Alþýðublaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.02.1987, Blaðsíða 1
alþýöu- n Föstudagur 13. febrúar 1987 30. tbl. 68. árg. Samningagerð ríkisstarfsmanna Stendur allt fast „Málin standa alveg föst þannig að ríkið og Reykjavíkurborg hafa ekki viljað koma neitt til móts við félögin um samning í sambandi við leiðréttingar, sem í raun og veru var búið að lofa samræmingu á eftir kjararannsóknir sem við höfðum bókun um í síðustu samningum. Við töldum því ástæðu til þess að félögin reyndu eftir sínum eigin leiðum að fá samninga“, sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Á fundi með stjórnum félaga innan BSRB í síðustu viku var ákveðið að hætta við samflot í áframhaldandi viðræðum. 17 bæj- arstarfsmannafélög gerðu hins veg- ar samning við launanefnd sveitar- félaga og mælist sá samningur mis- jafnlega vel fyrir" Þeir eru óvissir. Ég er í sjálfu sér ekki óánægður með þá. Þetta er rammasamningur og í honum voru fest á mili 30 og 40 starfsheiti, en öðrum starfsheitum á eftir að raða og það á að gera heima í héraði. Samningur fyrir hvert og eitt félag er því ekki tilbú- inn fyrr en það hefur verið gert. Ég hef því talið að ekki sé hægt að leggja á hann mat fyrr en það er bú- ið“, sagði Kristján Thorlacius. Kristján hefur einnig bent á að samningur bæjarstafsmanna gildi i raun og veru ekki í þrjú ár eins og sagt er því hann er uppsegjanlegur á þriggja mánaða fresti fari verð- lagsforsendur og aðrar forsendur úr böndum. Náist ekki samkomulag um mat á forsendum getur hvor að- ili fyrir sig sagt upp samningum. Opinn stjórnmálafundur í Gaflinum á laugardaginn Á laugardag, 14. febrúar boðar Alþýðuflokkurinn til opins fund- ar í Gaflinum í Hafnarfirði. Fundurinn hefst klukkan 14. Aðalræð- umaður verður Jón Sigurðsson og ávörp flytja Kjartan Jóhanns- son, karl Steinar Guðnason, Rannveig Guðmundsdóttir og Guð- mundur Oddsson. Mikilþögn er nú lögst á um málefni Borgarspítalans, eftir allan þann darraðardans sem stóð um málefni stofn- unarinnar fyrir fáum vikum. Ekki er því Ijóst hvort spítalinn verður seldur eða 'ekki og þá hverjum. Eftil vill er kosningaþoka lögst yfir málið? Samningar að fara í gang — metum uppsagnir okkar eftir viðbrögðum við- Arna Jónsdóttir fóstra: semjenda „Samkvæmt þriggja mánaða uppsagnarfresti hefðum við átt að ganga út 1. febrúar, en fóstrur eru núna eftir 1. feb. farnar að vinna á framlengingu sem eru þrir mánuð- ir, og okkar viðsemjendur eiga rétt á að við gerum. Af þessum sökum getum við ekki gengið úr störfum okkar fyrr en 1. maí“, sagði Arna Jónsdóttir fóstra í samtali við blað- ið í gær. „Okkar viðsemjendur fsem höf- um sagt upp störfum, eru tveir, borgin og ríkið. Byrjunarlaun fóstra eru núna 28.900 krónur, en við gerum kröfu til 40.000 króna lágmarkslauna og miðum okkur þar við annað faglært fólk eins og t.d. iðnaðarmenn. Starfsmannafé- lag Reykjavíkurborgar fer með samningamál fyrir fóstrur sem vinna hjá borginni, en Starfs- mannafélag ríkisstofnana fyrir þær fóstrur sem vinna hjá ríkinu. Þessir hópar gera sameiginlegar kröfur og vinna saman að sínum málum þótt viðsemjendur séu tveir. Samningar eru um það bil að fara — um 20% af heildarverði Alþýðublaðið vakti máls á því fyrir nokkrum dögum að hin nýju húsgagnakaup Alþingis væru að í gang, þannig að það er of snemmt að segja til um viðbrögð við kröfum okkar. Við getum ekkert gert annað í augnablikinu en að bíða og sjá hvað setur. En eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá getur mun- að allt að 10.000 krónum á launum hjá fóstrum á mánuði. Fóstrur í Vestmannaeyjum eru t.d. með u.þ.b. 10.000 krónummeira en við hér í Reykjavík. Við hljótum að taka mið af því sem samið var um við iðnaðarmenn sem eru faglærðir eins og við. Það er út í bláinn að bera okkur saman við ófaglært fólk. Ég veit ekki hversu bjartsýnir við erum, en við trúum ekki öðru en að tekið verði mið af þeirri menntun og ábyrgð sem við höfum“, sagði Arna Jónsdóttir fóstra. hluta til frá útlöndum. Nú er komið i Ijós í gögnum frá Húsameistara Framhald á bls. 2 Húsgagnakaup á Alþingi: Virðulegu hús- gögnln erlend! Kjarabarátta opinberra starfsmanna: Friðrik kveðinn í kútinn „Ég sé ekkert samhengi milli þess sem við erum að vinna að og þeirra ummæla sem Friðrik Sophusson lætur hafa eftir sér“, sagði Júlíus Björnsson, formaður Launamálaráðs BHMR, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Varafor- maður Sjálfstæðisflokksins sagði á Varðarfundi að kjaradeilur op- inberra starfsmanna gætu m.a. leitt til þingrofs. Morgunbíaðið sló frétt þess efnis upp á baksiðu í blaðinu á miðvikudag. í Morg- unblaðinu i gær kveða síðan for- sætisráðherra og fjármálaráð- herra þessar raddir niður. Forsæt- isráðherra gekk svo langt að segja, að ekki sé mark takandi á Friðrik Sóphussyni, þau sömu ummæli hafa reyndar stundum verið sögð um forsætisráðherra sjálfan. „Við erum að reyna að semja. Launamálaráð BHMR samþykkti á miðvikudag ályktun sem er von- andi stefnumarkandi í okkar máli. Ég vil því á þessari stundu sem minnst um álit Friðriks og fleiri segja. Það er fráleitt að tala um að við séum að fara í kjara- baráttu i einhverjum pólitiskum tilgangi fyrir kosningar. Við erum að tala um leiðréttingu launa hjá okkar fólki, sem hefur sífellt verið að dragast aftur úr á síðustu ár- um“, sagði Júlíus Björnsson. Hann sagði að í dag vissu menn að þessi launamunur hjá háskóla- mönnum hjá rikinu og á almenn- um markaði, væri u.þ.b. 100%. „Það er þessi munur sem við er- um að reyna að leiðrétta“ Eftir ítrekaðar samningaum- leitanir ákvað BHMR að skora á félögin að ganga til samninga hvert fyrir sig. Samningar voru lausir um áramót, en fjármála- ráðuneytið hefur hafnað öllum meginkröfum samtakanna. En, hvaða stífni er þetta? „Ef ég vissi það værum við vel á vegi stödd. — Menn verða að horfa á það sem hefur verið að gerast annars stað- ar til að skilja þetta betur. Á með- an t.d. Dagsbrún nær fram 20% hækkun, prentarar fá 38.000 krónur í lágmarkslaun, þá er okk- ur boðin 5,5%, sem er að sjálf- sögðu nokkuð sem við sættum okkur alls ekki við. Okkur voru boðnar áfangahækkanir, þær sömu og í ASÍ — samningnum plús 3,5%. Að sjálfsögðu munum við nota þann nýja samningsrétt sem við höfum fengið til að fylgja eftir okkar kröfumí* Stjórn BHMR skilaði sínu um- boði til rammasamnings til aðild- arfélaganna 28. janúar sl. BHMR er þó enn samhæfandi aðili í mál- inu, líkt og heildarsamtök eru yf- irleitt. Launamálaráð samþykkti Talaði Friðrik af sér? Var hann að grínast? Er kannski „ekki mark á honum takandi“, frekar en for- sœtisráðherra? s.l. miðvikudag eftirfarandi ályktun: „Launamálaráð BHMR skorar á aðildarfélög BHMR, að í fyrsta lagi standa að sameiginlegri kröfugerð um lágmarkslaun, breytingar á prófaldurskerfi og styttingu vinnutíma. í öðru lagi, efna til allsherjaratkvæðagreiðslu „Tökum ekki mikið mark á vara- formanni Sjálfstæðisflokksins", segir Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra. í hverju aðildarfélagi um boðun verkfalls svo fljótt sem kostur er. í þriðja lagi, miða boðun verkfalls við að það hefjist eigi síðar en á tímabilinu 16.—31. mars n.k“ „Þetta eru að sjálfsögðu engin boð eða skipun, heldur áskorun til félaganna um að þau efni til at- kvæðagreiðslu og staðið verði að „Ég sé ekki ástæðu til þess að ætla, á þessu stigi málsins, að op- inberir starfsmenn muni notfæra sér verkfallsrétt sinn í pólitískum tilgangi í kosningamánuðinum“, segir formaður Sjálfstæðis- flokksins í Mogganum. sameiginlegum lágmarkskröfum. Ég sé því ekki að þær yfirlýsingar, sem komið hafa frá ráðamönnum séu í neinu samhengi við þetta mál. Ég ætla ráðamönnum þess- arar þjóðar ekki að þeir vilji vera að klekkja á okkur með slíkum yfirlýsingum", sagði Júlíus Björnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.