Alþýðublaðið - 10.01.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.01.1987, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ nTTuhM Laugardagur 10. janúar 1987 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgcfandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Cunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Esvptaland Stjórn Mubaraks á í erfiðleikum Lágt verð á brauði heldur lífinu í fátœkustu þegnum landsins. Þeir standa vörð um sitt neyðarbrauð og sérhver tilraun til að hœkka verðið veldur strax uppþotum. Egyptar standa nú á krossgötum og vita ekki hvert halda skal, að sögn Hussein Shehadeh sem er blaðamaður í Kairo. Skuldir við út- lönd eru svo miklar að ríkið rambar á barmi gjaldþrots. Lánadrottnar eru orðnir óþolinmóðir og ókyrrð er í landinu, sem hvort tveggja ógn- ar öryggi stjórnarinnar. Islamski stjórnarandstöðuflokkurinn er stjórninni einnig erfiður í skauti. Allt þetta ár hefur Hosni Mubarak forseti keppst við að gera lítið úr erfiðleikunum, einkum á ferðum sínum erlendis en einnig heima fyrir. En upp á siðkastið hafa verið ýmis teikn á lofti sem ganga þvert á kokhreysti forsetans. Greiðslujöfnuður hefur orðið óhagstæðari vegna hins lága olíu- verðs, vegna minnkandi ferða- mannastraums og vegna þess að dregið hefur úr peningasendingum verkamanna sem starfa erlendis. Allt veldur þetta áhyggjum því af þessu hafa Egyptar haft mestar gjaldeyristekjur, ef frá eru taldar greiðslur vegna Súezskurðarins. Bómullariðnaður hefur færst nokkuð i vöxt, en markaðir fyrir vöruna eru ótryggir, einkum m.t.t. nýrra, aðhaldssamra innflutnings- laga í Bandaríkjunum. Uppþot Gagnrýni heima fyrir hefur Mubarak mætt með því að gera grein fyrir sinni „lýðræðislegu“ stjórnarstefnu og hafa þær ræður mælst vel fyrir hjá almenningi sem er óspar á stuðningsyfirlýsingar. En það er grunnt á því góða og m.a. hafa orðið fjöldauppþot meðal óbreyttra hermanna, sem á tímabili sýndu stjórnmálamönnum í tvo heimana. Stjórnarandstæðingar hafa oftsinnis lýst því yfir að „lýð- ræði sé nokkuð sem enginn óskar eftir, hvorki stjórn né stjórnarand- staða“. Aðgerðir Lutfi forsætisráð- herra benda til þess að þetta sé rétt, þótt hann fari hægt í sakirnar í óþreytandi viðleitni sinni til að treysta efnahag landsins, sem er all- ur í ólestri. Ströng sparnaðaráætlun var gerð og verð á ýmsum nauðsynjavörum hækkað snemnta á árinu, en fram- kvæmd þeirrar áætlunar tafðist, m.a. vegna þess að upp komst um ýmiss konar spillingu innan em- bættismannakerfisins og hneykslis- mál sem voru stjórninni óhagstæð.' Síðari hluta árs var sparnaðaráætl- unin keyrð í gegn og átti með því að bjarga bágstöddum efnahag Iands- ins. Mubarak biður i ofvæni eftir nokkrum lánum, samtals að upp- hæð einn milljarð dollara, en með þeim peningum á að bæta stöðuna gagnvart útlöndum. En þegar á síð- ast ári barst skýrsla frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðinum með marghátt- aðri gagnrýni á stefnu stjórnarinn- ar. Ef ekki verður dregið verulega úr útgjöldum ríkisins er vafasamt að nokkur erlend peningstofnun vilji lána fé gegn fögrum loforðum einum saman. Verðhækkanir og valdbeiting Hinar ýmsu stjórnir í Egypta- landi eftir byltinguna hafa grund- vallast á óskráðu samkomulagi við verkalýð landsins, um að halda verðlagi á nauðsynjavörum lágu, talsvert undir markaðsverði. í stað- inn hefur efnafólk fengið að halda sínum efnahagslegu forréttindum. Það má telja víst að sérhver tilraun til að raska þessu sérkennilega jafn- vægi valdi allsherjar upplausn, á borð við „brauðstyrjöldina" 1977 eða ennþá meira. í tíð Mubaraks hefur mislitur söfnuður þjóðernissinna og ýmissa vinstri hópa haft það erfiða hlut- verk að veita stjórninni aðhald, einkum gegnum blaðaskrif, en hafa þó gætt þess vandlega að halda sjónarmiðum íslömsku hreyfingar- innar utan við. Sú hreyfing byggir á íslömskum rétttrúnaði og þjóðern- ishugsjónum sem vilja útiloka öll erlend áhrif, ekki síst vestræn og sá félagsskapur hefur staðið fyrir ým- iss konar óspektum, m.a. ráðist á verslanir og myndbandaleigur, rænt og brennt. Þessi hópur vill koma á íslamskri löggjöf, sem m.a. bannar áfengisneyslu og svína- kjötsát og Kóraninn á að liggja til grundvallar allri löggjöf landsins. En upp á síðkastið hafa birst í stjórnarblöðunum ýmis sjónarmið sem áður hefði þótt óhugsandi að birta, einkum m.t.t. bandalags Egypta og Bandaríkjamanna og hefur það orðið til að þagga nokk- uð niður í stjórnarandstæðingum, sem eru orðnir nokkurs konar sam- herjar stjórnarsinna. Opin og óvægin umræða er því ekki til stað- ar, a.m.k. ekki í svipinn og það stuðlar óbeint að því að halda Mubarak og veikri stjórn hans við völd. Kínverjar gefa Rússum viðvörun Bandaríska beitiskipið „Reeves“ bundið við hafnarbakkann í Jsingtao. Heimsókn bandaríska flotans til kínversku flotahafnarinnar Tsing- tao fyrir skemmstu, þegar beiti- skipið „Reeves", tundurspillirinn „Odendorf" og freigátan „Rentz" komu þangað, er fyrsta hernaðar- lega heimsókn Bandaríkjamanna þangað síðan kínverska Alþýðulýð- veldið varstofnað 1949. Þessi heim- sókn þykir bera mjög greinilegan vott um vaxandi samstarf Kína og Bandaríkjanna á hernaðarsviðinu. Bandaríkjamenn notuðu Tsing- tao sem bækistöð í liðsflutningun- um til Kína eftir ósigur Japana 1945 og Kínverjar eiga heldur slæmar' minningar um veru þeirra í landinu þá. Wang, prestur mótmælenda- safnaðarins, minnist þess að Amer- íkumennirnir gengu um, drápu, nauðguðu og hnepptu fólk í varð- hald. En Kínverjar eru fljótir að gleyma, segir hann ennfremur. Þeir sem komu núna eru öðruvísi. Og bæjaryfirvöld tóku ábyrgð á komu þeirra og 1000 öryggisverðir voru fengnir til að sjá um að ekkert kæmi fyrir. í Kína skoðast þessi flotaheim- sókn almennt sem viðvörun til Sov- étmanna um að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Þrátt fyrir slökunar- stefnu gagnvart Moskvu hafa Kín- verjar áhyggjur af vaxandi hernað- arumsvifum Rússa á Kyrrahafi. Stjórnspekingar í Peking líta sov- ésku skipin í víetnömsku flotastöð- inni Cam Ranh hornauga fyrst og fremst. Einnig hafa Kínverjar nokkurn beyg af að Sovétmenn hafa leyfi til að fljúga herflugvélum í lofthelgi Norður-Kóreu. 1 þeim ferðum eru þeir sagðir fljúga inn yf- ir Gulahaf „í þeim tilgangi að miða út heppileg skotmörk“. Hernaðarleg samvinna Nærvera bandaríska flotans i Tsingtao er skýrasta dæmið um hernaðarlega samvinnu ríkjanna, sem hófst þegar árið 1979, þegar Sovétmenn hernámu Afghanistan í desember það ár. Strax mánuði síðar gaf Carter forseti útflutningsleyfi fyrir ýmsum varningi til Kína, s.s. vörubílum og flugvélum af ýmsum gerðum ásamt búnaði fyrir flugsamgöngur. Sam- tímis voru önnur samskipti land- anna aukin og heimsóknir tíðar. í staðinn fengu Bandaríkjamenn leyfi til að setja upp eftirlitsstöðvar í Xingjiang í Norðvestur-Kína til að fylgjast með eldflaugatilraunum Sovétmanna. Þessar stöðvar eru þeim mjög mikilvægar síðan þeir misstu samsvarandi aðstöðu í íran. Kína og Jugóslavía eru einu kommúnistaríkin sem Bandaríkja- menn veita aðgang að hernaðar- tækni sinni. Kínverjar hyggjast kaupa af þeim búnað upp á 98 milljónir dollara til að koma á fót verksmiðju til framleiðslu á full- komnum skotfærabúnaði í stórum stíl. í október s.l. pöntuðu Kínverj- ar fullkominn rafeindabúnað frá Bandaríkjunum fyrir 350 milljónir dollara; tækjabúnað til blindflugs í 50 kínverskar F-8 orrustuþotur. Kínverski flotinn hefur keypt af Bandaríkjamönnum kraftmiklar gastúrbínur og skotvopn af nýjustu gerð og samið um framleiðslu á tundurskeytum eftir amerískri upp- skrift. Flotinn úreltur Sjóherinn, sem á að verja 12.000 km langa ströndina, þarfnast mjög endurnýjunar. Reyndar tekur her- skipaflotinn sig allvel út, með 16 tundurspilla, 26 freigátur, um 100 kafbáta og 800 hraðskreið skip, ásamt allmörgum öðrum skipum af ýmsum gerðum. En flotinn er á margan hátt vanbúinn og hefur litla sem enga vörn úr lofti svo að „hinn mikli járnmúr", eins og hann er kallaður stendur ekki undir nafni. Grindverk væri meira réttnefni. Hve úreltur kínverski flotinn er, mátti best sjá með samanburði við bandarísku herskipin í flotahöfn- inni í Tsingtao. Einn af bandarísku flotaforingjunum lét svo ummælt að þeim væri að vísu vel við haldið, en þau væru „ömurlega gamal- dags“. Heimsókn bandarísku herskip- anna til Tsingtao var ekki vegna við- skipta eða tæknilegrar aðstoðar, heldur var þetta fyrst og frest vin- áttu- og kurteisisheimsókn. Kín- verjar tóku á móti sjóliðunum með kurteisi og viðhöfn, enda voru þeir ekki ógnvænlegir á að líta í bláum matrósafötum. Aðeins ein lítil stúlka missti stjórn á sér og brá út'af kurteisinni. Mamma, hrópaði hún dauðskelkuð. Amerisku djöflarnir eru að koma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.