Alþýðublaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur27. maí 1987 3 í kvöld, miðvikudag, mun Nýi múslkhópurinn riða á vaðið á Skerpluhátlð Musica Nova og flytja (slenska tón- list frá árunum 1976-86. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingadeildar Borgarverkfræðings óskar eftir tilboðum í byggingu á áhorfendastúku við gervi- grasvöll í Laugardal í Reykjavík. Áhorfendastúkan er u.þ.b. 60 metra löng og með yfirbyggðu þaki u.þ.b. 13 metra breiðu. Stúkan mun rúma um 580 manns. Bjóðendum er heimilt að bjóða, A. Allt efni tilsniðið í yfirbyggingu. B. Allt efni ásamt uppsetningu oq fullnaðar- frágangi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. júní n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Pósthólf 878 — 101 Reykjavik Auglýsing um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands. Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hérsegir: 1. Gisting og fæði í einn sólarhring kr. 3.550 2. Gisting í einn sólarhring kr. 1.500 3. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðaiag kr. 2.050 4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tima ferðalag kr. 1.025 Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. júní 1987. Athygli ervakin áþvi, að Edduhótel munu sem fyrrveita ríkisstarfsmönnum 10% staðgreiðsluafslátt. Erætlast til, að ríkisstarfsmenn veki athygli á þessum rétti sln- um við komu á hlutaðeigandi Edduhótel. Ennfremur er ríkisstarfsmönnum gefinn kostur á 20% staðgreiðsluafslætti á gistingu, dveljist þeir þrjá sólarhringa eða lengur á sama stað, enda sé samið um það fyrirfram. Nefndin fer þess á leit við viðkomandi ráðuneyti, að þau kynni efni þessarar auglýsingar þeim stofnunum og fyrirtækjum, sem undir þau heyra. Reykjavlk 25. maí 1987 Ferðakostnaðarnefnd Islensk tónlist frá 1967-86 Fyrstu tónleikar á Skerpluhátið Musica Nova verða haldnir í Bú- staðakirkju miðvikudagskvöldið 27. maí klukkan 20.30. Þar mun Nýi músikhópurinn flytja íslenska tónlist frá árunum 1976-1986. Þessi hópur var stofnaður fyrir nokkrum mánuðum til að flytja nú- tímatónlist, íslenska og erlenda. Stærð hans og gerð er breytileg eftir viðfangsefnum en á þessum tón- leikum koma fram söngvararnir Signý Sæmundsdóttir og Kristinn Sigmundsson ásamt Önnu Guð- nýju Guðmundsdóttur, píanóleik- ara, Arnþóri Jónssyni, sellóleikara, Guðna Franzsyni, klarinettleikara og Kolbeini Bjarnasyni, flautuleik- ara. A efnisskránni eru „Sumir dag- ar“ eftir Karólínu Eiríksdóttur við ljóð eftir Þorstein frá Hamri, Sex sönglög eftir Hjálmar H. Ragnars- son við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson, Klif eftir Atla Heimi Sveinsson, Smátríó eftir Leif Þórar- insson og Bagatella nr. 1 eftir Atla Ingólfsson. Stefán Hörður Gríms- son og Þorsteinn frá Hamri munu lesa upp ljóð sín á tónleikunum. Verkin eftir Leif og Atla Ingólfs- son hafa ekki verið flutt áður á op- inberum tónleikum á íslandi og öll þessi músík hefur yfirleitt verið flutt meira erlendis en hér á landi. Sjóðurinn Þjóð- hátíðargjöf Norðmanna: Ellefta Auglýsing um akstursgjald Feröakostnaðarnefnd hefur ákveöiö akstursgjald ( aksturssamningum rlkisstarfsmanna og rlkisstofnana sem hér segir: Almennt gjald Fyrstu 10.000 km Frá 10.000 til 20.000 km. Umfram 20.000 km. kr. 13.55 pr.km. kr. 12.15 pr.km. kr. 10.70 pr.km. Sérstakt gjald Fyrstu 10.000 km. Frá 10.000 til 20.000 km. Umfram 20.000 km. kr. 15.80 pr.km. kr. 14.15 pr.km. kr. 12.45 pr.km. Torfærúgjald Fyrstu 10.000 km. Frá 10.000 til 20.000 km. Umfram 20.000 km. kr. 17.70 pr.km. kr. 15.80 pr.km. kr. 13.95 pr.km. Akstursgjad þetta gildir frá og með 1. júní 1987. Reykjavlk 25. mal 1987 Ferðakostnaðamefnd úthlutun Úthlutað hefur verið styrkjum úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norð- manna á þessu ári. Norska stór- þingið samþykkti í tilefni ellefu alda afmælis íslandsbyggðar 1974 að færa íslendingum 1 milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs- ins skal ráðstöfunarfénu, sem eru vaxtatekjur af höfuðstólnum, en hann er varðveittur í Noregi, varið til að styrkja hópferðir íslendinga til Noregs. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðn- um 1976 og fór nú fram ellefta út- hlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 681 þúsund krónur. 26 umsóknir bárust um styrki en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila: Barnalist, Dalvíkurskóli, Krabbameinsfélag íslands, For- eldrafélag norskunema, Pálmi, fé- lag æskulýðsfulltrúa, Sambýli fatl- aðra, Skátafélag Hraunbúar, Sund- deild Vestra. Auglýsing um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis Ferðakostnaðamefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalög- um erlendis á vegum ríkisins sem hér segir: Aimennir dagpeningar: New York borg SDR 150 Annars staðar SDR 150 Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa: New York borg SDR 95 Annars staðar SDR 95 Ákvörðun þessi gildir frá og með 1. júni 1987. Reykjavlk 25. mai 1987 Ferðakostnaðarnefnd Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla: Við Menntaskólann í Kópavogi staða aðstoðar- skólameistara. Við Flensborgarskóla I Hafnarfirði kennarastöður í dönsku, félagsfræði og vélritun. Við Verkmenntaskólann á Akureyri kennarastöð- ur í stærðfræði, tölvufræði, ensku, sögu og fé- lagsfræði, íslensku, sálar- og uppeldisfræði, raf- eindagreinum, vélfræðigreinum og námsráðgjöf. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kenn- arastöður í þýsku og viðskiptagreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 13. júní næst- komandi. Stundakennara vantar að Menntaskólanum á Akureyri i dönsku, ensku, félagsfræði, heim- speki, sögu, sálarfræði, stærðfræöi og þjóðhags- fræði. Verkmenntaskóla Akureyrar í ýmsum greinum á heilbrigðissviði, hússtjórnarsviði, tæknisviði og viðskiptasviði. Umsóknir um stundakennslu skal senda til við- komandi skóla sem gefa allar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur til 13. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Innritað verður í öldungadeild skólans þriðjudag- inn 26. og miðvikudaginn 27. maí kl. 16-19. Kennt e.r til stúdentsprófs á málabraut, félags- fræðabraut, náttúrufræðabraut, eðlisfræöibraut og tónlistarbraut (í samvinnu við tónlistarskóla). Vakin erathygli áað hægt erað stundanám í ein- stökum greinum án þess að stefna að lokaprófi. Eins er algengt að stúdentar bæti við sig einstök- um námsáföngum. Kennd eru m.a. mörg erlend tungumál: danska, enska, þýska, franska, spænska, ítalskaog rússneska. Einnig eru í boði áfangar i íslensku, stærðfræði, raungreinum og félagsfræðigreinum og námskeið fyrir byrjendur og lengra komna í notkun á BBC- og PC-tölvum. Brýnt er að allir sem hyggjast stunda nám á haust- önn 1987 innritist á þessum tíma gegn greiöslu 1000 kr. staðfestingargjalds. Kennslugjald fyrir haustönn verður um 4000 kr. Rektor Vinnuskóli Reykjavíkur Leiðbeinandi óskast strax til að vinna með hópi fatlaðraungmenna. Vinnutími eftirsamkomulagi. Upplýsingar i síma 622648 eða hjá Vinnuskólan- um, Ráðningarstofu Reykjavlkurborgar, Borgar- túni 3. Vinnuskóli Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.