Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 18. mars 1987 í íslenskri stjórn- málaumræðu er mikið flaggað orðaleppum eins og félagshyggju/ frjálshyggju. Reynt er að stilla þessum tveim- ur hugtökum upp sem ósættanlegum and- stæðum. Ræður fé- lagshyggjuforkólf- anna einkennast af frösum eins og: Það vantar meira af þessu eða hinu, meiri pen- inga, meiri þjónustu, — Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokks- ins, skrifar. Sérstaða Alþýðu flokksins fleiri ríkisstofnanir, hærri styrki... Frjálshyggjutrúboðið talar á öðr- um nótum: Ríkið á að gera minna af þessu og hinu, minni ríkisaf- skipti, minni opinbera þjónustu o.s.frv. Smám saman er fólk farið að trúa því, að þetta séu ósættanlegar andstæður. Samt er það á misskiln- ingi byggt. Hér er um að ræða tvær hliðar á sama máli. Umræðan ein- kennist af fordómum og frösum — í stað hugsunar. Tvær hliðar á sama máli Stjónrmálaágreiningur er í eðli sínu ágreiningur um leiðir. Stjórn- málaumræða byrjar þegar við lýs- um þvi, hvernig við ætlum að ná fram því góða sem við viljum. Sér- staða okkar jafnaðarmanna í ís- lenskum stjórnmálum er sú, að við viljum takmarka afskipti ríkis- valdsins af atvinnulífinu (binda þar endi á sólund og bruðl) — einmitt af því að við viljum að ríkisvaldið einbeiti starfskröftum sínum og fjármunum að velferðarmálum fólksins. Þetta er kjarni málsins. Hlutverk ríkisins Við viljum skilgreina hlutverk ríkisins upp á nýtt. Við viljum að ríkið takmarki afskipti sín af at- vinnulífinu við það að móta stefnu, setja almennar leikreglur og skapa atvinnulífinu stöðugleika og vaxt- arskilyrði til framtíðar. Félagsleg þjónusta, sem við vilj- um bæta, verður ekki bætt á næstu árum nema á grundvelli öflugs at- vinnulífs, sem heldur uppi hagvexti, en greiðir líka sinn hlut til sameigin- legra þarfa. Þess vegna þurfum við öflugra markaðskerfi, meiri samkeppni, minni ríkisíhlutun, minni einokun í atvinnulífinu. Af því að aukin sam- keppni örvar framleiðsluna, lækkar verðið og er forsenda bættra lífs- kjara. Þetta á ekkert skylt við frjáls- hyggju. Þetta er þvert á móti kjarn- inn í nútímalegri jafnaðarstefnu. Öflugt markaðskerfi, sem lýtur fé- lagslegri stjórn, er forsenda velferð- ar. Þetta eru tvær hliðar á sama máli. Vinstri menn eru allir sammála um markmiðin, það góða sem við viljum gera. Það er ágreiningur um leiðirnar. Hægri menn leggja áherslu á frjálst framtak í atvinnu- lífinu. En það frjálsa framtak má aldrei verða að forréttindum í skjóli ríkis- valds, eða snúast upp í einokun. Og atvinnulífið verður að skila sínum hlut til samneyslunnar. Þetta eru grundvallaratriði. Sérstaða A Iþýðuflokksins Ríkisstjórn sem Alþýðuflokkur- inn á aðild að mun því taka upp ger- breytta stefnu í hagstjórn, atvinnu- lífi og félagsmálum. Það verður ábyrg stjórn — i anda jafnréttis. Hvernig viljum við leysa málin? 1. Ríkisbúskapurinn: Við leggjum fram tillögur um heildarendurskoðun á ónýtu skatta- kerfi. Tillögur um staðgreiðslu skatta varða aðeins innheimtufyrir- komulag á sköttum launafólks. Þær eru til bóta, svo langt sem þær ná. En launamenn hafa alltaf stað- greitt sína skatta. Aðalatriðið er að uppræta skattsvikin, það er grund- vallaratriði að menn séu jafnir fyrir lögum. Þiggja fyrirtæki og atvinnurek- endur kannske ekki þjónustu frá ríkinu? Reyndar. U.þ.b. þriðjungur ríkisútgjalda, sem launþegar standa undir, rennur til atvinnu- vega og fyrirtækja, ýmist í formi ókeypis þjónustu eða í formi beinna fjárframlaga, sem við kennum við niðurgreiðslur, millifærslur og styrki af ýmsu tagi. Þetta þýðir að fyrir milligöngu ríkisins eru færðar til tekjur frá launþegum til hinna efnameiri í þjóðfélaginu. Við mun- um binda endi á það. 2. En hvað með ríkisútgjöldin? Við viljum fækka útgjaldaliðum fjárlaga; við munum bregða skurð- arhnifnum á „velferðarkerfi fyrir- tækjanna", sem tekur í sinn hlut allt að 'A ríkisútgjalda. Dæmi: * Við viljum að atvinnuvegir yfir- taki stofnanir, sem nú er haldið uppi af ríkinu og eru eingöngu í þeirra þjónustu. * Við viljum gera rannsóknar- stofnanir að sjálfseignarstofnun- um og gera þeim skylt að selja sérfræðiþekkingu sína og þjón- ustu á framleiðslukostnaðar- verði. * Við viljum að ríkið hætti að sólunda peningum skattborgara í óverjandi hallarekstur í fjölda fyrirtækja, sem væru betur rekin af öðrum. * Við viljum draga úr styrkjum, niðurgreiðslum, uppbótum og millifærslun á kostnað skatt- borgara til atvinnuvega og at- vinnurekenda. Þetta viljum við gera vegna þess að við viljum verja þessum fjár- munum betur í velferðarkerfi fólks- ins. Þessum róttæku kerfisbreyting- um á ríkisbúskapnum viljum við fylgja fram í áföngum samkvæmt áætlun á kjörtímabili. 3. Við boðum nýja atvinnu- stefnu. Hlutverk ríkisins er að tryggja at- vinnulífinu stöðugleika og festu og almenn vaxtarskilyrði: Stöðugt gengi, greiðan aðgang að lánsfé, örvun við nýjungar, markaðsátak og sölumennsku. Það á að móta at- vinnulífinu starfsumhverfi, setja al- mennar leikreglur, koma í veg fyrir einokunarverðmyndun, örva sam- keppni — framfarir. Við viljum þess vegna meiri markaðsbúskap — minni ríkisfor- sjá í atvinnulífi. Nokkur dæmi: * Við viljum sveigjanlegt veiði- leyfakerfi í útgerð — í stað kvóta á hvert skip. * Við viljum frjálst fiskverð og fiskmarkaði, staðbundna eða fjarskiptamarkaði. * Með viðskiptasamningum við önnur ríki á að tryggja háþróaðri fiskréttaframleiðslu, greiðan að- gang að mörkuðum og leysa þannig kreppu frystiiðnaðarins. Við viljum svæðaskipulag í land- búnaðarframleiðslu, í stað kvóta á hvert býli. Við viljum fjárstuðning til vöru- þróunar og sölu landbúnaðaraf- urða — en ekki til framleiðslu- aukningar. Við viljum beita okkur fyrir langtímaáætlunum gróðurvernd og landgræðslu og skapa við það ný störf. Við viljum afnám ríkistryggðrar einokunar á vinnslu og sölu land- búnaðarafurða. Við viljum frjálsa útflutnings- verslun. Við viljum rannsóknir í þágu nýrra hátæknigreina og stuðning við smáfyrirtæki. Þetta eru róttækar kerfisbreyt- ingar, ekki nöldur um meira af þessu eða hinu í óbreyttu kerfi. Þetta viljum við gera fyrst og fremst til þess að treysta undirstöð- ur velferðarríkisins á íslandi, sem er meginmarkmiðið með pólitísku starfi jafnaðarmanna. Þjóðarsátt — um hvað? Menn tala stundum um þjóðar- sátt. Meirihluti þjóðarinnar er sam- mála um markmiðin, um það góða sem við viljum gera í félagslegum umbótum. Hingað til hefur verið ágreiningur um leiðirnar. Það er sannfæring okkar jafnaðarmanna að skapa megi þjóðarsátt um nýjar leiðir að sameiginlegu markmiði, á grundvelli jafnaðarstefnunnar. * Við viljum bæta gæði skóla- starfs; það kallar á hærri laun kennara. * Við viljum tryggja örugga heil- brigðisþjónustu án tillits til efna- hags. * Við viljum tryggja jafnrétti til náms, án tillits til efnahags for- eldra. * Við viljum tryggja hinum öldr- uðu mannsæmandi lífeyri. * Við viljum leggja fram opinbert fé til að leysa fólk úr skuldafang- elsi húsnæðismálanna; auka val- frelsi milli kaupa og leigu. * Við viljum auka fjárveitingar til skapandi menningar og lista o.s.frv. Ekkert af þessu verður vel gert nema á grundvelli öflugs atvinnu- lífs og ráðdeildar í ríkisrekstri. Við jafnaðarmenn leggjum þunga áherslu á sameiginlegan líf- eyrissjóð fyrir alla landsmenn og samræmd lífeyrisréttindi. Við vilj- um að lífeyrissjóðurinn verði deild- arskiptur eftir landshlutum — að stjórn fjármagns og ávöxtun verði heima í héraði. Takist ekki pólitísk samstaða um þetta milli stjórnmálaflokkanna þá viljum við þjóðaratkvæði um líf eyrisréttindamálin; við viljum að fólkið ráði en ekki forstjórarnir. Öflugt markaðskerfi, sem lýtur fé- lagslegri stjórn, er forsenda vel- ferðar Aðalatriðið er að upprœta skatt- svikin. Það er grundvallaratriðið í að allir séu jafnir fyrir lögunum Við viljum sveigjanlegt veiðileifa- kerfi í útgerð — í stað kvóta á hvert skip ...þá viljum við þjóðaratkvœði um lífeyrisréttindamálin; við viljum að fólkið ráði en ekki forstjórarnir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.