Alþýðublaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 27. maí 1987 Bóndabærinn Hedegaard við Ribe, sem var nýlega seldur fyrir 25 milljónir Isl. króna. HOLLENSKINNRÁS f DANMÖRKU Fleiri og fleiri holienskir bændur kaupa jarðeignir í Danmörku. Þeir hafa gnægð fjár og EB-reglur auðvelda viðskiptin. Fjársterkir Hollendingar og Vest- ur-Þjóðverjar sækjast í auknum mæli eftir þvi að kaupa stórar bú- jarðir í Danmörku, sem eigendurn- ir sjá sér ekki iengur fært að nytja til mjólkurframleiðslu við núver- andi framleiðsluskilyrði. Ungir, hollenskir bændur hafa fullar hendur fjár, en enga mögu- leika á að kaupa sér bújörð í heima- landinu. Svo ásetið er landið, að ungir bændur neyðast til að leita til annarra landa eftir jarðnæði. Fram að þessu hefur straumurinn legið til Portúgal, en nú sækja þeir til Dan- merkur í auknum mæli. Peter Chr. Ottesen, formaður búnaðarsambands Ribe-héraðs segir að ennþá sé ekki reglulegt vandamál á ferðum, en það sé fylgst grannt með innflytjendunum og þeirri þróun sem virðist vera að eiga sér stað í landbúnaðarmálum svæð- isins. Reglur Evrópubandalagsins Ottesen leggur áherslu á að Hol- lendingarnir séu miklir dugnaðar- forkar og veiti dönskum starfs- bræðrum sínum harða samkeppni. Danmörk er í augum þeirra betri kostur en Portúgal vegna þess að loftslag og búskaparhættir þar eru líkari því sem þeir eiga að venjast. Hann segir að samkeppnin sem þeir veita dönskum bændum sé ójafn Ieikur, þar eð bóndinn getur selt mjólkurkvóta sinn í Hollandi og fengið samsvarandi kvóta á danskri bújörð. Þar hafa Danir þó ekki við neinn að sakast nema sjálfa sig, því að með aðild að Evrópubandalaginu samþykktu þeir slíkar tilfærslur milli landa. Og ef Danir fyndu lausa bújörð í Hollandi, þá væri þeim frjálst að kaupa hana og stunda þar búskap. í hinum þrautskipulagða land- búnaði Hollands er hins vegar ekk- ert rúm fyrir fleiri bændur en þar eru nú þegar. Þess vegna sækja ungu mennirnir til Danmerkur og kaupa danskar jarðir dýru verði. Þar geta þeir fengið eitthvað fyrir peningana, sem þeir virðast eiga nóg af. Hollendingarnir hafa góðan grunn að byggja á, að sögn Peters Chr. Ottesen. Þeir eru Dönum miklu fremri í landbúnaði og á það ekki síst við um eggja- og mjólkur- framleiðslu. „Þegar við gengum í Evrópubandalagið höfðum við jafn margar kýr og Hollendingar. Nú hafa þeir þrisvar sinnum fleiri“, segir hann. „Hvað eggjaframleiðsl- unni viðvíkur, þá var Danmörk stærsti eggjaframleiðandi heims fyrir 30—40 árum. Nú er fram- leiðslan aðeins 2—3% af því magni sem Hollendingar framleiða" Fasteignasala Tage Ostergaard- Christensen í Vamdrup staðfestir að í fyrra hafi sex bændabýli á Jót- landi verið seld Hollendingum og Vestur-Þjóðverjum og í ár lítur út fyrir að þau verði mun fleiri. Hafa fullar hendur fjár Ostergaard-Christensen segir að fyrirtæki hans hafi marga fjár- sterka kaupendur á sínum snærum, sem danskir bændur geti með engu móti keppt við. „Nýlega komu tveir mjög ungir Hollendingar og höfðu nærri þrj£r milljónir í reiðufé, sem þeir vildu verja til jarðakaupa í Danmörku, segir hann. „Það er ekki óalgengt að þeir bjóði fram 6—7 milljónir danskra króna" Eignin Hedegaard við Ribe, rúm- lega 100 kúa jörð var seld fyrir fimm milljónir danskra króna — upphæð sem flestir Danir veigra sér við að leggja í landbúnað. Þýskir og hollenskir bændur eru frjálsir að því að eignast bújarðir og reka landbúnað á danskri grund, aðeins ef þeir hafa landbúnaðar- menntun og setjast að á jörðinni innan sex mánaða. Jarðakaup eru ekki háð samþykki búnaðarsam- takanna, þar eð reglur Evrópu- bandalagsins heimila frjálsan at- vinnurekstur í hverju aðildarland- anna sem er. Búnaðarmálastjórn rannsakar aðeins hvort viðkomandi bóndi hefur tilskilin leyfi til að stunda þessa atvinnugrein.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.