Alþýðublaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. júní 1987 3 Fundur um launamun kynja: Forystumönnum stillt upp við vegg Formönnum stjórnmálaflokknnna og forystumönnum vinnumarkað- arins verður stillt upp við vegg á opnum fundi sem Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna heldur í kvöld, þriðjudag, undir yfirskrift- inni LAUNAMUNUR KYNJA — HVAÐ ER TIL ÚRBÓTA? Gestir fundarins munu ekki halda ræður, heldur verður fyrir- komulag fundarins á þann veg, að fundarmönnum gefst tækifæri til að bera fram spurningar utan úr sal. Er ekki að efa að athyglisvert verður að heyra hvaða úrræði stjórnmálamennirnir telja vænleg- ust til þess að leiðrétta launamun kvenna og karla að kosningunum loknum og meðan stjórnarmynd- unarviðræður eru í gangi. „Framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna er upphaflega sprottin upp úr ráðstefnu Alþýðuflokks- kvenna sem haldin var haustið 1983“, segir Jónína Leósdóttir sem er ein forsvarsmanna nefndarinnar. „Fulltrúanefndin samstendur af tveimur tugum kvenna — fulltrú- um úr stjórnmálaflokkum sem sitja á þingi og konum úr verkalýðsfé- lögunum. Við höfum staðið fyrir fundum um land allt og haldið námskeið fyrir konur um t.d. samn- ingatækni og réttindamál. Það má búast við líflegum og skemmtileg- um fundi“, segir Jónína, „og hefur mikið verið fundað og spurningum safnað saman til að punda á for- menn og forystulið." Fundurinn er sem sagt opinn öll- um þeim sem áhuga hafa á launa- jafnrétti og vilja komast í návígi við fólkið sem stjórnar Iandi og laun- um — hvort til að spyrja eða ein- faldlega hlusta á það sem fram fer. Fundurinn er í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Strætó: Sumaráætlun Á tímabilinu 1. júní til 28. ágúst í sumar munu vagnar SVR aka eftir sérstakri sumaráætlun. Hún er í því fólgin að á leiðum 02 til 12, að báð- um meðtöldum, verður ferðatíðni frá kl. 07—19 20 mín. mánudaga til föstudaga. Akstur kvöld og helgar verður óbreyttur nema á leið 02. Ný leiðabók, sem hefur að geyma bæði sumar- og vetraráætlun er Heildarniðurstaða rekstrarreikn- ings Brunabótafélags íslands árið 1986 (15/10 ’85 — 14/10 ’86) var tap upp á 19,4 millj. kr., sem er mun lakari afkoma en áríð áður, en 5 millj. kr. hagnaður var á árínu 1985. Meginástæða þessarar rekstrar- niðurstöðu er sú, að í upphafi ársins voru brunaiðgjöldin lækkuð um 32%, sem kostuðu félagið 30 millj. kr. Þessi iðgjaldalækkun olli verra tjónahlutfalli en árið á undan og námu tjónin 90,2% af iðgjöldum. Við þetta bættist, að fjármagns- tekjur urðu lægri en árið áður, en reksturskostnaður óx. Bókfærð iðgjöld ársins námu kr. 552.104 og skiptast þannig, að frumtryggingariðgjöld nema kr. 463.978 eða 89,53% af iðgjöldun- um, en endurtryggingaiðgjöld kr. 54.247 eða 10,47%. Af frumtrygg- ingum eru helstu tryggingaflokk- arnir eignatryggingar með iðgjöld kr. 181.544 og ökutækjatryggingar kr. 174.412.539. Iðgjaldagreiðslur til endurtryggjenda námu kr. komin út. Leiðabókin er til sölu á skiptistöðvunum á LÆKJAR- TORGI, HLEMMI OG GRENS- ÁSI. Auk þess skal bent á auglýs- ingar í dagblöðunum 30. maí og tímaáætlanir á viðkomustöðum þeirra leiða, sem sumaráætlunin nær til. Ástæður þess, að gerð verður til- raun með sumaráætlun, eru m.a.: 201.070 eða 38,80% af iðgjöldum ársins. Heildartjón á árinu námu kr. 467.589, en það £r 90,23% af ið- gjöldum ársins, en árið 1985 voru tjónin 79,59% af iðgjöldum þess árs. Fjármunatekjur umfram gjöld námu kr. 109.573. Er það um 10,15% lækkun frá fyrra ári. Stjórnunar- og skrifstofukostnað- ur nam kr. 103.072. Er það 38,96% hækkun milli ára. Haldið var áfram uppbyggingu á tölvukerfi félagsins. Gjaldfærsla vegna verðlagsbreyt- inga nam kr. 8.301 799 og er sú fjár- hæð færð til gjalda í rekstrarreikn- ingi. Fasteignamat húseigna félagsins nam kr. 124,3 millj., en brunabóta- mat kr. 195,9 millj. Tryggingasjóð- ur nam kr. 590.466, en það er 28,35% hækkun frá fyrra ári. Eigin tryggingasjóður nam kr. 488.303 eða 154% af eigin iðgjöldum, en ár- ið 1985 var hlutfallið 148%. Fjöldi starfsmanna félagsins er 57, en umboðsmenn um allt land eru 178. 1. Að ná betra jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar. Yfir sum- armánuðina eru farþegar um 1/6 færri en aðra mánuði ársins. Fargjaldatekjur eru í lágmarki á þessum árstíma, jafnframt því sem allur tilkostnaður er í há- marki vegna sumarafleysinga vagnstjóra. Er þess vænst að borgarbúar virði þá viðleitni SVR til aukinnar rekstrarhag- kvæmni, sem í sumaráætluninni felst. 2. Á s.l. ári reyndist erfitt að manna vagnaflotann meðan sumarleyfi vagnstjóra stóðu yfir og er einn- ig svo nú. Sumaráætlunin mun þó létta þennan vanda verulega. Jafnframt mun þetta létta álag á verkstæðum og þvottastöð SVR til muna meðan sumarleyfi standa yfir. 3. Auðveldara mun reynast að mæta sérstökum álagstoppum á annatímum en ella með auknum sveigjanleika varðandi vagna- kost og mannskap. 4. Loks má nefna, að stuðst verður við reynslu af sumaráætluninni í framtíðinni að vetri til, ef til þess kemur að meiri háttar truflanir vegna ófærðar verði á ferðum strætisvagna eins og átti sér stað veturna ’82—’83 og '83—84. Yrði þá gripið til sumaráætlunar tímabundið við slik skilyrði. Jafnframt sumaráætluninni taka eftirfarandi breytingar gildi 1. júní varðandi einstakar leiðir: LEIÐ 02. Á kvöldin og um helgar verður aðaltímajöfnun leiðarinnar í' Hafnarstræti (stæði leiðar 16). Vögnunum er flýtt um 16 mín. frá Öldugranda. LEIÐIR 08 og 09. Sérstaklega skal vakin athygli á að á þessum leiðum verður tíðni 20 mín. í stað 30 mín. áður. Vagnarnir aka um Lönguhlíð þannig að Stakkahlíð fellur út. LEIÐ10. Endastöð þessarar leið- ar í Selási verður eingöngu við Þingás. LEIÐ 15A. Vagninn ekur nú ij hverri ferð að Hesthömrum á leið að Lækjartorgi. Brottför vagnsins er flýtt um 2 mín. frá Lækjartorgi og Reykjafold. LEIÐ 15B. Vagninn ekur um Borgarmýri á leið í Grafarvog ár- degis, en síðdegis á leið frá Grafar- vogi. Leið 15B ekur að Hesthömr- um í hverri ferð á leið að Reykja-. fold. LEIÐIR 13 og 100 hafa skipti á stæðum á Lækjartorgi, þannig að 13 fær stæði á Kalkofnsvegi (á sama stað og leið 14), en leið 100 við torg- ið. Ljóst er að fækkun ferða mun e.t.v. valda einhverjum farþegum óþægindum, einkum meðan þeir eru að átta sig á nýjum tímaáætlun- um leiða 02—12. Fólk er því vin- samlega hvatt til að verða sér úti um nýju leiðabækurnar við fyrstu hentugleika. Upplýsingar um ferðir á einstökum leiðum eru veittar í símum 82533 og 12700. Frá Flensborgarskólanum Auglýstar hafa verið kennarastöður við Flens- borgarskólann í eftirtöldum kennslugreinum: Viðskiptagreinum Stærðfræði og eðlisfræði Félagsfræði Dönsku Þýsku Vélritun. Auk þess vantar skólann stundakennara I tónlist til að hafa stjórn skólakórs með höndum. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari eða aöstoðarskólameistari í slma 50092. Skólameistari. Brunabót: Tap upp á 19.4 milljónir Menntaskólinn á Egilsstöðum S 1684, 700 Egilsstaðir Menntaskólinn á Egilsstöðum Skólinn býður upp á nám á eftirtöldum brautum: Tveggja ára brautir: Heilsugæslubraut Uppeldisbraut Viðskiptabraut Þjálfunarbraut Fjögurra ára brautir: Eðlisfræðibraut Félagsfræðabraut Hagfræðabraut Náttúrufræðibraut Tæknibraut Fyrsta flokks aðbúnaður á heimavist. Mötuneyti fyrir alla sem þess óska. Umsóknarfrestur er til 5. júni. Skólameistari. Verkamannabústaðir í Kópavogi Stjórn verkamannabústaða i Kópavogi auglýsir eftir umsóknum um ibúðir sem byggðar verða f 2 fjölbýlishúsum við Hliðarhjalla I Kópavogi. íbúð- irnar verða afh. 1988 og 1989. í fjölbýlishúsunum eru 49 íbúðir (14 tveggja, 29 þriggja og 6 fjögurra herbergja). Umsóknirnar gilda einnig fyrir endursöluibúðir sem koma til úthlutunar á þessu ári. Réttur til ibúðakaupa er bundinn við þá sem upp- fylla eftirfarandi skilyrði: a) Eiga iögheimili i Kópavogi. b) Eigaekki (búð fyrireðasamsvarandi eign i öðru formi. c) Fara eigi yfir það tekjumark sem hér fer á eftir: Meðaltekjur(nettótekjurmiðað viðárin 1984,1985 og 1986 mega ekki fara fram úr kr. 555,000,00 að viðbættum kr. 51,000,00 fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs á framfæri. Heimilteraðvíkjafráþessum reglum (sérstökum tilvikum. Þeir sem búa við erfiðasta húsnæðisaðstöðu hafa forgang að ibúðum i verkamannabústöðum. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingabæklingi liggja frammi á bæjarskrifstofu Kópavogs og skrifstofu VBK i Hamraborg 12, 3ju hæð frá og með miðvikudeginum 3. júní. Umsóknum skal skilað fyrir 19. júní n.k. i lokuðu umslagi merkt stjórn verkamannabústaða í Kópa- vogi. Stjórn VBK Happdrætti Alþýðuflokksins Alþýðuflokksfólk! Dregið verður í happdrættinu 5. júní. Munið gíróseðlana Gerið skil strax!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.