Alþýðublaðið - 24.02.1987, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 24.02.1987, Qupperneq 3
Þriðjudagur 24. febrúar 1987 3 Guðjón V. Guðmundsson: Bandaríkj adýrkun Morgunblaðsmanna Hér á árum áður þegar Þjóðvilj- inn var málgagn Sósíalistaflokks- ins, sem lofsöng allt og lofaði, sem frá herrunum í Kreml kom, þá of- bauð venjulegu fólki iðulega sú fá- dæma dýrkun á þessu erlenda valdi er birtist á síðum blaðsins. Nú er þetta sem betur fer liðin tíð enda Sósíalistaflokkurinn löngu af- lagður og Þjóðviljinn gagnrýninn ekki síður en aðrir fjölmiðlar í landinu á það, sem miður fer í Sov- étríkjunum. Nú eru aðrir aðilar komnir til sögunnar, reyndar á öðrum vett- vangi einnig. Nú á dögum eru það Morgunblaðsmennirnir með sína yfirgengilegu þjónkun við Banda- ríkin. Þetta er oft á tíðum svo yfir- þyrmandi að maður hefur það á til- finningunni að mönnunum geta vart verið sjálfrátt, allt er varið og réttlætt sem kemur frá Washington herrunum. Það er svo sannarlega margt al- varlegt að athuga við framferði þeirra herra vítt og breytt um heim- inn gegnum tíðina, og eins og við mátti búast við valdatöku Reagans, allt farið á enn verri veg. Það er ekki úr vegi að tína sitt- hvað til. Þeir Hvítahúss-menn gera út morðsveitirnar, sem nú herja á íbúa Nicaragua, meginuppistaðan í því liði eru leifarnar af hinu ill- ræmda þjóðvarðliði Somoza fyrr- um einræðisherra þar í landi. Ekki höfðu þeir Bandaríkjamenn áhyggjur af fólkinu þar í landi með- an sá þrjótur drottnaði þar árum saman. Ekki fór það fyrir brjóstið á þeim í Washington meðan Battista ríkti á Kúbu. Nú er þar aftur á móti al- vondur Castro. Duvalier klíkan réð ríkjum á Haití í áratugi. Loksins þegar fólkinu tókst að velta Duvali- er úr sessi þá voru Bandaríkjamenn fljótir að koma honum undan svo hann yrði ekki látinn svara til saka fyrir glæpi sína. Þar í landi hefur verið einhver alversta eymd í allri S- Ameríku. Lengst af hafa hægri sinnaðir einræðisseggir farið með völdin í þessum heimshluta með dyggum stuðningi Bandaríkjamanna. í þau fáu skipti sem vinstrisinnaðir menn hafa komist til valda þá hefur þeim fljótlega verið bolað frá og þeir drepnir eins og t.d. Allende í Chile fyrir nokkrum árum. Bandaríkja- menn eiga mikilla hagsmuna að gæta í Rómönsku Ameríku; eiga þarna miklar eignir og hafa rakað saman ógrynni fjár. Það skiptir þá alls engu máli þótt ibúarnir þræli myrkranna á milli og búi við eymd og volæði. Skúrkur- inn Marcos á Filippseyjum traðkaði á löndum sínum í rúma tvo áratugi, dyggur stuðningsmaður Banda- ríkjamanna. Loksins féll hann úr valdastólnum og þá voru þeir Reag- ans-menn ekki seinir að koma hon- um undan. Hann býr nú í miklum vellystingum á Hawai. Lítið fer fyr- ir lýðræðinu eða frelsinu á Taiwan, Pakistan eða S-Kóreu; valhafarnir þarna dyggir stuðningsmenn Wash- ington manna. Kynþáttakúgarana í S-Afríku styðja þeir með ráðum og dáð og hafa lengi gert; börðust t.d. gegn því með kjafti og klóm að sett yrði við- skiptabann á stjórn hvíta minni- hlutans, en þeir vildu algert bann á Líbýu og létu sprengjum rigna yfir fólkið eina nóttina vegna meint stuðnings þarlendra við „hryðju- verkamenn“. Það eru þeir sem berj- ast gegn Bandaríkjamönnum nefnilega kallaðir en þeir sem með eða fyrir Washington gaukana berj- ast eru frelsishetjur. Ekki má gleyma algerum stuðn- ingi þeirra við mestu grimmdar- seggi sem gista jörðina ísraels- menn, helför þeirra gegn Palest- ínsku þjóðinni mun verða skráð sem eitt af mestu níðingsverkum mannkynssögunnar. Ég læt hér staðar numið að sinni þó vitanlega sé enn af nógu að taka staðreyndin er augljós. Það skiptir þá í Washington ekki nokkru máli hvers konar stjórnir fara með völd- in, aðeins að þeir hinir sömu séu stuðningsmenn þeirra. Þeir svífast einskis til þess að koma ár sinni eða sinna fyrir borð. Allt þetta lofsyng- ur íslenska íhaldsforynjan daginn út og inn. Undirlægjuhátturinn er alger. Olafur Olafsson, landlæknir: r Ahættuhópar framtíðarinnar Hættan á eyðni er eitt af erfið- ustu heilbrigðisvandamáium sem við höfum staðið frammi fyrir síð- ustu áratugi. Ef smitleiðir breytast ekki frá því sem nú er vitað er mjög líklegt að unnt verði að hindra útbreiðslu veikinnar meðal þess fólks í áhættuhópunum sem móttækilegt er fyrir fræðslu. Aftur á móti verð- ur trúlega erfitt að ná sama árangri meðal þeirra er vegna lítillar mennt- unar, skilningsleysis eða skorts á vilja og getu ná ekki að tileinka sér fræðsluna. í áhættuhópum fram- tíðarinnar verður trúlega aðallega að finna þá homma og gagnkyn- hneigða er hlotið hafa litla fræðslu, jafnframt vímuefnaneytendur af báðum kynjum sem neyðast til að fjármagna neysluna með vændi. Ekki er víst að bæklingar og fjöl- miðlafræðsla nái vel til þess fólks og því verður að grípa til annarra ráða. Það verður að Ieita það uppi og freista þess með öllum ráðum að gera því ljósa hættuna. Samkvæmt upplýsingum lögreglu og SÁÁ eru t.d. á ferð í Reykjavík 15—20 ungl- ingsstúlkur sem eru háðar fíkniefn- um og stunda m.a. vændi. Án efa verður erfiðast að ná til þessa áhættuhóps. forvarnir á þessu sviði verður að stórefla og ráða hæft fólk til að leita þetta fólk uppi og freista þess með öllum ráðum að fá það i meðferð. Tugmillj. króna fjárveit- ing í dag til þessara verka getur sparað hundruð millj. síðar meir - Vel skipulögð fræðsla á vinnustöð- um er ekki síður mikilvæg en fræðsla í skólum því þar er að finna t.d. fólk er hættir snemma í skóla. Selir 2% atvinnuleysi í janúar I janúarmánuði s.l. voru skráðir 51 þúsund atvinnuleysisdagar á land- inu öllu. Þetta jafngildir því að 2400 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá i mánuðinum, en það svarar til 2,OVo af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Þetta er meira en tvöföldun skráðra atvinnuleysisdaga frá því í desember s.l. og má rekja aukning- una til verkfalls fiskimanna fyrri- hluta janúarmánaðar. Síðasta virk- an dag mánaðarins var fjöldi skráðra kominn niður fyrir 1500 manns, þannig að atvinnulifið leit- aði fljótt jafnvægis eftir að veiðar hófust á ný. Þrátt fyrir stöðvun veiða í janúar s.l. vegna verkfallsins var fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga svo til hinn sami og í sama mánuði í fyrra. Skýringar á þessu er vafalaust að leita í því, að vegna fastráðningar- samninga við fiskvinnslufólk, en gerð þeirra hófst s.l haust, varð minna um uppsagnir í fiskvinnsl- unni vegna verkfalls sjómanna, en vænta mátti. Tölur um þá, sem héldu launum í fiskvinnslunni þrátt fyrir hráefnisskort, liggja ekki fyrir ennþá en miðað við fyrri reynslu má gera ráð fyrir að sá fjöldi geti hafa numið 1000—1200 manns. Slökkvilið Hafnarfjarðar Attastöður brunavarða í Slökkviliði Hafnarfjarðar eru lausar til umsóknar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi við Starfsmannafélag Hafnarfjarð- ar. Tilskilið er að umsækjendur hafi, eða afii sér meiraprófsréttinda bifreiðastjóra. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf 1. apríl n.k. Umsækjendur skili umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum áSlökkvistöðinavið Flatahraun fyrir 6. mars n.k. Nánari upplýsingargefur undirritaður. Slökkviliðsstjórinn í Hafnarfirði. sem ekki er ólíklegt, miðað við afla fiskimanna á þessum slóðum. Það er hér um bil eingöngu selur, sem þeir fá í net sín. Allur fiskur er upp- urinn, eða svo til allur. Það kann einnig að hafa úrslitaáhrif fyrir fuglalíf á svæðinu, þegar fram í sækir. Aðvörun frá Greenpeace Fiskimenn hafa engan einkarétt á auðlindum hafsins, segir formaður Greenpeace samtakanna í Dan- mörku, Mikael Gylling Nielsen. Selir hafa líka sinn rétt til að nær- ast. Ef fiskveiðiyfirvöld í Noregi leyfa selveiðar í stórum stíl, þá mun Greenpeace snúast til varnar, segir hann. Nielsen segir að norskir fiski- menn hafi alltaf ýkt vandamálin stórlega þegar selur er annars vegar. — Þegar Norðmenn sjá einn sel er sagt að þeir séu margir. Ef þeir sjá tvo segja þeir að það sé heil „ganga“. Ef þrír selir sjást er talað um „innrás“ á fiskimiðin, segir hann. Nielsen trúir því ekki að sel- irnir séu jafn margir og af er látið og telur að engin hætta sé á ferðum. Greenpeace-menn eru miklir andstæðingar norskra selveiða, jafnvel þótt selveiðikvótinn sé inn- an við 40.000 dýr á ári. Þeir vilja enga samninga um það „hve marga“ seli megi veiða. Þeir segjast vera andvígir öllum veiðum á sel, sem viðskiptalegir hagsmunir séu undirrótin að, eins og t.d. hjá Norð- mönnum. Þeir geta hins vegar sam- þykkt selveiðar Grænlendinga, þar sem selurinn er nýttur á skikkanleg- an máta, eins og tíðkast hefur um aldaraðir. Greenpeace-formaður- inn getur aftur á móti skilið að norskir fiskimenn séu sárir yfir að missa veiðarfæri sín og hann tekur undir áhyggjur norskra umhverfis- verndarmanna vegna hinna dauðu sela sem rekur á land. Nielsen segir að Norðmenn verði að taka tæknina í sína þágu til að hræða selina burt. Þetta hafi Bandaríkjamenn gert þegar rost- ungar urðu til vandræða á fiskimið- um þeirra. Nú sé sá vandi að mestu leyti úr sögunni, þökk sé nútíma- legri tækni, sem var notuð til að hræða rostungana burt. Norðmenn eiga mikið ólært í þessu efni, segir formaður Greenpeace samtakanna. Flokksstjórnarmenn Alþýðuflokksins Opinn flokksstjórnarfundur verður haldinn í Alþýðuhús- inu á Akureyri laugardaginn 28. feb. n.k. Fundurinn hefst kl. 11 f.h. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. Formaður Alþýðuflokksins. Söluskattur Viðurlög fallaásöluskatt fyrir janúarmánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en slðan reiknast dráttarvextir t'il viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. Fjármálaráðuneytið, 20. febrúar 1987. Rannsóknarstofur o.fl., Ármúla 1 Tilboð óskast í innanhússfrágang fyrir rannsókn- arstofur o.fl. ( Ármúla 1A í Reykjavík. Rannsóknarstofurnar eru á hluta 1. hæðar og kjallara, alls um 1100 m2. Auk þess skai ganga frá mötuneyti o.fl. á um 150 m2. Einnig á að steypa upp viðbyggingu og ganga frá henni, um 200 m2. Á vinnusvæðinu á að leggja allar lagnir og loft- ræstingu, auk frágangs veggja, gólfa, lofta og raf- lagna. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavlk, til og með föstudegi 6. mars 1987 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. mars 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍklSINS Borgartuni 7. simi 25844 Rafeindavirkjar Póst- og símamálastofnunin óskar eftir aö ráöa refeindavirkja til starfa í hinum ýmsu deildum stofnunarinnar. Viö leitum aö duglegum og áhugasömum mönnum meö full réttindi sem rafeinda- virkjar og sem eru reiðubúnir aö tileinka sér nýjustu tækni á sviöi nútíma há- tækni: Símstöðvatækni Fjölsímatækni Radíótækni Notendabúnaðar Við bjóðum fjölbreytt framtíöarstörf hjá einu stærsta fyrirtæki landsins. Ráöning nú þegareöaeftirsamkomulagi. Laun samkvæmt launakjörum viðkom- andi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir starfsmanna- deild í síma 91-26000. Umsóknareyðublöð fást á póst- og sím- stöövum og hjá starfsmannadeild. Póst- og símamálastofnunin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.