Alþýðublaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 20. mars 1987 alþýöu- Alþýðublaöiö, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Úteefandi: Blaöi hf Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Danielsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóltir og Eva Guðmundsdótlir Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 W Askriftarsíminn er 681866 'RITSUÓRNARGREIN' Stórsókn Alþýðuflokksins Hinn mikli meðbyr sem Alþýöuflokkurinn hetur fengið I skoöanakönnunum siðustu misseri hefur fariö mjög fyrir brjóstið á málsvörum annarra f lokka. Óttinn við verulega fylgisaukningu Alþýöuflokksins hefur ekki sist gert vart við sig (Sjálfstæðisf lokki og Alþýðubandalagi nú þegar dregur nær kosningun- um. Siðasta áróðursbragðið gefur að l(ta I Morgun- blaðinu og Þjóðviljanum I gær, sem samhljóða halda þvl fram að fylgi Alþýðufokksins hafi I raun og veru ekki aukist neitt, heldurhafi gamlafylgi Banda- lags jafnaðarmanna aðeins bæst við. Athugum þetta nánar. Morgunblaöiö rekur i Staksteinum fylgi BJ frá slð- ustu kosningum og til september '86 þegar það gekktii liðsviðAlþýðuflokkinnogsegirsfðan: Þess- ar staöreyndir um hnignun og endanlegt hrun Bandalags jafnaðarmanna er nauösynlegt að hafa í huga þegar rætt er um fylgisaukningu Alþýðu- flokksins. Þjóðviljinn segir I „frétt“ sem birtist í gær undir fyrirsögninni „Kratar standa I stað“ að sé út- koma Alþýðuflokksins og Bandalags jafnaðar- manna úr slðustu alþingiskosningum lögð saman, komi I Ijós að þeir höföu svotil sama fylgi og kratar hafi I dag, eöa 19%. Þessi málflutningur málgagna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins er bæði broslegur og villandi. Lítum fyrst á nokkrar staðreyndir. Við siðustu kosningar 1983 hlaut Alþýðuflokkur- inn 11.7% fylgi kjósenda. Bandalag jafnaðarmanna fékk 7.3%. Skoðanakannanirfráslðustu kosningum og fram til september ’86 þegar BJ gekk til liðs við Alþýöuflokkinn, sýnavaxandi fylgi Alþýðuflokksins og minnkandi fylgi BJ. Þannig sýndi skoöanakönn- un DV frá mars ’8519.9% fylgi Alþýðuflokks og 5.6% fylgi BJ. í mal '86 er fylgi Alþýðuflokks I könnun DV 13.5% en BJ meö aðeins 3%. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Há- skóla íslands ásama tlmasýndi 15.5% fylgi Alþýðu- flokks en 3.7% fylgi BJ. Og skoðanakannanir héldu áfram að sýna vaxandi fylgi Alþýðuflokksins og rén- andi fylgi BJ. Við inngöngu BJ I Alþýðuflokkinn — hafði BJ um 2% fylgi en Alþýðuflokkurinn um 20%. Það er því ekki raunhæft að miða við tölur frá kosn- ingunum 1983, leggja saman fylgi Alþýðuflokks og BJ á þeim tima og fá út núverandi fylgi Alþýðu- flokksins. Slfk vinnubrögð eru loddaraskapur. Mun fleiri þættir verka þarna inn. Fylgisaukning Alþýðu- flokksins bygcjist t.a.m. á breyttum hug kjósenda til annarra flokka og fylgi kjósenda sem kjósa I fyrsta skipti. Þáerónefndurhluturkjósendasem enn hafa ekki gert upp hug sinn en skv. slðustu skoöanakönn- un HPhallast langstærsti hluti þeirraað því að kjósa Alþýðuflokkinn. Þeir sérfræðingar sem unnið hafa að gerð skoð- anakannana eru á einu máli I túlkun sinni. Stefán Ólafsson lektorvann að síöustu skoðanakönnun Fé- lagsvisindadeildar HÍ. Hann sagði I fréttaviðtali við Rlkisútvarpið að greinilegustu niðurstööur könnun- arinnar væri mikil sókn Alþýöuflokksins. Gunnar Maack, framkvæmdastióri Hagvangs sagði á frétta- mannafundi þarsem niðurstöður síðustu skoðana- könnurará fylgi flokkanna var kynnt, aö Alþýðui- f lokkurinn héldi slnu flugi. Alþýðuflokkurinn er I stórsókn. Skoöanakannanir staðfesta að hann er orðinn næststærsti stjórn- málaflokkurá íslandi og eini raunhæfi valkosturinn ef breyta á samsetningunni á rlkisstjórninni. Skýr- ingin á fylgisaukningu Alþýðuflokksins er marg- þætt. Innganga BJ I flokkinn og sameining jafnaðar- manna undir einum fána er ein skýringin. Málefna- leg og nútlmaleg jafnaðarstefna er önnur skýring flokksins. Aðalatriðið er að stefna Alþýðuflokksins hefur náð eyrum kjósenda um land allt sem eru orðnir langþreyttir á staðnaðri miðstýringu Alþýðu- bandalagsins og sérhagsmunavörslu Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar. Skrif Morgunblaðsins og Þjóðviljans um flutning atkvæða milli flokka eru dæmigerð fyrir málgögn flokkræöis. Við skulum ávallt hafa það hugfast að flokkar eiga ekki atkvæði. Fólk á atkvæði. Einar Kr. Isfeld Kristjánsson f 25.7.1946 — d. 12.3.1987 í dag kveðjum við hinstu kveðju Einar Kr. ísfeld Kristjánsson, fyrr- verandi deildarstjóra hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, sem lést í Landspítalanum 12. mars sl., langt um aldur fram. Einar fæddist í Reykjavík 25. júlí 1946, sonur hjón- anna Kristjáns Benediktssonar og Ólafar ísfeld Kristjánsdóttur. Þeir sem starfað hafa hjá Trygg- ingastofnun ríkisins eiga eingöngu góðar minningar um Einar Isfeld, alltfrá því hann hóf þarstörf einn fagran júlídag árið 1964, þar til Atvinnuleysi á landinu: 13.400 manns i febrúarmánuði í febrúarmánuði sl. voru skráðir 13.400 atvinnuleysisdagar á land- inu öllu. Þetta jafngildir því að rösklega 600 manns hafi að meðal- tali verið á atvinnuleysisskrá í mán- uðinum en það svarar til 0.5% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar. Samkvæmt þessu hafa orðið mikil umskipti frá mánuðinum á undan þegar skráðir atvinnuleysis- dagar námi 51 þúsundi og atvinnu- lausir voru að meðaltali 2.400 manns. Þar gætti að sjálfsögðu áhrifa frá verkfalli sjómanna fyrri hluta janúarmánaðar. í febrúar í fyrra voru skráðir 24 þúsund atvinnuleysisdagar og nem- ur fækkun atvinnuleysisdaga milli ára 44% en sem hlutfall af mann- afla nemur lækkunin 0.4 prósentu- stigum. Þegar til lengri tima er litið kemur í ljós að skráðir atvinnuleys- isdagar í febrúarmánuði hafa ekki verið færri en í febrúarmánuði sl. síðan árið 1980 þegar skráðir voru tæplega 9 þúsund atvinnuleysisdag- ar á öllu landinu. Þegar á heildina er litið verður því ekki annað sagt en atvinnuá- standið hafi í liðnum mánuði verið venjufremur gott miðað við árs- tíma. hann flutti sig um set á síðasta ári og gerðist skrifstofustjóri hjá Landmælingum ríkisins. Það er erfitt að sætta sig við, að menn skuli kallaðir brott í blóma lífsins, en dómi, þess sem öllu ræð- ur, verður ekki áfrýjað. Einar hafði marga kosti til að bera, einn af þeim var atorkan við að koma sér áfram í lífinu. Dugnaður og samviskusemi einkenndi störf hans hjá Trygginga- stofnuninni og þegar tími leyfði frá þeim var hann önnum kafinn við að koma sér þaki yfir höfuðið, nú ný- verið hafði hann flutt í glæsilegt einbýlishús ásamt sambýliskonu sinni, íris Arthúrsdóttur. Aður var Einar kvæntur Hrafnhildi Hauks- dóttur, en þau slitu samvistum. Með henni átti Einar tvö börn. Eitt af mörgum áhugamálum Einars ísfeld var knattspyrnan. Hann lék í nokkur ár með KR og m.a. í meistaraflokki félagsins, sem varð íslandsmeistari. Einar var leik- inn með knöttinn og vinsæll í hópi félaga sinna. Nokkrir mannkosta Einars hafa hér verið upptaldir, en ekki má gleyma notalegri framkomu hans og hlýleika og bjartsýni samfara manneskjulegu viðmóti við fólk al- mennt. Þetta kom mjög áberandi í ljós í hans erfiðu veikindum. Um leið og Einar ísfeld er kvadd- ur í hinsta sinn sendum við sambýl- iskonu hans, foreldrum, systkinum og börnum ásamt öðrum ættingj- um innilegar samúðarkveðjur. Við biðjum góðan Guð að blessa ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Minningin um góðan dreng mun ávallt lifa. Starfsfólk Tryggingarstofnunar ríkisins Jóhann Þorsteinsson trésmiður — Síðbúin kveðja Jóhann var fæddur 30.8.1927 en dá- inn 27.2.1987. Við vorum saman á Landspítalanum og ég kynntist honum þar gegnum bróður hans, Ingólf, indælasta dreng sem ég hef kynnst. Jóhann heitinn náði aldrei heilsu, þótt við báðir hefðum indælis lækni og besta dreng, til að lækna okkur. Ég náði aftur á móti fullkominni heilsu. Læknirinn var Egill Jacobsen. Blessuð sé minning Jóhanns heit- ins. Ég veit að Jóhann er nú við hlið Drottins. Að síðustu: „Er til hvílu gengur þú hug þínum til Alvalds snú. / Guðs örmum hvíl þú rótt. í Jesú nafni, góða nótt. Sveinn Sveinsson ST. JÖSEFSSPÍTALI Landakoti Ársstaða aðstoðarlæknis við lyflækningadeild St. Jósefsspltala, Landakoti, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júlí 1987. Umsóknarfrestur er til 20. aprll n.k. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfirlæknis lyflækninga- deildar. Reykjavik 17/3 1987. Húsnæðisstofnun ríkisins Tæknideild Laugavegi 77. R. Slmi 28500. ÚTBOD Ölfushreppur Stjórn verkamannabústaða Ölfushrepps, óskar eftir til- boðum I byggingu tveggja (búða I parhúsi, byggðu úr steinsteypu. Verk nr. U.05.01 úr teikningasafni tækni- deildar Húsnæðisstofnunar rfkisins. Brúttóflatarmál húss 195m2 Brúttórúmmál húss 675m3 Húsið verður byggt við götuna Norðurbyggð 1a og 1b Þorlákshöfn og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar rlkisins frá þriðjudeg- inum 17. mars 1987 gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi slðar en þriðju- daginn 7. apríl kl. 11.00 og verða þau opnuð viðstöddum bjóðendum. f.h. stjórnar verkamannabústaða tæknideild Húsnæöisstofnunar ríkisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.