Alþýðublaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 2
MPYDMMÐ öimi: 681866 Útaefandi: Blað hf. Ritstjóri:: Ingólfur Margeirsson RitstjórnarfulItrúi: Jón Daníelsson Blaöamenn: Orn Bjarnason, Asa ^jörnsdóttii og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsiminn er 681866 Fyrsta boðorð stjórnmálanna Sá skemmtilegi maður og rithöfundur Guðbergur Bergsson skrifar óborganlega grein í Dagblaðið/Vísi um síðustu helgi sem ber heitið „Er stefna Kvenna- listans komin í smokkinn?“ Eins og fyrirsögnin ber meðsérdeilirGuðbergur í vægum háðtón ákjarkleysi og stífni Kvennalistans að axla ábyrgö I ríkisstjórn. Ftithöfundurinn segir: „Þær hafa I stað þess að ganga I stjórn kosiö að veraí nöldrinu. Hvernig stendurá því að ungur flokkur kýs strax nöldrið I stað valds og at- hafna, áhættu og þess að kannski eigi þær eftir að standa strípaðar við stjórn en með blygöun sína I frjórri ögrun við stöðnunina?" Sem stuðningsmaður og frambjóðandi Alþýðubandalagsins I síðustu al- þingiskosningum hefur Guðbergur eflaust einnig kynnst stöðnuninni og skotgrafahugsjóninni I Al- þýðubandalaginu. En þetta hugarfar á við fleiri flokka; það er eins og íslendingar hafi aldrei kunnað að semja, aldrei kunnað að rétta hver öðrum hönd- ina, aldrei kunnað að byggja brýr yfir til andstæðing- anna án þess að óttast það að missa persónuleika sinn og æru. Klókir samningamenn virða nefnilega ávallt þarfir og óskir þeirra sem samið er við, án þess að missa sjónir af eigin sérmálum. Guðbergur Bergsson skrifar: „Það að standa I stjórn- málum er enginn hægðarleikur. Pína sú tekur á taug- arnar. Sá sem stendur I stjórnmálum verður að vera öðru fremurlipurí hugsun, áræðinn I skoðunum og sí- fellt reiðubúinn að vilja semja, jafnvel við óvini sína. Því það er einmitt I samningunum en ekki beint I bar- áttunni sem maður sigrar andstæðinginn. Hérna er fyrsta boðorð stjórnmálanna komið.“ í þessum lævísa texta leynist mikill sannleikur eins og jafnan þegar Guðbergur stingur niður penna. Sjónarmið þvergirð- ingssinna, sem halda I sérmál sinna flokka líkt og nunna um kerti, hefur aldrei leitt til frjósamrar sam- vinnu eða jákvæðrar niðurstöðu. Hið pólitfska lands- lag á íslandi er orðið æði mishæðótt og enginn einn stjórnmálaflokkur eða hreyfing ætlast til þess að lýð- ur landsins flykkist upp á þeirra hól. Til að mynda rík- isstjórn þarf þess vegna opið hugarfar, skilning á vandamálum þjóðarinnar, hugmyndirog þekkingu til að takast á við vandann ásamt hnefafylli af hugrekki og megnan óvilja á staðnaðri nöldurpólitík. Stjórnarmyndunarviðræðurnar undir verkstjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar eru dæmi um brúar- smíði þarsem flokkarnir þrír hafa lagt niðurkosninga- vopnin til að takast á við sameiginlegt, aðkallandi verkefni, þjóðinni allri til farsældar. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn háðu harða kosningabar- áttu þar sem hvorki stóryrði né vopn voru spöruð. Þessi leikur hélt sumpart áfram eftir kosningar þrátt fyrir mörg sameinandi málefni og áhuga beggja flokkaum félagslegarlausnirámörgum vandamálum, ný^e.m fyrr. Þegar til stjórnarmyndunarviðræðna Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kíVfri,: urðu hin sameinandi mál og ábyrg afstaða til þjóömála ofar persónulegu hnútukasti. Sjálfstæðis- flokkurinn sem átt hefur við innri vanda að stríða, hef- ur einnig tekið að skilja nauðsyn þess að semja við viðmælendur sína I stað þess að þvergirða fyrir málin eins og I upphafi viðræðnanna. Þannig hafa þessir þrír flokkar farið eftir fyrsta boðorðinu I stjórnmála- skóla Guðbergs Bergssonar. Miövikudagur 17. júní 1987 Stefán Benediktsson skrifar „Þingræðið gagnar ekki lengur Islendingum sem grundvöllur stjórnarmyndunar,“ segir Stefán Benediktsson m.a. f grein sinni um valdaþuklið. VALDAÞUKL Hvers vegna er svona erfitt að mynda stjórn? Frambjóðendur lögðu mál sitt í dóm kjósenda og þeir hafa dæmt samkvæmt sinni sannfæringu. Frambjóðendurnir sem allt vissu, allt vildu og allt gátu reika nú um án markmiðs, verða kindarlegir í framan ef þeir eru spurðir hvort þeir vilji mynda stjórn og líða önn fyrir þá í sínum hópi sem hafa skoð- anir á stjórnarmyndun. Augljósasta vísbending þessara kosninga eins og síðustu fjögurra fimm kosninga er að kosninganið- urstaðan er engin vísbending um það hvaða stjórn þjóðin vill. Þingræðið gagnar ekki lengur ís- lendingum sem grundvöllur stjórn- armyndunar. Enda var það aldrei annað en aðferð til stjórnarmynd- unar orðið til í löndum þar sem framkvæmdavaldið var og er enn formlega í höndum einvalds. Að- ferðin gekk út frá skýrum styrk- leikahlutföllum á þingi vegna fárra flokka. Þverrandi virðing Alþingis er ekki hvað síst afleiðing þingræðis- ins sem gerir stjórnarþingmenn að spökum meðreiðarsveinum sem hafa varla við að kyngja ákvörðun- um ríkisstjórnar sem þeir standa að og stjórnarandstöðuna að áhrifa- Iitlum hópi neikvæðra siðapostula sem eru í fýlu af því að þeir voru dæmdir úr leik. Við verðum að finna aðra leið en þingræðið til að ákveða ríkisstjórn. Það er nógu slæmt að við skulum ekki öll hafa sömu mannréttindi hvað vægi atkvæði okkar áhrærir, ekki verður það betra þegar í ljós kemur að þessi misþungu atkvæði hafa í raun engin áhrif á það hver stjórnar landinu. Ég þori að fullyrða að sú stjórn- málahreyfing sem þorir að sýna kjósendum það traust að velja handhafa framkvæmdavalds fær það traust margfalt endurgoldið. Þjóðin þiggur fegins hendi hverja þá lausn sem kemur í veg fyrir það vandræðalega og sumpart niður- lægjandi þukl og káf sem upphefst eftir hverjar kosningar. „Heimilisfræðslu í alla bekki" Á aðalfundi Hússtjórnarkenn- arafélags íslands sem haldinn var 2. júní sl. í Hússtjórnarskóla Reykja- víkur var samþykkt ályktun þar sem skorað er á menntamálaráð- herra og Alþingi að hlutast til um að eftirfarandi atriði verði tekin til umfjöllunar og afgreiðslu sem fyrst: 1. Grunnskólar: — að allir nemendur grunnskólans fái heimilisfræðikennslu í öllum bekkjum eins og viðmiðunar- stundaskrá gerir ráð fyrir. Fyrsta skilyrði til að svo geti orðið er að viðhlítandi húsnæði sé fyrir hendi í öllum skólum og að nem- endur fái námsefni við hæfi. — að skólum sem ekki hafa að- stöðu til heimilisfræðikennslu verði gefinn kostur á að koma sér upp kennslueldhúsi eða að- stöðu, t.d. með því að gera þeim kleift að kaupa þær innréttingar sem voru hannaðar í samvinnu við Normanefnd og hægt er að setja upp í venjulegri kennslu- stofu. — að þeir skólar sem eru að koma íslendingar höfnuðu einvaldin- um og þar með erfðarétti hans til framkvæmdavaldsins. Fram- kvæmdavaldið er eign þjóðarinnar og þjóðin á ekki að afhenda það vald neinum öðrum en þeim sem hefur stuðning meirihluta hennar. Lýðræðið er ekki samningakáf áttavilltra stjórnmálamanna eftir kosningar. Afhending kjósenda á valdi sínu til stjórnmálamanna verður að vera svo einföld og skýr í aðferð að enginn vafi leiki á um- boði og ábyrgð. Þingið, löggjafinn er samkoma fulltrúa þeirra skoðana sem mestan hljómgrunn hafa með þjóðinni. Þingmenn ræða og ákveða hvaða leikreglum skuli fylgja. Þeir eru eft- irlitsmenn þjóðarinnar milli kosn- inga með framkvæmdavaldinu. Handhafa framkvæmdavaldsins á að velja í sérstökum kosningum og á öðrum forsendum en löggjaf- ann. Hann ber ábyrgð á því að framkvæma það sem þjóðin vill að verði gert með skattpeningum hennar. Hann ber ábyrgð á afkomu þjóðarútgerðarinnar. ser upp kennsluaðstöðu eigi kost á aukafjárveitingu. — að kvóti til námsbókakaupa verði rýmkaður með það í huga að hver nemandi í heimilisfræði eigi kost á að hafa sína námsbók meðan á námi stendur. — að þar sem 9. bekkur er skylda sé því eðlilegt að heimilisfræði, sem og aðrar list- og verkgreinar séu í kjarnanámi, þar sem grunnskólalög kveða á um að verknám og bóknám skuli metið að jöfnu. 2. Framhaldsskólar (fjölbrauta- skólar, menntaskólar, sérskólar) — að komið verði á kennslu í mat- reiðslu og næringarfræði, um- hverfis- og neytendafræði í öll- um framhaldsskólum Iandsins og þær greinar skipi sama sess í skólakjarna og/eða valnámi og aðrar verk- og listgreinar. — að verk- og listgreinar verði metnar til jafns við bóknáms- greinar, hvort sem um kjarna-, valnám eða sérhæft nám er að ræða. — að grunnnámsbraut i mat- reiðslu og framreiðslu verði inn- tökuskilyrði fyrir þá sem fara í Hótel- og veitingaskóla íslands. — að skipulagðar verði fleiri námsbrautir á framhaldsskóla- stigi sem veita réttindi, t.d. hlið- stæðar námi matartækna og matarfræðinga. 3. Hússtjórnarskólar . — að unnið verði áfram að tillög- um nefndar sem fjallaði um hús- stjórnarkennslu í framhalds- skólum og að strax verði hafist handa um að semja námskrá (námsvísi) og samræma náms- efni. — að námsframboð í hússtjórnar- skólum landsins verði endur- skipulagt, t.d. sem sjálfstæð námskeið eða í tengslum við annað framhaldsnám og ýmsa þætti atvinnulífsins. Nægilegt fjármagn verði veitt til skólanna svo að þeir geti starfað með eðli- legum hætti. 4. Kennaraháskóli íslands — að veitt verði fé til framhalds- menntunar kennara í hússtjórn- argreinum á framhaldsskóla- stigi. — að skipulögð verði framhalds- menntun fyrir heimilisfræði- kennara sem veitir réttindi til kennslu á framhaldsskólastigi. ' — að kennsla í næringar- og neyt- endafræði verði hluti af al- mennu kennaranámi. — að aukinn verði tími til valnáms í heimilisfræði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.