússon. „Gæti vantað fisk í lok janúar“ — segir Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjáv- arafurðardeildar Sambandsins. Mannréttindi yernduðu okrara Steingrímur fer hamförum í okurmálinu. Það fer ekki framhjá neinum að kosningar eru i nánd . . . í umræðum um nýlegan dóm i okurmálinu svokallaða gætir nokkurs misskilnings. Umræddur dómur tók ekki afstöðu til þess hvort samningar sem gerðir voru árið 1984 á okurvöxtum væru gildir eða ekki. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að beita refsingum þegar ekki væri nægilega skýrt hvert brotið væri. í þessu tilfelli auglýsti Seðlabankinn ekki hæstu leyfilegu vexti í Lögbirting, svo sem lög gera ráð fyrir. Seðlabank- inn tók þessa umdeildu ákvörðun í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar um að auka „vaxtafrels- ið.“ Lögfræðingar í Seðlabankan- um og ráðuneyti segja, að um málið hafi verið fjallað á sínum tíma. Þeir komust að þeirri niður- stöðu að tryggt væri að refsi- ákvæði okurlaganna stæðust þrátt fyrir að Seðlabankinn aug- lýsti ekki hæstu leyfilegu vexti. Seðlabankinn gaf hins vegar út auglýsingu um, að vextir þeir sem viðskiptabankarnir auglýstu hæsta, giltu sem hæstu vextir og þannig væru ákvæði okurlaga enn í fullu gildi. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á þessa túlkun bankans. Það er kunn regla í refsirétti að mönnum verði ekki refsað nema fyrir háttsemi sem gerð er refsi- verð samkvæmt settum lögum. Einstaka efnisþætti má hins vegar framselja til stjórnvalda og verða þeir þá að vera sæmilega kunn- gerðir í opinberum fyrirmælum. í samtali við Alþýðublaðið sagði kunnur lögfræðingur að hér væri um þvílíka grundvallarreglu að ræða, að lögfræðingum sem um málið fjölluðu, bæði í Seðla- banka og ráðuneyti hefði mátt vera ljóst að vafasamt gæti verið að refsiákvæði okurlaganna gætu staðist ef Seðlabankinn hætti að auglýsa hæstu vexti undir þeim kringumstæðum sem voru á miðju ári 1984. Annar lögfræð- ingur orðaði það svo að laganem- ar á fyrsta ári ættu að hafa fengið þennan skilning. Talið er að með þessum dómi hafi Hæstiréttur tekið af öll tví- mæli um að strangari kröfur verði gerðar við meðhöndlun refsi- heimilda í framtíðinni. Þessa þró- un hefur mátt merkja að undan- förnu og meðal annars hvað varð- ar skattlagningu hins opinbera. Um það gilda hliðstæðar verndar- reglur fyrir almenning þar sem strangar reglur gilda um skatt- lagningarvaldið. Alþingi reynir oftsinnis að framselja þetta vald til framkvæmdavaldsins, yfirleitt til ráðherra og stundum til óæðri stjórnvalda. Nýleg dæmi sýna að dómstólar geta ekki að öllu fallist á þennan skilning stjórnvalda, í því sambandi má nefna málaferli út af kjarnfóðurgjaldi og kíló- metragjaldi. Það gleymist stundum þegar fjallað er um lög og dóma að það kunna að hvíla mikilvæg almenn réttlætissjónarmið að baki. Þann- ig hefur gleymst í umræðum um okurdóm Hæstaréttar að málið fjallaði að miklu leyti um grund- vallarreglu. Það kemur ekkert stjórnmálum við, að öðru leyti en því að löggjafarvaldið gleymdi sér um stund og fjallaði ekki um nauðsynlegar ráðstafanir sem gera þurfti þegar tekin var upp ný vaxtapólitík. Steingrímur getur því sparkað í Seðlabankann að sinni vild, en það hljóta allir að sjá í gegnum það. Þó það kunni að vera lenska að benda á Jó- hannes, þá er ekki sama hver gerir það. Steingrímur er hluti af þeirri kerfisímynd sem fólk sér i Seðla- bankanum. Hann verður því að finna eitthvað annað triks fyrir kosningar. Vonbrigði manna vegna dóms Hæstaréttar felast auðvitað í því að ekki skuli hægt að refsa okrur- um. Vonbrigðin eru skiljanleg, en það má ekki láta binda sig með því að kenna embættismönnum um. Það eru löggjafinn og stjórn- völd sem verða að taka sig betur til í andlitinu og vanda betur laga- setningu og stjórnsýsluna. Það var reyndar óheppilegt að okrarar skuli sleppa vegna mikil- vægi reglna sem vernda mannrétt- indi. En það er margt skrýtið í kýrhausnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.