Alþýðublaðið - 02.04.1987, Page 2

Alþýðublaðið - 02.04.1987, Page 2
2 Fimmtudagur 2. apríl 1987 RITSTJ QRN AHG R El N’—.... Viðreisn velferðarríkisins — Nýsköpun í efnahagsmálum Flokksstjórn Alþýðuflokksins samþykkti um helgina ítarlega stefnuskrá fyrir alþingiskosn- ingarnar 1987. Stefnumál flokksins hafa verið tekin saman undir heitinu Viðreisn velferðar- ríkisins — Nýsköpun í efnahagsmálum. í inn- gangi að hinni vönduðu stefnuskrá segir m.a.: „Alþýðuflokkurinn átti mikilvægt frumkvæði að mótun þess velferðarríkis sem íslendingar nú búa við. Meginmarkmið velferðarríkisins eru enn i fullu gildi, en stöðugt verður að leita nýrra leiða að þeim. Þvi vill Alþýðuflokkurinn beita sér fyrir umfangsmikilli endurnýjun og eflingu velferðarríkisins samhliða framförum I efnahagsmálum, til að nálgast enn betur mark- miðin um frelsi einstaklinga, jöfnun lífskjara fullaatvinnu og afkomuöryggi allra I réttlátu og mannúðlegu þjóðfélagi, þar sem einstakling- arnir fá búið I samlyndi við mannlega reisn.“ Alþýðuflokkurinn hefurþásérstöðu I íslensk- um stjórnmálum að leggja áherslu á hvort tveggja; öflugt velferðarríki og frjálsa sam- kepþni og markaðshætti I atvinnullfinu. Ríkis- valdið hefur á undanförnum áratugum ítrekað leiðst út I sérhagsmunavörslu I atvinnulífinu og komið á ýmislegri vernd fyrir einstök fyrir- tæki og atvinnugreinar. Slíkt velferðarkerfi fyr- irtækjannadregurúrábyrgðeigendaog stjórn- enda og veikir það aðhald sem nauðsynlegt er I atvinnullfinu. Það skekkir ráðstöfun fjármuna og viðheldur úreltum atvinnu- og stjórnarhátt- um. Þróttmikið atvinnulíf verður ekki byggt á opinberri forsjá og vernd yfir vaxtarbroddum gærdagsins. Því er nauðsynlegt að endurskil- greina hlutverk ríkisvaldsins I efnahagslífinu, draga úr letjandi afskiptum og efla samkeppni, aðhald og endurnýjun atvinnullfsins. Helstu áhersluatriði Alþýðuflokksins I kosn- ingabaráttunni fyriralþingiskosningarnar1987 eru: I. ENDURNÝJUN VELFERÐARRÍKISINS: SANNGJÖRN TEKJUSKIPTING OG AFKOMUÖRYGGI 1. Einfalt og réttlátt skattkerfi. 2. Lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. 3. Endurskoðun almannatrygginga. 4. Daglaunastefna — Stytting vinnutíma á fullum launum og aukin afköst. 5. Efling húsnæðislánakerfis. 6. Jafnrétti kynjanna. 7. Ný heilbrigðisstefna. 8. Framsækin skólastefna og endurbætur námslánakerfis. 9. Fjölskyldustefna. II. FRAMFARIR í EFNAHAGSMÁLUM 1. Kerfisbreytingar: Ný skilgreining á hlutverki rlkisins. 2. Jafnvægisstefna: Stöðugleiki og festa I efnahagsmálum. 3. Ný atvinnustefna. III. SAMSKIPTI ÍSLANDS VIÐ UMHEIMINN 1. Áframhaldandi samstarf vestrænna ríkja I öryggismálum og norræn samvinna. 2. Aukin viðskipta- og menningartengsl við Evrópu og virk sókn á nýja markaði I vestri og austri. 3. Stuðningur íslands við aðra jarðarbúa. 4. Árvekni I hafréttarmálum og frumkvæði I samningum um varnir gegn mengun I hafi og öðrum náttúruauðlindum. IV. MENNINGARSAMFÉLAG 1. Samfélag menningarog mannúðar. 2. Stuðningur við listir og vísindi. V. UMBÆTUR Á STJÓRNKERFI 1. Endurskoðun á löggjafarvaldi og stjórnar- skrá. 2. Breyting á dómsvaldi. 3. Endurskipulagning á framkvæmdavaldi. 4. Aukin völd og ábyrgð sveitarstjórna. 5. Lagasetning um hagsmunaárekstra. VI. NÝ BYGGÐASTEFNA 1. Þróun byggðar. 2. Jafnvægi I byggðaþróun. 3. Efling byggðakjarna. 4. Byggðastofnun og nýr fjárfestingalánasjóð- ur. Atvinnumiðlun fatlaðra Hafnarfjarðarbær auglýsir stöðu við atvinnuleit og vinnumiðlun fyrir fatlaða, um er að ræða V2 starf fyrri- hluta dags. Starfssvið er auk beinnar milligöngu um ráðningu ör- yrkja á almennan vinnumarkað, m.a. það að gera sér grein fyrir og miðla þeim úrræðum öðrum sem til þurfa að koma I atvinnumálum þessa hóps. Leitað er að manni með félagslega menntun og/eða reynslu, einnig er þekking á atvinnullfinu mikilvægur þáttur. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist til Fé- lagsmálastjóra hafnarfjarðar, Strandgötu 4,220 Hafnar- firði fyrir 7. apríl n.k. sem jafnframt veitir nánari upplýs- ingar um starfið. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði The Platters tu íslands Hinir heimsfrægu The Platters koma hingað til lands og skemmta landanum í veitingahúsinu Broad- way og i Sjallanum Akureyri. The Platters koma til landsins 21. apríi beint frá Las Vegas þar sem þeir skemmta aðallega á stóru hótelun- um í þessari frægu skemmtana- borg. The Platters munu skemmta 22., 23. og 26. apríl í Broadway og helg- ina 24. og 25. apríl í Veitingahúsinu Sjallanum. The platters urðu heimsfrægir á 7. áratugnum fyrir sinn sérstaka og fallega söngstíl. Undir handleiðslu upptökustjórn- anda síns og lagahöfundar, Buck Ram, seldu þeir um tíu milljón ein- tök af plötum á þessum tíma, en sú tala er sjálfsaagt orðin hærri í dag. Söngsveitina The Platters skipa þau: John Davis, Albert Statti, Rey- mond Manson, Monroe Powell og Marcia Robinson. Að sjálfsögðu koma þau með sína hljómsveit með sér. Það verða ódauðleg lög eins og - Only You, The Great Pretender, Smoke Gets In Your Eyes, Harbour Lights og Magic Touch sem munu hljóma á Broadway og Sjallanum í apríl. The Platters eiga marga trygga aðdáendur hér á landi á öllum aldri og eitt er víst að þeir verða ekki fyrir vonbrigðum er þeir heyra þessa „Klassísku" söngsveit flytja þeim söngva sína með fimmrödduðum englasöng. NORÐURLANDARÁÐ ISLANDSDEILD Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra skrif- stofu sinnar í Stokkhólmi. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og rikisstjórna Norðurlanda. Á milli hinna árlegu þinga Norðurlanadráðs stýrirforsætisnefnd daglegum störf- um þess og nýtur við það atbeina skrifstofu Norður- landaráðs sem er staðsett í Stokkhólmi. Á skrifstofunni, sem hefur stöðu alþjóðlegrar stofnun- ar, starfaþrjátlu manns og ferstarfið þarfram ádönsku, norsku og sænsku. Starfi skrifstofunnar er stjórnað af aðalframkvæmda- stjóra (presidiesekreterare), tveimur aðstoðarfram- kvæmdastjórum (stállföretrádande presidiesekreter- are) og upplýsingastjóra. Starf það sem auglýst erfelst meðal annars í fjárstjórn, starfsmanna- og skrifstofuhaldi, aðstoðað við undir- búning funda forsætisnefndar og skipulagningu á störfum ráðsins, auk þess sem viðkomanda ber að fylgjast meö stjórnmálaástandi á Norðurlöndum og vera forsætisnefnd til aðstoðar um erlend samskipti. Reynsla af stjórnunarstörfum er æskileg. Forsætisnefnd leitast viö að fá konur jafnt sem karlatil ábyrgðarstarfa á skrifstofur Norðurlandaráðs. Samningstlminn er fjögur ár og hefst hann 1. ágúst 1987. Rlkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum með- an á samningstímanum stendur. í boði eru góð laun, en nánari upplýsingar um þau og aðrar aðstæður Veita aðalframkvæmdastjóri skrifstof- unnar.iGerhard af Schultén, og aðstoðarframkvæmda- stjóri hennar, Áke Pettersson, ( slma 9046 8 143420 og Snjólaug Ólafsdóttir, ritari íslandsdeildar Norðurlanda- ráðs I síma Alþingis 11560. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norður- landaráðs (Nordiska rádets presidiesekretariat, Box 19506, S-104 32 Stockholm) eigi slðar en 27. aprll 1987. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norður- landaráðs (Nordiska rádets presidium) og skulu þær hafa borist til skrifstofu forsætisnefndar(Nordiska rád- ets presidiesekretariat, Box 19506, S-104 32 Stockholm) eigi slðar en 27. aprll 1987.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.