Alþýðublaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 1
alþýöu
blaóiö
Fimmtudagur 15. janúar 1987
<fl.. tbl. 68. árg.
Utvegsbankavidrœdur;
Áí
„Margir þessu
andvígir
— segir Árni Gestsson stórnarformaður Verslunar-
bankans um afstöðu hiuthafanna til hugmyndanna um
samruna Útvegsbankans, Iðnaðarbankans og Versiun-
arbankans í einn hlutafélagsbanka.
Sturla Kristjánsson, fyrrum frœðslustjóri:
„Kjaftshögg á skóla-
stefnuna í heild“
Flumbrugangs fe\
Mikið hefur farið fyrir Sverri Hermannssyn.
) rúma ári, sem hann hefur verið menntamálaráðht
Hann hefur staðið í ólöglegum húsakaupum og öð«.._.
fyrirgreiðslum framhjá fjárlögum. Hann hefur margoft
^skipað í embætti gegn afstöðu ráðgefandi aðila. /
Menntamálaráðherra á einkar erfitt með að fjalla!
|um gagnrýni á hendur honum. Dæmigert svar hans er:i
„Ég þarf ekki að leita ráða hjá piltinum þeim.“ Svör®
| hans einkennast af strákslegu skítkasti, sem varðar
ekki hið minnsta mál það, sem til umfjöllunar er
Upphaf leiðara DV10. jan. s.l. Hversu mikinn þátt átti hann í uppsagnar-
bréfinu til Sturlu, sem dagsett er þann sama dag? Leiðarinn allur er Jrúð-
legur og er undirskrifaður af Jónasi Kristjánssyni ritstjóra DV.
Það verða engin tilfinningamál
sem ráða afstöðu okkar. Hvað
snertir Verslunarbankann þá mun
afstaða okkar fyrst og fremst ráðast
af því hvað við teljum rétt að gera
fyrir þá aðila sem við erum um-
bjóðendur fyrir, þ.e.a.s. hluthaf-
ana. Við tökum hreinar og beinar
ákvarðanir með tilliti til hagsmuna
þeirra", sagði Árni Gestsson for-
stjóri, formaður stjórnar Verslun-
arbankans i samtali við Alþýðu-
blaðið í gær. Viðræður um sam-
runa Útvegsbankans og Verslunar
og Iðnaðarbankans í hlutafélaga-
banka eru að sögn Árna í biðstöðu
þessa dagana.
„Afstaða hluthafa er auðvitað
„Ég hef ekki séð Dagsbrúnar-
samningana ennþá þannig að ég get
ekki dæmt um þá, en ég hlýt að
fagna því að það skulu hafa náðst
samningar og mér sýnist að þeir séu
mjög í samræmi við þær almennu
línur sem uppi hafa veriö í þessum
efnum undanfarið", sagði Ás-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ í
samtali við Alþýðublaðið.
Dagsbrúnarmenn virðast vera
ánægðir með samninginn sjálfir og
það er gott ef menn eru ánægðir, en
það er rétt að minna á að í þessum
samningi er í rauninni tekið á
tvennu í eínu, — það er tekið annars
vegar á almennum kaupbreytingum
og hins vegar er gengið nokkuð inn
í gerð fastlaunasamninga sem sam-
nokkuð mismunandi, en mér heyr-
ist fleiri vera þessu andvígir", sagði
Árni aðspurður. Hann sagði að það
væri ekki mikið sem hluthafar
hefðu rætt málin sín á milli.Engtnn
fundur hefur verið haldinn, enda
erfitt að veita allar upplýsingar því
margar þeirra væru trúnaðarmál.
Þegar hann var spurður um afstöðu
sína, sagðist hann ekki geta tjáð sig
á þessu stigi. „Mér finnst að það
þurfi ýmislegt að koma til svo ég
geti metið fullkomlega stöðuna.“
Geir Hallgrímsson, seðlabanka-
stjóri, sem stýrir viðræðum bank-
anna mun að líkindum kalla saman
fund í næstu viku. Fyrir þann fund
á að liggja fyrir ítarlegt mat á eign-
um bankanna.
kvæmt okkar almennu samningum
á að gera á samningstímanum.
Vinna í því efni er að fara í gang á
vettvangi okkar landssamtaka“
Um það hvort 8% verðbólguspá
Seðlabankans mundi standast,
sagði Ásmundur:
„Einn af bankastjórum Seðla-
bankans hefur nú reyndar beitt sér
nokkuð fyrir því að hækkanir verði
umfram það sem þar er gert ráð fyr-
ir. Ég hins vegar sé ekki enn for-
sendur til þess að meta það hvort sá
árangur næst eða ekki, þótt ég voni
svo sannarlega að svo verði.“
Ásmundur var spurður nánar við
hvað hann ætti:
„Ég á við verðákvörðun Lands-
virkjunar fyrir stuttu!1
„Hef alltaf farið að lög-
um. Sverrir hefði betur
rekið allt fræðsluumdæm-
ið. Var Þorsteinn Pálsson
menntamálaráðherra
þann dag sem bréfið var
dagsett?“
„Þegar ég kom í þelta starf var
mjög lítið um sérfræðiþjónustu. Ég
var fyrst skólasálfræðingur hér á
svæðinu í eitt ár og tók síðan við
starfi fræðslustjóra. Á þeim árum
sem ég hef unnið við þetta hefur
skrifstofan verið byggð upp og upp
í það að vera eins og lög mæla fyrir
um, eða þar um bil. Skrifstofan gat
eftir það sinnt sínum skyldum og
verkefnum: Greiningu t.d. það er
leitað að börnum sem þurfa á sér-
kennslu að halda og greina þau og
standa síðan að því að þau fái þá
þjónustu sem þau eiga lögum sam-
kvæmt“, sagði Sturla Kristjánsson,
fyrrverandi fræðslustjóri í Norður-
landi-eystra, í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær.
„Þjónusta við þetta fólk er ský-
laus lagaskylda og það er rétt, ég
lagði mig fram um að fara að lög-
um. Tegundin maður er þannig gerð
að þar er töluverður breytileiki og
maðurinn er ýmsum eiginleikum
gæddur. Háralit, augnalit og fót-
stærð er nokkurn veginn dreift eftir
normal dreifingu á íbúana. Þetta
eru alveg fastar stærðir.
Að framfylgja lögum
Til að mynda: Andlega þroska-
heftir, sem svo teljast, eru taldir sér-
stakt viðfangsefni í skóla, svokallað
sérkennsluviðfangsefni. Við getum
einfaldlega flett upp á því í
statistikk að þetta er ákveðinn pró-
sentufjöldi, þetta eru þekktar
stærðir og ef það eru lög í landinu
um að veita þeim þjónustu, en ekk-
ert gert til að leita að þeim, — þá er
verið að brjóta lög.
Ég og allt það góða fólk sem með
mér hefur unnið hefur umfram allt
verið að framfylgja landslögum.
Ég hef átt mjög gott samstarf við
alla aðila, og kemur það mjög skýrt
í ljós þessa dagana.
Ég vorkenni Sverri
Það er mjög erfitt að trúa því
hvernig mál hafa snúist eins og þau
hafa gert. Það er varla að maður
trúi þessu og það er djarflega mælt
að ætla að snúa þessu upp í per-
sónulegan harmleik, það verð ég að
segja. Hins vegar er ég út af fyrir sig
sammála því að þessir atburðir áttu
sér stað, — en á annan hátt heldur
en höfundur og leikstjóri vill
meina. Ég held nefnilega að áður en
hann áttar sig á, verði hann kominn
í aðalhlutverk í þessum persónulega
harmleik. Og ég vorkenni honum:
Bankastjórar Útvegsbankans
hafa sent frá sér athugasemdir á
fimmtiu síðum þar sem vefengdar
eru helstu ályktanir nefndar þeirrar
er Alþingi fól Hæstarétti að skipa
vegna viðskipta Útvegsbankans og
Hafskip.
í inngangi segja bankastjórarnir
' sig hafa verið knúna til að gera at-
! hugasemdir til ráðherra og banka-
ráðs um skýrslu nefndarinnar. Þeir
j segja skýrsluna á margan hátt vera
byggða á misskilningi og ályktanir,
sem þar eru, mótsagnakenndar,
villandi og sumpart rangar. Oft séu
þeim ekki færðar augljósar stað-
j reyndir til málsbóta jafnvel þótt
staðreyndirnar séu tíundaðar í
| skýrslunni.
Á laugardaginn, 17. janúar
klukkan 13:30 verður fundur í
kosningamiðstöð Alþýðu-
flokksins Síðumúla 12 (gengið
inn um dyr á vesturenda). Þar
Hugsaðu þér hvað hann kallar yfir
konu sína og fjölskyldu.
Ég átti ágætan fund með skrif-
stofustjóra og ráðuneytisstjóra í
menntamálaráðuneytinu s.l. föstu-
dag í ráðuneytinu. Það var ágætur
fundur, en Sverrir var þar ekki. Éb
Framhald á bls. 2
í athugasemdunum segir m.a. að
vegna þess hve skýrslan er mót-
sagnakennd sé hún vandtúlkuð af
notendum enda hafi þess sést glögg
dæmi í fjölmiðlum.
Athugasemdir bankastjóranna
eru sem fyrr segir á fimmtíu síðum
og ná til flestra þeirra þátta sem
nefndiná vegum Alþingis fjallaði
um. Undirtónninn virðist vera að
sýna fram á að ósanngjarnt hafi
verið að kveða upp áfellisdóm yfir
núverandi bankastjórum, sem
kontu ekki við sögu nema hluta þess
tímabils sem skýrslan fjallar um.
Þeir benda einnig á að nefndinni
hafi alls ekki verið ætlað að kveða
upp neinn dóm.
talar Jón Baldvin Hannibalsson
og fjallar hann um efnið: „Við
upphaf kosningabaráttu“. Allir
eru velkomnir á fundinn.
Ásmundur Stefánsson, forseti ASI:
Dagsbrúnarmenn tóku
á tvennu í einu
Ný skýrsla í Hafskipsmálinu
Fundur með Jóni Baldvini
í nýju kosningamiðstöðinni
„Launamál kennara
bitna verst á okkur“
— segir Pétur Bjarnason frœðslustjóri Vestfjarðaumdœmis
„Okkar stærsti vandi hér á Vest-
fjörðum er, að við höfuni ekki
mannskap né aðstöðu til að nýta
það fjármagn sem við þó getum
fengiö. Þannig að niðurskurður
peningalega hefur ekki komið
niður á okkur, en hins vegar hafa
launamál kennara leikið okkur
grátt. Þau valda því að við fáum
ekki kennara hingað", sagði Pétur
Bjarnason fræðslustjóri Vest-
fjarðaumdæmis í samtali við Al-
þýðublaðið.“
Kennarar með full réttindi
sinna á þessu skólaári aðeins um
59170 stöðugilda á Vestfjörðum.
Ástandið hvað þetta varðar er
verst á Vestfjörðum, þó þáttur
réttindakennara hafi þar aukist
um 5°7o frá síðasta skólaári. í
Reykjavík sinna réttindakennarar
um 96°7o kennslunnar. Hlutfallið
er um 88°7o á Reykjanesi, en síðan
öllu verra ástand í öðrum um-
dæmum, 83% á Suðurlandi, 76%
á Vesturlandi, 73% á Norðurlandi
eystra, 64% Norðurlandi vestra
og 62% á Austurlandi.
í fyrrasumar vöktu athygli
óvenjulegar auglýsingar, þar sem
óskað var eftir réttindakennurum
til starfa í grunnskólann á ísa-
firði. Pétur sagði, aðspurður, að
þetta hefði borið nokkurn árang-
ur, en ekki nægilegan.
Varðandi skólamálin almennt,
sagðist Pétur hafa áhyggjur af
þeim fjárhagsvanda sem Náms-
gagnastofnun ætti við að stríða.
„Þetta hefur bitnað á skólunum
all lengi, sérstaklega niðurskurð-
inn til námsefnisgerðar. Kennarar
reyna að leysa þetta með óhóflegri
vinnu hver í sínu horni sem þýðir
náttúrlega að ástandið er óviðun-
andi“, sagði Pétur. Hann benti á
að þótt aðrir liðir hjá Náms-
gagnastofnun væru skornir veru-
lega niður bitnaði niðurskurður-
inn greinilega mest á námsefnis-
gerð. Áætlun Námsgagnastofn-
unar gerði ráð fyrir tæpum 34
milljónum króna, en úthlutun er
einungis 8 milljónir, eða um 25%
af áætluninni.
Heildaráætlun Námsgagna-
stofnunar var 172 milljónir, en út-
hlutun samkvæmt fjárlögum er
aðeins 92 milljónir.
Pétur sagði að mörg undanfar-
in ár hefðu skólarnir mátt búa við
það að námsgögn væru ekki til-
tæk þegar kennsla hæfist á haust-
in. Námsbækur í einstaka grein-
um væru að tínast inn langt fram
eftir hausti. Hann sagði, aðspurð-
ur, að landsbyggðin væri ekki lát-
in sitja neitt á hakanum í þessum
efnum, það væri ákveðinn úthlut-
unarkvóti sem væri nokkuð góð-
ur. Áður var úthlutunin ákveðin
bók fyrir hvern nemanda á hverj-
um aldri, en í núverandi kerfi
fengju skólarnir úthlutað fjár-
hæðinni sem þeirri bók nemur.
Hann sagði að þetta leiddi til þess
að margir skólar tvínýttu bæk-
urnar og væri þetta því nokkuð
jákvæð leið til sparnaðar.
Pað var núverandi forstöðu-
maður Námsgagnastofnunar sem
tók upp þetta kerfi og sagðist Pét-
ur vilja taka fram að öll hans störf
hefðu verið mjög jákvæð í þágu
skólanna og samskiptin við hann
góð.