Alþýðublaðið - 13.02.1987, Síða 4
alþýðu-
Föstudagur 13. febrúar 1987
Alþýöublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavik
Sími: (91) 681866, 681976
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaöamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor-
valdsson og Jón Daníelsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Askriftarsíminn
er 681866
Ný tegund
af P-pillu
yæntanleg
— kemur á markaðinn í
Danmörku í sumar
Á sumri komanda kemur á mark-
aðinn í Danmörku fyrsta „eftirá-
pillan“, til notkunar fyrir þær kon-
ur sem það kjósa fremur en að nota
verjur. Lyfjaframleiðandinn Scher-
ing hefur lyfið tilbúið, fjórar töflur
í pakka sem teknar eru inn 2 og 2
með 12 tíma millibili eftir samfarir,
en þó ekki síðar en eftir 72 tíma.
Lyfið hefur þau áhrif að slimhúðin
í legi kvennanna breytist og tekur
ekki við frjóvguðu eggi.
Vikuskammtur
Eftirápillan er unnin úr sams
konar hormónum og venjulega P-
pillan, aðeins í stærri skömmtum.
Einn skammtur samsvarar viku-
skammti af venjulegri tegund P-piIl-
unnar.
Nýja pillan er sögð hættulaus
þótt hún sé notuð aftur eftir stuttan
tíma, en ekki er mælt með því að
nota hana að staðaldri. Aðrar að-
ferðir eru betri og öruggari. Bresk
rannsókn hefur sýnt að þrjár af 148
konum sem tóku þátt í tilraun með
þetta nýja lyf, urðu barnshafandi,
þótt þær færu í einu og öllu eftir
leiðbeiningunum.
Fóstureyðingapilla
Töflurnar hafa ekki áhrif ef þær
eru teknar eftir að konan er orðin
þunguð. En einnig í því tilviki er
von á nýjungum. Að minnsta kosti
1500 konur víðs vegar um heim
hafa tekið inn nýja fóstureyðinga-
pillu í tilraunaskyni. Framleiðend-
ur eru ekki hrifnir af að kalla hana
því nafni, en engu að síður hefur
hún reynst áhrifarik við að koma af
stað fósturláti hjá konum. 85 af
hverjum 100 konum sem tóku þátt
í tilraun með lyfið misstu fóstur ef
lyfið var tekið innan tíu daga frá því
að blæðingar hættu.
Læknar sjúkdóma?
Það var franski lyfjaframleið-
andinn Roussel-UCLAF, sem fyrst-
ur kom fram með fóstureyðingapill-
una, sem meðal vísindamanna hef-
ur hlotið nafnið RU 486. í henni er
efnið „antiprogestin" og fylgja því
margs konar aukaverkanir. Það get-
ur t.d. framkallað blæðingar hjá
konum sem ekki eru ófrískar og
gefið er i skyn að það geti komið að
haldi gegn ýmsum sjúkdómum. í
P-pillan sem er notuð eftirá. 2x2 stykki eiga að koma í veg fyrir að konan verði barnshafandi.
þvi sambandi hefur alnæmi og
krabbamein verið nefnt, en engar
sönnur hafa verið færðar á að lyfið
hafi áhrif á þessa sjúkdóma.
Þýski lyfjaframleiðandinn
Schering er einnig vel á veg kominn
með framleiðslu á sams konar lyfj-
um. Hann vinnur þau úr blöndu af
„antiprogestin“ og „prostag-
landin“ og segir að það gefi betri
árangur.
Mótmæli gegn
„dauðapillunni“
í Bandaríkjunum, þar sem víða
er verið að gera tilraunir með RU
486, hafa þær tilraunir mætt mikilli
mótspyrnu hjá hinum íhaldssamari
þjóðfélagsþegnum. Þeir sem eru
andvígir fóstureyðingum og telja að
pillan verði notuð í stað getnaðar-
varna, kalla hana dauðapilluna.
Konur munu nota hana, segja þeir,
án þess að gera sér það ljóst að þær
séu að eyða lífi (þ.e. án samvisku-
bits) og það brýtur niður siðferðið.
Sex af þingmönnum repúblíkana
kröfðust þess nýlega að opinberu fé
yrði ekki varið til frekari rannsókna
og þróunar á RU 486 vegna þess
arna.
í Danmörku hafa margir bland-
að sér i umræðuna, m.a. próf. dr.
med. Mogens Osler á ríkisspítalan-
um í Kaupmannahöfn. Hann er
einnig formaður samtaka um fjöl-
skylduráðgjöf og telur að hér sé
merk nýjung á ferðinni. Hann segir
að beðið hafi verið eftir aðferð til
að framkalla fósturlát fljótt og án
mikillar áhættu fyrir konurnar,
þ.e.a.s. ef menn vilji virða rétt
kvenna til að losna við óæskilega
þungun. Hins vegar verði að búa
svo um hnútana að fóstureyðinga-
pillan verði ekki notuð í staðinn fyr-
ir getnaðarvarnir. Nýja pillan er að-
eins trygging sem hægt er að grípa
til þegar í óefni er komið.
Heildarútflutningur landsmanna
árið 1986 nam tæpum 45 milljörö-
um króna, sem er um 33% aukning
frá árinu 1985. Útflutningsráð ís-
lands hefur sent frá sér tölulegar
upplýsingar yfir heildarútflutning
landsmanna árið 1986 og saman-
burðartölur ársins 1985:
Síðustu þrjá mánuði ársins nam
heildarútflutningur landsmanna
11,8 milljörðum króna miðað við
9,2 milljarða sama tímabils 1985 og
er því um 27,6% aukningu að ræða.
Heildarútflutningur landsmanna
aukaskatti
Stjórn Verslunarmannafélags
Reykjavíkur hefur mótmælt áform-
um stjórnvalda um að taka upp
virðisaukaskatt, sem komi í stað
núverandi söluskattskerfis. Á fundi
stjórnarinnar í desember voru fyrri
ályktanir um þetta mál itrekaðar:
Með kerfisbreytingunni er gert
ráð fyrir mun flóknara og kostnað-
arsamarakerfi en nú er og mun öll
skriffinska margfaldast.
Það sem skiptir þó mestu máli er
að kerfisbreytingin, skv. frumvarp-
inu, mun leiða til umtalsverðra ' al-
mennra" verðhækkana. Sú hækkun
kæmi harðast niður á þeim, sem
minnstar tekjur hafa og nota þurfa
stærsta hluta tekna sinna til allra
árið 1986 nam tæpum 45 milljörð-
um króna, sem er um 33% aukning
frá árinu 1985, en þá nam heildarút-
flutningurinn tæpum 44 milljörð-
um króna. Að sjálfsögðu vegur hér
mest útflutningur sjávarafurða,
sem er um 77% af heildarútflutn-
ingnum eða 34,6 milljarðar. Árið
1985 voru sjávarafurðir fluttar út
fyrir 25,2 milljarða og er því hér um
37% aukningu að ræða. Landbún-
aðarafurðir eru 1,3% af heildar-
verðmæti útflutningsins eða 584
milljónir og hefur hér orðið um
23% aukning frá fyrra ári.
brýnustu þarfa, þ.e. matarkaupa.
Þá er gert ráð fyrir verulegri til-
færslu á skattbyrði frá atvinnu-
rekstrinum yfir á launþega.
Núverandi söluskattskerfi er
stórgallað og býður upp á margar
undankomuleiðir í skattskilum.
Það er því brýnt að bæta úr því.
Stjórn Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur leggur hins vegar
þunga áherslu á að nauðsynlegar,
breytingar á núverandi kerfi verði
ekki keyptar því verði að almenn
skattbyrði verði þyngd og það mest
hjá þeim, sem minnstar tekjur hafa.
Slíkum áformum mótmælir stjórn
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
harðlega.
Iðnaðarvörur eru um 20% af
heildarverðmæti útflutningsins og
nemur verðmæti þeirra um 8,9 mill-
jörðum króna og er hér um 16%
aukningu að ræða frá árinu 1985. I
flokki iðnaðarvara vegur mest út-
flutningur áls og álmelmi, sem eru
um 46,3% af heildarútflutningi
iðnaðarvara og er það svipað hlut-
fall og á árinu 1985. Það vekur hins
vegar athygli að útflutningur fatn-
aðar úr ull er nú aðeins um 9,6% af
útfluttum iðnaðarvörum, en var
12,2% af þessum flokki árið 1985.
Þar munar mestu, að útflutningur á
ullarvörum til Bandaríkjanna hefur
dregist saman um 14% miðað við
árið 1985 og um 38% til Sovétríkj-
anna. Hins vegar hefur útflutning-
ur ullarvara til Vestur Evrópu aukist
um 20% og nam að verðmæti 279
milljónum króna á árinu. Heildar-
útflutningur ullarvara nam 859
milljónum króna, sem er 9% sam-
dráttur miðað við árið 1985 i verð-
mætum. Hins vegar hefur útflutn-
ingur ullarvara dregist saman á
milli ára um 28% í magni.
Af öðrum vöruflokkum má
benda á, að útflutningur véla og
tækja fyrir sjávarútveginn hefur
aukist um 131% til Vestur Evrópu
og nam í verðmætum 185 milljón-
um króna á s.l. ári.
Skinnavörur voru fluttar út fyrir
522 milljónir á árinu 1986, sem er
um 42% aukning frá fyrra ári. Þar
munar mestu að þrátt fyrir sam-
drátt í magni um 8% í útflutningi
loðsútaðra skinna hefur verðmæta-
aukningin verið um 42%.
Útflutningur niðurlagðra sjávar-
afurða er svotil óbreyttur í magni,
en verðmæti hefur hins vegar aukist
um 18%.
Þess má að lokum geta að meðal-
gengi Bandaríkjadollara er nánast
það sama á árinu 1986 og á árinu
1985.
Aukin útflutningsverðmæti ’86
— Um 37% aukning í verðmætum útfluttra sjávarafurða
Bretar heiðra
Ólöfu Pálsdóttur
— kjörin heiðursfélagi Konunglega breska mynd-
höggvarafélagsins. Auk Ólafar hafa aðeins fjórir hlotið
þessa viðurkenningu.
Ólöf Pálsdóttir, myndhöggvari
hefur verið kjörin heiðursfélagi,
Hon FBRS, í „The Royal Society of
British Sculptors“. (Konunglega
breska myndhöggvarafélagið. Félag
þetta var stofnað um síðustu alda-
mót og er núverandi verndari þess,
Elísabet II., drottning.
Auk Ólafar hafa 4 menn verið
kjörnir heiðursfélagar í félaginu,
þar á meðal, forsetar „National
Sculptore Society“ í New York og
„Royal Scottish Academy", í Edin-
burgh.
Ólöf stundaði nám í Konunglega
listaháskólanum í Kaupmannahöfn
hjá próf. Utzon-Frank; í Kairó og
Luxor í Egyptalandi, hjá próf.
Wissa Wassef; og í Róm, hjá próf.
Fatzzini.
Hún hlaut gullverðlaun Konung-
lega listaháskólans í Khöfn., 1955
fyrir verkið „Sonur“, sem er í eigu
listasafns íslands og var sæmd ís-
lensku fálkaorðunni 1970.
Ólöf hefur hlotið opinbera lista-
styrki, hérlendis og erlendis, m.a.
frá Danmörku og Italíu, Finnlandi
og Noregi, en þar hlaut hún Edward
Munch listastyrkinn, í Ekely.
Hún hefur lengi búið erlendis og
unnið þar mestmegnis að list sinni,
sýnt og selt verk sín þar víða og
hlotið lof listagagnrýnenda, í fjöl-
miðlum eins og stundum hefur
komið fram í íslenskum fréttum.
Ólöf hefur oft sýnt verk sín með
norrænu listamannasamtökunum:
„Den Nordiske", en hún er einn af
stofnendum þeirra samtaka.
í Englandi sýndi Ólöf fyrst 1971 er
Cambridgeháskóli bauð henni að
sýna verk sín í Kettles Yard
Museum, í Cambridge. Einnig
hafði hún sýningu í Islington ráð-
húsi í London 1977 og einkasýningu
í Mayfair, London 1982.
Þá má geta þess að 1983 var
höggmynd eftir Ólöfu Pálsdóttur
seld á hinu heimsfræga listaupp-
boði Christie’s, í listaflokknum:
„Impressionist and Modern Paint-
ings and Sculpture". En þar voru
m.a. seld verk eftir Francis Bacon,
Ben Nicholson, Rodin, Schwitters,
Chirico og Picasso.
Árið 1984 sýndi Ólöf í París, í
boði alþjóðalistafélagsins: „Artist-
es Contemporains" í „Le Salon des
Nations".
VR mótmælir virðis-