Alþýðublaðið - 20.03.1987, Page 3
Föstudagur 20. mars 1987
3
EINN Á ’ANN
Dönsk könnun á viðhorfum fólks til
uppeldisaðferða sýnir að flestir halda
fast við gömlu uppeldisaðferðirnar. Börn
eiga að hlýða, annars er þeim refsað.
Helmingur aðspurðra aðhylltist líkamleg-
ar refsingar.
í byrjun 8. áratugarins hófu tveir
danskir sálfræðingar könnun á
uppeidisaöferöum danskra mæðra
og fylgdust með 65 mæðrum og
börnum þeirra í 6—7 ár, aðallega til
að fá vitneskju um i hve ríkum mæli
refsingum væri beitt í uppeldinu.
Þeir komust að því að strax kring-
um 6—7 mánaða aldur var algengt
að likamlegum refsingum væri
beitt, oftast vegna „óþægðar“ og
að 5 þessara barna voru beitt svo
hörðum refsingum að mátti kalla
misþyrmingu. Fjórðungur þessara
' barna mátti þola högg meö barefli
innan við 6 ára aldur, þriðjungur
hópsins fékk minniháttar líkamleg-
ar refsingar að staðaldri, s.s. skell á
rassinn eða þvíumlíkt.
Fjöldi kannana hefur staðfest að
líkamlegum refsingum sé að janfaði
beitt í uppeldi barna og að þannig
hafi það verið alla tíð. Þrátt fyrir
aukið ofbeldi í samfélaginu nú á
dögum, virðist ofbeldi gegn börn-
um engan veginn vera nýtt af nál-
inni svo sem sjá má af lýsingum á
uppeldisaðferðum frá því snemma
á öldinni, t.d. á upptökuheimilum
fyrir börn, í skólum og víðar. Þá var
sú stefna opinberlega viðurkennd
að berja óþægðina úr börnum og
berja lærdóminn inn í staðinn og
þótti sjálfsagt.
Liðin tíð?
Skyldu gömlu, góðu uppeldisað-
ferðirnar heyra sögunni til, eða eru
þær enn við lýði? Skoðanakannan-
ir hafa verið gerðar til að komast að
raun um hversu algengar líkamlegar
refsingar eru á börnum og einnig
hefur fengist vitneskja með vett-
vangskönnunum og með upplýs-
ingum frá læknum og sálfræðing-
um. í ljós kemur að það eru ekki
allir sem nota líkamlegar refsingar
sem uppeldisaðferð, en þeir eru
margir sem gera það ennþá og sú
staðreynd vekur ýmsar spurningar.
Venjulega er talið að líkamlegar
refsingar tengist ýmsum samfélags-
legum þáttum, s.s. slæmum efna-
hag, atvinnuleysi, lélegum húsa-
kosti, erfiðri vinnu, sjúkdómum og
vesöld. Sjálfsagt er að taka alla
þessa þætti með í reikninginn, en
þeir eru ekki einhlít skýring á því
hvers vegna ofbeldi gegn börnum er
svo algengt sem raun ber vitni.
Skýringin er einfaldlega sú að það
er ein af hefðum og viðteknum
venjum samfélagsins að það sé
leyfilegt að slá börn og þar að auki
sé það börnunum fyrir bestu að fá
strangt uppeldi. Langflestir bera
umhyggju fyrir börnum sínum og
vilja búa þau sem best undir lífið og
sú skoðun virðist vera ríkjandi að
þeim gangi betur en öðrum sem
kunna að beygja sig og hlýða.
Skoðanir á barnauppeldi
Staðfesting á þessu kemur fram í
skýrslu, sem ennþá hefur ekki verið
birt; niðurstöðu könnunar á skoð-
unum danskra meðalborgara á
barnauppeldi. Skýrslan byggir að
hluta til á greiningu á uppeldisvenj-
um síðustu 2—300 ára, með hlið-
sjón af leiðbeiningum sem hafa ver-
ið gefnar út fyrir foreldra til að
styðjast við og öðru sem vitað er um
barnauppeldi fyrr á tímum. Hins
vegar byggir hún á skoðanakönnun
meðal almennings; spurningum
sem voru lagðar fyrir 16 ára og
eldri.
Þátttakendur voru beðnir að
taka afstöðu til uppeldislegra
vandamála hjá: a) 2—3ja ára börn-
um, b) 5—12 ára börnum og C) 15
ára unglingum. Til dæmis var tekið
áflog milli systkina, „æðisköst“ hjá
litlum börnum, hnupl og veggja-
krot hjá unglingum. Auk þess áttu
þeir að tilgreina æskilegustu upp-
eldisaðferðir og fyrirmyndarfjöl-
skyldulíf.
Meginniðurstaða könnunarinnar
var sú að meirihluti fólks heldur
fast við hefðbundið uppeldismynst-
ur, sem einkennist öðru fremur af
ósk um hlýðni hjá börnunum og að
því markmiði verði best náð með
því að beita refsingum. Um helm-
ingur þátttakenda var hlynntur
líkamlegum refsingum, en aðrir að-
hylltust fremur annars konar vald-
beitingu, s.s. vist í skammarkrókn
um, að senda börn í rúmið matar-
laus eða svipta þau vasapeningum.
Einnig að láta þau vinna leiðinleg
verk, banna umgengni við kunn-
ingja og skvetta köldu vatni þegar
æsingur er mikill.
Þessi viðhorf virðast með öðrum
orðum vera rótgróin I samfélags-
mynstrinu og ekki af illum hvötum
runnin, þótt hlýðni og auðmýkt
komi illa heim og saman við yfirlýst
markmið yfirvalda um að ala upp
sjálfstæða og ábyrga einstaklinga
til þátttöku í lýðræðislegu samfé-
lagi.
Bann við refsingum
Það er hins vegar afar erfitt að
framfylgja mannúðlegri uppeldis-
pólitík á vegum hins opinbera á
meðan afstaða foreldra og annarra
uppalenda á heimilunum hnígur í
gagnstæða átt. Hörkulegar uppeld-
isaðferðir geta þó hugsanlega verið
tengdar þeirri staðreynd að lögin
kveða ekki skýrt á um réttinn til að
beita börn refsingum. í dönskum
lögumfrál.jan. 1986ersamtbann-
að að berja börn, en önnur ákvæði
þeirra laga eru óljós, sérstaklega að
því er varðar andlegt ofbeldi, rétt-
indamissi og þessháttar. Það er því
eftir sem áður leyfilegt að refsa
börnum harðlega, svo lengi sem
ekki er um beinar líkamlegar mis-
þyrmingar að ræða.
Margir eru þeirrar skoðunar að
refsingar geri börnunum ekkert illt
og sé ekki skaðlegt þroska þeirra.
Þá er vanaviðkvæðið: „Börn
gleyma svo fljótt“, „börnin skilja
þetta“. Ekki eru til neinar rann-
sóknir á þvi að hve miklu leyti
minniháttar refsingar eru skaðlegar
þroska barna. Hins vegar hafa
fjöldamargar rannsóknir staðfest
að börn sem eru beitt grófu ofbeldi
líða fyrir það til langframa, eru
haldin sektarkennd og ótta og eru
líklegri en aðrir til að beita sjálf of-
beldi á fullorðinsárum. Þess vegna
er eðlilegt að álykta sem svo að allar
refsingar hafi sams konar neikvæð
áhrif, aðeins í mismiklum mæli.
Einnig er það rökrétt ályktun að
leyfi til að beita vægum refsingum
sé hvati til refsandi uppeldisaðferða
yfirleitt og auki þar með á ofbeldi á
öllum sviðum mannlegra sam-
skipta.
Það er samdóma niðurstaða allra
gilii
A
Áj
r
þeirra kannana sem um það hafa
verið gerðar, að börn og unglingar
tileinki sér „góðsótta og góða siði“
því betur sem minni þvingunum er
beitt í því skyni. í Japan er það t.d.
talin skylda hvers manns að upp-
fylla óskir og þarfir barna sem allra
mest á ungum aldri og þau eru ekki
látin axla þunga ábyrgð fyrr en þau
hafa nægan þroska og skilning á
þeim skyldum sem samfélagið legg-
ur þegnum sinum á herðar.
Danska könnunin sýnir að
vitneskja almennings um árangurs-
ríkar uppeldisaðferðir er af mjög
skornum skammti. Og það sem
verra er, þá virka þær oft öfugt við
það sem ætlast er til. í samfélagi
nútímans þurfa helst allir að kunna
á bíl og það er séð um að allir fái
viðunandi fræðslu í þeim efnum.
En ungir foreldrar þurfa ekkert að .
vita um barnauppeldi!
BÖRN í BÍLUM
ÞURFA VÖRN
- sama
hve gömul eru.
(UMFERÐAR
RÁÐ
Laust embætti
sem forseti íslands veitir
Viö læknadeild Háskóla íslands er laust
til umsóknar prófessorsembætti í augn-
sjúkdómafræöi.
Prófessorinn mun fá starfsaðstöðu við
St. Jósefsspítala, Landakoti.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um
vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og
rannsóknir, svo og námsferil og störf,
skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15.
apríl n.k.
Menntamálaráðuneytið,
17. mars 1987.