Tíminn - 02.07.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.07.1967, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 2. júlí 1967, » a n ktwhv HJÖTÖOUUR Nýjungar frá Matvælaiðjunni «A*0ST£tKTAÍt ^TBOiLUR Þessa dagana kemur á mark- aðinn frá Mativælaiðjunni .hi. á Bíldudal nýjung í niðursuðu, sem án efa verður vinsæl með- al ferðafólks og þeirra sem í flýti þurfa að grípa til fljót- legrar matargerðar. Er hér um að ræða tvær samansettar dósir, sem í eru handsteiktar kjötbollur í kjöt- soði, en mismunandi sósur í hinni, sem er heldur minni. Nú til að byrja með koma í búðirnar hrísgrjón í karrýsósu og kartöfliur í brúnsósu, en fleiri sósutegundum verður bætt við síðar. Þessi samsetning á tveimur dósum er gerð eftir ame- rískri fyrirmynd og miðast við að gefa fólki kost á fuil- kominni máltíð í þægilegum samansettum umbúðum. í dós- unum er ágæt miáltíð fyrir 2— 4 og hugsað er að fólk geti notað kjötsoðið af bollunum til að þynna út sósuna eftir smekk. Sérstaklega er þessi matur hentugur í ferðalög. Mörgum hefur þótt kynlegt að við skulum kalla bollurn- ar okkar handsteiktar og sum- ir telja það jafnvel málvillu. Við teljum þetta mjög heppi- legt orð, ekki fyrir það, að stúlikurnar okkar séu svona handheitar heldur til að að- greina steikinguna frá t.d. steiking'U í vélum eða með ljósum sbr. handprjónað og véj prjónað o.sv.frv. Það er von okkar að með þessari nýjung höfum við stig ið eitt skref fram á við í til- búnum matartilbúningu en ýmisar fieiri nýjungar eru í bí- gerð viðskiptavinum okkar til þæginda og ánægju. BíLdudals niðursuðuvörunum cr dreift í Reykjavík af Norsk- íslenzka VerziunarféLaginu h.f. H og Birgðastöð SÍiS, en á Akur- 9 eyri af Beiidverziun Vaidimars I BaldivinsiS'onar. GÖNGUSEIÐI Framihalda af bls. 1. seiði, þar áður var magnið mjög litið. í vor hafa verið sett 45 þús. sjó- gör.g'.iseiði í fiskræktunarstöðina í Lárósi í Látravík,, sem er rétt vestan við Grundarfjörð á Snæ- feiisnesi. Auk gönguseiðanna hafa verið útsett 24.500 sumargömul seiði Lárós. Nokkur óhöpp urðu í fyrra í fiskræktunarstöðinni í Lárósi er sjór braut niður hluta flóðgarðsins en búið er að koma því öllu í gott lag aftur og eru flóðgáttir fullgerðar og gildrurnar tilbúnar að taka á móti laxinum þegar hann gengur. Verð gönguseiðanna í vor ihef- ur verið 15-30 krónur fyrir stykk- ið, en söluverðið er nokkuð mis munandi eftir stærð seiðanna og hve mikið magn hver kaupandi kaupir í einu. Samkvæmt upplýsingum Þórs Guðjónssoniar, veiðimálaistjóra, hefur fiskeldið þegar haft góð áhrif á veiðiárnar og á eftir að hafa vaxandi áhrif á næstu árum. Geta má þess, að í fyrrasumar gengu 704 laxar í tilraunastöð ina í Kollafirði, sem telja má mjög góðar heimtur, miðao við magn gönguseiðanna, sem sleppt Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför. ísleifs Högnasonar, forstióra, Helga Rafnsdóttir, Erla G. ísleifsdóttir, Ólafur Jensson, Högnl T. ísleifsson, Kristbjörg S. Helgadóttir, Gísli R. ísleifsson, Sigrlður Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Högnadóir. TÍMINN var. t ár eru fiskar þegar farnir að ganga þar upp, og eru þrem vikum fyrr á ferðinni en fyrstu laxarnir. spm komu í fyrra. Þar sem árangur laxaeldis hefur orðið jafn góður og raun ber vitni, hefur skilningur nnanna, sem hlut eiga að veiðiám. á fiski- rækt aukizt mjög, og hafa við- komandi aðilar fengið aukinn áhuga á fiskirækt og er enda svo komið, að ekki er hægt að anna eftirspurn eftir gönguseiðum, þrátt fyrir aukna framieiðslu þeirra. Einnig hafa tilraunir manna hériendis með fluln.ing á seiðum gert mögulegt, að hægt er að flytja fiskseiði frá eidisvstöðvun- urn í nágrenni Reykj'avíikur í nœr hverja á landsins og gildir sama um silungsseiði, sem sett eru í vötn. Seiðin eru að lang mestu leyti flutt í flugvélum og eru þau sett í plastpoka eða brúsa úr sarna efni. Að sjálfsögðu er vatn í þessum ílátum, en öllu lofti er þrýst út úr pokunum og súrefni látið í vatnið. Með þessu móti ur hægt að flytja mikið magn af seiðum í tilt'ölolega litlu vatns- magni, og er hægt að geyma fiskinn í þessum umbúðum í nokkrar klukkustundir án þess að það hafi nokkur álhriif á hann. Með sama hætti er bleikja send víða um land og gengur vel. Bftirspurn eftir bleikju eykst ár frá ári, enda er hún duglegur og harðger fiskur og er verið að byggja upp bleikjuistofn í mörg- um vötnum, sem áður voru fisklaus. Einnig er mikið gert af því að bæta bleikjuseiðum í vötn, sem mikið er veitt úr og er þannig hægt að halda stofninum við og halda vötnum fengsælum, þótt veiðiiálag sé mikið. Veiðimálastjóri sagði að lok- um, að framfarir í fiskeldi hafi orðið geysimikiar á undanförn- um árum og árangur eins góður. og frekast væri hægt að vænta og væru ótrúlega margir aðilar, sem hefðu öðlast skilning á fiski- rækt og færðu sér hana í nyt. 333 MÁL Drukkinn piltur stal sorpbíl SJ-Reykjavík, laugardag. í nótt var sorpbíl í eigu Haifnar fjarðarkaupstaðar stolið frá vél- smiðjunni Bjarg í Reykjavík. Hér var að verki unglingur undir áhrif um áfengis. Hann var á ráfi um bæinn, sá sorpbílinn og fór inn í hann, tengdi „beint“ og ók svo af stað. Er hann var kominn upp í MoSfelissveit, nánar tiltekið í sandnámið við Leirvoginn, stanz- aði bifreiðin, en unglingurinn hljóp út í móa og fannst þar skömmu síðar. Sonpbíllinn var til viðgerðar í vélsmiðjunni. Talið er að bíllinn sé úrbræddur. Unglingurinn var réttindalaus. rVÚLOFUNARHRINGAR afgreiddir samtíægurs. Sendum um allt land. — H A L L D Ó R Skólavörðustig 2. B RIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. BRIDGESTONE veitir aukið öryggi : akstri. BRIDGESTONE ávalít fyrirliggjandi. GOÐ ÞJÓNUSTA — Verzlun og viðgerðir Simi 17-9-84 Gúmmíbarðinn hf. Brautarholti 8 Norrænir verk- stjórar halda þing Framhald af bls. 16. ekki hafi mátt tæpara standa um flutning í rúm húsakynni, svo mikil sem umsvifin eru orðin. Áð ur var Bæjarþing Reykja- þing Reykjavíkur haldið í Hegn ingarhúsinu við Skólavörðustíg. Auglýsið i TÍMANUM KJ-iReykjavík. Fyrir nokkru síðan hélt Nor- ræna verkstjórasambandið stjórn arfund sinn hér á landi, og er þetta í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn hér. Á fundinum hér voru mættir fulltrúar frá verkstjórasambönd um allra NorðurDamdanna, og fjall að um starfsskýrsluir frá þeim á stjórnarfundinum, þær ræddar og fulltrúarnir báru saman bæk ur sínar. Sameiginleg baráttumál verkstjóra á Norðurlöndum eru kröfur um aukna menntun verk- stjóra, bætt kjör og viðurkenn ing á stéttinni. Þá má geta þess að hér á landi vinnur Verkstjóra samband fslands að því að ná öllum verkstjórum í öllum grein um undir merki sitt, og að við þá sé samið sérstaklega í öUum starfsgreinum, en eins og marg ir efllaust vita þá taka verkstjór ar aldrei þátt í verkföllum, því þeirra verkefni er þá að sjá svo um að allt sé í llagi á vinnustöð unum. Norræna verkstjórasambandið hefur gengizt fyrir fræðslunám- skeiðum fyrir meðlimi sina, og er ætlunin að halda áfiiam á þeirri braut. Myndin var tekin á stjórnarfundi Norraena verkstjórasambandsins sem haldinn var í Reykjavík fyrir nokkru. (Tímamynd Isak).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.