Alþýðublaðið - 02.06.1987, Side 4
MMBUELMD
Þriðjudagur 2. júnl 1987
/ apríllok sagði Wojciech Jaruzelski, flokksformaður og ríkisstjóri í Póllandi, í
blaðaviðtali að hann óskaði eftir meira og betra samstarfi við Vestur-Þýskaland.
Hershöfðinginn lét á sér skiljast að hann vœri orðinn þreyttur á „þessum enda-
lausu þrœtum“. „Við viljum ekki veltast með reikningana vegna glœpaverka Hitl-
ers íþað óendanlega“, sagði hann.
íþeim sögðum orðum lá þó ann-
að og meira, sem greinilega kom
fram í útsendingu frá heimsókn
hershöfðingjans í utanríkisráðu-
neytið fyrir skemmstu. Þar lét hann
þess getið að ójafnaðir reikningar
frá fortíðinni stœðu í vegi fyrir því
að sœttir gœtu tekist. Vestur-Þjóð-
verjar yrðu af auðlegð sinni að
bœta fyrir gamlar syndir gagnvart
Jaruzelski rlkisstjóri.
Þreyttur á þráteflinu.
Varsjá. Hann sagði að án „hald-
bœrrar lausnar “ á bótamálinu vœri
ekki unnt að afgreiða „mikilvœga
þœtti“ sem stœðu í vegi fyrír því að
skapa meirí tengsl milli landanna
og fólksins sem þar býr.
Þessi sami tónn var einnig notað-
ur í tíu síðna greinargerð sem pólski
sendifulltrúinn Boleslaw Kulski af-
henti i vestur-þýska utanríkisráðu-
neytinu í desember ífyrra. Hvorug-
ur aðilinn hefur haft hátt um þessa
skýrslu.
Engu að síður var þetta fyrsta
opinbera plaggið sem Pólverjar
hafa látið jrá sér fara um þetta við-
kvæma deilumál, eftir margra ára
þóf og óformlegar tilkynningar um
vilja Pólverja í þessu efni og þau
skilyrði sem þeir setja fyrir betri
sambúð ríkjanna. Það er þó timinn
sem ef til vill hefur verið versti and-
stœðingur Pólverja í bótakröfu-
málinu. Það er að verða í allra síð-
ustu lög að innheimta skaðabœtur
til handa þeim fáu sem enn eru á lífi
og urðu fyrir ofsóknum Þjóðverja
á Hitlerstímanum.
10 milljón fórnardýr
Enginn vafi leikur á því að af öll-
um löndum sem Þjóðverjar réðust á
í heimsstyrjöldinni síðari, var það
Pólland sem varð allra verst úti.
Samkvæmt pólskri athugun voru
í stríðslok rúmlega lOmilljónir Pól-
verja sem áttu rétt á skaðabótum
vegna þess harðræðis sem þeir urðu
fyrir af hendi nasista á stríðsárun-
um. í þessum hópi eru t.d. menn úr
andspyrnuhreyfingunni, þeir sem
voru látnir vinna nauðungarvinnu,
þeir sem sættu eignaupptöku, fjöl-
skyldur sem sundruðust og fangar.
Samkvæmt skilningi Bonn-
stjórnarinnar er ekki hægt að af-
greiða slíkar kröfur einstaklings-
lega. Hún telur að það verði einung-
is gert með uppbyggingarátaki sem
komi allri þjóðinni til góða.
En með yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar þann 23. ágúst 1953 afsalaði
Pólland sér formlega frekari „góð-
gerðastarfsemi". Þessa ákvörðun
staðfestu ríkisstjórnir landanna
enn frekar í Warsjársamningnum í
árslok 1970.
Nú lýsa Pólverjar því yfir að
pólska ríkið hafi vissulega afsalað
sér frekari bótum, en það nái ekki
til sjálfsagðra bótakröfuréttinda
einstakra þjóðfélagsþegna. Þessar
skaðabótaskyldur hafi heldur ekki
horfið með þeim greiðslum sem
Bonn-stjórnin innti af hendi eftir
1970.
Á haustdögum 1975 gerði Bonn-
stjórnin samkomulag við Pólverja
um samanlagðar vaxtagreiðslur
upp á 1,3 milljarða þýskra marka,
ásamt skuldaviðurkenningu upp á
einn milljarð marka, sem eins kon-
ar málamiðlun vegna kostnaðar við.
sameiningu sundraðra fjölskyldna.i
Nú er því slegið föstu í Kuiski-
skýrslunni að hvorki Alþýðulýð-
veldið Pólland né Sambandslýð-|
veldið Vestur-Þýskaland hafi með
þessum samningi gert endanlega
upp skaðabótaskuldina.
Pólverjar leggja nú til að sér-
fræðinganefnd verði komið á lagg-
irnar til að úrskurða um upphæð
bótanna og tala um skrásetningu og
skýrslugerð í því sambandi. í grein-
argerð þeirra segir ennfremur:
„Það er opið samningsatriði hvern-.
ig komið verður til móts við nefnd-
ar kröfur. En sú fjárhags- og réttar-
farslega lausn sem fundin verður,
skal þó uppfylla til fulls kröfur
pólskra þegna.“
í Bonn hefur krafa Pólverjanna
vakið allnokkra eftirþanka. Sumir
starfsmenn utanríkisþjónustunnar
hafa grunsemdir um að þessar kröf-
ur séu liður í pólitísku spili um er-
lendar skuldir Pólverja á Vestur-
löndum, sem eru taldar nálægt 60
milljörðum þýskra marka, þar af
6—7 milljarðar sem þeir skulda
Vestur-Þjóðverjum.
Stjórninni í Bonn er það þvert
um geð að láta að vilja Pólverja í
þessu máli. Þjóðverjar hafa greitt
liðlega 30 milljarða DM til „góð-
gerðastarfsemi“ síðan í stríðslok og
þeir eru hræddir um að ef Pólverjar
fái bætur vegna fórnarlamba styrj-
aldarinnar, þá muni önnur lönd í
Vestur- og Austur-Evrópu setja
fram sams konar kröfur og þá muni
það verða vandamál sem ekki sést
fyrir endann á.
Nú er óttast að þýsk-pólsk vin-
átta fari kólnandi. Því eins og segir
í plagginu góða, þá er „lausn bóta-
málsins prófsteinn á vilja Sam-
bandslýðveldisins til að ryðja hverri
þeirri hindrun úr vegi sem getur tor-
veldað varanlegar sættir milli þjóð-
anna tveggja"
Jaruzelski vill fá greidda reikninga vegna tjóns og skaða frá þvl á Hitl-
ers-tlmanum.
Farmanna og fiskimanna-
samband íslands 50 ára
I dag eru liðin 50 ár frá því Far-
manna- og fiskimannasamband ís-
lands var formlega stofnað og sam-
tök yfirmanna á íslenska skipaflot-
anum héldu fyrsta þing samtak-
anna. í tilefni afmælisins efnir
FFSÍ til sýningar í máli og mynd-
um, þar sem rakin er saga sam-
bandsins. Sýningin er til húsa við
Borgartún 18 í húsnæði samtaka
sjómanna. í dag mun stjórn FFSÍ.
koma saman til sérstaks hátíðar-
fundar á afmælinu.
í tilefni 50 ára afmælisins er Sjó-
mannablaðið Víkingur sérstaklega
helgað sögu FFSÍ, og helstu bar-
áttumálum samtakanna. í stofnlög-
um FFSÍ segir svo um tilgang sam-
bandsins: „ . . . er að sameina far-
manna- og fiskimannastéttir lands-
ins um það að vinna að auknu og
bættu samstarfi meðal þeirra félaga
'sem nú eru í því, svo og þeirra félaga
er síðar kunna að ganga í það, enn-
fremur að vinna að bættum kjör-
um, atvinnuskilyrðum, menntun
farmanna og fiskimanna og auka
öryggi sjófarenda almennt.
Sambandið er óháð öllum stjórn-
málaflokkum og starfar í einu og
öllu á ópólitískum grundvelli.
í ritstjórnargrein í Víkingi segir
Guðjón A. Kristjánsson forseti
FFSI, að tilgangur sambandsins sé
enn sá sami þó nýir tímar kalli á
breyttar áherslur og vinnubrögð. í
niðurlagi greinar sinnar segir Guð-
jón ennfremur um aðalverkefni
forsvarsmanna FFSÍ næstu misseri:
„Samningar okkar eru nú gerðir til
tveggja ára í öllum starfsgreinum.
Tímann þarf að nota vel til að
skipuleggja starfshætti og kynna
mikilvægi sjómennskunnar fyrir
þjóðarbúið. Við verðum að vera
gagnrýnir á okkar eigin vinnu fyrir
starfsstéttir sambandsins. Neikvæð
gagnrýni milli stétta er engum okk-
ar til framdráttar, síst þeim sem
hana hafa i frammi.
Allir erum við mannlegir og okk-
ur eru mislagðar hendur við ýmis-
legt sem við tökum að okkur. En
enginn verður meiri maður á ann-
arra veikleikum. Það verður að vera
markmið okkar að allir séum við
hver öðrum nauðsynlegir og hvorki
siglum við skipum einir sem skip-
stjórar og stýrimenn né heldur láta
vélstjórarnir úr höfn án skipstjórn-
armanna. Þessar tvær stéttir vinna
heldur ekki öll störf um borð. Sam-
hent skipshöfn er sú sem nær ár-
angri. Vilji menn hins vegar róa ein-
ir, þá er best að svo verði, en sama
árangri verður ekki náð þannig. Ber
er hver að baki nema bróður sér
eigi“, segir Guðjón A. Kristjánsson,
forseti FFSÍ.
Pólland krefur
Þýskaland
um skaðabætur