Tíminn - 02.07.1967, Side 8

Tíminn - 02.07.1967, Side 8
SUNNUDAGUR 2. júM 1967. 8_________________________ Hver voru fyrirheitin? Radsstjórnin heíur birt til- kynningu unn, að stjómarflokk arnir hafi orðið sannmála um að halda stjómarsamstarfinu áfram. Nú kemur þess vegna bnátt að því, að ríkisstjórnin þurfi að standa við þau fyrir heit, sem hún og flokkar henn ar géfu fyrir kosningamar. Þess u«n fyrirheitum á ríkisstjórnin það að þakka, að hún hélt velli í kosningunum, að vísu með talsvert naumari meiri- hluta atkvæða en áður. Það er þvi tímabært, að það sé rifjað upp, hvernig stjórnarflokkam ir höguðu málflutningi sínum fyrir kosningar og hverju þeir lotfuðu. Nú er það kjósend- anna að ganga eftir efndunum. „Barlómsáróður Framsóknaru Það var eitt helzta ádeiluefni stjómarflokkanna á Fram- sóknarflokkinn, að hann mál- aði ástand efnafhagsmálanna allt of dökkum litum. Afkoma at- vinnuveganna væri engan veg- inn slík og hann vildi vera láta, enda þótt flokkur- inn byggði málflutning sinn fyrst og fremst á vitnisburði tals manna atvinnuveganna sjálfra. Framsóknarflokkurinn „sér ekk ert annað en erfiðleika og öfug- þróun“, sagði Alþýðublaðið. Mbl sagði, að „Framsóknar- menn hefðu klifað sí og æ á því að atvinnuvegimir ættu við mikla erfiðleika að búa og þar væri allt á niðurleið. Sérstak- lega hefði þessum svjirtsýnis- áróðri verið beint gegn land- búnaði og iðnaði og einnig nú síðustu mánuði gegn sjávar- útvegi“ (Mbl. 10. maí. Á þessu var harnrað dag eftir dag í stjórnarblöðum. Framsóknar- flokkurinn var stimplaður íbaldsflokkur fyrir að benda á erfiðleika hjá atvinnuvegun um. Hvað eftir annað komst Mbl. svo að orði, að málflutn- ingur Framsóknarflokksins væri ekki annað en „svartsýn- is- og barlómsáróður.“ Sagan um Þorstein Til þess að gera þennan áróð ur um „barlóm“ Framsóknar manna sem áhrifamestan, bjuggu áróðursmeistarar Sjálf stæðisflokksins til söguna um Þorstein á Vatnsleysu. Ein .út- gáfa hennar var á þessa leið (Mbl. 12. maí): „Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu, formaður Búnaðar félags íslands, sagði flokks- mönnum sínum til syndanna á flokksþingi Framsóknar í marz sl. Þorsteinn á Vatns- leysu mótmælti sífelldum áróðri Framsóknarflokksins um að allt væri á niðurleið í land- búnaðinum, og sagði, að þessi áróður hefði þegar haft hin verstu áhrif fyrir landbúnaðinn og m.a. valdið því, að jarðir hefðu ekki byggzt, búið væri að sverta þennan atvinnuveg svo, með stanzlausum bar- lómi, að menn vildu ekki leggja fyrir sig búskap. Fyrir þessi um mæli m.a. var Þorsteinn á Vatns leysu felldur úr miðstjóm Fram sóknarflokksins.“ Þessi saga var endurtek- in milli 20—30 sinnum í Mbl. fyrir kosningarnar með tilheyr andi skýringum um tilefnis- lausan barlóm Framsóknar- flokksins. Mbl. hélt áfram að segja þessa Þorsteinssögu, þótt hann lýsti því yfir opinber- lega, að hann hefði enga slíka ræðu haldið! Landsfundurinn sagði allt vera í lagi Jafnhliða þessuim þaulskipu lagða áróðri um barlóm Fram- sóknarmanna var efnahags- ástandinu lýst sem glæsileg- ustu. Framfarir hefðu aldrei ver ið meiri og „viðreisnin“ hefði lagt öruggan grundvöll til að byggja á. Að vísu stöfuðu nokkr ir erfiðleikar af verðfalli, en þá þyrfti ekki að óttast. í stjórn málaályktun landsfundar Sjálf stæðisflokksins sagði svo: „Þótt verðfall framleiðsl- unnar kunni að draga úr hag- vexti um sinn, þá er efnahagur þjóðarinnar nú svo traustur, að auðið á að vera að forðast veruleg efnahagsleg vandræði, ef skynsamlega er á málum haldið“. Mbl. hélt því ákaft fram, að með „viðreisninni“ hefði Sjálf- stæðisflokkurinn lagt grund- völl að stórstígum framförum og öruggri þróun á sviði atvinnu-, félags- og menningarmála“ (7.5.) Porsætisráðherrann lofaði mönnum, er hann setti lands- fund Sjálfstæðisflokksins, „frelsi, og framförum, bjart- sýni og batnandi hag,“ ef þeir aðeins veittu ríkisstjórninni brautargengi áfram. „Grunnur“ Jóhanns Jóhann Hafstein vildi ekki vera eftirbátur forsætisráð- herra í því að lýsa hinu fagra ástandi efnahagsmálanna. Hann sagði í landsfundarræðu sinni, TÍMINN að viðreisnin hefði heppnazt svo vel, að henni væri lokið. Hún væri búin að leysa efnahagsmál in svo fuUkomlega, að næsta ríkisstjórn þyrfti ekkert um þau að hugsa. Orðrétt sagði Jó hann á þessa leið: „Sú rikisstjórn, sem með völd fer að alþingiskosningun um loknum í júní í sutnar, get- ur ekki haft það verkefni að reisa við fjárhag og efnahags- líf eða ahnenna þjóðfélags- þróun. Verkefnið verður að byggja á þeim grundvelli, sem með viðreisnarstefnunni hefur verið lagður.“ f framhaldi af þessu bjó Jó- hann til kjörorð Sjálfstæð isflokksins: Framtíðin verður byggð á grunni viðreisnarinnar. Samkvæmt þessu ættu efna- hagsmálin ekki að þurfa að valda ríkisstjórninni miklum vanda næstu misseri. Aðalloforð stjórnar- flokkanna Hvert var svo aðalloforð stjórnarflokkanna í kosninga- baráttunni? Það var í stytztu máli dregið saman í fyrsta lið stj órnmálaályktunar landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins, þeg- ar hafin er upptalning á því, sem flokkurinn ætli að gera á komandi kjörtímabili. Þessi málsliður hljóðaði svo: „1. Stefnt verði að víðtæku samkomulagi um verðlag og kaupgjald, er treysti gengi krónunnar og tryggi atvinnu vegunum samkeppnisaðstöðu, en launþegum batnandi kjör.“ Alþýðuflokkurinn lofaði, þessu sama, ekki síður mjög ein dregið eða m.ö.o. traustari gjaldmiðli, samkeppnishæfni atvinnuveganna og bættum kjörum launþega. Þá lofaði Sjálfstæðisflokkurinn 10 ára áætlun um eflingu atvinnu- veganna auk margs konar áætlana annarra. Þannig sigruðu stjórnarflokkarnir Það stutta yfirlit, sem hefur verið rifjað upp hér á undan, sýnir nokkuð glöggt, hvernig stjórnarflokkarnir fóru að því að vinna kosningamar. Þeir stiimpluðu það barlóm ein an, að atvinnuvegirnir ættu við nokkra teljandi erfiðleika að etja. Að vísu væri verðfallið nokkurt áfall, en ætti ekki að valda verulegum erfiðleikum, ef rétt væri stjórnað. Með „við- reisninni11 hefði verið lagður traustur grundvöllur að fram- förum og batnandi afkomu bæði atvinnuvega og launafólks. í framhaldi af þessu var því teflt fram sem höfuðloforði, að gjaldmiðillinn yrði treystur, atvinnuvegunum tryggð sam- keppnisaðstaða og launþeg- um batnandi kjör. Með þessum áróðri og loforð um tókst stjórnarflokkunum að halda meirihlutanum, en þó með nokkru minni atkvæðamun en áður. Gyllingarnar báru árangur Það verður að játa, eftir á, að barlómsáróður stjórnarflokk- anna gegn Framsóknarflokkn um hefur borið einhvern árang ur, alveg eins og 1946, þeg- ar haldið var uppi svip uðum málflutningi gegn Fram- sóknarflokknum. Margir hafa lagt meiri trúnað á gyllingar stjórnarflokkanna, en aðvaranir B’ramsóknarflokksins, jafnvel talið aðvaranir hans merki um íhaldssemi. Frarr-sóknarflokk urinn lagði á það megináherzlu að lýsa ástandinu eins og það kom honum fyrir sjónir og draga ekki upp glansmyndir af gulli og grænum skógum, þegar honum virtust verulegir erf- iðleikar framundan. SMkt eitt samrýmist ábyrgum stjórn- málaflokki. Það hefur hjálpað umrædd um áróðri stjórnmálaflokk- anna, að sökum áhrifa góðær isins býr mikill hluti þjóðar- innar við sæmileg kjör og hef ur þvi látið stjórnast af þeirri trú, að allt væri enn í bezta lagi. Nú er komið að efndunum Allt er þetta nú liðinn tími. Stjómarflokkarnir fengu meiri hlutann, sem þeir báðu um, og nú er það þeirra að sanna í verki, að þeir hafi haft rétt fyr ir sér, þegar þeir sögðu, að allt væri í stakasta lagi og það væri aðeins „svartsýnis- og barlóms- áróður“ hjá Framsóknarmönn um að tala um erfiðleika hjá atvinnuvegunum. Og nú er það stjórnarflokkanna að efna lof- orðin, sem þeir gáfu fyrir kos ingarnar eða m.ö.o. að gera það allt í senn að treysta gjald- miðiilinn, tryggja atvinnuveg- unuim samibeppnisaðstöðu og launþegum batnandi kjör. Þessi loforð voru gefin skýrt og greinilega fyrir kosningar. Nú er það kjósenda stjómar- flokkanna að ganga eftir því að staðið verði við þau. Og brátt munu kjósendur geta dæmt um hvorir rálku réttari og átoyrgari málflutning fyrir kosningam- ar, stjórnarsinnar eða Fram- sóknanmenn. Gæfumunur stjórnar- flokkanna Margt er rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins, að hann skyldi stórtapa í kosningunum en Alþýðuflokkurinn vinna á. Margir kenna forystunni um. Ekki sízt er hún ásökuð fyrir hinn skefjalausa áróður Mbl. í þágu erlends atvinnureksturs á íslandi. Mbl. hefur oft oor'ð þann svip, að frekar mætti líia á það sem erlent blað en is- lenzkt. Þótt ef til vill sé ekki mikill skoðanamunur nulli Alþýðuflokksins og Sjálfstæð isflokksins u«i þessi mál, hefm Alþýðublaðið rætt þau miklu meira frá þjóðlegu sjónarmiði en Mbl. Allt annar blær var t. d. á málflutningi Alþýðu- blaðsins en Morgunblaðsins, þeg ar álmálið svonefnda var á döf- inni. Fleiri dæmi mætti nefna. Svo langt hefur Mbl. oft gengið í þessum áróðri sínum, að engu er líkara en að það sé fjandsamlegt íslenzkum at- vinnurekstri. Mbl. harmar það ekki, þótt íslenzk fyrirtæki hafi dregizt svo saman, að 'nó-g hundruð manna hafa misst at- vinnu sína. Mbl. fagnar ’ovi líka dauflega. þegar íslenzkir framtaksmenn byggja upp fyr- fyrirtæki, sem veita ''iölda manna atvinnu. En það fagnar því linnulaust. að álfélagið skuli nú óbeint veita 190 fslend ingum atvinnu! Tvímælalaust hefur Mbl hrakið hundruð manna frá Sjálf stæðisflokknum með þess- um furðulega áróðri sínum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.