Alþýðublaðið - 24.02.1987, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 24.02.1987, Qupperneq 4
alþýöu- ■ HhT'JT'M Þriðjudagur 24. febrúar 1987 Alþýðublaöið, Ármúla 38, 108 Revkjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Kitstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Hlaðamcnn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf„ Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf„ Siðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Mikil selagengd við Norður-Noreg veldnr Norðmönnum áhyggium — Það verður að hefja um- fangsmiklar selveiðar þegar í stað meðfram ströndum Noregs. Við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og beðið eftir kraftaverki. Svohljóðandi yfirlýsingu lét Martin Dahle, formaður norska fiski- mannasambandsins frá sér fara ný- lega. Sjávarútvegsráðuneytið er sama sinnis og innan skamms verða hafnar viðræður þessara aðilja, ásamt fiskifræðingum, til að ræða um það hvernig best verði staðiö að aðgerðum til að stööva sigurgöngu selanna sem eru sem óðast að leggja undir sig fiskimið Norðmanna og verða sífellt aösópsmeiri. Martin Dahle segir að takmark- anir á selveiðum síðustu árin hafi haft hinar alvarlegustu afleiðingar, sem komi betur og betur í ljós með degi hverjum. Öll strandlengjan frá Austur-Finnmörk til Þelamerkur er undirlögð af sel, en á auðugum fiskimiðum á þessum slóðum sést ekki nokkur fiskur. Heimamenn á þessum slóðum styðja tillögur Martins Dahl einum rómi og krefj- ast tafarlausra aðgerða, áður en það verður of seint. Ekki er vitað með vissu um fjölda selanna við strendur Norður- Noregs. Fiskifræðingar segja að það séu einhvers staðar á milli 100.000 og 200.000 selir á svæðinu frá Þelamörk að landamærum Sov- étríkjanna í norðri. Selirnir koma frá ísshafssvæðunum og eru í fæðu- leit. Þetta eru ungir selir sem geta torgað allt að 20 kg af fiski á dag, hvert dýr. Á nokkrum mánuðum éta þeir jafn mikið af fiski og veiði- menn draga úr sjó á miðunum við Lófóten á tveimur vertíðum. Þetta eru ískyggilegar horfur fyrir fiski- menn, útgerðarmenn og yfirvöld landsins. Auknar selveiðar Á ráðstefnu fiskveiðasambands- ins, hafrannsóknastofnunar og yf- irstjórnar sjávarútvegsmála í Nor- egi, verður rætt um að rýmka veiði- heimildir á sel og hugsanlega verður einnig gerð langtímaáætlun um sel- veiðar til að koma í veg fyrir að sama ástand skapist á nýjan leik. Martin Dahle hefur bent á að það séu einungis þrjú selveiðiskip eftir af selveiðiflota Norðmanna, en til að hægt sé að hefja árangursríka selveiðiherferð þurfi langtum fleiri skip með öllum, nauðsynlegum búnaði. Fiskimenn á Finnmörk hafa und- anfarið fundið mikið af dauðum sel, sem hefur skolað á land. Talið er að selirnir hafi dáið úr hungri, Framh. á bls. 3 Fiskimaður frá Smorfjord á Finnmörk situr hjá aflanum sem hann fékk þann daginn. Veturinn hefur verið erfiður fyrir menn og málleysingja. Danmörk Kaldasti og dýrasti janúarmánuður í 45 ár Danir hafa ekki farið varhluta af vetrarkuldunum fremur en aðrir Evrópubúar. í Kaupmannahöfn hefur verið 41% dýrara að halda 21° hita í híbýlum manna í janúar- mánuði, en á sama tíma í fyrra. 13% af verðhækkununum má að vísu rekja til verðhækkana á gas- olíu, en að öðru leyti er frosthörk- um um að kenna. Janúarmánuður hefur verið sá kaldasti í 45 ár. Hitunarkostnaður hefur ekki verið jafn mikill síðan á árunum 1940/41 og 1941/42, að sögn Erik Larsen forstöðumanns fyrir kyndistöð Kaupmannahafnar. Veturinn í heild hefur samt ekki ver- ið kaldari en gengur og gerist. Til dæmis var nóvember óvanalega mildur og það sem af er febrúar hefur hitinn verið vel yfir meðal- lagi. Það er upphitunin á híbýlum fólks sem hleypir kostnaðinum upp. Notkun á heitu vatni er ekki mikið dýrari á veturna en á sumrin, ■ þar eð vatninu er dælt upp af miklu dýpi. Olíukostnaður er hins vegar mun meiri á veturna, einkum síðari hluta vetrar, svo að nú er rétti tím- inn til að spara, segir Larsen. Með því einu að hafa þykk tjöld fyrir gluggum og hafa ekki opið að óþörfu, má draga verulega úr hit- unarkostnaði og þá er ekki víst að pyngja almennings léttist til muna. Leynilegar öryggis- sveitir þjálfaðar Bandaríkjamenn og Bretar hafa slíkar áhyggjur af slysum í sam- bandi við meðferð kjarnorkuvopna og hótunum um beitingu kjarn- orkuvopna frá hryðjuverkasamtök- um aö þeir hafa þjálfað sérstakar öryggissveitir, sem eru tilbúnar að skerast í leikinn ef hættuástand skapast. Breska dagblaðiö Inde- pendent skýrði frá þessu í forsíðu- frétt fyrir skemmstu. Independent hefur heimildir sin- ar frá bandaríska kjarnorkuvopna- sérfræðingnum William Arkin, sem hefur undir höndum skjöl þar að lútandi frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Samkvæmt þeim skjölum hafa leynilegar æfingar öryggissveitanna staðið yfir um hríð bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Tilgangur- inn er að finna geislun frá slysum sem verða í sambandi við með- höndlun kjarnavopna og gera við- eigandi ráðstafanir. Ennfremur hafa öryggissveitirnar það hlutverk að bregðast við hótunum frá hryðjuverkasamtökum, sem hugs- anlega kynnu að hafa kjarnavopn undir höndum, annað hvort heima- tilbúin, stolin eða keypt. Leki Stöðugt er verið að flytja kjarna- vopn milli staða, ýmist á sjó, landi eða í lofti. Venjulega annast herinn þessa flutninga. Óhöpp í sambandi við þessa flutninga eru engan veg- inn sjaldgæf, þótt þau hafi aðeins í örfáum tilvikum leitt til hættulegr- ar geislunar. Þess er skemmst að minnast að 10. jan. s.l. fór herflutn- ingabíll út af veginum á Suður-Eng- landi, hlaðinn varningi sem talið er að hafi verið kjarnorkudjúp- sprengjur. Mikil hálka var á vegin- um þegar þetta gerðist og þrátt fyrir miklar öryggisráðstafanir varð ekki við neitt ráðið og bíllinn valt á hlið- ina. Mörg fleiri dæmi eru um að kjarnavopn hafi dottið af bílum, lestum og m.a.s. flugvélum, en sér- fræðingarnir álíta að hættan á kjarnorkusprengingu sé óveruleg þótt vopnin verði fyrir slíku minni- háttar hnjaski. Æfingar Andstæðingar kjarnavopna telja hins vegar að geislunarhættan sé gífurlega mikil í tilvikum eins og þessum. Ef eldur hefði t.d. orðið laus þegar bíllinn valt hefði mikil geislun getað borist út í andrúms- loftið frá sprengiefninu sem er not- að til að sundra hinni eiginlegu kjarnorkusprengju, þótt ekki hefði stærra slys hlotist af. Samkvæmt frásögn Independent hafa öryggis- sveitirnar það hlutverk að gera við- eigandi ráðstafanir þegar slys sem þetta ber að höndum. Ennfremur hafa sveitirnar þjálf- að sig í aðferðum til að þefa uppi faldar kjarnorkusprengjur sem hryðjuverkamenn kynnu að hafa komið fyrir. En það er mjög erfitt í framkvæmd, því að geislun frá kjarnahleðslu er óveruleg og því er nánast ógerningur að finna og gera óskaðlega sprengju sem er falin ein- hvers staðar í stórborg. — til að mæta að- gerðum hermdar- verkamanna og hugs- anlegum kjarnorku- slysum Ef heimildir Independent eru áreiðanlegar, þá er það ótvírætt merki þess að öryggismálasérfræð- ingar stórveldanna séu farnir að reikna með þeim möguleika að hryðjuverkamenn kunni að hafa kjarnavopn undir höndum, eða geti fengið þau þá og þegar. Hótanir um kjarnorkusprengingar eru nú þegar orðnar algengar, en fram að þessu hafa þær ekki þótt nægilega trú- verðugar til að setja umfangsmiklar varnaraðgerðir í gang. Samt settu öryggissveitirnar öll hjól i gang, að sögn Independent árið 1981, þegar hryðjuverkahópur tilkynnti að banvænu, geislavirku plútóníum yrði dreift í gegnum loft- ræstingakerfi tveggja hótela í Reno í Nevada. Sú hótun reyndist vera gabb.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.