Alþýðublaðið - 03.06.1987, Side 1
Stjórnarmyndunartilraunirnar:
JONI BALDVIN FALIÐ FRUMKVÆÐI
Dræm svör Alþýðubandalagsins og Kvennalistans við málaleitan
Alþýðuflokks um málefnagrundvöll. — Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks þrautalendingin?
„Forseti Islands hefur falið mér
frumkvæði að stjórnarmyndunar-
tilraun. Ég hef orðið við því,“ sagði
Jón Baldvin Hannibalsson formað-
ur Alþýðuflokksins við Alþýðu-
blaðið laust eftir kl. 14.00 í gær þeg-
ar hann kom af fundi Vigdísar
Finnbogadóttur. „Mitt fyrsta verk
verður að hafa samband við for-
ystumenn annarra flokka og heyra
þeirra mat á þeim kostum sem fyrir
eru. Að þeim samtölum loknum
mun ég skipuleggja framhald að
frekari viðræðum."
Um helgina hefur þingflokkur
Alþýðuflokksins og forystumenn
flokksins þingað stíft og haft sam-
band við forystu annarra flokka í
því hléi sem myndaðist eftir að Þor-
steinn Pálsson formaður Sjálfstæð-
isflokksins skilaði af sér umboðinu
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, kemur af fundi forseta íslands slðdegis I gær, eftir að Vig-
dls Finnbogadóttir fól honum frumkvæðiö að tilraun til stjórnarmyndunar. í fyrstu umferð mun formaður Alþýðu-
flokksins hafa samband við forystumenn allra flokka og heyra mat þeirra á kostunum 1 stöðunni.
A-mynd/Róbert
s.l. föstudag.
Meðal annars hafði Alþýðu-
flokkurinn samband við forystu
Alþýðubandalagsins og Kvenna-
lista og sendi drög að málefna-
grundvelli og óskaði svara um hugs-
anlegan grundvöll að samstarfi. í
gær fundaði framkvæmdastjórn og
þingflokkur Alþýðubandalagsins
sameiginlega og hafnaði fundurinn
að fara í viðræður við Alþýðu-
flokkinn á grundvelli stjórnar-
myndunar við þriðja aðila. Sam-
kvæmt heimildum Alþýðublaðsins
tók Kvennalistinn vel í málaleitan
Alþýðuflokksins en kvað málefna-
legt bil milli Kvennalista og Sjálf-
stæðisflokks það stórt að ekki yrði
um viðræður á þessu stigi að ræða
sem miðuðu að myndun þriggja
flokka ríkisstjórnar þessara flokka.
Á fundi Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur á Hótel Sögu í fyrra-
kvöld kom fram sú skoðun forystu
Alþýðuflokksins, að staðan væri
orðin sú að eina hugsanlega mynst-
ur ríkisstjórnar með aðild Alþýðu-
flokksins væri samsteypustjórn
Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks. Jón Bald-
vin Hannibalsson ítrekaði á þeim
fundi að Alþýðuflokkurinn yrði
ekki þriðja hjól undir vagni fráfar-
andi ríkisstjórnar. „Við höfum hins
vegar aldrei hafnað viðræðum við
Framsóknarflokkinn frekar en við
aðra flokka. Við höfum sagt: Það
yrðu þá umræður á nýjum grund-
velli, um ný málefni, um verkskipt-
ingu milli flokkanna og opið mál
um stjórnarforystuí* Formaður Al-
þýðuflokksins undirstrikaði enn-
fremur og taldi ennfremur upp
nokkur þeirra málefna sem hann
taldi ófrávíkjanleg í málefnasamn-
ingi nýrrar ríkisstjórnar og nefndi
þar á meðal nýtt skatta- og fjár-
málakerfi, einn lífeyrissjóð fyrir
alla landsmenn, nýjan fjárhags-
grundvöll fyrir húsnæðislánakerf-
ið, lög um kaupleiguíbúðir og fram-
kvæmd þeirra og bætt kjör hinna
tekjulægstu.
Búist er við að línur skýrist í dag
og á morgun hverjir þeir flokkar
verða sem Jón Baldvin Hannibals-
son freistar viðræðna við til mynd-
unar ríkisstjórnar.
Studningsskilyrði Stefánsmanna:
Kindakjötskaup og
hafnarmannvirki
Viðræöur ASI, VSI og VMS:
Vinnuveitendur hræðast skatta
Eru ekki tilbúnir að ræða endurskoðun samnjnga meðan óvissa
ríkir um efnahagsstefnu stjórnvalda. — ASÍ telur hins vegar
mikla hættu á launaskriðsöldu sem bitni mest á þeim sem síst
skyldi. ASÍ telur því að niðurstaða verði að finnast hvað sem
stjórnarmyndun líður.
Efnislegt samkomulag náðist
ekki í viðræðum ASÍ, VSI og VMS
á fundi í gærmorgun um kröfu Al-
þýðusambandsins um endurskoðun
desembersamninganna. „Meðan
þessi óvissa ríkir um efnahags-
stefnu stjórnvalda, þá getum við
náttúrlega ekkert rætt'um endur-
skoðun á samningum eða samninga
til lengri tíma“, sagði Gunnar J.
Friðriksson, formaður Vinnuveit-
endasambands íslands, í samtali
við Alþýðublaðið eftir fundinn.
VSÍ mun verða tilbúið að ræða
samning sem gildi til ársins '88, eftir
að mál fara frekar að skýrast. Á
fundinum samþykktu vinnuveit-
endur hins vegar að hefja þegar við-
ræður við einstaka hópa og sam-
bönd um endurskoðun.
„Við ítrekuðum það sem við höf-
um áður sagt, um að samningarnir
verði endurskoðaðir strax. Vinnu-
veitendasambandið og Vinnumála-
sambandið, voru hins vegar ekki
sammála um að ganga til mikilla
efnislegra viðræðna meðan ekki er
ljóst hvað gerist á vettvangi stjórn-
málanna á næstunni“, sagði Ás-
mundur Stefánsson.
Gunnar J. Friðriksson sagði að
verið væri að gera því skóna að
gripið yrði til víðtækrar skatt-
heimtu, meiri en verið hefur. Hann
sagði mikilvægt að vita í hvaða
formi slíkt yrði áður en gengið yrði
til heildarendurskoðunar. Ásmund-
ur Stefánsson sagði hins vegar að
hvað sem stjórnarmyndunarvið-
ræðum liði yrði að finnast niður-
staða í endurskoðun samninga, því
ella muni bresta á alda launaskriðs:
„Slíkt mundi færa okkur í öfuga
átt, þ.e.a.s. auka bilið á milli þess
sem er raunverulega greitt og þeirra
taxta sem samningarnir kveða á
um. Þeir hópar sem síst skyldi yrðu
auðvitað útundan í slíkri öldu“
Ásmundur sagði aðspurður
alltaf erfitt að tilgreina nákvæm-
lega einstaka hópa sem þyrftu brýn-
ustu endurskoðun. „Það er nánast
hægt að fara með endalausar nafn-
giftir á hópum. Fiskvinnslan er hins
vegar stærsti hópurinn og ekki var
gert ráð fyrir fastlaunasamningum
hjá þeim hópi í desembersamning-
unum. Það er óhjákvæmilegt að
það mál verði tekið upp“, sagði Ás-
rnundur.
Ekki hefur verið boðað til annars
formlegs fundar, en viðræður
vinnuveitenda og einstakra sam-
banda munu fljótlega fara í gang.
Stefán Valgeirsson og hans menn
munu setja fram ákveðnar kröfur
um framgang ýmissa máia, ef til
þess kemur að Stefán verði stuðn-
ingsmaður áframhaldandi stjórn-
arsamstarfs núverandi stjórnar-
flokka. Helstu kröfur Stefáns-
inanna eru að ákvæði um hugsan-
lega endurskoðun á landbúnaðar-
samningnum verði ekki nýtt til
lækkunar, þeim sem keyptu ibúðir
á misgengisárunum verði boðið
upp á lán með þeim kjörum sem nú
tíðkast og að auknu fjármagni
verði veitt i hafnarmannvirki á ýms-
um stöðum í Norðurlandskjör-
dæmi eystra.
Þetta eru í sem stystu máli þær
kröfur sem Stefánsmenn hyggjast
setja á oddinn ef til þess kemur að
af alvöru verði leitað eftir stuðningi
Stefáns við áframhaldandi stjórn-
arsamstarf. Með stuðningi Stefáns
hefði núverandi ríkisstjórn áfram
meirihluta í sameinuðu þingi og
annarri deildinni.
Séra Pétur Þórarinsson á Möðru-
völlum í Hörgárdal, sem skipaði
annað sætið á J-listanum fyrir
kosningarnar í vor, sagði í samtali
við Alþýðublaðið í gær að það væri
raunar á misskilningi byggt, sem
fram kom í fréttum útvarpsins í
fyrrakvöld að Steingrímur Her-
mannsson hefði boðið Stefáni Val-
geirssyni inngöngu í Framsóknar-
flokkinn á ný. Steingrímur hefði
einungis verið að leita eftir því
hvaða kröfur Stefán og menn hans
myndu gera í sambandi við áfram-
haldandi stuðning við ríkisstjórn-
ina.
Pétur sagði ennfremur að meðal
þess sem sett yrði á oddinn, væri að
svokallaðri 80%-regIu í landbúnað-
arsamningum yrði ekki beitt. Þessi
regla felur í sér að fari kindakjöts-
neysla niður fyrir 80% af því sem
samningurinn gerir ráð fyrir, komi
kaup ríkisins á þessum afurðum til
endurskoðunar.
Pétur nefndi einnig að J-lista-
menn myndu setja fram þá kröfu að
því fólki sem keypti íbúðarhúsnæði
á árunum 1981—1985 yrði boðið
upp á lánakjör eins og þau sem nú
tíðkast hjá Húsnæðisstofnun. Þá
sagði hann að veita þyrfti auknu fé
til hafnarmannvirkja í kjördæm-
inu, og nefndi sem dæmi slæmt
ástand hafnarmála á Raufarhöfn.
Að öðru leyti sagði Pétur að að-
standendur J-listans teldu mikil-
vægt að fjármagnið héldist á lands-
byggðinni, þar sem það verður til og
nefndi í því sambandi að margir
fylgismenn J-listans teldu sig
kannski ekkert síður eiga samleið
með Þjóðarflokknum. „Hver veit
nema gott samstarf eigi eftir að tak-
ast með okkur og Þjóðarflokkn-
um“ sagði Pétur Þórarinsson á
Möðruvöllum.