Alþýðublaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 1
alþýóu in RT-rr.M Þriðjudagur 24. febrúar 1987 37. tbl. 68. árg. Fjárhagsvancli hitaveitna: Málin loks á tillögustigi — Vonast er til að nefnd iðnaðarráðherra skili tillögum eftir u.þ.b. viku. Ekki líklegt að tillögurnar verði í anda hugmynda forsvarsmanna veitnanna. „Við gengum endanlega frá þeim forsendum scm við ætlum að nota í útreikningunum. Við miðum síðan að því, að eftir u.þ.b. viku geti til- lögur legið fyrir. Annars er þetta mjög erfitt því það hefur litið kom- ið fram um það hvað hægt er að gera heima hjá þeim sjálfum. Það hefur unnist lítili tími til að skoða þá hluti,“ sagði Jónas Elíasson, að- stoðarmaður iðnaðarráðherra, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Jónas er formaður nefndar þeirrar er ráðherra skipaði til að vinna að tillögum um lausn á fjárhagsvanda verst settu hitaveitnanna í landinu. Fulltrúar hitaveitnanna hafa átt nokkra fundi með nefndinni og var sá síðasti haldinn á föstudag. „Við lögðum fram útreikninga á því hvernig dæmið liti út ef nýsam- þykktar gjaldskrár stæðu óbreyttar að raungildi og skuldir og kostnað- ur væru eins og mönnum sýnist núna. Síðan lögðum við fram aðra útreikninga miðaða við að við lækkuðum verðið niður í það sem svaraði niðurgreiddu rafmagni til húshitunar — menn velta því síðan náttúrlega fyrir sér hvað þurfi að koma til svo hlutirnir geti gengið einhvers staðar á þessu róli. En, við óskum eftir því að verðið fari eitt- hvað niður í svipað og á niður- greiddu rafmagni" sagði Ingólfur Hrólfsson, hitaveitustjóri Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, í sam- tali við Alþýðublaðið. Ef gengið verður til móts við hug- myndir um verð sem miðist við nið- urgreitt rafmagn til húshitunar er um að ræða um 25% lækkun á markaðssvæði Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Jónas Elíasson vildi ekkert um þessar tillögur segja, né hvort um lækkun yrði að ræða yfirleitt í þeim tillögum sem nefnd ráðheira vinnur að. Á fundunum var nokkuð rætt um hvaða betrumbætur mætti gera heima í héraði. Ingólfur sagði að það hefði einkum verið tvennt sem rætt var í því sambandi: Möguleik- ar á að yfirtaka rafhitamarkaðinn og um sameiningu orkufyrirtækja innan héraðanna. Ingólfur sagði hvað varðaði sameiningu orkufyrir- tækja, þá væri það mjög stórt og yfirgripsmikið dæmi sem ekki hefði unnist tími til að vinna að í þessari lotu. Kosninsamiðstöðin í Síðumúla 12 Fyrír nokkru opnaði Alþýðuflokkurinn kosningamiðstöð íSíðumúla 12 íReykjavík. Þar hefur flokkurinn rúm- gott húsnœði ogfer þar fram mikið starf. Efstu menn á listanum í Reykjavík eru þarna með skrifstofuaðstöðu og viðtalstíma. Þá hafa verið haldnir opnir fundir um margvísleg mál. Fjöldi fólks lítur við á hverjum degi, enda allir velkomnir og alltaf kaffi á könnunni. Kosningamiðstöðin er rœkilega merkt og œtti enginn að þurfa að villast. Hættumerkin blasa við — Reynist góðærið skammgóður vermir, eða nýtist það okkur til að hefja nýtt fram- faraskeið í efnahagsmálum? „Það ræðst af stefnu og stjórnsemi ríkisstjórnarinnar á þessu ári og þá fyrst og fremst að afstöðnum kosningum“, segir Jón Sigurðsson m.a. í samtali við Alþýðublaðið um nýútkomna þjóðhagsspá. „Þærtölursem Þjóðhagsstofnun er nú að birta um afkomu þjóðar- búsins 1986 og horfurnar fyrir þetta ár eru í öllum aðalatriðum þær sömu og stofnunin sagði frá í frétt í byrjun desember. Þannig kemur fátt á óvart í þessu efni“, sagði Jón Sigurösson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Keykjavík, í samtali við Alþýðublaðið í gær, þegar hann var spurður um nýút- koinna spá Þjóðhagsstofnunar, þar sem m.a. kemur fram að verðbólga verði töluvert meiri cn reiknað hef- ur verið með á þessu ári, cða uin 11—12%. í spánni ereinnig gert ráð fyrir mun liægari vexti landsfram- leiðslu, en hagvöxtur var um 6,5% hér á landi í fyrra og þjóðartekjur jukust um 8,5% vegna mikils bata viðskiptakjara. Spáin gerir ráð fyrir að landsframleiðslan geti vaxið um 3,5% og þjóðartekjur um 5,5%. „Það er ánægjulegt að afkoma þjóðarbúsins batnaði verulega í fyrra. En við skulum átta okkur á því að þennan efnahagsbata eigum við fyrst og fremst að þakka ein- staklega hagstæðum ytri aðstæðum sem ekki er á valdi okkar sjálfra eða íslenskra stjórnvalda. Ástæðurnar fyrir efnahagsbatanum eru i aðal- atriðum fimm. 1. Góð aflabrögð. 2. Hátt afurðaverð. 3. Stórfelld lækk- un á olíurverði í heiminum og i Framhald á bls. 2 Astandið í húsnæðismálum á islandi: Ásmundur Hilmarsson, starfsmaður Sambands bygzingarmanna: Ummæli fasteignasala forkastanleg 44 Hafa meiri áhrif á markaðinn en þeir vilja vera láta. Kjarkleysi hjá al- þingismönnum. Næsta ríkisstjórn ekki bundin af 3,5% vöxtum. Fé- lagsmálaráðherra hefur í hendi sér að stöðva lán til stóreignafólks. í Alþýðublaðinu s.l. laugardag var viðtal við Ásmund Hilmars- son, starfsmann Sambands bygg- ingarmanna. Ýmislegt forvitnilegt kom fram í viðtalinu við Ásmund, eins og lesendur hafa vafalaust tekið eftir, en um þátt fasteigna- sala í hækkun á íbúðaverði á al- mennum markaði, sagði Ás- mundur: „í viðtali Alþýðublaðsins við Friðrik Stefánsson, varaformann fasteignasala, fyrir nokkrum dög- um, sagði Friðrik eitthvað á þá leið að fyrst að unga fólkið fengi svona hátt lán eða lánsloforð, sem væri nokkru hærra en t.d. tveggja herbergja íbúðir kosta í dag, þá hefði markaðurinn gert sér lítið fyrir og hækkað þessar tveggja herbergja íbúðir upp í þessa tölu! Ég verð að segja að mér finnst alveg guðdómlegt að heyra þetta frá manni eins og Friðriki Stef- ánssyni sem er í raun ráðgjafi þessa sama fólks. Ef hann er ráð- gjafi þessa fólks sem getur eignast íbúð með láni sem nær ekki há- marksláni, — og þar að auki með minni útborgun, sem þýðir það að þetta unga fólk kemst betur af heldur en það gerði þegar það kaupir stærri íbúð, þá er ekki hægt að kalla slíka ráðgjöf annað en hneykslanlega. Ætli fasteigna- salar hafi ekki haft einhver áhrif á það t.d. hvernig eftirspurnin er? Það mætti segja mér það. Fasteignasalinn ráðleggur við- skiptamanni sínum til dæmis um kaup á íbúð með tilliti til þess hversu mikil lán eru í boði og þeg- ar ungi maðurinn kemur, sem að fasteignasalinn er að segja að óski eftir tveggja herbergja íbúð, þá segir fasteignasalinn við hann: Þú skalt taka miklu meira lán heldur en það sem þú kemst af með í tveggja herbergja íbúðina og þú skal líka leggja fram miklu meira fé, sem eigin hluta þinn. Ef þú átt 700 þús. kr. í peningum, þá ferðu bara í bankann og slærð lán fyrir því sem á vantar og svo færðu 2, eitthvað milljónir í viðbót frá hús- næðisstjórn. Og það er lán sem þú borgar á 40 árum, — að vísu verð- tryggt, en fasteignasalinn er ekk- ert að segja þér það, hann segir bara að lánið sé með 3,5% vöxt- um. Það er þetta sem er svívirði- legt. Ef það er rétt sem haldið hefur verið fram og allt bendir til að 3ja—4ra herbergja íbúðir hafa hækkað um 30—40%, bara vegna þessa, hvað geturðu þá ímyndað þér að íbúðarverð myndi hækka á öllu höfuðborgarsvæðinu, ef að yrði svarað allri eftirspurn strax? Það yrði hreint hrikalegt, sem þýðir með öðrum orðum það, að það verður að hafa eitthvert taum- hald á þessu. Það er til dæmis hægt að hafa hemil á þessu með því að það verður ákveðinn fjöldi lána sem verða afgreidd, ef við sjáum það að biðtíminn ætlar að verða óeðli- lega langur, þá eigum við mögu- leika til þess að svara því. Til dæmis með því að auka fé inn í byggingasjóð ríkisins. Við skulum gera okkur grein fyrir að það fé sem kemur inn í byggingasjóð ríkisins, það er með tvennum hætti: Annars vegar þá veistu sæmilega vel hvað mikið kemur frá lífeyrissjóðunum, vegna þess að lífeyrissjóðirnir vita nokkurn veginn hvað mikið kem- ur inn og hvað mikið fer út. Eins er hægt að vita með fullri vissu hvaða lífeyrissjóðir gera samning við Húsnæðisstofnun, sem þýðir að þú hefur allgóða hugmynd um stærsta hluta þess fjármagns sem kemur inn í húsnæðislánakerfið. Svo í öðru lagi eins og allir hafa gert sér grein fyrir? Að ríkisfram- lagið er afgangsstærð, sem þýðir með öðrum orðum að lengdin á herkostnaður g held aö meginatriöiö sé það bð eru kosningar framundan. vegna sé þctta mál blásiö na út. Ég geri mér reyndar ekki ifyrir þvi hvaö frambjóöendur Kmálaflokkanna eru að faru. (r reyndar min skoöun aö þessi ningaundirbúningsumræöa sem i hefur fram að undanförnu, iþví ef til vill aö enn fleiri um- \berast núna en vera myndi öðrum kringumstæðum," Ásmundur Hilmarsson, kmaöur Sambands byggingar- IblaAL' ' það, að menn búi sig undir það að leggja nánast allt lifsstarf sitt að veði. Það að verða sér úti um hús- næði hér á landi, þýðir að þú ert að taka þátt i herþjónustu. Þess vegna er grundvallaratriðið núna, að menn sæki um lán, fái svar og miði sig siðan við það hvernig gengur. Fyrsta skrefið er að sækja um lán. Næsta skrefið er að sækja um lóð og ef þu ert i Rcykjavik geturðu fengið lóð nánast strax. Lóðina þarftu siðan að borga á niu mánuð- um, hún gæti kostað 7-800 þúsund röðinni, þ.e. biðtíminn, hann ræðst 100% af þvi hvert ríkis- framlagið er. Þá þurfa menn sem sagt að leggja mat á það hvort röðin sé orðin óeðlilega löng og setjum við það innan gæsalappa, vegna þess að það er matsatriði, þá hefur ríkið þann möguleika að setja meira fjármagn inn í hús- næðiskerfið og stytta þar með biðtímann. Einnig geta þeir líka átt hinn svo kallaða frjálshyggju- möguleika, að fara leið Hannesar Hólmsteins að minnka eftirsókn- ina i heilbrigðiskerfið, þá vill hann hækka verðið á því. Það þýðir með öðrum orðum að ef þú vilt minnka eftirsóknina í hús- næðislánakerfið, samkvæmt frjálshyggjunni, þá hækkarðu vextina. Þetta er atriði ef til vill sem menn hafa ekki gert sér grein fyrir og fasteignasðlunum kemur náttúrlega andskotans ekkert við, vegna þess að fólk skrifar undir skuldabréf með þeim vöxtum sem í gangi eru hverju sinni. Ég veit ekki betur en að þetta sé rétt. Vext- ír eru núna 3,5%. Ríkisstjórnin ákveður þessa vexti og hún getur ákveðið allt aðra vexti á morgun en þeir eru t.d. í dag og þá er allt fjárhagsdæmið fallið í rúst. Það eina sem er staðreynd í málinu er það að það var samið um það að þessi ríkisstjórn sem nú situr, setti vextina ekki hærri en 3,5%. Næsta ríkisstjórn er ekk- ert af því bundin. Og hvað gerir hún? Það er það sem við vitum ekki. Þar að auki, þá er það í Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.