Tíminn - 18.08.1967, Blaðsíða 1
Aaglýsing í TIMANUM
Kemur dagiega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
185. tbl. — Föstudagur 18. ágúst 1967. — 51. árg.
Gerist askrilendur að
riMANUM
fínngi? i síma 12323
LOKAHERFERÐIN FYR'IR H-DAGINN AÐ HEFJAST í SVÍÞJÓÐ
Mjólkurhyrnur og und-
ir fötin með H-merkinu!
NTB-Stokkhólmi, fimmtud.
Loka áróðu rsherferð
sænsku umferðaryfirvald-
anna fyrir H-daginn, 3. sept
ember hefst á laugardag-
inn. Eins og allir vita, verð
ur mikil breyting samfara
því, aS bílaumferðin færist
frá vinstri vegarkanti yfir
á þann hægri, og því hafa
yfirvöldin strengt þess heit,
að hver einasti íbúi Sví-
þjóðar fái eins miklar upp-
lýsingar um breytinguna og
mögulegt er.
v,
A blaðamannafundi, sem hald
inn var í Stokkliólmi í dag um
H-daginn, skýrði Lars Skiöld
aðalframkvæmdastjóri frá því
að H-merkið ætti eftir að koma
fyrir augu allra Svía á mjólk
urhyrnum, berjakörfum, plast
könnum og gosdrykkjaflöskum,
og meira að segja. verður hægt
,,Áminningarskiltin“ verða af-
hjúpuð 3. september, og sömu
leiðis öll umferðarskiltin, sem
verða um 350.000 talsins.
að kaupa undirfatnað með H-
merkinu.
Hægri umferðarnefnd ríkis
ins reiknar með, að flestir Sví-
ar verði komnir heim úr sum-
arleyfum í næstu viku, og því
verður aðaláherzlan lögð á
áróðurinn og upplýsingastarf-
semina síðustu 14 dagana fyr-
ir breytinguna. Auk auglýs-
inga, sem munu birtast í sam
tals 70 milljón dagblaðaeintök
um verður dreift upplýsinga-
pésunum „Hægri umferð“ í
hvert einasta hús í Svíþjóð á
þriðjudaginn kemur. Jafnframt
verður stórfelld upplýsinga- og
áróðursherferð innan skól-
anna.
Hægt verður að fá miða með
H-inu til þess að líma á bílrúð
ur »og verður fjórum milljón
um slíkra miða dreift út frá
bensínstöðvum um landið allt.
Samtals 130.000 „áminningar-
skilti“ er verið að setja upp, og
verða þau ,,afhjúpuð“ 3. sept-
ember.
Samkvæmt upplýsingum, sem
NTB hefur aflað sér mun
fjöldi áætlunarbílstjóra í Sví-
þjóð leggja niður vinnu eftir
H-daginn, og er nú svo komið,
að sænsk fyrirtæki, sem starf
rækja áætlunarbíla eru -byrjuð
að leita fyrir ,sér um ráðningar
bílstjóra frá Noregi-
OEIRDIR BREID-
AST 0T f KÍNA
NTB-Hong Kong, fimmtudag.
Tvö herfylki úr kínverska hern
um hafa verið send til borgar-
innar Kanfcon í Suður-Kína til að
reyna að koma á friði í borginni.
Blöðin í Hong Kong skýrðu vo
frá að víða væri barist í Kína
en erfitt er að henda reiður á
hvað er að gerast í landinu eða
hverjir hafa reunveruiega undir-
tökin í ýmsum héröðum og borg-
ana voru götur borgarinnar
hreinsaðar og stórum hverfum
hennar var lokað með gaddavír.--
girðingum.
Kínverskar heimildir herma að
götubardagar hafi átt sér stað í
Kanton og að tala látinna og
særðra sé kominn upp í 500.
Eitt blaðanna sagði að mót-
stöðumenn Maós í Kanton hefðu
dreiift áróðursblöðum úr þyrlum
í Kwantung héraði og skorað , á
fólk að berjast gegn hersveitun
um sem sendar voru frá norðri.
Aðrar heimildir segja að deilu-
aðilar séu að semja sín á milli
og enn aðrar heimildir að her-
deildirnar úr 47 hernum hafi öll
ráð í hendi sér og hafi yfirbugað
Eramhald a ols' 14
Nigeriumenn vilja
kaupa vopn af Bretum
NTB-London, fimmtudag.
Nigeríska sambandsstjórnin í
Lagos hefur pantað mikið magn
vopna hjá brezkum vopnaframleið
endum og ætlar að koma upp
nokkurs konar loftbrú milli land-
anna til að flytja vopnin. Enn er
ekki ljóst, hvort brezka stjórnin
gefur leyfi til vopnasölunnar.
Brezka stjórnin hefur nú breytt
afstöðu sinni nokkuð til stríðsins
milli Biafra sem sagði sig úr lög-
um við stjórnina í Lagos og sam
bandsstjórnarinnar þar. Ef vopna
sendingar til Lagos verða leyfðar
er ekki hægt að segja að Bretar
séu hlutlausir í styrjöldinni og
stendur stjórn Wilsons nú
frammi fyrir einu vandamálinu
til viðbótar. í Londion er sagt, að
stjórnin muni taka afstöðu til
vopnasölunnar eftir tvo til þrjá
daga.
Samveldisriáðuneytið í London
hefur enn ekki látið uppi hve stór
vopnapöntunin er, en haft er eft-
ir öðrum heimildum, að stjórn
Nigeríu sé að leita fyrir sér um
leigu á 40 flutningaflugvéli.m til
að flytja vopnin. Ekki er heldur
látið uppi, hvaða tegundir vopna
Nígeríumenn vilja fá.
Brezka stjórnin hefur nýlega
leyft útflutnmg vopnasendingar
til Nigeríu. í henni voru 1000
rifflar, nokkrar loftvarnarbyssii'-
og tvær könnunarþotur. Er litið
svo á, að þetta magn sé svo lítið
að það brjóti ekiki í bága við hlut
leysisstefnu þá, sem brezka stjórn
in hefur sett sér í sambandi við
mnanr'íkjsdejlurn'ar í Nigeríu.
EGILS-
SAGA A
GATA-
SPJÖLD
KJ-Reykjavik, fimmtudag.
Það kom fram á blaða-
mannafundi hjá Otto A.
Michelsen umboðsmanni
IBM á íslandi, að Egilssaga
hefur verið sett inn á gata-
spjöid fyrir Harvardháskóla
í Bandaríkjunum.
Verk þetta var fram-
kvæmt hér á landi, og hafði
bandarískur málvísindamað-
ur, Michel Bell umsjón með
verkmu IBM-fjTÍrtækið
veitti Harvardháskólanum
styrk til þessa verks, en ætl
unin með því er að gera
vmsar rannsóknir á Egils-
sögu, sem erfitt eða illmögu
legt er að gera nema í raf-
eindaheila.
Egilssaga er ein af perlum
gullaldaribókmennta þjóðar-
innar. Hefur verið talið fram
á þennan dag, að Snorri
Sturluson hafj ritað söguna.
Prinshm fer í dag
KLReykjavík, fimmtudag.'
Á morgun, föstudag er síðas’i
dagur hinnar opinberu heimsókn
ar Haraldar krónprins, og flýgur
hann héðan um miðjan dag a
morgun.
Haraldur krónprins og föræ
neyti var í fögru veðri á ferða-
lagi um Suðurland í gær, en í
morgun bra hann sér á hessbak
uppi í Kollafirði. f dag var mót
taka fyrir Norðmenn í noraka
sendiráðinu og í kvöld hélt krón-
prinsinn veizlu á Hótel Sögu,
þangað sem boðið var mörguin
þeim er hann hefur hitt nér á
ferðum sínum. Á morgun snæðir
Eramhald á bls. 14.
um.
Ferðamaður sem nýkominn or
til Hong Kong frá Kanbon skýrði
fré að harðir bardagar hafi verið
í borginni og mikið mannfall.
Herdeildirnar sem s-endar voru til
Kanton tii'heyra 47 hernum sem
er staðsettur í Norður-Kína Og
hafa þær barist við deildir úr 43
hernum sem er mótsnúinn Maó
formanni og hefur aðsetur í Kan-
ton.
Þýzkur prófessor sem er ný-
kominn frá Kanton sagði að bar
izt hefði verið á götunum og
hann hafi séð fólk sem hengt var
i ljósastaurum. Túlkur prófessor.'-
ins sagði honum að fjöldi manna
hefði verið tekinn af lífi á benr,-
an hátt, af pólitískum ástæðum
Morguninn eftir hörðustu bavdag
K YNÞÁ TTA ÓEiRÐIR í SYRACUSE
YFIRVÖLDIN ÓTTAST ÁFRAMHALDANDI ÓEIRÐIR
NTB-Sy’acuse, New York,
fimmtuuag.
Afturkölluð hafa verið öll
sumarleyfi lögregluþjóna í há
skólabænum Syracuse í norð-
anverðu New York-ríki ertir
til nokkurra átaka kom þar
í nótt milli hópa ungra svert-
ingja og lögreglunnar, en
svertingjarnir fóru um götur
borgarinnar, brulu ruður og
rændu verzlanir. Þá kom einn
ig til smáátaka í Houstou i
Texas eftjr að eigandi benzín
stöðvar iiafði skotið á ungan
negra og sært hann, en negr-
inn hafði ætlað að ræna
benzínstöðina. í Ilouston
komst fljótlega kyrrð á aftur
eftir að lögreglan hafði skor-
izt í leikinn.
Háskólabærinn Syracuse er
skammt frá landamærum Kan
ada og Bandaríkjanna, og þar
hefur ekki komið til kynþátta-
ócirða til þes.sa í sumar. Yfir
völdin óttast hins vegar, að
atiburðirnir í nótt kuinni að
vera wpphaf að einhverju
meira, enda þótt talið sé, að
hér hafi ekki verið um skipu-
lagðar s k em md arverkastarf
semi að ræða, heldur hafi ein-
bver óþekkt ástæða verið or-
sök átakanna.
Borgarstjórinn í Syracuse
Wiiliam Walsh, hefur hætt við
sumarleyfi sitt vegna óeirð-
anna, að því er tilkynnt hefur
verið.