Alþýðublaðið - 04.04.1987, Síða 7

Alþýðublaðið - 04.04.1987, Síða 7
7 Laugardagur 4. apríl 1987 Samtök um jafnrétti milli landshluta: Ný stjórn kosin Samtökin um jafnrétti milli landshluta héldu landsncfndarfund í Valaskjálf á Egilsstöðum sunnud. 22. 3. Það nýmæli var viðhaft á fundin- um að hluti nefndarmanna var í samtengdum síma við fundarstað- ina, þannig að Isafjörður, Reykja- vík, Mosfellssveit, Borgarfjörður vestri, Seyðisfjörður og Stöðvar- fjörður voru í sambandi við Egils- staði. Mikill einhugur ríkti á fundinum um framtíðarstefnu samtakanna sem óháð eru öllum stjórnmála- flokkum héðan í frá sem hingað til. Þeir stjórnarmenn samtakanna, sem í framboði eru við næstu AI- þingiskosningar hafa sagt sig úr stjórn. í þeirra stað voru nýir menn kjörnir. Núverandi stjórn samtakanna skipa: Þórarinn Lárusson Skriðu- klaustri, formaður, Helga Eiríks- dóttir Akureyri, Magnús B. Jóns- son Hvanneyri, meðstjórnendur. Auk þess voru kjörnir í vara- stjórn og undirbúningsstjórn fyrir landsfund sem halda skal í Borgar- firði í júní n.k.: Benedikt Lund Mosfellssveit, Hafþór Guðmunds- son Stöðvarfirði, Halldór Her- mannsson ísafirði, Jón Eiríksson Vorsabæ, Skeiðum. Pétur Helga- son Hrannastöðum, Eyjafirði, Sig- urjón Jónasson Egilsstöðum. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi ályktun: „Nú þegar stjórnmálaflokkarnir hafa birt stefnuskrár sínar kemur í ljós, að Samtök um jafnrétti milli landshluta hafa haft nokkur áhrif. Því vill Landsnefnd S.J.L. þakka því fólki, sem augljóslega hefur unnið að baráttumálum samtak- anna innan sem utan. En betur má ef duga skal. Þess vegna vill Landsnefnd S.J.L. hvetja félagsfólk til áfram- haldandi starfa að auknu lýðræði og janrétti í anda hreyfingarinnar. “ AB gefur út nýja ljóðabók Daggardans og darraðar Ljóðaklúbbur Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér nýja Ijóða- bók eftir Pjetur Hafstein Lárusson. Nafn hennar er Daggardans og darraðar og segir það nafn trúlega nokkuð til um innihald bókarinnar — sum Ijóðin lýriskar og tærar náttúrustemningar í ætt við morg- undöggina, önnur harðneskjulegri lýsingar á mannlífi og þjóðfélagi — darraðardans. Pjetur Hafstein hefur áður sent frá sér nokkrar Ijóðabækur, flestar í eigin útgáfu, eins og títt er um yngri skáld nú, og hefur auk þess ritað um yngri Ijóðlist og staðið með öðrum að útgáfu Ljóðaorms- ins. Um hann má segja að hann sé í senn nýstárlegur og standi föstum fótum í íslenskri fortíð. Yrkisefni hans eru nútíminn og nútímalíf. Daggardans og darraðar er 72 bls. og ljóðin alls 58. Síðasti hluti bókarinnar nefnist Myndheimar og er ortur undir hughrifum af mál- verkasýningu Eyjólfs Einarssonar 1985, og fylgir litprentun af einu af málverkum Eyjólfs. Bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. LÍÚ: Kaupir flot- b j örgunarbúninga frá Danmörku Nýlega undirritaði Innkaupa- deild Landssambands ísl. útvegs- manna kaupsamning á flotbjörg- unarbúningum til notkunar um borð í fiskiskipum félaga samtak- anna við danska fyrirtækið A/S Nordisk Gummibádsfabrik í Es- bjerg. Samningurinn nær yfir 3.400 stk. auk kaupréttar á frekari 1.600 stk. Útboð á búningunum var sent til 14 tilbjóðenda, sem buðu 19 mis- munandi búninga. Allir þessir bún- ingar höfðu hlotið viðurkenningu Siglingamálastofnunar Ríkisins. Við mat á tilboðunum var haft mjög náið samstarf við Slysavarna- félag íslands, Sjómannasamband Islands og Farmanna- og fiski- mannasamband íslands. Við endanlegt val var haft að leiðarljósi að taka þann búning, sem flestir gætu fellt sig við og upp- fyllti þau skilyrði best, sem gera verður til slíkra búninga, þ.e. með eins mikla flothæfni og hitaein- angrunargildi og frekast er kostur. Mikil áhersla var lögð á það at- riði, að pökkun búninganna í upp- hafi væri þannig úr garði gerð, að ending þeirra væri tryggð að lág- marki 5 ár án skoðunar. Með þessu einu sparast útgerðinni verulegir fjármunir. Tilgangur L.Í.Ú. og félaga þess með þessu framtaki, er að tryggja, sem best má verða, öryggi sjó- manna okkar, sem iðka störf sín af mikilli elju og samviskusemi við hvað hættulegustu aðstæður, sem þekkjast í íslensku atvinnulífi. Námsstyrkur við Kielarháskóla Borgarstjórnin ( Kiel veitir íslenskum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar I borg næsta vetur, að upphæð 870 þýsk mörk á mánuði I 10 mánuði, frá 1. okt. 1987 til 31. júlí 1988, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt stúdentar, sem hafa stundað háskólanám I a.m.k. tvö ár. Umsækjend- ur verða að hafa góða kunnáttu I þýsku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi síðaren 31. maí 1987. Umsóknum skulu fylgja námsvottorð, ásamt vottorðum a.m.k. tveggja manna um námsástundun og námsárangur. Um- sókn og vottorð skulu vera á þýsku. Frá æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans Innritun 5 ára barna Innritun 5 ára barna I skólahverfi æfingaskólans fyrir skólaárið 1987—1988 fer fram I skólanum dagana 6—9 apríl. Skólastjóri Vitaverðir á Hornbjargsvita Stöður aðal- og aðstoðarvitavarðar á Hornbjargs- vitahjáVitastofnun íslandseru lausartil umsókn- ar. Stöðurnar veitast frá 1. júní 1987. Laun verða sámkvæmt launakerti starfsmanna ríkisins. Við mat á umsækjendum verður m.a. lögð áhersla á þekkingu og reynslu í meðferð véla og tækjabún- aðar. Nánari uppfýsingar um störfin veitirTómas Sigurðsson forstöðumaður hjá Vitastofnun ís- lands I síma 27733. Umsóknirásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 24. aprfl 1987. Stofnfundur utvegsbanka Islands h.f Stofnfundur Útvegsbanka íslands hf. verður hald- inn þriðjudaginn 7. aprll 1987 að Hótel Sögu, Súlnasal, og hefst fundurinn kl. 15.00. DAGSKRÁ 1 Setningarávarp: Matthías Bjarnason, viðskipta- ráðherra. 2. Tillaga að samþykktum fyrir hlutafélagsbank- ann lögð fram til umræðu og afgreiðslu. 3. Tillaga um stofnun hlutafélagsbankans lögð fram til umræðu og afgreiðslu. 4. Kosning bankaráðs. 5. Kosning skoðunarmanna. 6. Önnur mál. Fundargögn verða afhent áskrifendum hlutafjár eða umboðsmönnum þeirra við innganginn. Viöskiptaráöuneytið, 2. apríl 1987. ífl IAUSAR STÖÐUR HJÁ 'IT REYKJAVÍKURBORG Tæknifræöingur — Verkfræöingur Tæknifræðingur/verkfræðingur óskast til að starfa hjá byggingarfulltrúanum I Reykjavík við byggingareftirlit, steypuettirlit og önnur störf á skrifstofu byggingarfulltrúa. Nánari upplýsingar um starfið gefur byggingar- fulltrúi Borgartúni 3. Laun skv. launakerfi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð ásér- stökum eyðublöðum sem þar fást. Skrifstofustarf Óskum að ráða skrifstofumann frá 1. maí n.k. Starfið er einkum vinna á tölvur, við bókhald, rit- vinnslu og reikninga, en einnig almenn skrifstofu- störf. Umsóknir sendist í pósthólf 5016, 125 Reykjavík, fyrir 15. apríl. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12, 105 Reykjavlk. 5S? LAUSAR STÖÐUR HJÁ . í' REYKJAVÍKURBORG Starfsfólk varnar I ræstingar á Droplaugarstöð- um, hlutastörf. Upplýsingar gefur forstöðumaður I slma 685377 milli kl. 10:00 og 15:00 virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. Útboð Vegagerö rlkisinsóskareftirtilboöum íeft- irtalin verk: 1. Styrking og malarslitlög í Vestur-Húna- vatnssýslu 1987. Lengd vegarkafla 11,5 km, magn 20.000 rúmmetrar. Verki skal lokiö fyrir 30. september 1987. 2. Styrking Svartárdalsvegar í Austur- Húnavatnss. 1987. Lengd vegarkafla 14,3 km, magn 15.000 rúmmetrar. Verki skal lokiöfyrir 15. september1987. 3. Styrking Siglufjarðarvegar i Skagafirði 1987. Lengd vegarkafla 16,4 km, magn 35.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 31. júli 1987. Útboösgögn veröaafhent hjáVegagerð rik- isins á Sauðárkróki og i Reykjavik (aöal- gjaldkera) frá og með 6. þ.m. Skilaskal tilboöum ásömu stöðum fyrirkl. 14:00 þann 27. april 1987. Vegamálastjóri. Útboð Fljótshliðarvegur, Kirkjulækur — Deild. Vegagerö rikisins óskar eftir tilboöum I of- angreint verk. Lengd vegarkafla 2,7 km, fylling og burðar- lag 23.200 m3. Verkinu skal lokið 1. september 1987. Útboðsgögn veröaafhent hjáVegagerð rík- isins á Selfossi og I Reykjavik (aðalgjald- kera) frá og með 6. apríl n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 27. apríl 1987. Vegamálastjóri. é

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.