Alþýðublaðið - 03.06.1987, Page 2

Alþýðublaðið - 03.06.1987, Page 2
MPTÐUBLMÐ aími: 681866 Útaefandi: Blaö hf. Ritstjóri:: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson Blaöamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttii og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Sérmál og málamiðlanir w A fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í fyrrakvöld kom fram vilji forystumanna Alþýðuflokksins að láta áþað reyna, hvort málefnasamningurtakist milli Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Þennan vilja verður hins vegar að sjá í Ijósi þess, að dræm svör hafa borist við óformlegum fyrirspurnum Alþýðuflokksins til Alþýðubandalags og Samtaka um Kvennalista um grundvöll að málefnasamstöðu. Þessum fyrirspurnum hafa fylgt drög að málefna- grundvelli vegna hugsanlegra stjórnarmyndunarvið- ræðna. í drögum þessum hefur verið lögð mikil áhersla á það meginverkefni nýrrar ríkisstjórnar að vinna að viðreisn velferðarríkis á íslandi og stuðla aö jafnvægi og nýsköpun í efnahagslifi þjóðarinnar. w A umræddum fundi lagði Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokksins þunga áherslu á þau ófrávíkjanlegu málefni sem ný ríkisstjórn verði að fá fram. Þessi málefni eru: Nýtt skatta-og fjármálakerfi, einn Iffeyrissjóður fyrir alla landsmenn, nýr fjárhags- grundvöllur fyrir húsnæðislánakerfið, lög um kaup- leiguíbúðir og framkvæmd þeirra, átak til styttingar vinnutima og bætt kjör hinna tekjulægstu, ný at- vinnustefna í landbúnaði, sjávarútvegi og að því varð- ar hlutverk ríkisins í atvinnulífinu. Formaður Alþýðu- flokksins undirstrikaði það einnig, að Alþýðuflokkur- inn færi ekki sem þriðjahjól fvagni undiróbreyttafor- ystu af því að jafnaðarmenn langaði svo mikið í ríkis- stjórn og lagði á það ríka áherslu að flokkurinn brygð- ist ekki umbjóðendum sínum. „Við látum heldur ekki fælaokkurfráþví að það megi aldrei starfameð Fram- sóknarflokknum. Við erum með enga málefnalega hleypidóma gegn einum eða neinurn," sagði formaður Alþýðuflokksins. Það er rétt afstaða hjá öllum stjórnmálaflokkum að vera með opinn hug gagnvart málefnalegri umræðu um grundvöll til myndunar ríkisstjórnar að afloknum þingkosningum. Það er mun hyggilegri lína en stórar yfirlýsingar og persónulegt hnútukast samfara svið- settum móðgunum forystumanna. Það hefur áöurver- ið bent á ábyrgð og virðingu þingmanna í forystu- greinum Alþýðublaðsins og nauðsyn þess að flokkar finni sameiginlega snertifleti sem grundvöll að starfshæfri ríkisstjórn. En það er einnig nauðsyn að svíkja ekki umbjóðendur sína og versla ekki með þá málefnastefnu sem kjósendur hafa kosið með at- kvæði sinu. Þarna verður að feta vandrataðan veg, sem tryggirað flokkurfái framgengt mikilvægum sér- málum sínum og ennfremur að menn geri sér grein fyrir því, að ekki er hægt að ná málamiðlun í hverju einasta máli. „Það verður að velja hreinar llnur og hugsa stórt; skilja að viðsemjandinn þarf Kka að fá sínum málum framgengt á sýnilegan hátt,“ sagði Jón Sigurðsson þingmaður Alþýðuflokksins í þessu sam- bandi átíttnefndum fundi Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur. Það eru orð að sönriu. Jón Sigurðsson: Miðvikudaaur 3. júní 1987 AF STJORNARMYNDUN „Stjórnin sem nú situr sem starfsstjórn, missti meirihluta sinn á þingi, þess vegna á önnur aö leysa hana af hólmi... Eftir þvl sem lengra llður og starfsstjórnin tekur fleiri mikilvægar ákvarðanir, fjarlægumst við þingræð- ið meir og meir,“ segir Jón Sigurðsson m.a. I grein sinni. Nú eru liðnar meira en fimm vik- ur frá kosningum og enn er ekki ný stjórn í augsýn. Það er von að menn spyrji til hvers var kosið? Það er nefnilega ákaflega mikilvægt, að samhengið miili kosninga, þing- meirihluta og ríkisstjórnar rofni ekki. Stjómin, sem nú situr sem starfs- stjórn, missti meirihluta sinn á þingi, þess vegna á önnur að leysa hana af hólmi, sem styðst við meiri- hluta í þinginu — svo einfalt er mál- ið. Eftir því sem lengra líður og starfsstjórnin tekur fleiri mikilvæg- ar ákvarðanir eins og til dæmis um hækkun á áfengi og tóbaki, hækk- un á afnotagjöldum útvarps, hækk- un bóta almannatrygginga eða um samninga um framkvæmdir á veg- um varnarliðsins, fjarlægjumst við þingræðið meir og meir. Þetta er eitt út af fyrir sig gild ástæða til að hraða stjórnarmyndun, en hitt er ekki síður, að við þurfum sem fyrst nýja stjórn til að sporna gegn of- þenslunni, sem nú magnast í efna- hagslífinu, og til þess að móta nýja heildarstefnu í landsmálum. Það er athyglisvert, að strax eftir kosningai byrjuðu framsóknar- menn og sjálfstæðismenn að lýsa áhyggjum yfir vaxandi hættu- merkjum í hagkerfinu. Vaxandi halla á ríkissjóði, vaxandi verð- bólgu, hækkandi vöxtum, hættu á viðskiptahalla. Á þessum málum þarf auðvitað að taka án tafar af röggsemi eins og við Alþýðuflokks- menn bentum á alla kosningabar- áttuna. Við þurfum nýja jafnvægis- stefnu strax, en ekki síður nýja jafnréttisstefnu — aðgerðir til að bæta hlut þeirra, sem minnst hafa handa á milli — fyrst og fremst líf- eyrisþega. Hvaða kosti á A Iþýðuflokkurinn ? Eftir kosningar lá engin klár meirihlutastjórnarkostur á borð- inu, nema með samstarfi þriggja eða fjögurra flokka. Að vísu má segja, að áframhald núverandi sam- starfs Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks gæti dugað, ef Stefán Valgeirsson bættist í hópinn. Þann- ig hefði stjórnin 32 þingmenn og gæti komið í gegn fjárlögum og varist vantrausti, ef Áokksböndin halda. Þennan kost hafa sjálfstæð- ismenn hingað til ekki viljað þiggja, þótt í boði væri. Að þessu slepptu, er hægt að mynda 8 þriggja flokka stjórnir, sem hafa 33 þingmenn eða fleiri á bak við sig. Þær eiga það sammerkt allar átta, að Sjálfstæð- isflokkurinn er uppistaðan í þeim. Hann er ómissandi í þriggja flokka stjórnum eins og þingið er nú sam- ansett. En hvaða kosti á Alþýðu- flokkurinn? Tölulega getur hann átt hlut að fjórum þriggja flokka stjórnum: ABD með 41 þingmanni, ADG með 36 þingmenn, ADS með 35 þing- menn og loks ADV með 34. Á þessu stigi máls virðist því miður nærri fullreynt, að hvorki um ADV né ADG geti tekist samkomulag. Þess- ir tveir kostir væru á margan hátt fýsilegir frá okkar bæjardyrum séð, ef málefnagrundvöllurinn væri í lagi, ekki síst ADV. Ég ætla ekki að fjölyrða um ADS. Hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki léð máls á því mynstri og við ekki hreyft því. Eftir stendur „Stefanía“, ABD. Fyrir mér er það ekkert áhorfsmál, að við hljótum að láta á þennan stjórnarkost reyna, ef JÓni Baldvin verður falið frumkvæði um stjórn- armyndun. Hér eiga málefnin ein að ráða. Hreinar línur og stóra hugsun Tölulega er hægt að mynda fimm mismunandi fjögurra flokka meiri- hlutastjórnir. í fjórum þeirra er Framsókn. Þetta er því þeirra mynstur — eins og þríflokkur er mynstur Sjálfstæðisflokksins — tölulega skoðað. Þess vegna er ekki nema von, að Steingrímur Her- mannsson hafi í seinni tíð horfið frá því, að þriggja flokka stjórnir séu það eina, sem til greina kemur. í þremur þessara fjögurra flokka stjórna kemur Alþýðuflokkurinn til greina: ABGS með 38, ABGV með 37 og ABSV með 36 þing- menn. Heldur finnst mér ólíklegt að fyrsti og þriðji kosturinn komi nú alvarlega til greina. Sá í miðið er „venjuleg vinsri stjórn“. Að svo stöddu finnst mér að menn ættu ekki að eyða miklu púðri í tilraunir til að mynda fjögurra flokka stjórn. Ef starfhæf stjórn á að komast á, þarf tvennt til fyrir utan þingstyrk- inn. Annars vegar nægilega mörg og mikilvæg sameinandi mál til þess að stjórnin tolli saman. Og hins vegar, að hver flokkur, sem að henni stendur, fái framgengt nægi- lega mörgum og mikilvægum sér- málum sínum, að hann geti réttlætt þátttöku sína í henni gagnvart flokki sínum og kjósendum. Við höfðum trú á þessu í ADV. Ég held að þrátt fyrir allt geti þetta líka tek- ist í ABD. En það er mikilvægt að menn átti sig á því að það á ekki að reyna málamiðlun í hverju einasta máli, sem fyrir ber, í svona samn- ingum, heldur þarf að velja hreinar línur og hugsa stórt; skilja, að við- semjandinn þarf líka að fá sínum málum framgengt á sýnilegan hátt. Stýrishjólið Okkar höfuðmál eru: 1. Nýtt skatta- og fjármálakerfi og umbætur í stjórnkerfi. 2. Einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. 3. Nýr fjárhagsgrundvöllur fyrir húsnæðiskerfið. Lög um kaup- leiguíbúðir. 4. Átak til að stytta vinnutíma og bæta kjör hinna tekjulægstu. 5. Ný atvinnustefna, aukið frjáls- ræði til sjós og lands og í utan- ríkisviðskiptum. Um þetta viljum við mynda stjórn. Þetta eru aðalmálin í starfsáætl- un fyrir kjörtímabilið, en fyrstu að- gerðir nýrrar stjórnar eru líka afar mikilvægar til að skilgreina hana í augum almennings, marka spor og gefa tóninn. Nú þarf bæði ákveðn- ar aðgerðir til að endurheimta jafn- vægi í efnahagsmálum og skref til að bæta kjör hinna tekjulægstu. Þannig hlýtur ábyrg stjórn í anda jafnréttis að byrja sinn feril. Sam- líkingin við þriðja hjólið er ekki svo afleit ef þriðja hjólið er stýrishjólið. En tíminn er að renna frá okkur. Við hljótum að horfast í augu við það, að ABD er ef til vill að verða eini raunhæfi kosturinn í stjórnar- þátttöku fyrir Alþýðuflokkinn.Hér skiptir miklu máli finnst mér, að það getur reynst auðveldara að rjúfa hin langvinnu helmingaskipti og hagsmunagæslu Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í efna- hags- og atvinnumálum þegar báðir eru innan stjórnar og þurfa á Al- þýðuflokknum að halda. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn er í stjórn en Framsóknarflokkurinn utan, eða öfugt, horfir sá sem er í stjórn alltaf til hins og fer sér hægt um breyting- ar í atvinnumálum. Þetta þurfum við að skilja. Það er lögmál lýðræðisins að leita málamiðlunar og samkomu- lags. Sjaldan hefur þetta lögmál birst jafn skýrt og eftir þessar kosn- ingar. Sá sem ekki vill beygja sig fyrir því, á það á hættu fremur en aðrir að enda utan stjórnar. Stjórnarandstaða Stjórnarandstaða þarf ekki að vera neitt neyðarbrauð, en hending má ekki ráða því, að flokkurinn lendi í þeirri stöðu eftir að hafa ver- ið utan stjórnar í hálfan annan ára- tug, ef frá er talið eitt ár, sem ekki verður sagt að menn minnist með fögnuði sem árangursríks eða sigur- sæls tímabils fyrir málefni jafnað- arstefnunnar. Það er list að koma sínum málum fram í málamiðlun. Þá list þurfum við nú að tileinka okkur, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Við þurfum að fá stjórn sem gerir hverdagslífið betra í þessu landi, léttir fólki önn hverdagsins og gefur von um betri framtíð. Þannig skiptir ný stjórn máli fyrir fólkið í landinu. (Erindi flutt á opnum fundi Al- þýðuflokksfélags Reykjavlkur þ. 1. júnl. Millifyrirsagnir eru Alþýðu- blaðsins)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.