Alþýðublaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.02.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. febrúar 1987 Kirkjulegur kvennaáratugur Alkirkjuráðið hefur áætlanir á prjónunum um kirkjulegan kvennaáratug til að styrkja sam- stöðu kvenna um heim allan. Sam- kvæmt áætluninni verður áratugur- inn 1989—1998 áratugur kvenna innan vébanda kirkjunnar. Framkvæmdanefnd ráðsins hef- ur tekið tillögunni vel og einnig hef- ur hún fengið góðar undirtektir hjá kvenlegum fulltrúum í miðstjórn ráðsins. Hugmynd þessi er talin rökrétt framhald af fyrri samþykkt- um ráðsins um að sjónarmið kvenna skuli fá að njóta sín í aukn- um mæli í alþóðlegu kirkjustarfi. Á kirkjulegum kvennaáratug verður unnið að auknum áhrifum kvenna í kirkjustarfi og sömuleiðis verður áhrifum kirkjunnar beitt til að bæta stöðu kvenna í samfélag- inu. Kúrdar 4 unum. Hinir heyja sína þjóðernis- baráttu með öðrum og mildari að- ferðum. Kúradar Baráttan um frjálst og sjálfstætt Kúrdistan hefur staðið í langan tíma og saga fólksins er saga um stöðuga undirokun, nauðungar- flutninga og þjóðarmorð. Kúrdar eru sérstakur þjóðflokkur, með sitt eigið mál og eigin menningu, en býr í landamærahéruðum fimm mis- munandi þjóðlanda. Þeir krefjast sjálfstjórnar og að þeirra eigin menning sé viðurkennd, en ekkert landanna fimm vill sleppa sínum hluta umráðasvæðisins. Þeir hafa stundað skæruhernað gegn stjórn- völdum árum saman. Stærsta þjóðarbrotið býr í fjalla- héruðum lýrklands og þar fengu Kúrdar loforð um stofnun sérstaks ríkis árið 1920 eftir ósigur lýrkja í heimsstyrjöldinni fyrri. Það loforð var aldrei efnt. Á 7. áratugnum fengu Kúrdar í írak peninga og vopn hjá keisara- stjórninni í íran og upp úr 1970 höfðu þeir styrkt stöðu sina svo mjög að stjórnin í írak sá þann kost vænstan að veita Kúrdum í norður- hluta iandsins aukin pólitísk rétt- indi og stjórn sinna eigin mála. Þeg- ar íran og írak mæltu til „vináttu“ síðar meir, misstu Kúrdar pólitísk réttindi sín og hin skammvinna heimastjórn var frá þeim tekin. í lýrklandi eru Kúrdar alls ekki viðurkenndir sem sérstakur þjóð- flokkur og tyrknesk yfirvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra Kúrdana í að rækja sína þjóðlegu siði og menningu og halda við málinu. Kúrdiski verkamannaflokkur- inn, PKK, var stofnaður árið 1973 og er að eigin sögn marxísk-lenín- iskur flokkur. Auk þess að standa fyrir árásum á tyrkneska valdhafa, hafa samtökin skapað sér sess með- al alþjóðlegra hryðjuverkasam- taka. Frá aðalstöðvunum í Damaskus berast jafnt og þétt boð um aftökur á þeim sem hafa yfir- gefið samtökin. Þar ríkir jámagi. Þær aðgerðir hafa m.a. orðið til þess að önnur frelsissamtök Kúrda vilja ekkert láta bendla sig við starf- semi PKK, jafnvel þótt endanleg markmið og baráttumál séu þau sömu. \ Ferðu stundum á hausínn? Hundruð gangandi manna slasast árlega í hálkuslysum. Á mannbroddum, ísklóm eða negldum skóhlífum ertu „svellkaldur/köld". \ Heimsæktu skósmiðinn! ^UMFERÐAR y Auglýsing um áburðarverð 1987 Efnainnihald Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Tegund N-P205-K20-Ca-S febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst sept. Kjarni 33- 0- 0- 2- 0 10220 10360 10500 10640 10780 10920 11060 11200 Maqni 1 26- 0- 0- 9- 0 8440 8560 8680 8800 8920 9040 9160 9260 Maqni 2 20- 0- 0-15- 0 6940 7020 7120 7220 7320 7420 7500 7600 Móði 1 26-14- 0- 2- 0 12140 12300 12480 12640 12800 12980 13140 13320 Móði 2 23-23- 0- 1- 0 13060 13240 13420 13600 13780 13960 14140 14320 Græðir 1 14-18-18- 0- 6 13140 13320 13500 13680 13860 14040 14220 14400 Græðir 1A 12-19-19- 0- 6 12840 13020 13200 13380 13560 13740 13920 14100 Græðir 2 23-11-11- 0- 0 11760 11920 12080 12240 12400 12560 12720 12900 Græðir 3 20-14-14- 0- 0 11800 11980 12140 12300 12460 12620 12800 12960 Græðir 4 23-14- 9- 0- 0 12160 12320 12500 12660 12820 13000 13160 13340 Græðir 4 A 23-14- 9- 0- 2 12760 12940 13120 13300 13480 13660 13840 14000 Græðir 5 17-17-17- 0- 0 11860 12040 12200 12360 12520 12680 12860 13020 Græðir 6 20-10-10- 4- 1 11020 11180 11320 11480 11640 11780 11940 12100 Græðir 7 20-12- 8- 4- 1 11220 11360 11520 11680 11840 12000 12140 12300 Græðir 8 18- 9-14- 4- 1 10680 10820 10980 11120 11260 11420 11560 11720 Græðir 9 24- 9- 8-1,5-2 11980 12140 12320 12480 12640 12820 12980 13140 Þrífosfat 0-45- 0- 0- 0 9640 9780 9900 10040 10180 10300 10440 10580 Kalíum kls 0- 0-60- 0- 0 6960 7060 7160 7260 7360 7460 7560 7640 " brst 0- 0-50- 0- 0 11220 11360 11520 11680 11840 12000 12140 12300 Ofangrelnt verð er heildsöluverð miðað við staðgreiðslu í hverjum mánuði. Áburðar- verksmiðjan selur einungis til búnaðarfélaga, samvinnufélaga, verslunarfélaga, hrepps- og bæjarfélaga og annarra opinberra aðila. Áburðarverksmiðjan afhendir áburð þann sem hún selur til framangreindra aðila á sama verði, miðað við afhendingu úr vörugeymslu í Gufunesi eða vörugeymslu áburðarflytjanda á eftirgreindum höfnum: ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur Patreksfjörður Bíldudalur Þingeyri Flateyri Suðureyri Bolungarvík Isafjörður Norðurfjörður Hólmavík Hvammstangi Blönduós Sauðárkrókur Hofsós ólafsfjörður Siglufjörður Dalvík Akureyri Grenivík Svalbarðseyri Húsavík Þórshöfn Kópasker Vopnafjörður Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupsstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Hornafjörður Vestmannaeyjar óski kaupandi áburðar, sem búsettur er utan svæðis sem takmarkast af Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, Kjósarsýslu, Gullbringusýslu, Árnessýslu, Rangárvallasýslu, að fá áburð afhentan í Gufunesi og annast flutning áburðarins sjálfur skal hann fá endurgreitt sem nemur flutningskostnaði Áburðarverksmiðjunnar á næstu höfn ásamt uppskipunar- vöru- og sjótryggingargjaldi. Áburðarverksmiðjan mun ekki annast flutninga til Dalasýslu og Austur-Barðastrandasýslu eins og verið hefur. Ennfremur mun Áburðarverksmiðjan ekki annast flutninga til Vestur-Skaftafellssýslu. Hinsvegar mun Áburðarverksmiðjan greiða flutningsstyrk til áburðarkaupenda í framangreindum sýslum og ákvarðast flutningsstyrkurinn hverju sinni með hliðsjón af flutningskostnaði til næstu hafnar. Grelðslukjör. Árið 1987 eru greiðslukjör vegna áburðarviðskipta sem hér segir: a) Staðgreiðsla á staðgreiðsluverði viðkomandi mánaðar. b) Kaupandi greiðir áburðinn með tíu (10) jöfnum greiðslum, sem hefjast í febrúar en lýkur í nóvember. c) Kaupandi greiðir áburðinn með átta (8) jöfnum greiðslum, sem hefjast í mars en lýkur í október. d) Kaupandi greiðir 25% við afhendingu áburðar og þrjár (3) jafnar greiðslur í júní, júlí og ágúst. Gjalddagi er 25. hvers mánaðar. Sá hluti áburðar sem afhentur er á lánskjörum skuldfærist á staðgreiðsluverði sem í gildi er í afhendingarmánuðinum en frá og með fyrsta degi næsta mánaðar eftir afhendingarmánuð reiknast vextir á höfuðstól skuldarinnar. Gerður skal viðskiptasamningur um lánsviðskiptl. Vextir skulu á hverjum tíma vera þeir sömu og afurðalánavextir sem auglýstir eru hjá Landsbanka Islands, sem eru í dag 16,5%. Vextir greiðast eftir á, á sömu gjalddögum og afborganir. Kaupandi skal leggja fram tryggingu fyrir þeim hluta viðskiptanna sem eru láns- viðskipti. Tryggingar skulu vera í formi ávísunar á væntanleg rekstrar og/eða afurðalán eða með öðrum þeim hætti sem Áburðarverksmiðjan metur fullnægjandL. Gufunesi 13. febrúar 1987 ABURÐARVERKSMIÐJA RIKISINS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.