Alþýðublaðið - 13.02.1987, Side 3

Alþýðublaðið - 13.02.1987, Side 3
Föstudagur 13. febrúar 1987 Kosningamiðstöðin: Jón Bragi talar um nýsköpun í atvinnulífi Fundur verður í kosninga- miðstöð Alþýðuflokksins, Síðu- múla 12, Reykjavík, klukkan 14 n.k. laugardag. Þar mun Jón Bragi Bjarnason, lífefnafræð- ingur, fimmti maður á lista Ál- þýðuflokksins í Reykjavík, ræða um nýsköpun í atvinnulifi. Kjördœmisráð Norðurlands eystra: Fundur um framboðs- listann á laugardag Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra boðar til fundar laugardaginn 14. febrúar klukkan 15:00 í Strand- götu 9, Akureyri. A fundinum verður fjaliað um framboðslista flokksins í kjördæminu vegna væntanlegra alþingiskosnigna. Mæt- ið vel og stundvíslega. Stjórn Kjördæmisráðsins. Viðtalstímar Jóns Sigurðssonar Jón Sigurðsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykja- vík verður til viðtals í kosninga- miðstöð Alþýðufiokksins, Síðu- múla 12, Á föstudag klukkan 11—12. Síminn i kosningamiðstöð- inni er 68 93 70. Vinstrimenn opna skrifstofu Félag Vinstrimanna í Háskóla ís- lands hefur opnað skrifstofu á ann- ari hæð í Félagsstofnun Stúdenta. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá kl. 13:00 til 17:00. Boðið er upp á kaffi allan daginn, en einnig er hægt að hafa samband í gegnum síma. Símar félagsins eru 2 60 77 og 2 95 52. Verkalýðsmáianefnd Alþýðuflokksins Gengst fyrir hádegisverðarfundi að Hótel Esju 2. hæð laugardaginn 14. feb. n. k. kl. 11—14. Fundarefni verður: 1. Hvað vill fólk úr launþegahreyfingunni leggja höfuð- áherslu á I komandi kosningum. 2. Stuttar framsögur fólks úr verkalýðshreyfingunni, meðal annars Láru V. Júlfusdóttur, lögfræðings A.S.Í. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um verkalýðs- mál. Stjórn Verkalýðsmálanefndar. Hjúkrunar- og umönnunarheimilið Skjól Tilboð opnuð Að undanförnu hafa farið fram útboð vegna ýmissa framkvæmda við hjúkrunar- og umönnunarheimilið Skjól sem risið er á Laugarási. Tilboð voru opnuð 9. þessa mán. I Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar. í múrverk inni komu 8 tilboð, lægst kr. 7.135.000 og hæst kr. 11.196.000. Kostnaðaráætlun var kr. 9.374.000. í gerð loftræstikerfis bárust 8 tilboð. Lægst kr. 7.790. 000 og hæst kr. 9.483.000. Kostnaðaráætlun var kr. 8.444.000. í gerð raforkuvirkja bárust 5 tilboð, lægst 6.169.000, hæst 6.911.000. Kostnaðaráætlun var 7.784.000. í hita og hreinlætiskerfi bárust 8 tilboð, lægst 10.057. 000 og hæst 12.950.000. Kostnaðaráætlun var 12.992. 000. Vinna er hafin við að taka afstöðu til þeirra boða sem bárust. Það skal tekið fram að verk þau sem hér á að kaupa ná til alls framkvæmdatima Skjóls. Gert er ráð fyrir að fyrsti hluti hússins verði tekinn í notkun innan árs. Slðan verður húsið tekið i notkun eft- ir þvi sem verki miðar. f STAÐARNEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu \^er komið.______ yUMFERÐAR RÁD Ekkert slor eða þanníg, því nú verður fyrstí vínníngurínn tvöfaldur eða ? Slepptu þessu tækífærí, ef þú þorír!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.