Alþýðublaðið - 24.02.1987, Qupperneq 2
2
Þriðjudagur 24. febrúar 1987
p-RITSTJQRNARGREIN.
Hvert hefur allur
hagnaðurinn farið?
Það eru ánægjuleg tfðindi, sem nú berast frá
Þjóðhagsstofnun um auknar tekjur þjóðarbús-
ins. Sjálfstæðismenn voru lúsheppnir að vera
ekki búnirað leggjastofnuninaniður; hún virð-
ist hafa fært þeim skotfæri í kosningabarátt-
una, þótt engum kæmi á óvart auknar þjóðar-
tekjur eftir gífurlega aflaaukningu og hækk-
andi fiskverð erlendis. — En það skortir illilega
skýringu áþví hvers vegnabatnandi þjóðarhag-
ur hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá stór-
um hluta þjóðarinnar, sem í engu hefur notið
góðærisins.
Það verður t.d. ekki greint að landsbyggða-
kjördæmin hafi fláð feitan gölt í góðæri síð-
ustu ára. Þau virðast hreinlega ekki vera á
landakorti núverandi ríkisstjórnar. Þó vegur
framlag þeirra þungt í bættri afkomu þjóðar-
búsins. Það skyldi þó ekki vera að verulegur
hluti hagnaðar þjóðarbúsins af vinnu lands-
byggðafóiksins hafi sogast í hinn stjórnlausa
fjármagnsmarkað, sem er afgirtur á Stór-
Reykjavikursvæðinu og er eitt helsta leiktæki
nýfrjálshyggjumanna um þessar mundir?
Það ber brýna nauðsyn til þess, að skilgreina
hvað hefur orðið um hið gífurlega fjármagn;
hagnað þjóðarbúsins á síðustu árum, sem
náttúruöflin og þrældómur fólksins hefur fært
því. Þessi hagnaður hefur ekki bætt kjör um-
talsverðs hluta þjóðarinnar, sem ekki nýtur
launaskriðs. Hagnaðurinn hefur ekki farið til
aðdagaúr hnökrum heiIbrigöiskerfisins eðatil
að leysa vanda menntakerfisins. Hann hefur
ekki farið til að bæta hag aldraðra og fatlaðra.
Þessi hagnaður hefur ekki farið til þess aó
auka og efla rannsóknir í þágu atvinnuveg-
anna, né til eflingar nýiðnaðar, t.d. á lands-
byggðinni. Hann hefur ekki verið notaður til að
styrkja undirstöðu meginþátta atvinnulífs í
landinu og ekki hefur hann farið til að lækka
skatta á láglaunafólki.
En hvert hefur þessi hagnaður þá farið. Að
hluta hefur hann farið til að greiða þá skulda-
súpu i útlöndum, sem núverandi stjórnarflokk-
ar eiga vafasaman heiður að. Að hluta hefur
hann farið í það að fleyta ríkisstjórninni yfir
grynningar efnahagslegrar óstjórnar síðustu
ára, m.a. látlausan fjárlagahalla. Hluti af hagn-
aðinum hefur verið notaður til að halda uppi
gengi íslensku krónunnar, sem í raun og veru
er ranglega skráð.
En stór hluti af hagnaðinum hefur runnið eina
slóð í gullkistur nokkurra fjármagnseigenda,
sem um þessar mundir hirða stærri hlut af
lausafjármunum þjóðarinnar en nokkru sinni
fyrr. Það er hagur þessara manna, sem ríkis-
stjórnin ber fyrir brjósti, og ef tölur Þjóðhags-
stofnunareru grannt skoðaðarsést hverjir hafa
skorið stærstu sneiðarnar af þjóðarkökunni
hans Þorsteins Pálssonar.
Það kann að vera að ríkisstjórninni takist að
leyna því fram til kosninga hverjum blæðir í
þjóðfélaginu um þessar mundir. En það er al-
veg Ijóst, að fleiri og fleiri gera sér grein fyrir
því, að það er eitthvað mikið að í þjóðfélaginu.
— Landið er að sporreisast sakir misréttis og
niðurskurðar á kjörum landsbyggðarfólksins
og þjóðinni hefur verið rækilega skipt í tvær
stéttir hinnaefnuðu og efnaminni. Allt velferð-
arkerfið er á undanhaldi á meðan ráðherrar slá
sig til riddara útá velvilja náttúruaflanna.
r
Asmundur_________________1
höndum félagsmálaráðherra eða
ríkisstjórnar hverju sinni hvernig
vextir eru hverju sinni. Og á það
hefur verið bent að félagsmála-
ráðherra hefur það í hendi sér að
stöðva lán t.d. til stóreignafólks
sem á miklar eignir fyrir en á sam-
kvæmt þessum nýju lögum rétt á
láni eins og aðrir, þannig að þetta
fólk geti ekki tekið þessi lán ein-
faldlega til þess að braska með t.d.
í skuldabréfaviðskiptum. Á þetta
hefur Jóhanna Sigurðardóttir t.d.
bent. Spurningin er: Hvernig á að
vinsa þetta fólk út?
Það ætti t.d. að vera augljóst að
maður sem er að selja 10 milljón
kr. eign og ætlar að kaupa 5 millj-
ón kr. eign, það ætti að vera aug-
ljóst að hann þarf ekki á láni að
halda.
Gefum okkur það að lögfræði-
leg niðurstaða verði sú að öllum
sem vilja verði tryggt lán, þá ættu
lögin að geta tryggt það líka að fé-
lagsmálaráðherra geti sagt: Þú
sem átt 10 milljón kr. eign, þú ert
að kaupa ódýrara, þú getur gjarna
fengið lán, — en bara með fullum
vöxtum. Það er enginn sem segir
það að vextir af húsnæðisstjórn-
arlánum þurfi allir að vera þeir
sömu.
Og þetta er kjarkleysi. Ekki að-
eins hjá ráðherrunum, ríkis-
stjórninni, heldur einnig hjá al-
þingismönnum, vegna þess að
þetta eru kjósendur þeirra. Það er
kjarkleysi að þora ekki að segja
fólki til dæmis þetta, — að breyta
þessu atriði.
Ýmislegt fleira kom fram í máli'
Ásmundar Hilmarssonar, en ætli
þetta verði ekki að teljast nokkuð
góður skammtur í bili handa al-
þingismönnum okkar til að moða
úr?
Jón 1
fjórða lagi lækkun vaxta á erlend-
um lánamarkaði. Þetta eru aðal-
skýringarnar. Og mestu máli skiptir
auðvitað að þegar sjórinn er
gjöfull, þá vegnar þjóðinni vel. Við
þessar ytri ástæður bætist síðan
fimmta ástæðan. Hún er sú að fyrir
tilstuðlan samningsaðilanna á
vinnumarkaði tókst að nýta þessar
óvenju hagstæðu ytri aðstæður til
þess að draga úr verðbólgu. Þctta
gerðist með kjarasamningunum í
febrúar og því sem þeim fylgdi“,
sagði Jón Sigurðsson.
„Ég minni á að Alþýðuflokkur-
inn stóð að þeim fylgiaðgerðum
sem samþykktar voru á Alþingi i
kjölfar febrúarsamninganna ekki
síður en stjórnarflokkarnir“
Jón sagði að spurningin sem
menn stæðu frammi fyrir núna sé
fyrst og fremst sú hvort þetta góð-
æri reynist skammgóður vermir,
eða nýtist okkur til að hefja nýtt
framfaraskeið i efnahagsmálum.
„Það ræðst af stefnu og stjórnsemi
ríkisstjórnarinnar á þessu ári og
fyrst og fremst að afstöðnum kosn-
ingum. Við skulum átta okkur á því
að það blasa ýmis hættumerki við.
1 fyrsta lagi eru horfur á því, eins og
fram kemur í ágripi Þjóðhagsstofn-
unar, að á árinu 1987 sé að myndast
viðskiptahalli upp á nýtt, en í fyrra
er útlit fyrir að viðskiptin við út-
lönd hafi skilað afgangi í fyrsta sinn
síðan 1978. Þann árangur má þó
fyrst og fremst rekja til einstaklega
hagstæðs árferðis, auk þess sem
gekk á birgðir innanlands. Ég tel
reyndar líka að jákvæðir raunvextir
hafi Ieitt til aukins sparnaðar og þar
með dregið úr innflutningi. En
núna virðist vera að opnast við-
skiptahalli upp á nýtt og við þessu
þurfum við að bregðast skynsam-
lega, því forsendan fyrir því að geta
borgað niður erlendar skuldir er að
ná hagstæðum viðskiptajöfnuði.
Ef ekki er hægt að ná honum í svo
hagstæðu árferði sem nú ríkir, þá er
það varla nokkurn tíma hægt.
En hættumerkin eru fleiri. Verð-
bólgan náðist ekki niður í 10% eins
og menn voru að vona í fyrra. Verð-
breyting frá upphafi til loka árs var
um 13% og því miður virðast ekki
horfur á að verulegur árangur náist
til að draga úr verðbólgu á þessu ári
frá þvi sem var í fyrra.
Þetta hlýtur að vera nokkurt
áhyggjuefni, að ekki skuli takast að
fylgja eftir þeim árangri í verðlags-
málum sem náðist 1986. Ekki síst
þegar litið er á hagstæð ytri skii-
yrði. Þetta sem ég nefndi tengist því
að eins og margföld reynsla er fyrir
fylgir góðæri og miklunt hagvexti
hætta á þenslu. — Þetta sýnir m.a.
reynslan frá fyrri uppgangstímum,
t.d. ’71—’74 og '76—78. Til þess að
sporna gegn þessari hættu er afar
mikilvægt að beita aðhaldi á sviði
fjármála og peningamála. Á b°tta
er bent í ágripi pjóðhagsstofnunar
og það er kannsxi nukilvægasta
ábendingin í ágripinu sem nú er
birt.
Mikilvægasta ráðstöfunin af op-
inberri hálfu að halda aftur af
þenslunni, er að ná betra jafnvægi í
ríkisfjármálunum. Þar er því miður
ekki um það að ræða að afli hins
opinbera fjármálakerfis sé beitt
gegn þenslunni því þiðja árið í röð
stefnir í tekjuhalla á A-hluta ríkis-
sjóðs og það er einmitt þarna sem
nauðsynlegt er að bregðast við“,
sagði Jón Sigurðsson.
Laust embætti
Biskup íslands hefur auglýst
embætti Æskulýðsfulltrúa Þjóð-
kirkjunnar laust til umsóknar og er
frestur til 18. mars.
Æskulýðsfulltrúinn leiðir æsku-
lýðsstarf kirkjunnar og hefur til
samstarfs þrjá aðstoðaræskulýðs-
fulltrúa, sem eru staðsettir á Akur-
eyri, Reyðarfirði og í Reykjavík.
Við hlið æskulýðsfulltrúans starfar
Æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar og
auk þess starfsnefndir í héraði.
Séra Agnes Sigurðardóttir hefur
gegnt embætti æskulýðsfulltrúa
undanfarin ár, en hefur nú verið
skipuð sóknarprestur í Hvanneyr-
arprestakalli í Borgarfirði.
Leiðrétting
„Afgreiðum ekkert með einni símhringingu“
Á fimmtudag í síðustu viku
birtist í Alþýðublaðinu viðtal
við Sigurð E. Guðmundsson,
framkvæmdastjóra Húsnæðis-
stofnunar ríkisins. Viðtalið var
undir fyrirsögninni: „Afgreið-
um ekkert með einni símhring-
ingu“. Þau mistök áttu sér stað
við vinnslu að málsgreinar víxl-
uðust þannig að hluti viðtalsins
var úr samhengi. Alþýðublaðið
biður Sigurð E. Guðmundsson
og lesendur velvirðingar á þess-
um mistökum og birtir tvo kafla
viðtalsins leiðrétta.
Nýtt kerfi
„Nýja lánakerfið er bara allt
öðruvísi hugsað og ef almenningur,
fasteignasalar og aðrir aðilar haga
gerðum sinum í samræmi við það,
þá er enginn biðtími lengur til.
Gangur mála á að vera sá að hver og
einn sem hugsar sér að gera íbúðar-
kaup, á að leggja það niður fyrir sig
með góðum fyrirvara. Þegar það er
afráðið á hann að byrja á því að
leggja hér inn umsókn. Síðan mega
líða átta vikur frá því að öll endan-
leg gögn með lánsumsókn eru kom-
in. Að þeim tíma liðnum, og ef öll
gögn viðkomandi eru í lagi, þá á
Húsnæðisstofnun að svara honum
skriflega með lánsloforði, þar sem
honum er tilkynnt að hann fái svo
og svo hátt lán sem komi til greiðslu
eftir ákveðinn tíma. Þegar hér er
komið sögu er fyrst tímabært fyrir
þennan mann að undirbúa annað-
hvort byggingarframkvæmdir eða
fara á fasteignasölu og athuga hvað
er i boði. Með þetta gulltryggða
lánsloforð á bak við sig getur hann
farið að gera tilboð í kaup á íbúðum
eftir því sem honum sýnist og bjóða
fram það fé sem í lánsloforðinu
felst, á þeim tilsettum tímum sem
þar greinir. Síðan er það mál milli
kaupenda og seljenda hvort það
gengur saman með þeim eða ekki.
Það kann að vera pressa að hálfu
seljenda að fá féð fyrr og þá er það
mál kaupenda að fá viðskiptabank-
ann sinn til að hlaupa undir bagga
með sér einhvern tíma þar til láns-
loforð kemur til greiðslu. Þetta er
mál sem kaupandi í aðdragandan-
um þarf að hafa undirbúið vegna
gjörbreyttrar afstöðu, betri undir-
búnings, lengri aðdraganda. Ef við-
komandi banki treystir sér ekki til,
— Þá bara gott og vel. Þá þurfa
kaupendur og seljendur að gera
upp sitt mál með öðrum hætti.
Húsnæðisstofnun hefur lokið sín-
um þætti. Hún hefur tekið ákvörð-
un um að veita þessum manni lán,
borga honum það út á tilsettum
tíma, og hún mun standa við það.
Svona gengur þetta fyrir sig hér
og svona gengur þetta fyrir sig á
Vesturlöndum og átti að gera hér
strax 1965. Þó markmið lagasetn-
ingarinnar þá hafi ekki tekist að
þessu Ieytinu til þá reyndum við
þetta líka '68—69 þegar við áttum í
miklum erfiðleikum. Þá kom út-
gáfa lánsloforðanna að afar miklu
gagni og leysti mikinn vanda. Nú er
þessi þriðja tilraun gerð, til þess að
modernisera húsnæðislánakerfið.
Við erum ekki neitt uppfullir hér
af neinni forræðishugsjón. Við gef-
um fólki skuldbindandi tilkynn-
ingu sem er tæki til þess að gera góð
kaup á fasteignamarkaðnum."
Heill og hamingja í húfi
— Því hefur verið haldið fram að
fólk hringi i Húsnæðisstofnun og
fái engan veginn nægilegar upplýs-
ingar.
„Þetta byggist einnig á einhverj-
um skilningsskorti á þeim breyting-
um sem orðið hafa á lánakerfinuj1
sagði Sigurður. „Það er eins og
menn haldi að þeir geti hringt hing-
að og fengið endanlegt svar um
lánsupphæð, rétt eins og þeir hringi
i Háskólabíó og fái að vita hvað
miðinn kostar á níu-sýningu. Málið
er ekki aldeilis svo einfalt. Þetta er
flókið dæmi, enda milljónir í borð-
inu sem þarf að fjalla um. Gangur-
inn er sá eftir að lánsumsókn berst
inn, þá er gengið úr skugga um það
hve dýr og kostnaðarsöm sú fram-
kvæmd er sem ráðist er í. Sérfræð-
ingar okkar með sínar tölvur bera
þetta síðan saman við greiðslugetu
mannsins eins og hann sjálfur gefur
hana upp. Ef komist er að niður-
stöðu um það að þetta sé vonlaust
dæmi fyrir hann, þá er honum auð-
vitað tilkynnt um það. Jafnframt er
honum boðið upp á það hvaða verð
hann skuli miða við. Aðrir sem
sýnilega hafa komist að nokkuð
raunsannri niðurstöðu fá náttúr-
lega afgreiðslu hérna í gegnum
lánakerfið, að því tilskyldu að allar
forsendur séu í lagi. Því er ekki
hægt að gefa neitt upp í símum um
þessi mál. Menn verða að leggja inn
umsóknirnar og una því að málin
séu unnin og það fáist niðurstaða.
Þó fasteignasölum liggi mikið á að
selja og kaupendum að kaupa, þá
er ekki hægt að afgreiða okkar
hluta að málinu með einni sím-
hringingu. Þarna eru milljónir í
húfi og heill og hamingja fjöl-
skyldna. Á greiðsluerfiðleikatím-
anum hafa nefnilega allt of margir
lent í griðarlegum fjárhagsörðug-
leikum sem nú er ætlunin að fyrir-
byggja sejn frekast er mögulegt.
Þótt stofnuninni hafi borist
miklu fleiri umsóknir, heldur en
höfundur laganna og stjórnvöld
gerðu ráð fyrir, þá tel ég ekki
ástæðu til að ætla að það valdi um-
sækjendum stórfelldum vanda ef
þeir gæta þess að fara eftir þeim
reglum sem að framan er lýst —
vegna þess að þá hafa þeir ekki
stofnað til neinna skuldbindinga
sem þeir lenda í vandræðum með.
Þegar síðan sú stund rennur upp að
greitt hefur verið úr þessum vanda,
þá munu þeir auðvitað fá sín láns-
loforð eins og aðrir og geta hagnýtt
þau upp á nákvæmlega sama mátaþ
sagði Sigurður E. Guðmundsson.