Tíminn - 18.08.1967, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 18. ágúst 1967.
■nmni R TÍMINN ÍÞRÓTTIR
' I íí-'ijW''"'~
13
300.
leikur
Dana
Alf-Rjeykjai’ík. — Landsleik-
mr Dana við fslendinga á
Ddrœtsp'arken í Kaupmanna-
höfn n.k. miðvikudag, verður
300. landsleikur þeirra í knatt-
spjrnu.
í því tilefni verður einíhver
viðhöfn í sambandi við leikinn
að því er dönsk blöð skýra frá,
en ekki er vitað enn þá hvern-
ig danska knattspyrnusamband
ið hyggst minnast tímamót
anna. Hins vegar verður þetta
47. landsleikur íslendinga.
Sjaldanveldureinn
þá er tveir deila!
Rætt við Reyni Karlsson, landsliðsþjálfara, um landsliðið.
„Sjaldan veldtir einn, þá er
tveir deila“, segir máltækið. Um
þessar mundir er deilt mikið um
landsliðið í knattspyrnu. Spjótin
hafa beinzt að landsliðsnefnd.
Blaðamenn liafa látið sitt álit í
ljósi í sambandi við aðgerðir
nefndarinnar. En hvað segja
landsliðsnefndarmenn sjálfir?
Ég hitti Reyni Karlsson, lands-
liðsþjólfara, að máli í gœr, en
eins og kunnugt er, þá er hann
annar nefndarmanna, en formað
ur nefndarinnar er Sæmundur
Frá Golfmeistaramóti fslands:
Guanar Sólnes heldur for-
ustunni / meistarafíokki
Gíslason. Reynir tók strax fram,
léttur í bragði, að hann gæti
ekki gefið upp liðið, sem á að
leika í Kaupmannahöfn, en varð
strax góðifúslega við þeirri beiðiii
að segja álit sitt á landsliðsmái-
unum. Fórust honum orð á þessa
leið:
„Fyrir rúmum mánuði lék
landsliðið okkar, skipað ieik-
mönnum undir 24ra ára, bvo góða
leiki hér heima — við Norðmenn
og Svía — eins og þeir muna, er
þá sá-u. Þegar landsliðið var val-
ið til að leika gegn Bretum, og
nú síðast 15 manna hópur til
Danmerkurfanar, ■ var þessi
frammistaða að sjálfsögðú höfð
Sæmundur og Reynir
— landsliðsnefndin.
til hliðsjónar, eins og sjá má t.d.
á því, að 9 leikmenn, sem léku
gegn Svíþjóð, eru í þessum hópi
nú. Fyrirliði liðsins, Magnús
Torifason, meiddist svo illa, að
Framhald á bls. 14.
fslandsmeistaramótinu í golfi
var haldið áfram í gær í ágætis
veðri. Gunnar Sólnes frá Akur-
eyri heldur enn þá forustu — og
hann hefur náð enn betra for-
skoti en eftír fyrsta daginn. Er
Gunnar nú með 144 högg eftir
36 holur, en næsti maður, Óttar
Yngvason, er með 149 högg. Ann
ars er röð efstu manna þessi:
1. Gunnar Sólnes, Akureyri 144 h
2. Óttar Yngvason, Rvík. 149 h
Knattspyrnumót hjá
U.M.S.K. hefst í dag
Knattspyrnumót Ungmenna-
sambands Kjalarnesþings í 4. og
5. flokki fer fram í ágúst og sept-
ember n.k. Þrjú' félög taka þátt
i mótinu þ.e. Umf. Breiðablik
Umf. Stjarnan og íþr.fél. Grótta.
Leikin verður tvöföld umferð
Framhald á 15. síðu.
3. Olafur Bjarki, Rjvík. Ið2 h
4. -5. Gunnar Konráðsson, Akur-
eyri og Þortojörn Kjarbo, Kefla-
vík 153 h
6. Sævar Gunnarss., Akureyri 154
Sem sé, spennándi keppni, þar
sem ekki skilur mikið á milli
efstu mannanna.
í 1. flokki hefur Eiríkur Helga-
son, Reykjavík, forustu, 174 högg
en í 2.-4. sæti eru þeir Svavar
Haraldsson, Akureyri, Jón Þ.
Ólafsson, Rvík og Svavar Sörens-
sen frá Golfklúbbi Suðurnesja,
allir með 175 högg.
í 2. flokki hefur Guðmundur
Framhald á bls. 14.
Unglingameistaramót-
ið í sundi á ísafirði
Á síðasta þingj Sundsambands
íslands var samþykkt, að
Unglingameistaramót fslands
1967 í sundi skuli fara fram á
ísafirði og hefir .íþróttabandalag
ísfirðinga verið falin framkvæmd
mótsins. Stjórn Í.B.Í. hefir nú á-
kveðið að mótið skuli haldið dag-
ana 9. og 10. sept. n.k. Þátttöku
ber að tilkynna til íþróttabanda-
lags ísfirðinga, pósthólf 90 fsa-
firði, og skulu þá&fctokutilkyjHi-
ingar hafa borizt eigi síðar en
31. ágúst n.k.
Keppnisgreinar.
Fyrri dagur:
100 m skriðsiund drengja
100 m bringusund stúlkna
50 m baksund sveina
50 m flugsund t elpna
Framhald á bls. 14.
mmam
Úrslit í útihandknattleiksmótinu í kvöld:
Tekst Fram að stöðva 11
ára sigurgönga FH-inga?
Aif — Reykjavík. — Úti-
handknatfleiksmótinu, sem
staðið hefur yfir síðustu
vikur, lýkur í kvöld. í
karlaflokki leika erkifjend
urnir FH og Fram til úr-
slita, en í kyennaflokki Val
ur og KR. Leikirnir fara
fram á tiinum malbikaða
velli við barnaskólann í
Hafnarfirði og hefst fyrri
leikurinn, úrslitaleikurinn í
kvennaflokki, kl. 8.
Hwað skeður í kvöld? Tekst
Fram að stöðva 11 ára sigur-
göngu FH? Vist er um það, að
FH-ingar eru staðráðnir í að
verja titilinn — og reyndar
jafnvíst, að Framarar, íslands-
meistarar innanhúss, bafa hug
á því að næla sér í meishars-
titilÍTin utanhúss.
Útihandknattleikur hefur verið
alger sergrein F'H-inga, ems 03
sést bezt á því, að þeir hafa
sigrað í mótinu s. 1. 11 ár. En
enda þótt PH-ingar séu sigur-
stranglegri nú, þá niá. búast
við, að Fram veiti þeim mjög
harða keppni. Tilfellið er, að
handknattleikur, leikinn á mal-
bikuðum velli, er mun líkari
innanhússhandknattleik en ef
leikið væri á grasv.elli. Og það
er hagur fyrir Fram.
í kvennaflokki eru Vals-
stúlkurnar sigurstranglegri en
KR-stúlkurnar munu áreiðan-
lega selja sig dýrt. Það er
skemmtilegt fyrir KR-stúlkurn-
ar að vera í úrslitum í þessu
móti, bví að lið þeirra er í 2.
dicild. Þær eru frægar fyrir
keppnisskap sitt KR-stúlkurn-
ar — og verður fróðlégt að
fylgjast með viðureigninni í
kvennaflokki í kvöld.
Þess má geta, að eftir leik-
ammaammmamaammmmammam
Blrglr — fyrlrliði FH
Guðjón — fyrirliði Fram.
Ragnheiður Blöndal, Val, skorar í útimótinu. (Ljósm. Kristinn Ben.)
ina verður haldið hóf í Sjálf-
stæðishúsinu í Hafnarfirði 0«
verða verðlaun afhent þar. A
eftir verðiur stiginn dans. Er
allt handknattleiksfólk vel-
komið í Sjálfstæðishúsið.