Alþýðublaðið - 06.03.1987, Side 1

Alþýðublaðið - 06.03.1987, Side 1
alþyðu Föstudagur 6. mars 1987 45. tbl. 68. árg. Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri Landspítalans: Það verður 99 að semja við fólkið” Stefán Ingólfsson verkfrœðingur um bróun nvia húsnœðislánakerfisins: „Skömmtunarkerfi og langir biðlistar” Fara háskólamenntaðir verkfall 19. mars? „Ef af verkfalli háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga verður 19. mars, þá skapast slæmt ástand hér á spítalanum, það er ekki hægt að neita því. það eru u.þ.b. 40 manns sem fara í verkfall ef af verður. Þær deildir sem verst verða úti í verkfalli eru handlækningadeildirnar. Það eru fleiri BS hjúkrunarfræðingar sem vinna á handlækningadeildum en lyflækningadeildum, þannig að við verðum að loka 46 rúmum af 80 Útför Knut Frydenlund Útför Knut Frydenlund, utan- ríkisráðherra Noregs, fer fram í Osló næstkomandi föstudag. Matthías Á Mathiesen, utan- ríkisráðherra, verður viðstaddur út- förina ásamt Níels P. Sigurðssyni, sendiherra íslands í Noregi og Þórði Einarssyni, sendiherra. Fyrir hönd Álþýðuflokksins mun Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi formaður flokksins verða við útför- ina. hjúkrunarfræðingar í á handlækningadeildum, ef af verkfalli verður,“ sagði Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri Landspítalans i samtali við Alþýðu- blaðið í gær. „Á lyfja- og þvagdeild verður að loka 18 rúmum af 83, verði af verk- falli. Við vonum auðvitað að samið verði áður en til verkfalls kemur. Það eru nokkuð sömu störfin sem háskólamenntaðir hjúkrunar- fræðingar vinna og aðrir, það eru frekar starfsheitin sem segja til um skiptingu. Einhverra hluta vegna þá höfum við ekki ennþá fengið form- lega tilkynningu frá ráðuneytinu um þetta verkfall, en starfsmenn- irnir Iétu okkur strax vita á mánu- daginn var. Þess vegna vitum við að þetta er í vændum, en við treystum því að viðræður fari í gang sem allra fyrst. En mér er sagt að fram til þessa hafi verið lítið um viðræður út af þessari deilu. Spítalinn má mjög illa við verk- falli núna, það verður að gera allt sem hægt er til þess að semja við fólkið. Við verðum að sjálfsögðu með neyðarþjónustu, en ef af verk- falli verður, þá kemur það afar illa við okkur núnaþ sagði Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri. „Ég sé ekkert að neitt hafi breyst, miðað við það sem að maður mátti sjá upphaflega. Eftirspurnin er sem sagt miklu meiri en forsendur nýja húsnæðislánafrumvarpsins gerði ráð fyrir og það er ekkert sem bend- ir til þess að upphaflegu forsend- urnar, 3.400 umsækjendur á ári, muni standa,” sagði Stefán Ingólfs- son verkfræðingur í samtali við Al- þýðublaðið í gær. „Það virðist vera að 4000 um- sækjendur á ári sé raunhæfara. Þá sé miðað við að lágmarksfjárþörf kerfisins liggi á bilinu 5.5 og upp í 6 milljarða króna. Ég held að það sé alger lágmarksfjárþörf og það er langur vegur frá því að þetta gangi saman fyrr en það fé sem lífeyris- sjóðirnir greiða inn í þetta, hefur aukist um 1.700 milljónir til viðbót- ar, eða um meira en 50%. Og ég sé það ekki gerast á mjög skömmum tíma. Og auki ríkissjóður ekki sitt framlag eða heldur framlaginu óbreyttu miðað við árið 1985, þá er fyrirsjáanlegt að við erum með 3ja til 4ra ára biðtíma þangað til ráð- stöfunarfé lífeyrissjóðanna getur aukist það mikið að kerfið gangi saman. Það tekur þetta langan „Þetta var í fyrsta skipti sem það bar á góma að Léttsveit Ríkisút- varpsins léki fyrir stjórnmála- flokka. Við vorum að móta reglur um sveitina og ég og fleiri höfðum uppi efasemdir um að sveitin starf- aði fyrir stjórnmálaflokka. Það mun hafa orðið þess valdandi að Ólafur Þórðarson, framkvæmda- stjóri Léttsveitarinnar gaf Alþýðu- flokknum neikvætt svar,” sagði Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri, í samtali við Alþýðublaðið í gær. tíma. Þá gæti kerfið gengið saman þannig, að eftir þann tíma myndi biðtíminn ekki lengjast, heldur standa í stað og ef til vill að styttast hægt. Þá er spurningin: Hvað verður biðtíminn þá orðinn langur, — eftir þessi 3—4 ár? Ef við erum að tala um að biðtíminn verði kominn upp í 20 mánuði í árslok 1987 og að kerfið muni ganga saman í kring um 1990, þá heldur biðtíminn áfram að lengjast á þessu tímabili þangað til jafnvægi er náð og getur þá verið kominn, miðað við óbreytta þróun, upp í fjögur ár. Þá er augljóst mál að kerfið er sprung- ið. En við getum líka séð fyrir okkur hvernig kerfi eins og þetta, sem lof- ar meira fjármagni á ári en hægt er að standa við, hvernig þetta kerfi vinnur. Það vinnur einfaldlega þannig að það skammtar fjármagn. Þetta er skömmtunarkerfi. Það er komið skömmunarkerfi og langir biðlistar. Það þýðir svo aftur óhjá- kvæmilega að það verður farið að versla með lánsréttinn. En að reyna að sjá fyrir sér hvernig svona kerfi Það kom mönnum á óvart, að Léttsveit Ríkisútvarpsins skyldi auglýst á setningarhátíð Lands- fundar Sjálfstæðisflokksins aðeins nokkrum vikum eftir að Alþýðu- flokknum var neitað um hana á hátíð flokksins á Hótel Sögu á dög- unum, þegar framboðslisti Alþýðu- flokksins í Reykjavík var kynntur. Markús sagði aðspurður að auð- vitað væri þetta neyðarlegt. „Því miður hefur þetta bitnað á Alþýðu- flokknum en ég vona að hann og virkar, ég hreinlega get það ekki, við höfum aldrei haft neitt svipað. Fólk mundi þá verða að sækja um lán vegna kaupa sem það ætlaði að gera eftir tvö ár og þeir sem eru að stækka við sig, þeir yrðu þá að sækja um lán vegna kaupa sem þeir ætla að gera ennþá seinna. Ég sé hreinlega ekki hvernig þetta má ganga saman. En það er annað sem ég sé mjög greinilega er það að farið er að vísa fólki frá, vegna þess að það hefur of lágar tekjur og það að ekkert er gert í húsaleigumálum eða félagslegum íbúðum, það mun auka ásóknina í leiguíbúðir mikið. Það er því aug- Ijóst mál að verði ekkert að gert þá mun þessi biðtimi, þangað til jafn- vægi er komið á og sennilega leng- ur, sprengja upp verðið á leigu- markaðinum. Á síðasta ári minnkaði framboð á leiguhúsnæði á meðan eftirspurn- in jókst. Það er því augljóst mál að þetta hefur ekki góð áhrif á leigu- markaðinn. Það er hins vegar rétt að það er alltaf erfitt að spá pró- sentum fram í tímannj sagði Stefán Ingólfsson. aðrir stjórmálaflokkar muni halda þær samkomur í framtíðinni þar sem Léttsveitin geti orðið að liði. “ Markús benti á að starfsmenn sveitarinnar væru ekki á föstum launum hjá útvarpinu og því væri það nánast gegn hagsmunum þeirra að neita um verkefni þegar byðist. Hann sagði að nú ættu menn ekki að þurfa að velkjast í vafa um það að sveitin tæki þau verkefni sem í boði væru gegn því gjaldi sem um semdist. Pólitísk undanþága fyrir Léttsveit RÚV? „Því miður hefur þetta bitnað á Alþýðuflokknum“ — segir Markús Örn Antonsson útvarpssjtjóri Læknirinn fær 15% af lyfsölunni „Apótekið var hér áður í eigu læknanna. Síðan yfirtók sveitar- félagið reksturinn og greiddi lækninum 15% af sölu fyrir ábyrgð og eftirlit. Við breyttum þessu þegar síðasti læknir hætti störfum, þannig að við reiknuð- um söluna undangengið ár til ákveðins verðlags og núverandi læknir fær 15% af því, óháð söl- unni. Við teljum okkur því vera búna að rjúfa tengslin á milli út- gáfu lyfseðla og tekna læknisins," sagði Sigurður Gunnarsson, sveit- arstjóri á Fáskrúðsfirði, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Læknirinn á Fáskrúðsfirði þjónar um 1200 manna læknis- héraði sem nær til Búðahrepps, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Stöðv- arhrepps. Einn læknir þjónar þessu héraði sem þykir með því erfiðara í landinu. Álagið er gífur- Iegt og hefur reynslan sýnt að þessir menn halda yfirleitt ekki út nema árið. Fyrirkomulag með apótekið á staðnum hefur mikið vafist fyrir heimamönnum. Apótekið gekk kaupum og sölum milli læknanna og staða þess var ekki alltaf góð. Fyrir nokkrum árum blasti við gjaldþrot. Þá tók sveitarfélagið nauðugt reksturinn yfir og reyndi að fá lyfsala til starfa — sem gekk ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Á þessum tíma þegar útlit var fyr- ir að rekstur apóteksins yrði óháður sérstakri prósentuþóknun til læknis, lýsti héraðslæknir því yfir á fundi með hreppsnefndar- mönnum, að hann væri fyrst og fremst á vertíð og ef hann fengi ekki að stunda sína vertíð, þá væri hann farinn. Þessi ummæli voru bókuð á fundinum. „Ef við lítum á þetta kerfi í heild, þá er hugmyndin á bak við, að læknir reki lyfsölur, sú að bæta þeim upp rýr læknishéruð. Það er staðreynd að ríkissjóður greiðir lægri laun til lækna í minni hér- uðum og að þar hafi þeir apótek sem bæti þeim upp tekjurnar. Það sem við vorum óánægðir með var að verið væri að tengja saman út- gáfu lyfseðla og tekjur læknaý sagði Sigurður Gunnarsson. Hann sagði að menn væru nokk- uð ánægðir með núverandi fyrir- komulag. „Við reyndum að losna við þessi leiðindamál með því að fá hingað lyfsala. Það gekk ekkiý sagði Sig- urður. Lyfjafræðingur kemur nú ársfjórðungslega frá Egilsstöðum og fer yfir reksturinn. Hann hefur að öðru leyti engin afskipti af apótekinu og fær einungis greitt fyrir þetta starf. Það er sem sagt læknirinn sem er ábyrgðarmaður lyfjasölunnar. Sigurður sagði að sér fyndist það sóun á menntun að enginn skuli geta verið rekstraraðili lyf- sölu nema apótekarar. „Þetta eru menn með 6—7 ára nám í lyfja- fræði og eiga svo að fara að af- greiða í búð. Það ætti að vera nóg að hafa einn velmenntaðan lyfja- fræðiug í fjórðungnum. Lækn- arnir verða náttúrlega að hafa ein- hvern til að ráðfæra sig við, en það er hreint og beint bruðl að vera að láta þá afgreiða í búð. “ íbúar Fáskrúðsfjarðarlæknis- héraðs búa við mikið öryggisleysi í læknisþjónustunni. Sú staða hefur komið upp að þetta 1200 manna hérað verður læknislaust. Samgöngur geta einnig gengið brösulega milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og læknir orðið veðurtepptur á öðrum hvorum staðnum. Ef læknir þarf að sinna bráðatilfelli og fylgja sjúklingi í sjúkraflugi er bara að vona að ekkert hendi á meðan. Það hefur hins vegar gerst að alvarlegt slys bar upp á við þessar kringum- stæður. „Við erum að reyna að fá tvo lækna, þá jafnvel með þeirri málamiðlun að stækka læknis- héraðið eitthvað. Við höfum verið mjög lánsöm hér og fengið góða menn til starfa. Það hefur hins vegar sýnt sig að eftir árið eru þeir útkeyrðir. Við missum þessa menn vegna þess að álagið er ómannlegt. Það er náttúrlega mjög slæmt þegar læknir er alltaf einn, og hlýtur að vera bagalegt fyrir þá að hafa aldrei neinn til að ráðfæra sig við. Þessir menn geta aldrei tekið sér frí, aldrei slappað af. Þeir eiga alltaf von á því að fá eitthvað á sig. “ Sigurður benti á að fyrir sam- félagið væri miklu ódýrara að reka læknisþjónustu á lands- byggðinni heldur en í Reykjavík. „Það er stundum sagt fyrir sunn- an að samfélagið hafi ekki efni á því að hafa lækna í svona litlum læknishéruðum. Staðreyndin er hins vegar sú að hver einstakling- ur hér er miklu ódýrari fyrir ríkið. Heilbrigðiskerfið fyrir sunnan er nær alfarið rekið í gegnum ríkið, en við rekum sjálf heilsugæslu- stöðvarnar. “ Sigurður vildi ekki upplýsa hve há upphæðin væri sem ákveðin var 15% af sölu í apótekinu. Hann sagði að upphæðin væri ekkert rosaleg og ástæðulaust að halda henni á lofti. „Við erum bara ánægð meðan við höfum hér góðan lækni og þetta fyrirkomu- lag hefur reynst það sem menn geta helst sætt sig við. “

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.