Alþýðublaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 17. febrúar 1987 RITSTJÓRNA.RGREIN ....... Hver er hin rétta leið ríkisstjórnarinnar? Það er nú orðið deginum Ijósara, að ýmsir af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, með formanninn ( broddi fylkingar, telja Alþýðu- flokkinn höfuðandstæðing sinn ( þeirri kosn- ingabaráttu, sem framundan er. Um leið hefur dregið saman með Framsókn og Sjálfstæðis- flokki, og verður ekki annað lesið úr ræðum for- manns Sjálfstæðisflokksins slðustu vikur en hann biðli ákaft til Framsóknar um áframhald- andi stjórnarsamstarf að kosningum loknum. SHkt samstarf vill hann byggja á góðvild nátt- úruaflanna, áframhaldandi góðæri til lands og sjávar. Annað hafa þessir flokkar ekki til að styðjast við. Þorsteinn Pálsson hefurað undanförnu hald-- ið fundi undir kjörorðinu „Vlkjum ekki af réttri leið”. Þar vitnar hann ósþart til þeirrar leiðar, sem stjórnarflokkarnir hafa farið. Frá þessari leið vill hann ekki vlkja, og virðist þar með geir- negla áframhaldandi samstarf við Framsókn- arflokkinn. Þetta hlýtur að vera mikið umhugs- unarefni fyrir alla þá stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins, sem teljasamvinnu við Fram- sókn versta valkost Islenskra stjórnmála. I ræðum slnum hefur Þorsteinn Páisson mikið fjallað um árangur stjórnarflokkanna I efna- hagsmálum, og þá einkum I baráttunni við verðbólguna. Hann hirðirekki umaðgetaþess, aö það er Islenskt launafólk, sem hefur greitt verðbólguna niður með lágum launum. Hann gleymir þvl einnig, að þjóðin hefur notið ein- hversmestagóðærislsögunni undanfarin þrjú ár. Allt hefur hjálpast að; lækkun olíuverðs, mikill afli, hátt fiskverð áerlendum markaði og árgæska. Menn geta velt þvl fyrir sér hvað hefði oröið um starf rlkisstjórnarinnar, ef ytri skilyrði hefðu ekki batnað svo mjög sem raun ber vitni. En þrátt fyrir aðstoð náttúruaflanna hefur ríkis- stjórninni tekist að klúðra mörgum veiga- mestu málaflokkum þjóðarinnar. Heilbrigð- iskerfiðerl lamasessi, menntakerfið hefurorð- ið fyrir verulegum áföllum, húsnæðiskerfið rið- ar til falls og skattakerfið er I rúst, eins og ráð- herrarnir hafa sjálfir lýst yfir. Flestir þættir vel- ferðarmálanna hafa setið á hakanum. Rlkis- stjórnin hefur heldur ekki hreinsað af sér þá óværu, sem fylgt hefur Hafskips/Útvegsbanka- málinu og vaxtaokrinu. Þessi ríkisstjórn hefur I raun og veru ekki af miklu að státa. Óvænt tekjuaukning þjóðarinn- ar I formi betri ytri skilyrða og þrældóms meiri- hluta launþega, hefur skilað henni yfir marg- vfslegar torfærur. En það eru ekki verk rlkis- stjórnarinnar þótt forystumenn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar vilji láta það I veðri vaka. Það er þvl ekki að undra þótt sjálfstæðismenn ráðist að Alþýöuflokknum fyrir það eitt að fletta ofan af blekkingunum. Stór hluti þjóðar- innar hefur ekki orðið var við það góðæri, sem formaður Sjálfstæðisflokksins er alltaf að tala um. Það fólk skilur ekki yfirlýsingar formanns- ins um, að íslendingar hafi aldrei haft það betra en nú. Alþýðuflokkurinn má vera ánægður með það hlutverk, að vera höfuðandstæðingur nýfrjáls- hyggjumannanna I Sjálfstæðisflokknum. Það segir Alþýðuflokksmönnum þá sögu, að þeir séu á réttri leiö. Jón 1 fækkun starfsmanna eða sparnað. Hún er þvert á móti um verri nýt- ingu starfsmanna, fjölgun starfs- manna, margverknað og aukinn kostnað. Hvers vegna er hún þá flutt? Vegna þess að hún er tilraun sjálfstæðismanna til að koma höggi á Jón Sigurðsspn. En meira að segja það mistókst. í greinargerðinni seg- ir um tilefni tillöguflutningsins: „Nú vill svo til að forstjóri Þjóð- hagsstofnunar er að láta af störfum vegna stjórnmálaafskipta og er þá kjörið tækifæri til að afnema stofn- un hans” Þessi setniong er makalaus. Óaf- vitandi er hún einhver mesta Tilkynning Þeirsemteljasigeigabllaágeymslusvæði „Vöku”áAr- túnshöfða þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 1. mars n.k. Hlutaðeigendur hafi samband við afgreiðsiumann „Vöku” að Eldshöfða 6 og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir á sorphaug á kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari viðvörunar. Reykjavik, 16. febrúar 1987 Gatnamálastjórinn í Reykjavik Hreinsunardeild Utboð Innkaupastofnun Reykjavikurborgar fyrir hönd bygg- ingardeildaróskar eftirtilboðum i málun áýmsum fast- eignum Reykjavikurborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavtk gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 25. febr. n.k. kl. 15. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Pósthólf 878 — 101 Reykjavik |l| Til sölu W einbýlishús Til sölu stórt einbýlishús ( Seljahverfi ( Reykjavfk, stærðhússinser460m2, innbyggðurbflskúr, möguleiki á sérlbúð og/eða vinnuaðstöðu. Teikningareru til sýnis áskrifstofu vorri Frfkirkjuvegi 3, Reykjavlk. Nánari uplýsingar veitir Æskulýðsfulltrúi I slma 622215. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykjavik traustsyfirlýsing sem nokkur emb- ættismaður hefur nokkurn tímann fengið um sig prentaða á þingskjali. Þarna er með öðrum orðum sagt: Jón Sigurðsson er tuttugu manna maki. Láti hann af störfum þá er stofnunin óstarfhæf. Að vísu veit ég að Jón er margra manna maki. En að hann geti leyst af hólmi 20 sérfróða menn, er kannski of í lagt. Hins vegar verður að játa að þetta Verðlagsstofnun: Matvöruverslun á ísafirði eru ekki beinlínis meðmæli með eftirmanni hans. Ein spurning í lokin: Ef Jóhann- es Nordal stæði uppi úr hásæti sínu í Seðlabanka og færi í framboð fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, mætti þá treysta því að Eyjólfur Konráð fengi til liðs við sig hálft dúsín af kerfis- körlum úr Sjálfstæðisflokknum til að flytja tillögu um að þá væri kjör- ið tækifæri til að leggja niður Seðlabankann, með Geir Hall- grímssyni og manni og mús? Ég held varla. Tillögu um endurskipulagningu á kerfinu þurfa auðvitað að fylgja rök. Hugmyndum um hvemig hlut- um yrði þar betur fyrir komið. Til- efnið er ekki það hvort einhverjir einstaklingar láti af störfum. Til- efnið er málefnaleg rök og það er það sem vantar í þessa tillögu. og í Vestmannaeyjum — verðlag, verðmyndun og aðstæður í verslun Verðlagsstofnun gerir reglulegan samanburð á verðlagi í matvöru- verslunum víðs vegar á landinu. Byggist hann á verðkönnun á um 370 algengum vörutegundum. Sam- anburðurinn hefur leitt í ljós að nokkur munur er á verðlagi í ein- stökum landshlutum og byggðar- lögum. Er eðlilegt að svo sé, einkum að verðlag sé hærra í dreifbýli en þéttbýli. Því veldur m.a. flutnings- kostnaður og meiri kostnaður við birgðahald í verslunum sem eru með litla sölu og eru fjarri heild- sölufyrirtækjum. Dæmi eru um að munur á verð- lagi á milli staða sé það mikill að ekki er unnt að skýra hann nema að hluta með fyrrgreindum ástæðum. Þarf því að leita annarra skýringa. Verðlag í matvöruverslunum á ísafirði og Vestmannaeyjum á síð- asta ári gaf að mati Verðlagsstofn- unar tilefni til sérstakrar athugun- ar. Slík athugun var gerð í lok nóvember og byrjun desember á liðnu ári og birtast helstu niður- stöður hennar í 3. tbl. Verðkönnun- ar Verðlagsstofnunar frá þessu ári. Athugun stofnunarinnar stað- festi að verðlag er mun hærra á ísa- firði og í Vestmannaeyjum en á höf- uðborgars væðinu. Meginniðurstöður athugunar Verðlagsstofnunar eru m.a. þessar: ísafjörður — Mikið umfang verslunar á Isa- firði með mat- og hreinlætisvör- ur þ^. fjöldi og stærð fyrirtækja veldur hærra verðlagi þar en annars staðar á landinu. Fjöldi og stærð þeirra umboðs- og heildsölufyrirtækja sem þjóna ekki fleiri smásöluverslunum en raun ber vitni, hlýtur að hafa áhrif til hækkunar vöruverðs nema álagning í smásölu lækki vegna þjónustu milliliðanna. — Þrátt fyrir þá þjónustu sem milliliðirnir veita sem ætti að minnka mjög kostnað smásölu- verslana hefur smásöluálagning- in hins vegar ekki lækkað heldur hækkað í sumum tilvikum. — Verðskyn neytenda er lítið sem kemur m.a. fram í því að verö- samkeppni er lítil þrátt fyrir all- nokkurn verðmun á milli versl- ana. — Telja verður líklegt að verölag muni áfram vera svipaö i saman- burði við verðlag í öðrum byggð- arlögum verði engar skipulags- legar breytingar á versluninni eða verslunareigendur taki upp breytta starfshætti. Aukið að- hald af hálfu neytenda með verðsamanburði á milli verslana verður jafnframt að koma til ef eðlileg verðsamkeppni á að geta þróast á Isafirði. Vestmannaeyjar — Það er mat Verðiagsstofnunar að ástæður fyrir hærra verðlagi í Vestmannaeyjum en víðast annars staðar á landinu séu svip- aðar og á ísafirði. Er þá vísaö til hins mikla fjölda verslunarfyrir- tækja bæði í umboðs- og heild- sölu svo og smásölu. Einnig má nefna tiltölulega háan flutnings- kostnað og skort á verðsam- keppni. Ekki er að vænta breyt- inga á ástandi verðlagsmála i Vestmannaeyjum nema breyting verði á skipulagi verslunar- rekstrar og verðsamkeppni verði virkari. Verðkönnun Verðlagsstofnunar liggur frammi á skrifstofu stofnun- arinnar og hjá fulltrúum hennar ut- an Reykjavíkur. Símanúmer Verð- lagsstofnunar er 91—27422. Dæmi um verðmun á nokkrum vörutegundum í desember sl. Meðalverð Vestmannaeyjar Meðalverð Reykjavík Verðmunur Juvel-hveiti 56 kr. 46 kr. 22% Kelloggs kornflakes 147 kr. 128 kr. 15% Hvítkál 70 kr. 56 kr. 25% Epli, rauð 100 kr. 85 kr. 18% Coca cola 27 kr. 20 kr. 35%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.