Alþýðublaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. júnf 1987 3 Viðar Eggertsson og Harald G. Haraldsson ( hlutverkum slnum. Tígrisdýr í Föstudaginn 26. júní leggur Al- þýðuleikhúsið upp í leikferð um landið með leikritið Eru tígrisdýr í Kongó?. Fyrsta sýningin verður í Borgarnesi og verður síðan haldið áfram sem leið liggur um Vestfirði, Norðurland og Austfirði og lýkur leikferðinni í Vík í Mýrdal 25. júlí. Síðar er áætlað að sýna í nágranna- byggðum Reykjavíkur og á Snæ- fellsnesi og Suðurlandi. Leikferð sú sem nú er haldið uppí er ein sú lengsta sem farin hefur ver- ið í á liðnum árum. 33 sýningar verða sýndar á tuttugu og fimm stöðum. Eru tígrisdýr í Kongó? er nýtt verk eftir Finnann Bengt Ahlfors og Hohan Bargum og fer það nú sigur- för um Norðurlöndin. Þykir það hnyttilega samið og bráðskemmti- hringferð legt og ekki síst fjallar það um mál sem er ofanlega á baugi í dag. Það segir frá tveim rithöfundum sem hafa fengið það sérkennilega verk- efni að skrifa gamanleik um sjúk- dóminn eyðni. Þeim gengur brösu- lega í upphafi og málið kemst ekki á skrið fyrr en þeir setja sjálfa sig í aðstöðu einstaklinga sem hafa smitast vegna einnar nætur „smá- ævintýris“ erlendis, og þá tekur májið oft á sig kostulegar myndir. Alþýðuleikhúsið hefur undanfarna mánuði sýnt leikritið í hádegisleik- húsi sínu í Kvosinni við afbragðs- undirtektir og hlotið góða dóma gagnrýnenda. Heilbrigðisyfirvöld hafa stutt leikhúsið til þessarar ferðar og verða sýningarnar út um land í samvinnu við leikfélögin á hverjum stað sem stofna kaffihús utan um hverja sýningu. Áhorfend- ur geta því notið góðra veitinga og spennandi Ieiksýninga á sama tima. Stuðningur þessara aðila hefur gert þessa viðamiklu leikför mögulega. Leikstjóri sýningarinnar er Inga Bjarnason en rithöfundana tvo leika þeir Harald G. Haraldsson og Viðar Eggertsson. Sýnt verður sem hér segir: Borgarnesi 26. júní, Patreks- fiörður 28. júní, Bíldudalur 28. júní, Þingeyri 29. júní, Flateyri 30. júní, ísafjörður 1. júlí (2 sýningar), Bolungarvík 2. júlí, Hólmavík 3. júlí, Hvammstangi 4. júli, Blöndu- ós 5. júlí, Sauðárkrókur 6. júlí, Siglufjörður 7. júlí, Ólafsfjörður 8. júlí, Húsavík 10. júlí (3 sýni.), Húsavík 11. júlí (2 sýn.), Húsavík 12. júlí (1 sýn.), Dalvík 13. júlí, Akureyri 14. júlí, Akureyri 15. júlí, Vopnafjörður 16. júlí, Egilsstaðir 18. júlí, Seyðisfjörður 19. júlí, Eski- fjörður 20. júlí, Neskaupstaður 21. júlí, Fáskrúðsfjörður 22. júlí, Höfn Hornafirði 24. júlí, Nesjar 24. júlí, Vík í Mýrdal 25. júlí. Brautskráning. frá Kennaraháskóla íslands Brautskráning kennara í grunn- og framhaldsnámi við Kennarahá- skóla íslands fór fram í Háteigs- kirkju laugardaginn 6. júní s.l. Við athöfnina söng kór skólans undir stjórn Jóns Karls Einarssonar og þeirra nemenda, sem brautskráðust með tónmennt sem valgrein. Undir- leikari var Friðrik V. Stefánsson. Að þessu sinni brautskráðust 88 kennarar með B.Ed. prófi, en úr framhaldsnámi útskrifuðust 13 kennarar, sem stjórna munu starfs- leikninámi og 11 kennarar luku 1. áfanga í sérkennslufræðum til B.A. prófs. í ræðu sinni gerði rektor skólans, Jónas Pálsson, m.a. að umtalsefni væntanlegt réttindanám grunn- skólakennara, sem mun hefjast á næsta ári, og vanda dreifbýlisins í sambandi við kennararáðningar. Taldi hann að það þyrfti að horfast í augu við þennan vanda og takast á við hann. Hyggilegast væri að starfrækja reglulega kennaranám fyrir nokkurn hóp kennara, sem ættu rætur í byggðarlaginu. — Grunnmenntun þeirra yrði þá tengd símenntunar/endurmenntunar- starfi Kennaraháskólans og fræðsluskrifstofu í viðkomandi byggðarlagi. í þessu sambandi minnti rektor á fjarkennslu með ýmsu sniði, sem nauðsyn væri að efla við KHÍ. Rektor benti á að samfélagið hefði skyldur við þetta fólk. Viðun- andi starfsmenntun því til handa væri sanngirnismál en einnig veiga- mikið atriði ef gera ætti skipulegt átak til þróunar og umbóta í dreif- býlisskólum bæði til sjávar og sveita, en það væri snar þáttur í við- haldi byggðar umhverfis landið. í haust bætist myndmennt við valgreinar skólans. Eru þá allar greinar grunnskólans innan hins al- menna kennaranáms nema íþróttir og lýsti rektor þeirri von sinni að íþróttir yrðu áður en langt um líður einnig valgrein við skólann, en framhaldsnám í myndmennt og íþróttum mætti síðan stunda við sérskóla í þeim greinum. Rektor vék að námi í sérkennslufræðum til B.A. prófs, sem hófst við skólann haustið 1985 og sagði m.a. að þessi nýjung í starfi skólans væri vaxtar- broddurinn á sviði framhaldsnáms í uppeldis- og kennslufræðum. Haustið 1985 var fenginn hingað til starfa sérfræðingur frá Bret- landi, Keith A. Humphreys og hef- ur hann starfað hér við skipulagn- ingu og kennslu undanfarin tvö ár, en er nú á förum og tekur nýráðinn dósent, Grétar Marinósson, við forstöðu sérkennslunáms. Náminu er skipt niður í áfanga og er gert ráð fyrir að starfandi kennarar geti tekið námið með starfi. Sú nýjung var tekin upp að hópur kennara á Austurlandi hóf þetta nám á Hallormsstað í júní. Um- sjónarmaður Kennaraháskólans með þessu námi er Berit Johnsen, cand.polit. sérkennslufulltrúi. Einnig hefst nú í haust nám í upp- eldisgreinum fyrir kennara á fram- haldsskólastigi á Akureyri á vegum Kennaraháskólans. Við skólaslit bárust skólanum góðar gjafir að vanda. Kennarar út- skrifaðir fyrir 50 árum færðu skól- anum peningagjöf til kaupa á al- fræðiorðabók, og kennarar útskrif- aðir fyrir 35 árum færðu skólanum vandaða bókagjöf. Frá menntamálaráöuneytinu: Laus staöa viö framhaldsskóla Við nýstofnaðan Framhaldsskóla Austur-Skaftafells- sýslu, Nesjaskóla, er staða skólastjóra laus til um- sóknar. Staðan verður veitt frá 1. ágúst næstkomandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavik fyrir 16. júll. Menntamáiaráðuneytið Frá menntamálaráöuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Fjölbrautarskóla Vesturiands á Akranesi vantar kennara I eðlisfræöi, efnafræði og stærðfræði. Menntaskólann aö Laugarvatni kennara I stærðfræði. Iðnskólann i Reykjavík kennara í viöskiptagreinum. Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi kennara i þýsku. Menntaskólann við Hamrahlíð stundakennara í stæröfræöi, upplýsingar gefur rektor. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og tyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vík fyrir 10. júlf. Menntamálaráðuneytið Símaskráin 1987 — klippið út Athygli símnotenda er enn vakin á því að síma- númerabreytingar á símasvæðum 92,93 og 97 úr fjögurra stafa í fimm stafa númer, sem fyrir- hugaðar voru viö útgáfu símaskrárinnar 1987, hafa ekki enn tekið gildi. Breytingarnar verða með þeim hætti að annað hvort er settur nýr tölustafur fyrir framan fyrsta stafinn í gamla númerinu eða næst á eftir hon- um er þrír síðustu stafirnir verða óbreyttir. Notendum til hægðarauka birtist hér listi er sýnir símanúmerin á ofangreindum svæðum fyrir og eftir breytingar. Svæði 92 Breytingar gerðar 1. júli 1987 Fyrir Eftir breytingar breytingar Keflavík 1000-4999 11000-14999 Innri-Njarðvík 6000-6255 16000-16255 Vogar 6500-6755 46500-46755 Hafnir 6900-6999 16900-16999 Garður 7000-7399 27000-27399 Sandgerði 7400-7899 37400-37899 Grindavík 8000-8799 68000-68799 Svæði 92 Breytingar gerðar 6.-10. júli 1987 Akranes 1000-3399 11000-13399 Lambhagi 3800-3999 38800-38999 Búðardalur 4100-4599 41100-41599 Reykhólar 4700-4899 47700-47899 Hreðavatn 5000-5059 50000-50059 Kljáfoss 5100-5499 51100-51499 Gröf 5600-5799 56600-56799 Ólafsvík 6100-6599 61100-61599 Hellissandur 6600-6799 66600-66799 Hvanneyri 7000-7089 70000-70089 Borgarnes 7100-7899 71100-71899 Stykkishólmur 8000-8599 81000-81599 Grundarfjörður 8600-8899 86600-86899 Svæði 97 Breytingar gerðar í byrjun ágúst Egilsstaðir 1000-1999 11000-11999 Seyðisfjörður 2100-2599 21100-21599 Borgarfjörður 2900-2989 29900-29989 Lagarfoss 3000-3059 13000-13059 Vopnafjörður 3100-3499 31100-31499 Eiðar 3800-3859 13800-13859 Reyðarfjörður 4100-4399 41100-41399 Fáskrúðsfjörður 5100-5499 51100-51499 Breiðdalsvík 5600-5799 56600-56799 Stöðvarfjörður 5800-5999 58800-58999 Eskifjöröur 6100-6499 61100-61499 Mjóif jörður 6000-6029 60000-60029 Neskaupstaöur 7100-7899 71100-71899 A Höfn og Djúpavogi hafa breytingar þegar veriö gerðar. Sima- númer þar eru því rétt eins og þau birtast í símaskránni 1987. Póst- og símamálastofnunin mun auglýsa nánar þegar núm- erabreyting veröur á hverjum stað eða svæði fyrir sig. Klippið út og geymið þar til breytingarnar hafa farið fram. Póst- og símamálastofnun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.