Alþýðublaðið - 02.06.1987, Page 1
Starfsmenn bændasamtakanna:
SETTIR í FRI AF ÖRYGGISÁSTÆÐ U M
Starfsfólk bændasamtakanna sent í frí til Þýskalands meðan utanríkisráð-
herrar NATO funda I Bændahöllinni. NATO borgar. Utanríkisráðuneytið
pantaði öll hótelherbergin fyrir einu og hálfu ári.
Starfsfólk bændasamtakanna
verður að yfirgefa vinnustað sinn í
Bændahöllinni í heila viku vegna
utanríkisráðherrafundar NATO á
fimmtudag og föstudag í næstu
viku. Engir gestir verða heldur á
Hótel Sögu þennan tíma nema ut-
anríkisráðherrarnir og fyigdarlið
þeirra. Leigugjald fyrir húsnæði
bændasamtakanna verður notað til
að kosta ferð starfsfólksins til
Þýskalands meðan á fundinum
stendur.
Viðamiklar öryggisráðstafanir
verða gerðar vegna utanríkisráð-
herrafundarins og m.a. hafa öll her-
bergi á Hótel Sögu verið pöntuð án
tillits til þess hvort þau verða notuð
eða ekki, þannig að engir gestir
verða á hótelinu aðrir en utanríkis-
ráðherrarnir og fylgdarlið þeirra frá
því um hádegi á miðvikudag 9. júní
í hádegi á föstudag 12. júní.
í hótelbyggingunni eru einnig
skrifstofur Búnaðarfélags íslands,
Stéttarsambands bænda og Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins. Þess-
um skrifstofum verður öllum Iokað
af öryggisástæðum og starfsfólkið
sent í frí til Þýskalands vikuna sem
utanríkisráðherrafundurinn stend-
ur.
Skrifstofur þessara samtaka hafa
verið leigðar undir skrifstofuhald
fundarins og sagði Gunnar, for-
maður Framleiðsluráðs, Guð-
bjartsson að leigugjaldið yrði notað
til að styrkja Þýskalandsferð starfs-
fólksins, sem að hluta til er farin í
tilefni 40 ára afmælis Framleiðslu-
ráðs.
Heimildir Alþýðublaðsins herma
Útvarpið:
Leiöaralestri hætt
Ríkisútvarpið hefur ákveðið að
hætta lestri úr leiðurum dagblað-
anna, um hálftíuleytið á morgnana
en í staðinn verða tilvitnanir í leið-
arana í morgunútvarpi gerðar
nokkru fyllri og ítarlegri en verið
hefur. Utvarpsráð tók þessa
ákvörðun fyrir nokkru síðan og fór
þar að tillögu dagskrárdeildar út-
varpsins.
Að sögn Markúsar Arnar
Antonssonar, útvarpsstjóra, varð
enginn ágreiningur um þetta fyrir-
komulag í útvarpsráði. Fyrir fáum
árum kom upp sú tillaga í ráðinu að
fella niður lestur úr leiðurum og
urðu þá nokkur orðaskipti í út-
varpsráði um þennan lestur.
Á morgunvakt útvarpsins hefur
lengst af verið lesið úr fréttum dag-
blaðanna og í vetur var ennfremur
farið að greina stuttlega frá efnis-
atriðum leiðaranna á morgunvakt-
inni. Eftir að leiðaralesturinn á tí-
unda tímanum hefur verið felldur
niður, verða leiðurunum hins vegar
gerð nokkru fyllri skil á morgun-
vaktinni, þótt sá útdráttur verði
ekki jafn viðamikill og lesturinn á
tíunda tímanum hefur jafnan verið.
Markús Örn Antonsson, út-
varpsstjóri, sagði í gær að þetta fyr-
irkomulag yrði haft til reynslu í
sumar, en engin ákvörðun verið tek-
in um leiðaralesturinn eftir að vetr-
ardagskrá hefst í haust.
ennfremur að athuganir hafi verið
gerðar á áreiðanleika starfsfólks
Hótels Sögu. Þetta hefur þó ekki
fengist staðfest og sagði Konráð
Guðmundsson, hótelstjóri, að
starfsfólk hótelsins yrði allt að
vinna meðan á fundinum stendur.
Hjálmar W. Hannesson í utan-
ríkisráðuneytinu, sagði að öll her-
bergi á Hótel Sögu hefðu verið
pöntuð með mjög Iöngum fyrir-
vara, eða í desember 1985.
Fundur utanríkisráðherranna
stendur dagana 11. og 12. júní og
hótelið byrjar aftur að taka á móti
gestum eftir hádegi þann 12. júní.
Fylgdarlið ráðherranna byrjar að
tínast til landsins þegar á morgun.
Forseti íslands, Vigdls Finnbogadóttir, boðaði formenn allra stjórnmálaflokka á sinn fund I gær til viðræðna
um stöðuna i stjórnarmyndunarviðræöunum. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Jón Baldvin Hannibalsson
kom af fundi forseta og fréttamenn flykktust um formann Alþýðuflokksins til að spyrja frétta.
Verkamannasamband íslands:
KRAFA IIM NÝJA FISKVEIUISTJÓRNUN
VMSÍ samþykkir ekki að íslenskir útgerðarmenn eigi fiskimiðin við landið. —
Vilja að útflutningur á ísuðum fiski verði háður leyfi sjávarútvegsráðuneytisins.
Fundur sambandsstjórnar
Verkamannasambands íslands sem
haldinn var um helgina leggur til að
hraðað verði undirbúningi nýrra
laga um fiskveiðistjórnun, og eigi
fulltrúar fiskvinnslufóiks aðild að
þeirri endurskoðun og stjórnun.
Verkamannasambandið leggur
m.a. til að allur útflutningur í ísuð-
um fiski verði háður leyfi Sjávarút-
vegsráðuneytisins. Verkamanna-
sambandið samþykkir heldur ekki
að útgerðarmenn eigi fiskimiðin við
landið.
Á fundinum komu fram miklar
áhyggjur af þróun í sjávarútvegi,
þar sem vaxandi útflutningur á
ferskum fiski ógnar atvinnuöryggi
fiskvinnslufólks í mörgum byggð-
arlögum. Sambandsfundurinn
leggur til að miðað verði við eftir-
farandi atriði í nýrri löggjöf:
1. Allur útflutningur á ísuðum
fiski verði háður leyfi Sjávarútvegs-
ráðuneytisins.
2. Við veitingu leyfa verði tekið
mið af þjóðhagslegri hagkvæmni
útflutnings á ísuðum fiski.
3. Verði kvótaskipting áfram not-
uð sem tæki til stjórnunar fisk-
veiða, skal ekki eingöngu miða
kvóta við veiðiskip, heldur verði
fullt tillit tekið til fiskvinnslunnar í
þeim efnum.
4. öll sala á óveiddum fiski verði
bönnuð.
í ályktunum fundarins er m.a.
bent á að útflutningur á ísfiski hafi
aukist um 140% á árinu 1986 og
það sem af er þessu ári hafi út-
flutningurinn greinilega líka stór-
aukist og virðist nú ná til æ fleiri
landssvæða.
Síðan segir í ályktun fundarins:
Innanlands og erlendis hefur á
undanförnum árum verið varið tug-
um milljarða króna til uppbygging-
ar í fiskiðnaði og til að vinna mark-
aði. Allt útlit er fyrir að með óheftri
þróun missum við markaði okkar
erlendis til samkeppnisþjóða okk-
ar. Þá myndi blasa við byggðarösk-
un meiri en áður hefur þekkst,
fjöldaatvinnuleysi og gjaldþrot
sveitarfélaga.
Einnig hefur verið upplýst, að
stór hluti þess ísfisks, sem fluttur er
út, er keyptur af fiskvinnslufyrir-
tækjum erlendis, en ekki seldur
beint til neytenda eins og haldið
hefur verið fram.
VMSÍ samþykkir ekki að íslensk-
ir útgerðarmenn eigi fiskimiðin við
landið.
VMSÍ mun fylgjast náið með
þróun þessara mála og láta hana til
sín taka.